Þjóðviljinn - 23.06.1982, Síða 15
Miðvikudagur 23. júni 1982 ÞJÓÐVILjINN — SIÐA 15
Hringiö í sima 81333 kl 9-5 alla
virka daga, eða skrijiö Þjóðviljanum
Sigurmark Belga gegn Argentinu.
5183-6103 mikið niðri fyrir
fra
lesendum
Sofandaháttur Sjónvarpsins
Nnr. 5183-6103 hringdi:
Frammistaða islenska sjón-
varpsins varðandi útsendingar
frá heimsmeistarakeppninni i
knattspyrnu er til háborinnar
skammar.
Á meðan allar þjóðir Evrópu,
að Albaniu undanskilinni, geta
fylgst með leikjum frá Spáni i
beinni útsendingu, þurfum við
islendingar að búa við þau
frumstæðu skilyrði að sjá leik-
ina tveggja til þriggja daga
gamla. í slikum tilfellum eru
úrslitin ljós iöngu íyrirfram og
eftir að hafa komist á bragðið
með að sjá leiki i beinni út-
sendingu stenst það engan
samanburð. Hér er ekki verið að
hugsa um neytendur þar sem
knattspyrna i sjónvarpi er
giíurlega vinsælt efni sem fátt
slær við. Eftir þvi sem komið
hefur fram i fjölmiðlum, er hér
um sofandahátt hjá yfir-
mönnum sjónvarps, ef ekki
skeytingarleysi, að ræða.
Eg vil hins vegar þakka
Bjarna Felixsyni, iþróttafrétta-
manni sjónvarps, fyrir að
bjarga þvi sem bjargaö varð og
frammistaða hans er meö sóma
en þvi miður ekki hægt að segja
það sama um yfirmenn hans.
Orsakir Vesturfara
i Þjv. 17/6 er grein meö
yfirskriftinni: „Á islandi
fyrir 100 árum". Þar
stendur m.a.: „Þannig
fluttu 1143 úr landi um-
fram þá sem hingað
fluttu árið 1876. Árin áður
geisuðu Skaftáreldar og
Móðuharðindi og voru
fljót að skila sér í mikl-
um brottflutningi. Fólki
fækkaði um rúm níu þús-
und á árunum 1783-85 eft-
ir þvi sem næst verður
komist".
Hér finnst mér gæta nokk-
urrar ónákvæmni i sagnfræði.
Vesturfarirnar byrjuðu ekki
fyrr en 100 árum eftir Móðu-
harðindi. Orsakir Vesturfar-
anna voru þvi ekki Móðuharð-
indin, heldur mikið þröngbýli i
sveitum sem stafaði af undan-
farandi fólksfjölgun. ' Þar af
leiðandi var jarðnæðisskortur
en auk þess dundu ægileg harð-
indi yfir á s. hluta 19. aldar. Sér-
staklega á Norðurlandi og á
norðanverðu Austurlandi, enda
varð landflóttinn langmestur
þaðan. Og að lokum þetta: Þeir
sem ætla sér að föndra eitthvað
við sagnfræði i dagblöðum
verða að gefa sér tima til að
kynna &ér öll gögn um það tima-
bil sem um er fjallað.
Gestur Sturluson
Aths.:
i grcininni ,,Á íslandi fyrir 100
árum” varð hcldur leið prent-
villa, sem Gesti og öðrum skal
hér með bent á. Þar sem stóð
„fólki fækkaði um rúm niu þús-
und á árunum 1783-85...” á auð-
vitað að standa 1883-85; annað er
ekki i samræmi við innihald
þcssa inngangs að bréfaskrift-
um Láru Bjarnason. Þar með
færumst við 100 árum nær i tima
og Skaftárcldar og Móðuharð-
indi 100 árum fjær. —ast
Enn úr Aleggi
Framhaldssagan
Hnykill er ekki gott leikfang
fyrir kettlinga. Þeir geta auö-
vcldlega flækst í honum og
hengt sig. Stundum gleypa þeir
garnið og veikjast þá hastar-
lega.
