Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
— Af hverju gerirðu
ekki nú það sama og
1978? Hvað segir
flokkurinn nú sem vildi
samningana i gildi?
Spurningar i þessum dúr
dundu á Guðmundi J.
Guðmundssyni for-
manni Dagsbrúnar og
alþingismanni er hann
heimsótti 40—50 starfs-
menn Hafskips i mat-
stofu þeirra i Faxaskál-
unum i hádeginu i gær.
90 verkamenn hjá Haf-
skip höfðu áður birt yfir-
lýsingu i blöðum, þar
sem skorað var á Guð-
mund J. Guðmundsson
að greiða atkvæði á móti
bráðabirgðalögum
rikisstjórnarinnar og
þeirri kaupskerðingu
sem i þeim felst, og
beita sér fyrir ekki siðri
hörkuaðgerðum en 1978
þegar m.a. var sett á út-
flutningsbann.
Mér er illa við að krukka i kaupið, en eigum við heldur aö kalla I þá kappa Gcir og Kjartan, spurði Guðmundur J. Guðmundsson á hádegis-
fundi meðverkamönnum hjá Hafskip i gær, en hópur þeirra hafðiskor að opinberlega á Guömund að standa gegn bráðabirgðalögum rikis-
stjórnarinnar og beita sér fyrir hörðum gagnaðgerðum. Ljósm. eik.
Hvarflar ekki að mér
að nefna útfhitnmgsbann
1978 bæði veiddist og seldist,
nú veiðist illa og selst treglega
Guðmundur J. hóf mál sitt á þvi
að hann hefði aldrei áður mætt á
vinnustaðafund með sinum félög-
um i Dagsbrún til þess að ræða
pólitiskar aðgerðir fyrir hönd
ákveðins stjórnmálaflokk, þó að
hann væri i einum slikum. „Þið
hafið hinsvegar skorað á mig sem
alþingismann að vera með öfl-
ugar aðgerðir og fella stjórnina.
Ég er kominn til þess að svara
þessu.
1978 og 1982
Af hverju gerum við ekki hið
sama og 1978? bar er óliku saman
að jafna. Aðgerðirnar nú felast
m.a. i þvi að svona 7 1/2% er
numið burt úr verðbótum 1.
desember n.k. Á móti kemur
lenging orlofs, láglaunabætur og
fleira þannig að skerðingin gagn-
vart almennu launafólki gæti
verið á bilinu 3—5%. Það er lika
stefnt að þvi að klipa af öðrum
aðilum eins og versluninni með
lækkun álagningar. Enda kvarta
atvinnurekendur mjög og vilja að
gengið verði mun harðar að
verkafólki.
1978 var eingöngu ráðist á
kaupið og tekinn helmingur af
verðbótum með lögum, ekki bara
1. febrúar heldur lika 1. júni og 1.
september. Og visitalan kom ekki
á eftirvinnu og næturvinnu sem
hefði þýtt á tæpu ári að munur á
eftirvinnu og dagvinnu hefði
þurrkast út og næturvinnan farið
niður i aðeins 40% umfram dag-
vinnukaup á timann.
En munurinn liggur ekki bara i
eðli aðgerðanna heldur einnig i
aðstæðunum. Hvernig sem farið
er yfir söguna aftur til 1950 finnið
þið ekki dæmi um annað en að við
minnkandi þjóðartekjur minnk-
andi þjóðarframleiðslu og verð-
fall á mörkuðum hefur kaup-
máttur almenns verkafólks
hrapað og oft komið til atvinnu-
leysis.
Þá seldist en nú ekki
1978 voru þjóðartekjur á upp-
leið, þjóðarframieiðslan jókst og
verðlag var hækkandiá helstu út-
flutningsmörkuðum okkar.
Verkalýðshreyfingin var að verja
samningana frá 1977 þar sem hún
haföi náð fram kaupmáttaraukn-
ingu eftir mjög mikla lækkun
kaupmáttar 1975, 1976 og fram á
mitt ár 1977. Útflutningsbann var
mjög áhrifarik aðgerð þá — þó að
hún væri engan veginn einföld né
áhættulaus — vegna þess að það
varslegistum að kaupa fiskinn af
okkur 1978.
Núeru þjóðartekjur á niðurleið,
þjóðarframleiðsla dregst saman,
og verðlækkanir á fiskmörkuðum
og hjá stóriðjuframleiðendum.
