Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. september 1982 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðssoq^ Enska knattspyrnan: Corrigan útaf en CitJTj'S'f samt á toppinn Evrópumeistararnir sitja á botninum Manchester City tók á laugardag forystuna í 1 deild ensku knattspyrnunnar með 1-0 sigri á nýliðum Watford, sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir City þar sem eftir aðeins 5 mínútur varð markvörðurinn Joe Corrigan að yfirgefa völlinn, kominn úr axlarliðnum. Bakvörðurinn Bobby McDonaid fór í markið og stóð sig með afbrigðum vel. Watford sótti öllu meira en lék þó ekki sannfærandi. Gamla kempan, Dennis Tueart, kom inn á sem varamaður hjá City í síðari hálfleik og 15 mínútum fyrir leikslok tryggði hann liði sínu sigur með því að kasta sér fram og skalla í mark. 1. deild: Úrslit á laugardag: Arsenal-Liveipool ... 0-2 Birmingham-Stoke ... 1-4 Everton-Tottenham ... 3-1 Ipswich-Coventry ... 1-1 Luton-Notts Country ... 5-3 Man.City-Watford ... 1-0 Nott.For.-Brighton ... 4-0 Southampton-A.ViIla ... 1-0 Sunderland-West Ham.... ... 1-0 Swansea-Nordwich ... 4-0 W.B. A.-Man.Utd ... 3-1 2. deild: Barnsley-Oldham ... 1-1 Blackburn-Cambridge ... 3-1 Bolton-Newcastle ... 3-1 Carlisle-Grimsby ... 2-3 Charlton-Sheff. Wed ... 0-3 Chelsea-Leicester ... 1-1 Leeds-Wolves ... 0-0 Middlesboro-Burnley ... 1-4 Q.P.R-Derby ... 4-1 Roherham-Cr. Palace ... 2-2 Shrewsbury-Fulham ... 0-1 Það var bráðskemmtilegur leikur á The Hawthorns þegar WBA sigraði lið Manchester Un- ited. Bryan Robson kom United yfir í fyrstu sókn liðsins á 33. mín. en Martyn Bennett jafnaði á 47. mfn. Peter Eastoe og Ally Brown tryggðu síðan WBA sigur með tveimur mörkum í viðbot. Luton sýndi skemmtilega sóknarknattspyrnu í átta marka leiknum gegn Notts County. Hinn 19 ara gamli Paul Walsh skoraði 3 marka Luton, Ricky Hill og Dave Moss eitt hvor. Bri- an KiTcline, John Chiedozie og Mark Goodwin svöruðu fyrir Co- unty. Everton er greinilega á réttri leið og vann Tottenham sannfær- andi. Kevin Sheedy, Billy Wright og Steve McMahon komu Evert- on í 3-0 áður en Steve Archibald skoraði mark Tottenham. John Bailey, Everton, og John Lacy, Tottenham voru reknir af leikvelli. David Hodgson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sig- rinum á Highbury þar sem Li- verpool vann nú í fyrsta skipti í átta ár. Phil Neal tryggði siðan sigur Liverpool með marki sjö mínútum fyrir leikslok. Paul Mariner kom Ipswich yfir í leiðinlegum leik gegn Coventry á 72. min. en Danny Thomas iafnaði tveimur mínutum fyrir leikslok, þvert ofan í gang leiksins. Swansea ætlar að halda sér meðal þeirra bestu og skoraði fjögur gegn nýliðum Norwich. Bob Latchford sá um þrjú mark- anna og Robbie James skaut einu inn á milli. Ian Wallace skoraði tvö marka Forest gegn slöku liði Brighton. John Robertson, úr vítaspyrnu, og Colin Walsh sá um hin. Justin Fashanu skoraði eina markið í viðureign Southampton og Aston Villa, sem voru neðst i deildinni fyrir leikinn. Mark vai dæmt af Peter Withe hjá Villa og Evrópumeistararnir sitja einir á botninum. Gary Rowell skoraði sigur- mark Sunderland gegn West Ham. Mark Chamerlain 2, Phil Hawker sjálfsmark og Petei Griffiths skoruðu fyrir Stoke en Alan Curbishley eina mark Birm- ingham. Kevin Keegan skoraði fyrii Newcastle í Bolton og hefur skorað í öllum leikjum liðsins í 2. deild það sem af er en nú tapaði Newcastle og Keegan var bóka- ður fyrir að mótmæla dómi. Staðan: Staðan í 1. dcild: Man.City........3300 4:1 9 Swansea......... 