Þessi framhaldssaga cr úr
Áleggi, bekkjarblaði úr Vestur-
bæjarskólanum. Krakkarnir i
Aleggi hala rcynst okkur
drjúgur brunnur i sumar. Jæja
krakkai; cf þið getið þá þætti
okkur vænt um að fá framhald
þcssarar sögu sent i pósti.
Einu sinni var litil borg i litlu
landi og litla landiö var i litilli
heimsáliu.
Einu sinni fæddist þar litill
óknyttaormur sem gerði ekkert
nenva prakkarastrik.
Einn dag var hann leiddur
fyrir kóng og ætlaði kóngurinn
aö lemja hann i kjötkássu með
tveim eggjarauðum á. En
strákurinn kraup á kné og bað
um miskunn. En kóngur sagöi
að hann ætti þá að iella þrihötð-
aða risann meö slimuga hárið i
fjallinu viö Kartöflunelatanga.
Og sönnun átti hann að færa
kónginum meö þvi að koma með
kartöfluneíið af risanum slim-
uga (ogsmáslim handa kóngs-
dóttur til þess að hún geti hellt i
tjörnina og til að hirðmennirnir
hafi eitthvað aö gera). Strákur
hélt nú af stað meö nesti og upp-
reimuðu skóna hennar lang-
ömmu sem hún notaði þegar
hún var sýningadama hjá Elli-
heimilinu Gröf i Stóra skógi.
Og nú biðjum við ykkur um að
ljúka við söguna.
Barnahornið
Maðurinn bak við vélina
Brögð með ljósum
Á árdögum kvikmyndanna i
Hollywood var mikið lagt á
kvikmyndatökumenn. Kvik-
myndatökuvélarnar voru
klossaðar og stirðar en sniil-
ingar við tökuna gátu gert
kraftaverk i kvikmynda-
gerðinni. Þessir menn tóku
oft mikla áhættu við upp-
tökuna en á þeim tima voru
mjög fá brögð höfð i frammi
einsog siðarmeir urðu aðai
kvikmynda. 1 lok þriðja ára-
tugarins breyttust aðstæður
allar til hins betra fyrir kvik-
myndatökumenn.
SJónvarp
kl. 21.15
Gamlar myndir
Laust eftir klukkan þrjú i
dag les Sigurður Karlsson
þýöingu Hafsteins Einarsson-
ar á „Gömlum myndum” eftir
danska rithöfundinn Christian
Kampmann. Christian Kamp-
mann er rithöfundur sem hef-
ur aöallega fengist við skáld-
sagnagerð. Þekktastar skáld-
sagna hans eru i bókaflokki
þarsem saga fjölskyldu er
rakin frá þvi snemma á sjötta
áratugnum þartil um 1970. Fá-
ar bækur gefa betri innsýn i
þær þjóðfélagsbreytingar sem
orðið hafa i Danmörku á þessu
timabili en einmitt bækur
Kampmanns. Næmni hans og
einfaldi frásagnarstill er
þannig, að á greiða leiö að les-
endum. Kampmann er fæddur
áriö 1939 og skrifar enn af
kappi.
Útvarp
kl. 15.10
Guðný Guðmundsdóttir! fiðluleikari
Friðarkall
Síðdegistónleikarnir í
dag klukkan fimm eru
að miklu leyti helgaðir
Sigurði E. Garðarssyni.
Verkin sem flutt verða
eru eftir hann. Auk
þess leikur hann á píanó
með Guðnýju Guð-
mundsdóttur (fiðla)
„poem" fyrir fiðlu og
píanó. Seinni hluti tón-
leikanna er í höndum
Sinfóníuhljómsveitar-
innar sem f lytur Friðar-
kall eftir Sigurð E.
Garðarsson. Stjórnandi
er Páll P. Pálsson.
Sigurður E. Garðarsson tón-
skáld.
Útvarp
kl. 17.00