Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 * Morgunblaðið tekur undir kröfu stjórnvalda um hækkun raforkuverðsins til ISAL Alusuisse neitaði hækkun —var boðinn viku frestur Frétta- skýring Einar Karl skrifar „Eins og raforkuverðsskýrslan sem ráðherrann lagði fram í vik- unni sýnir eru öll rök því til stuðn- ings að orkuverðið sé hækkað í 15 til 20 mill”, segir Morgunblaðið í forystugrein sl. sunnudag. Eins og rakið er í leiðara Þjóðviljans í dag verða það að teljast meiriháttar tíðindi að Morgunblaðið skuli nú taka afdráttarlaust undir kröfur iðnaðarráðherra og ríkisstjórnar- innar um að raforkuverðið til ál- versins í Straumsvík þurfi allt að því að þrefaldast og þoli leiðrétting nánast enga bið. Lengi er von á ein- um. Kjarninn í leiðara Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er sá að blaðið fellst á hin sterku rök fyrir hækkun raforkuverðsins sem starfshópur iðnaðarráðuneytisins hefur lagt til efnið í og iðnaðarráðherra kynnti á blaðamannafundi sl. fimmtudag. Til skamms tíma hefur Morgun- blaðið talið sér skylt að verja ál- samninginn og það smánarverð sem hann skammtar íslendingum fyrir raforkuna, en það er nú aðeins 6.5 mill. fyrir kílówattstund- ina. Sömu rök í maí og nú Engin ástæða er til þess að ganga fram hjá kjarnanum, þó að Morgunblaðið klæði sinnaskipti sín í gervi árásar á Hjörleif Guttorms- son iðnaðarráðherra” segir í yfir- skrift umrædds leiðara og þar er Hjörleifi Guttormssyni kennt um að auðhringurinn skuli ekki hafa fyrir löngu gengið að kröfum ís- lenskra stjórnvalda. óskum íslendinga gerði iðnaðar- ráðherra úrslitatilraun til að koma málum á hreyfingu með tillögu, sem fól í sér hækkun raforkuverðs- ins í áföngum og með tilliti til markaðsþrónar, jafnhliða því sem viðræður hæfust strax um heildar- endurskoðun gildandi samninga. Þessu neitaði dr. Múller án þess að leggja nokkuð efnislega fram af hálfu Alusuisse, og hafnaði hug- mynd iðnaðarráðherra um að hann tæki sér viku umhugsunar- frest til að bera sig saman við aðra forráðamenn fyrirtækisins. Stað- hæfing Morgunblaðsins „ um nokkrar klukkustundir” er tekin hrá eftir rangri staðhæfingu í frétta- tilkynningu Alusuisse að fundinum loknum, og það þrátt fyrir að iðn- aðarráðherra leiðrétti hana, m.a. í umræðum samdægurs utan dag- skrár á Alþingi. Virðist hér fylgt reglunni: Hafa skal það fyrir satt sem Alusuisse staðhæfir! Heildarendurskoðun Þegar ljóst var, að Alusuisse var ófáanlegt til að hreyfa sig um spönn til hækkunar á raforkuverðinu og taka upp í alvöru viðræður um endurskoðun samninga, lýsti iðn- aðarráðherra því yfir, að hann taldi frekari viðræður tilgangslausar, og að öll tilboð af hálfu íslenskra stjórnvalda fram til þessa væru dregin til baka. Taka yrði sam- skiptamál fslands og Alusuisse til gagngerðrar endurskoðunar í heild í ljósi algjörrar tregðu fyrirtækisins að fallast á lágmarkskröfur um leiðréttingu raforkuvers og endur- skoðun samninga. Vegna staðhæfinga Morgun- blaðsins um, að kröfur frambornar af iðnaðarráðherra hafi verið lagðar fram „án vitundar annarra ráðherra í ríkisstjórninni” er rétt að minna á, að ríkisstjórnin gerði sérstaka samþykkt 26.febrúar 1982 „varðandi meðferð deilumála og endurskoðun samninga við Alu- suisse” og var hun kynnt Alusuisse á fundinum í mars 1982. „Kröfur ÍTTénmís" rafmaKnið hefur ráð- nnig á ál- dæmum er. gerði n út af