3 2 1 0 6:1 7 Liverpool....... 3 2 1 0 4:0 7 Sunderland..... 3 2 1 0 5:2 7 Everton......... 3 2 0 1 8:3 6 W.B.A........... 3 2 0 1 8:3 6 Man.Utd......... 3 2 0 1 7:3 6 Watford......... 3 2 0 1 6:2 6 Stoke........... 3 2 0 1 6:3 6 Nott.Forest...... 3 2 0 16:4 6 Luton...........3 1 1 1 7:7 4 Coventry........3 1 1 1 3:3 4 Tottenham........3 1 1 1 5:6 4 WestHam......... 3 1 0 2 3:3 3 Southampton..... 3 1 022:5 3 Ipswich......... 3 0 2 1 3:4 2 NottsCo......... 3 0 2 1 4:6 2 Arsenal......... 3 0 1 2 2:5 1 Norwich......... 3 0 1 2 2:7 1 Birmingham......30121:7 1 Brighton........3 0 12 1:10 1 AtonVilla.......3003 1:9 0 Efst í 2. deild: Sheff.Wed........2 2 0 0 6:1 6 Q.P.R...........3 2 0 1 6:3 6 Newcastle........320 1 4:4 6 Chelsea..........3 1 2 0 2:1 5 Wolves...........3 1 2 0 2:1 5 Burnley..........2 1 1 0 4:1 4 Fimm lið berjast við fallið Gífurleg spenna er komin í fallbaráttuna í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Neðstu liðin, Skallagrímur og Þróttur Neskaupstað, unnu góða sigra, Fylkir gerði jafntefli en Einherji og Njarð- vik, sem áður virtust örugg, töpuðu bæði og eru komin í fallslaginn. Hvaða tvö lið af þessum fimm falla verður ekki Ijóst fyrr en eftir lokaumferðina um næstu helgi. Úrslit um helgina: ÞrótturN.-FH 3-1 Skallagrímur-Einherji ... 4-2 Völsungur-Fylkir 0-0 Njarðvík-ReynirS 1-4 ÞrótturR.-Þór A 2-1 Reynismenn eiga enn veika von um að komast upp eftir stórsigur í Njarðvík. Freyr Sverrisson, Ari Arason, Pétur Brynjarsson og Bjarni Kristjánsson skoruðu fyrir Reyni en Guðmundur Sighvaðsson mark Njarðvíkinga. Þór Akureyri var mun betri aði- linn gegn Prótti í Reykjavík en mátti þola tap. Bjarni Harðarson og Sverrir Pétursson komu Þrótti í 2-0 áður en Árni Stefánsson minnkaði úr þrítekinni vítaspyrnu. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Þróttur Neskaupstað í 3 - 0 gegn FH með mörkum Sigurðar Friðjónssonar, sem skoraði tvö, og Heimis Guðmundssonar. FH minnkaði síðan muninn undir lokin með marki eftir mikla þvögu á marklínu Þróttar en sigur heima- manna var sanngjarn. Sex mörk í Borgarnesi og Ein- herjar jöfnuðu tvívegis en heima- menn skoruðu síðan tvö og tryggðu sér sigur. Gunnar Jónsson 2, Gunnar Orrason og Garðar Jóns- son skoruðu fyrir Skallagrím en Gílsi Davíðsson og Ingólfur Sveinsson fyrir Einherja. Staðan: Staðan: Þróttur R....17 12 4 1 27- Þór A........17 7 7 3 33-1 ReynirS.....17 8 3 6 25-1 FH...........17 6 6 5 19-í Völsungur .... 17 5 6 6 20-1 Njarðvík.....17 5 4 8 23- í Einherji.....17 6 2 9 23-2 Skallagrímur 17 5 4 8 20-: Fylkir.....17 1 11 5 12-1 ÞrótturN.....17 5 3 9 10-: íslendingar í sviðs- ljósi á meginlandinu íslensku atvinnumcnnirnir í knattspyrnu sem leika á megin- landinu gerðu það margir gott um helgina. Leikið var í Frakk- landi, V.