Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. september 1982 Sauðfé á ferð Nokkuð hefur borið á því undanfarið að blessuð sauðkind- in hafi gert skraut- og matjurta- ræktendum í Eyjum gramt í geði með því að vaða yfir garða, troða þar plöntur niður gæða sér jafn- vel á kálhausum og öðru sem menn sanka að sér fyrir veturinn. í FRÉTTUM, vikublaöi þeirra Eyjamanna er fólki sem á þessar kindur vinsamlegast bent á að girða betur eins og reglur segja til um, en vera ekki, beint eða óbeint, að beita fénu í garða al- mennings. „Hljóð stund með guði og sj álf um x 55 ser Hótaði að ganga berlæruð Nelly Commergnat borgar- stjóri og þingmaður sósíalista á þinginu í Frakklandi þurfti að grípa til hótunar um að ganga berlæruð um þingsali til þess að fá uppskrúfaða stofnunina til að fallast á að leyfa konum að ganga til starfa sinna í buxum á þinginu. Nú er það leyfi sumsé komið og gömul hefð rokin fyrir róða. Þetta gerist tólf árum síðar en á þinginu í Vestur-Þýskalandi. Umburðarlyndið í klæðaburði á evrópskum þingum mun eftir sem áður óvíða vera minna en hér á alþingi íslendinga. V estmannaeyjar Nelly Commergnant þingmaður franskra sósíalista, braut hefð- ina. Uppistand í franska þinginu Spjallað við Mariusystur sem leiða helgarsamveru „Við leggjum mikla áherslu á innri kyrrð og mátt bænar- innar. Við erum glaðar og hamingjusmar yfir að helga líf okkar ástinni á Jesú Kristi“. Það eru tvær Maríusystur sem svo mæla, en þær verða hér nokkrar vikur og leiða helgarsamkomur að Löngu- mýri og Skálholti. Systrafélag Maríusystra er á lúterskum grunni, stofnað í Darmstadt í Þýskalandi í stríðs- lok. Leiðtogar systranna voru þær Móðir Basilia og Móðir Martyria en nú eru um 200 systur sem tilheyra reglunni í öllum heimsálfum. Systurnar sem hér eru heita Juliana og Phanúela, — Júlíana er finnsk og Phanúela þýsk. í viðtali við þær sögðu þær að þær mættu mættu ekki giftast fremur en katólskar nunnur. „í þessu starfi verður þú að helga þig alla Jesú. Það er ekki hægt ef þú ert með heimili og börn. Ogþettaer ekki þvingandi. Við erum glaðar og vinnum mik- staðfast í trúnni og það heldur? Hvers vegna lætur það ekki vígja sambúð sína? Við viljum hjálpa fólki til að fá svar við þeirri spurn- ingu. Stærsti sársauki Jesú er af- skiptaleysi og sinnuleysi fólks um hann. Fólk heldur að það geti verið sinn eiginn herra, en það er misskilningur. Þú átt aðeins um tvennt að velja, Satan eða Guð. Og viö hjálpum fólki til að fylgja boðum Guðs. Við viljum hjálpa öllu því fólki sem er í neyð og kreppu til að mæta sjálfu sér í gegnum bænina. Á hljóðri stund með sjálfu sér getur það fundið leið að betra lífi, — öðru vísi lífi.“ Og þeir sem vilja kynnast Maríusystrunum á helgarsam- veru er bent á að snúa sér til Bisk- upsstofnunar. ** Þs Skattar á Vestfjörðum: Bolvíkingar greiða mest Um miðjan ágústmánuð var skattskrá Vestfjarðarumdæmis lögð fyrir. Margt forvitnilegt ber fyrir augu og kemur m.a. í Ijós að heildargjöld einstaklinga nema alls um 162 miljónum króna. Þá kemur í Ijós að meðalálagning er mest í Bolungarvík eða kr. 27.334. ísafjörður kcmur næst með u.þ.b. 26 þúsund. Hæstu gjaldendur í umdæminu meðal einstaklinga eru þessir: Jón Fr. Einarsson, Bolungar- vík, kr. 426 þús., Hrafnkell Stef- ánsson, ísafirði, kr. 382 þús., Ruth Tryggvason, ísafirði, kr. 341 þús., Tryggvi Tryggvason, ís- afirði, kr. 303 þús., Guðfinnur Einarsson, Bolungarvík, kr. 226 þús. Júlíana og Phanúela brosmildar með Lúther á milli sín. Ljósm. — eik ið saman, en höfum einnig mik- inn tíma með okkur sjálfum í friði og einveru." „Fáið þið laun?“ „Nei, við fáum engar beinar launagreiðslur. Allt sem við ger- um er unnið í sjálfboðavinnu, en við fáum óbein framlög og fjár- hagsstuðning frá ýmsum aðilj- um.“ „Getur hver sem er gengið í systrasamfélagið?" „Já, svo fremi hún er 18 - 30 ára, ógift og hefur hlotið köllun til þessa starfs." Systir Juliana, sem er finnsk og ung að árum sagði okkur að hún hafi verið að læra líffræði í há- skóla þegar hún fékk þessa köll- un: Ég fór til Þýskalands og varð mjög hrifin af starfseminni. Mig langaði til að helga líf mitt Jesú. Þetta var mín köllun." Systir Phanúela, sem á lengra starf að baki sem Maríusystir segir okkur að hún hafi margsinn- is sannað mátt bænarinnar í starfi sínu. Systurnar fara mjög víða og mótmæla hvers kyns guðlasti. „Heimurinn er fullur af því. Við reynum að mótmæla öllu þessu auglýsingaskrumi með Jesú. Við viljum endurvekja trú á lög og reglu samkvæmt Kristinni kenningu. Hvers vegna vill ungt fólk í æ ríkara mæli hundsa bo- ðorð krists og lifa í óvígðri sambúð? „Er ekki fyrir mestu hvernig fólk lifir, en ekki hvort það er vígt eða óvígt?“ „Hvers vegna vill ungt fólk ekki gera eins og Jesú biður okk- ur? Er það kannski ekki eins Haldið þið að það sé gaman að vera forseti? Myndin að ofan sýnir svarið. Sovéskt hafrannsóknarskip í Reykjavikurhöfn: Prófessor Zubov leggst að bryggju Fyrir nokkrum dögum lagðist við Faxabryggju í Reykjavíkur- höfn sovéska rannsóknarskipið Prófessor Zubov. Skipið er engin smásmíði, tæp 7 þúsund tonn, 124 metrar að lengd og 17 metra breitt. Það er eign Heimsskauta- rannsóknarstofnunarinnar í Len- íngrad. Skipið kom beint frá Lenín- grad og eftir tiltölulega stutta við- komu heldur það norður á land þar sem það mun kanna hitastig í sjónum, mengun, sjávarstreuma og breytingar á hitastigi, bæði sjávar og í andrúmslofti. Skipið mun halda uppað ströndum Grænlands fara til Jan Mayen, síðan í Norðursjóinn og þaðan halda heim á leið. Fulltrúum Hafrannsóknar- stofnunar og Veðurstofunnar var ásamt blaðamönnum gefinn kost- ur á að skoða skipið. Það er búið fullkomnum tækjum til rann- sókna. Þarna starfa 80 manns og samanstendur hópurinn af vís- indamönnum, vélstjórum, tækni- mönnum, starfsmönnum rann- sóknarstofu auk annarra með- lima áhafnarinnar. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.