örk- gnum gegn Alusuisse. tðgerðanna héldu því lamlegt at- I ræða hjá 'segja af eða á um viðhorf sitt sjón ’aT’fivnéllust Í8lénsT"sanng!rmsrrö1um^Brst árið til krafna. sem ráðherrann stjórnvold á að álverið í 1975 að breyta þcssum Ohæfur iðnaðarráðherra lagði fram án vitundar ann- fcarraí Straumsvik greiddi að meðal- „óbreytanlega" samningi. Þar lað fqj Um þetta segja ritstjórar Morgunblaðsins m.a.: „Síðasti fundur ráðherrans með dr. Muller, formanni, fram- kvæmdastjórnar Alusuisse, lauk í styttingi í maí á þessu ári. þá gaf ráðherrann fulltrúa Alusuisse nokkrar klukkustundir til að segja af eða á um viðhorf sitt til krafna, sem ráðherrann lagði fram án vit- undar annarra ráðherra í ríkis- stjórninni.” Þessi fundur sem Morgunblaðið vitnar til var annar í röðinni milli Hjörleifs Guttormssonar og tals- manna Alusuisse hinn fyrri var haldinn 25. mars 1982 eftir að Al- usuisse hafði neitað að koma til fastákveðins viðræðufundar 3. mars sl. Meginefnið á þessum fundum báðum var að láta á það reyna, hvort Alusuisse gæti fallist á samningaviðræður um hækkun raforkuverðsins og var þar af ís- lands hálfu teflt fram sömu rökum og Morgunblaðið telur nú mæla með því „að orkuverðið sé hækkað í 15 til 20 mill”. Múller hafnaði vikufresti Á maí-fundinum lagði Alusuisse ekkert fram til að koma til móts við sanngirniskröfur íslendinga. Þegar það var ljóst að talsmenn auð- hringsins sýndu engan lit á að svara iðnaðarráðherra” á maí-fundinum voru byggðar á þeim grunni, sem ríkisstjórnin hafði samþykkt, svo og framhaldsmeðferð málsins Fleyg ummæli í leiðara Morgunblaðsins, sem hér hefur verið gerður að umtals- efni, eru endurteknar staðhæfingar um að Hjörleifur Guttormsson hafi haft í hyggju að láta loka álverinu. í umræðum á Alþingi 4. desember 1980 um tillögu Sjálfstæðismanna um stóriðjumál, dró iðnaðarráð- herra skýrt fram, hversu óhagstæð- ur raforkusamningurinn við ÍSAL væri orðinn. f tilefni endurtekinna staðhæfinga um málflutning hans í þessari þingræðu og í ljósi þess að Morgunblaðið hefur nú loksins fal- list á rök Hjörleifs um nauðsynleg- ar breytingar á raforkuverðinu er rétt að tilfæra hér í lokin hin fleygu ummæli hans á Alþingi: Dæmi en ekki tillaga „Framleiðslukostnaður í nýjum virkjunum, sem m.a.þarf að reisa vegna þess samnings um álverið, er ekki 6.5 mill eins og við fáum nú, heldur 18 mill. Álverið í Straums- vík greiðir nú 6.5 mill upp í þessi 18 mill sem framleiðslukostnaður er af nýaflaðri orku, eða um 10 kr. á Múller neitaði tillögu um hækkun raforkuverðs í áföngum og viðræður um heildarendurskoðun og hafnaði boði um viku umhugsunarfrest. Falsanir Morgunblaðsins um „lokun" álversins kwat., sem kostnaðurinn við nýja orkuöflun nemur þ.e söluandvirð- ið er aðeins um þriðjungur af fram- leiðslukostnaði á raforku nú. Mis- munurinn, nær 6 kr. á kwst, er þannig kostnaðurinn fyrir þjóðfé- lagið að selja þessa orku í staðinn. Auðvitað kemur inn í þetta mál að um 600 starfsmenn vinna í álver- inu. En þau atvinnutækifæri eru sannarlega dýru verði keypt og engin spurning að unnt hefði verið að skapa verkefni við þjóðhagslega arðbærari störf. í raun mætti leiða að því rök, þótt ég sé ekki að gera hér tillögu um það, (Leturbr. Þjv.), að hag- kvæmt væri að skrúfa fyrir þetta stóriðjuver, álverið, í áföngum og spara með því sem svarar heilli stórvirkjun. Slíkt væri raunar lang- samlega