Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 1
Hvernig stendur á því að Mitterrand Frakk- landsforseti, ernú farinn að hneigjast að „gaullískum stfl“ í utanríkismálum? Sjá 6. september 1982 þriðjudagur 202. tölublað 47. árgangur Rekstrarvandi útgerðar Oliukostnaður 25% aí tekjum Fyrst stoppaði einn bíll — síðan annar, og brátt var komið bílaöngþveiti og fólksmergð við Elliðaárbrúna. Það er vakti forvitni var veiðimaður sem var aðlanda vænum laxi rétt neðan við brúna. Ekki telst það nú til sérstakra tíðinda þótt laxveiði hafi verið treg I ár, en hvað er betri tilbreyting en að gera stuttan stans á leið heim úr vinnu á góðviðrisdegi og fylgjast með veiðimanni draga sprettharðan lax. — Ljósm. eik. Hefur hækkað um 67% á fimm árum Olíukostnaður minni skuttogara iniðað við tekjur hefur aukist um 67% á síðustu 5 árum, samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér hjá Þjóðhagsstofnun í gær. Árið 1977 var olíukostnaður minni skuttogara miðað við tekjur 15.1% ogminnkaði niðurí 14.9% áriðeftir. í kjölfar olíuverðhækkananna 1978jókst þessi hlutfallskostnaðuruppí 18.3% árið 1979 og aftur upp í 20.5% 1980. Endanlegar tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en áætlaðar tölur fyrir þetta ár, þá með talin síðasta olíuverðshækkun, sýna að olíukostnaður minni skuttogara er kominn í 25 - 26% af tekjum. Hér er því um að ræða 67% hækkun olíukostnaðar miðað við tekjur, á aðeins 5 árum. Samsvarandi kostnaðartölur fyrir stærri skuttogara eru 3 - 4% hærri að mati Þjóðhagsstofnunar. jg. Iðnaðarmenn á Tungnaársvæði: Verkfall hófst á miðnætti Verkalýðsfélagið Rangæingur boðar verkfall 15. september Á miðnætti í nótt hófst verkfall iðnaðarmanna í virkjununum á Tungnaársvæðinu og er það Iðnað- armannafélag Rangæinga sem að verkfallinu stendur. 15 — 20 iðnað- armenn standa í þessari aðgerð og bitnar vinnustöðvunin einkum á framkvæmdum við Sultartanga- stíflu og Kvíslarveitu en einnig að nokkru í Hrauneyjarfossvirkjun. Ríkissáttasemjara barst í gær- morgun verkfallsboðun frá Verka- lýðsfélaginu Rangæingi þar sem þeir boða aðgerðir frá 15. septemb- er, hafi samningar þá ekki tekist. Næsti sáttafundur í deilunni er á fimmtudag hjá sáttasemjara. Þar mun fulltrúi Hagvirkis, sem er stærsti verktakinn á svæðinu, mæta til leiks en hingað til hefur Vinnu- veitendasambandið farið með um- boð f deilunni. Á fimmtudag var haldinn fundur með starfsmönnum í Sultartanga- virkjun þar sem meðal annarra komu Magnús Geirsson frá Raf- iðnaðarsambandinu, Ásmundur Hilmarsson frá Sambandi bygg- ingamanna og Sigurður Óskarsson frá Verkalýðsfélaginu Rangæingi. Þar var þeim tilmælum beint til stjórna og trúnaðarmannaráða þeirra verkalýðsfélaga sem enn hafa ekki boðað aðgerðir að gera það strax. Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur orðið við þeirri áskorun og hjá Rafiðnaðarsam- bandinu og Sveinafélagi málmiðn- aðarmanna í Rangárvallasýslu, er málið í athugun. — v. 1860 nýir áskrifendur í Þjóðviljabásnum á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ”82 sem lauk um helgina, söfnuðust 1860 til- raunaáskriftir að Þjóðviljanum og nær 300 manns tóku þátt í verð- launagetraun á vegum blaðsins. Kristín Ólafsdóttir sem hafði umsjón með þátttöku Þjóðviljans á sýningunni, sagði mikinn áhuga hafa verið fyrir blaðinu sem marka mætti af fjölda nýrra áskrifenda. Hún kvað dregið úr réttum lausn- um í verðlaunagetrauninni í dag og að nöfn verðlaunahafa yrðu birt í blaðinu á morgun. Sá heppni hlýt- ur ferð til Amsterdam í vinning. Barnahornið í Þjóðviljabásnum var oftast þéttsetið ungu fólki og liggja nú á blaðinu bunkar af teikn- ingum, sögum, gátum, skrýtlum og vísum sem á næstu vikum og mán- uðum bíður birtingar. Kristín Heimilis- sýningunni lauk um helgina kvaðst að lokum vilja fyrir hönd Þjóðviljans þakka öllum þeim vel- unnurum blaðsins sem lögðu hönd á plóginn við margvísleg störf á sýningunni. Heimilissýningunni lauk sem áður sagði um helgina og sóttu hana 74 þúsund manns. Gert hafði verið ráð fyrir að 70-75.00Ó manns þyrfti til að endar næðu saman. Þorskaseiðarann- sóknir:A „Eg segi pass” segir Hjálmar Vilhjálmsson „Ég segi bara pass. Vil alls ekki tjá mig um árangurinn fyrr cn niðurstöður liggja á borðinu eftir rúman viku- tíma“, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur. Hjálmar var leiðangurs- stjóri á Bjarna Sæmundssyni sem er nýkominn til hafnar eftir rúmlega þriggja vikna þorskseiðarannsóknir, eða svokallaðar núllgrúppurann- sóknir. Aðspurður um þær sögusagnir að lítið hefði fund- ist af þorskseiðum í leiðangr- inum sagði Hjálmar.„Ég held að það sé óráðlegt að hlaupa eftir slúðursögum. í bili get ég lítið sagt því öll gögn eru ekki komin á borðið. Hafþór er enn við athuganir á Græn- landshafi.“ Það verður því að bíða í viku enn til að fá að sjá hvaða litur verður á þorskskýrslu ársins. — Ig- Morgunblaðið kú- Venti um helgina og tekur nú afdráttar- laust undir kröfur iðnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar um þreföldun raf- orkuverðs til ál- versins. Þrátt fyrir mótmæli íbúa í Selás- og Ár- bæjarhverfum verður Vatnsenda- vegur áfram lokað- ur við Árbæjar- skóla og tengdur við Selásbraut í stað- inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.