Fjárfestingarsukkið sem við-
gengisthefur hér um langt árabil
gerir það að verkum að ef ekki
verður stungið við fótum fer allt á
bólakaf i skuldir.
Mér dettur ekki i hug að við
leggjum til nú að stoppa skreiðar-
söluna. Hvaða gagn er i þvi
meðan enginn kaupir skreiðina?
Mér dettur ekki i hug að við
stöðvum saltfisksölur. Ég er viss
um að við fengjum ekki eitt ein-
asta verkalýðsfélag úti á landi
með i þá aðgerð þegar verð á salt-
fiski hefur nýlækkað um 7% og
Norðmenn eru með sifelld undir-
boð. 1978 höfðum við ekki undan
að framleiða á Amerikumarkað
en ef við stoppuðum frystinguna
núna þá væru Kanadamenn búnir
að leggja undir sig markaðinn á
svipstundu, enda bjóða þeir fisk-
inn nú á 24% lægra verði en Is-
lendingar”.
Ákveðin skilyrði
Þegar hér var komið sögu
minnti Guðmundur J. Guðmunds-
son á geigvænlegt atvinnuleysi i
nágrannalöndum og sagði höfuð-
nauðsyn að koma i veg fyrir að
slikt ástand skapaðist hér.
10—15% atvinnuleysi eins og tiðk-
aðist i ýmsum nágrannalöndum
okkar vœri ástand sem tslend-
ingar þyldu ekki m.a. vegna þess
að hér væru allir upp fyrir haus i
skuldum og afborgunum.
„Rikisstjórnir koma og fara, en
ég tel mig vera að gæta hags-
muna Dagsbrúnarmanna með þvi
að skoða þaö vandlega hvort
ástæða sé til þess að fella rikis-
stjórn sem reynir að koma i veg
fyrir atvinnuleysi og veltir byrð-
unum af áföllum frekar yfir á þlá
sem meira mega sin en almennt
verkafólk. En ég er ekki farinn að
sjá það að meirihluti sé fyrir þvi
á Alþingi að lengja orlof verka-
fólks, lækka verslunarálagningu
og fyrir láglaunabótum. Ég set
þvi það skilyrði að verði það
meginatriði ekki virt aö meiri
byrðar verði lagðar á aðra en lág-
launafólk mun ég standa fastur á
þvi að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum. 1 þessu sam-
bandi vil ég sérstaklega nefna
það að ég geri það að stórumáli
að lánskjaravisitaia verði látin
fylgja kaupinu þannig að verka-
fólk geti staðið undir þeim dýru
lánum sem það neyðist nú til að
taka. Svo skulum viö berja það i
gegn að húsbyggjendur, ungt fólk
sem er aö byggja og kaupa i
fyrsta sinn, fái konverteringu,
eins og það heitir á finu máli, á
lánum, þannig að öll reddinga-
lánin verði sameinuð og lánstim-
inn lengdur i 10—15 ár”.
Myntbreytingin
Hérhefur verið farið efnislega i
inngangsræðu Guðmundar en á
eftir hófst spjall með frammi-
köllum og ræðustúfum verka-
manna i salnum. Þar var mynt-
breytingin ofarlega á baugi og
sagðar sögur af plastpokum sem
kostuðu 6 krónur fyrir mynt-
breytingu og 6 kr. eftir hana, og
Guðmundur kannaðist við
skrúfursem kostuðu 2 kr. fyrir og
tvær krónur eftir og annáð i þeim
dúr sem heföi leitaö i vasa kaup-
raanna. Ekki könnuðust verka-
menn hjá Hafskip við að fjárfest-
ingarsukk og skuldabasl þjóðar-
búsins væri þeim að kenna. Þá
töldu sumir það vera prinsipmál
að neita verðbótaskerðingum þvi
annars væri eins gott að láta
rikisstjórnina sjá um samninga
fyrir verkafólk. Þá var að þvi
spurt hvort Guðmundur J. væri
alveg áhrifalaus og gæti ekki
kippt einu og öðru i liðinn af þvi
sem aflaga hefði farið og úr-
skeiðis i góðæri liðinna ára.