ódýrasti virkjunarkostur landsmanná nú, þar sem þarna er ráðstafað um 1200 gígawattstund- um af raforku, eða tæpum helmingi þess sem framleitt er í landinu, á sama tíma og orka frá nýjum virkj- unum kostar um 6 kr. meira en álv- erið greiðir á hverja kílówattstund. Hvað er hæstvirtur 1. þingmmaður Reykvíkinga að fara þegar hann er að halda því fram hér (Geir Hall- grímsson - aths. Þjv), að þessi samningur og Búrfellsvirkjun, sem reist hafi verið í tengslum við hann, hafi lækkað almennt raforkuverð í landinu á þeim tíma sem síðan er liðinn? Minnisvarði Sjálfstæðisflokksins Nettóhagnaður af því að hætta raforkusötu til ÍSALS gæti því orð- ið allt að 7 milljarðar, þegar orkan væri fullnýtt fyrir innlendan mark- að. Þessa upphæð yrði auðvitað að bera saman og vega á móti öðrum þjóðhagslegum tekjum af álverinu, m.a. framleiðslugjaldinu, sem nam á árinu 1979 hálfum milljarði króna. Þetta nefni ég hér til þess að sýna mönnum fram á hverskonar minnisvarði þaðersem Sjálfstæðis- flokkurinn reisti sér með þessum samningi, sem við erum njörvaðir við til ársins 1994 og raunar með litlum sveiganleika þá til endur- skoðnar og gildi hans skal vera nokkuð fram á næstu öld, eða til ársins 2014.” Þetta var „tillaga” Hjörleifs Guttormssonar um lokun álvers- ins. Eins og glöggt má ráða af text- anum var hér aðeins um eitt dæmið af mörgum að ræða sem iðnaðar- ráðherra hefur fært fram um nauð- syn hækkunar á raforkuverði til álversins. Nauðsyn sem Morg- unblaðið hefur nú viðurkennt með eftirminnilegum hætti. - ekh HVAÐ KOSTAR HUSNÆÐI MIÐAÐ VIÐ NÚGILDANDI VAXTAKJÖR? SVAR: Verðtrygging inn- og útlána hefur aukið veru- lega kostnað við íbúðarhúsnæði sem og við aðra fjárfestingu. Hvernig má það vera? Allir þeir, sem skulda lán vegna íbúðarkaupa, vita ofurvel hvaða kostnað þeir bera vegna vaxta og verðtryggingar. Nýju verðtryggðu lánin hækka því raunverulegan kostnað þeirra íbúðareigenda. Sá sem býr í skuldlausri íbúð kann að spyrja: „Hvað koma vaxtakjör mér við? Ég borga enga vexti“. I íbúðar- húsnæði er bundið mjög mikið fjármagn, sem unnt væri að ávaxta með verðtryggðum kjörum og menn verða því að reikna sér vexti af því. Vextir af lífeyrissjóðslánum eru nú almennt 3% og vextir af spariskírteinum eru 3,5% Ef tekið er dæmi af fjögurra herbergja íbúð, sem kostar staðgreidd 750 þús. kr., eru 3% vextir af henni kr. 22.500 á ári eða kr. 1.875 á mánuði! Þetta er vaxtakostnaðurinn einn sér miðað við 3% vexti. Svo koma fasteignagjöld (0,5%), afskriftir (1%), viðhald (0,5%) og hugsanlega eignarskattur (1,2%) eða lauslega samanlagt 3,2% eða kr. 2.000 á mánuði. Samtals er því kostnaðurinn tæpar 4.000 á mánuði. Þetta er kostnaðurinn við fjögurra herbergja íbúð. Eign upp á 1,5 millj. kostar tvöfalt meira eða tæpar 8.000 á mánuði! Og svo eru menn að selja með afföllum verðtryggð skuldabréf, sem gefa allt að 8% ávöxtun yfir verðtryggingu. Miðað við slíka vexti kostar fjögurra herbergja íbúð 7.000 krónur á mánuði! Flestir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun, hversu stórt þeir skuli búa og hvort þeir stækki við sig. Margur mundi kannski veita sér önnur gæði, ferðalög, minni vinnu o.s.frv., ef hann hugleiddi hversu dýrt húsnæði er orðið. LANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRAIV77 V I LÍFEYRISSJÖÐA LÍFEYRISSJÓÐAleiA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.