Þýskalandi og Belgíu og í öllum löndunum voru íslendingar í sviðsljósinu. Arnór Guðhohnsen átti enn einn stórleikinn með Lokeren í Belgíu, og það fer að hætta að teljast til tíðinda. Lokeren lék gegn Beerschot sem komst í 2-0 en tvö mörk Arnórs sáu til þess að Lokeren náði öðru stiginu. Magnús Bergs lék sinn fyrsta leik með Tongeren í belgísku 1. deildinni og skoraði mark í 2-2 jafntefli gegn meisturum Stand- ard Liege. í Frakklandi kom Karl Þóðar- son inn á sem varamaður hjá La- val og skoraði í 3-0 sigri gegn To- urs. Laval er í 4.sæti 1. deildar en Lens, lið Teits Þórðarsonar, gerði jafntefli, 1-1, við Lille og er efst. Teitur er meiddur og hefur ekkert leikið til þessa. Ásgeir Sigurvinsson lék mjög vel með Stuttgart í V.Þýskalandi en liðið sigraði Bremen 4-1. Hann skoraði sjálfur eitt mark- anna og hefur fengið góða dóma í blöðum ytra. Stuttgart er efst í 1. deild eftir 4 umferðir með 7 stig en Dortmund og Bielefeld hafa sama stigafjölda. % Víðir í 2. deild Víðir úr Garði tryggði sér sæti í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu á laugardag er liðið sigraði Tindastól 3 - 0 á Sauðárkróki. Leikurinn var jafn lengi vel en Víð- ismenn leiddu 1-0 í hálfleik. Björ- gvin Björgvinsson 2 og Guðmund- ur Knútsson skoruðu mörkin. KS frá Siglufirði vann Selfoss 2 - 1 syðra og skoruðu þeir Mark Duffield og Þorgeir Reynisson mörkin. KS dugar nú jafntefli heim gagn Víði um næstu helgi til að komast í 2. deild, svo framar- lega sem Tindastóll skorar ekki mörg mörk á Selfossi! Staðan: Staðan: Víðir.........5 4 10 11-19 KS............ 5 2 2 1 11-4 6 Tindastóll.....5 2 1 2 5-7 5 Selfoss...... 50053-18 0 Arnór Guðjohnsen skoraði mörk fyrir Lokcren. Ármann sigraði Ármann úr Reykjavík varð sig- urvegari í fyrstu 4. deildarkeppn- inni í knattspyrnu, en 4. deildin var stofnuð sl. vetur. Ármenningar mættu Val frá Reyðarfirði í úrslita- leik á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á laugardaginn og sigruðu 2 - 1 í framlengdum leik. Sveinn Guðna- son og Jóhann Tómasson skoruðu fyrir Ármann. Sighvatur Dýri Guðmundsson varð íslandsmeistari í maraþon- hlaupi en keppt var í Hafnarfirði á sunnudag. Sighvatur hljóp 42 kíló- metrana á góðum tíma, 2 klukku- stundum, 44,36 mínútum. Annar var Jóhann H. Jóhannsson, ÍR, á 2:45,08. og þriðji Guðmundur Gíslason, Ármanni, á 2:50,19. Keppendur voru 17 og luku 9 þeirra hlaupinu. í Hafnarfirði fóru einnig fram 10 km götuhlaup. Þar sigraði Ragn- hildur Ólafsdóttir, FH, á 39,59,0 mín. Önnur varð Hrönn Guð- mundsdóttir, UBK, á 42,40,0 mín. Blika- stúlkur töpuðu Síðasti lcikurinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu fór fram á sunnudag og léku þar Valur og Breiðablik. Valsstúlkurnar sigru- ðu 1 - 0 og var þetta fyrsti og eini tapieikur íslandsmeistara Breiðab- liks í sumar. Breiðablik sótti öllu meira í fyrri hálfleik og þá var Jónína Kristj áns- dóttir felld innan vítateigs Vals en ágætur dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu fyrir utan teig. Leikur- inn jafnaðist í síðari hálfleik og sóttu liðin þá til skiptis. Á 10. mín- útu hálfleiksins var dæmd víta- spyrna á Breiðablik, nokkuð vafa- söm, og úr henni skoraði Jóhanna Pálsdóttir sigurmark Vals. í lið Breiðabliks vantaði 6 úr byrjunarliðinu en stúlkurnar sem komu í stað þeirra skiluðu stöðum sínum mjög vel og voru óheppnar að ná ekki öðru stiginu. -MHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.