Viss áhrif
„Ég hef engin þau úrslitaáhrif
sem geta stjórnaö þessu þjóö-
félagi og ekki einu sinni oddaað-
stööu á þingi. Hinsvegar er ég
ekki áhrifalaus og það kann að
vera að lenging orlofsins heföi
ekki komið til og verðbótaskerð-
ingin 1. desember hefði orðið
meiri ef minna áhrifa hefði ekki
gætt. En staðan er ekki sú á Al-
þingi Islendinga að um sé að velja
kaupskerðingu eða enga kaup-
skerðingu. Mér er illa við að
krukka i kaupið, en þið takiö eftir
þvi að Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn vilja ganga
lengra ásamt kaupmönnum og
iðnrekendum sem vilja 20%
gengisfellingu án nokkurra bóta
til launafólks”.
Kapparnir Geir og
Kjartan
— En eru þeir ekki á móti þvi
að krukka i kaupið núna eins og
þið voruð 1978? var kallað
frammi.
„Já, þú vilt kannski kalla á
þessa kappa. En þeir
hafa — hvorki Geir né Kjartan
Jóhannsson — mótmælt kjara-
skerðingu, og ég óttast að þeir
myndu ganga miklu, miklu
lengra og hafi uppi áform um
miklu meiri skerðingu”.
Undir lokin barst talið að
atvinnuleysishættu og vildu
sumir meina að allt væri i lukk-
unnar velstandi og meira að segja
verið að iiytja inn atvinnulausa
Dani til vinnu. Guðmundur svar-
aði þvi til að yfir hávertiöina gæti
þurft aukavinnuafl sumstaðar en
hann óttaöist haustmánuðina, og
að samdrátturinn i veiðunum og
framleiðslunni færi að segja til
siniöðrum greinum.Hann minnti
m.a. á að honum hefðu verið að
berast fréttir um uppsagnir hjá
Togaraafgreiðslunni i Reykja-
vik. — Þú mátt ekki gera okkur
svona hrædda, Guðmundur, kvað
þá við hjá einum.
Ég heföi sagt já
En þaö var lika slegið á léttari
strengi i bland við alvöruna á
fundinum með verkamönnunum
hjá Hafskip. Talið barst aö launa-
mismuninum i þjóðfélaginu og
Guðmundur J. var harðorður i
garð sérfræðingaklikna sem væðu
uppi, lokuðu stofnunum, og hefðu
sitt fram meö frekju. Tóku menn
undir það og einn sagði að jafnvel
hefði mátt fórna nokkrum Islend-
ingum til þess aö berja niður
hörkluna hjá starfsfólki sjúkra-
húsanna.
Guðmundur J. velti vöngum
yfir þessu og sagði að lokum að
þetta væri snúið. ,,Ég spyr mig að
þvi hvað ég hefði gert ef ég hefði
verið i sporum mannsins sem lá
þungt haldinn inni á sjúkrahúsi
þegar sjónvarpsfréttamaður vatt
sér að honum i verkfallinu og
spurði: Stendur þú með hjúkr-
unarfræðingum? Ég held að ég
hefði ekki þorað annað en að
segja já”.
Gott hjá Gvendi
Annar vakti athygli á þvi að
kröfur væru uppi um að fjölga
stöðugildum hjá hinu opinbera
um 2800 og tók það sem dæmi um
óhófsþenslu hjá rikinu. Guð-
mundur sagði að þessi krafa
myndi stranda við íjárlagagerð-
ina. — En hvað þá um mennta-
málaráðuneytið þar sem voru 18
simar en eru nú orðnir 84? var
spurt. — Þetta er ekki rétt, svar-
aði Guðmundur að bragði, þeir
eru 136. Þá skelltu menn uppúr.
Það fór ekki á milli mála að hér
var Guðmundur J. á heimavelli
og margir leituðu til hans i lok
fundarins til að ræða persónuleg
og sérstök vandamál við for-
mann verkalýðsfélagsins.
Klukkustundarfundi lauk svo
upp ör kl. eitt þó að klukkan á
veggnum væri tiu minútur i tvö,
með þvi að menn snéru til vinnu
sinnar. Og á leiöinni út heyröi tið-
indamaður Þjóðviljans að einn
starfsmanna Hafskips sagði
stundarhátt: Já, þetta var nú
gott hjá Gvendi. Um þá skoðun
munu eflaust hafa verið fjör-
ugar umræður á vinnustað i gær.
— ekh