Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. september 1982
„Halda skaltu hvfldardaginn
heilagan”------------
Strangtrúarmenn
ráða miklu í Israel
Stjórn israels hefur nú ákveðiö að frá byrjun septem-
beraðtelja skuli allt flug hins þjóðnýtta flugfélags El Al
leggjast niður á laugardögum, en laugardagurinn er
hvíldardagur gyðinga. Hyggst Begin forsætisráðherra
þannig halda betur þriðja boðorð Móse, sem segir svo
„Minnstu þess að halda hvildardaginn heilagan".
Menahem Begin ræðir við leiötoga strangtrúaðra gyðinga.
Þessi ákvörðun, sem er siðasti
þátturinn i viðleitni strang-
trúaðra gyðinga til að sveigja allt
israelska þjóðfélagið undir trúar-
reglur Gamla testamentisins,
kemur flugfélaginu E1 A1 i all-
mikinn vanda. Flugvélar félags-
FRETTASKÝRING
ins geta nú ekki lengur flogið
nema fimm og hálfan dag í viku,
þar sem hvildardagurinn er tal-
inn hefjast við sólsetur á föstu-
dögum. Nú var afkoma flug-
félagsins þegar mjög bágborin,
en sætanýtingin var þó einna best
i laugardagsfluginu. Óttast er þvl
Skirrast einskis
En strangtrúaðir gyðingar i
tsrael kippa sér litið upp við það,
þótt þeir stefni aðalflugfélagi
Israelsþjóðar i beinan háska og
verði þessvegna fyrir aðkasti.
Þeir eru sannfærðir um réttmæti
trúarboða sinna og siðareglna og
skirrast einskis við að sveigja
aðra undir þær. Margir þeirra
voru i upphafi andvigir stofnun
tsraelsrikis, þvi að þeir litu svo á,
að pólitiskt gyðingariki væri i
andstöðu við trúarlegt innihald
gyðingdómsins, og fengu þeir þvi
til leiðar komið að aldrei hefur
verið sett nein stjórnarskrá i
tsrael — reglur Gamla testa-
mentisins voru að þeirra dómi
Deilur á flugvelli milli strangtrúaðra manna og starfsmanna EI Al.
framkvæmd ýmsum gömlum
baráttumálum, sem fengið höfðu
takmarkaðan hljómgrunn til
þessa.
I þeim pólitisku hrossakaupum,
sem fram fóru áður en siðasta
rikisstjórn Begins var mynduð i
júni 1981, tókst forsprökkum þess
strangtrúarflokks, sem stendur
lengst til hægri, „Agudat Israel”,
að koma ýmsum helstu stefnu-
skrármálum sinum inn i stjórnar-
sáttmálann, og siðan var hafist
handa um að framkvæma þau,
þótt augljóst væri að yfirgnæfandi
hluti tsraelsmanna væri þessari
stefnu andvigur. Þá var einkum
lögð áhersla á þrennt.
mataræði yrðu haldin i einu og
öllu. Bannið við laugardagsflugi
E1 A1 er einn liðurinn i þessari
baráttu, en mikið hafði þó gengið
á, aður en það mál komst á odd-
inn. Þannig höfðu strangtrúaðir
menn smám saman komið þvi til
leiðar að mataræðisreglur
Móselaga yrðu teknar upp i öllum
opinberum stofnunum (m.a.
hernum, sjúkrahúsum og fang-
elsum), og bann við vinnu á
laugardögum yrði hert i sifellu.
En reglur Gamla testamentis-
ins um helgi hvildardagsins eru
þess eðlis að býsna erfitt er að
framfylgja þeim i nútimaþjóð-
félagi. Samkvæmt túlkun rabbia
kveikt á ljósi og hita á hvildar-
daginn án þess að nokkur mann-
leg hönd komi þar nálægt. Síðast
en kannski ekki sist má nefna
það, að stofnunin hefur fundið upp
sérstakt blek, sem er þess eðlis að
það sem er skrifað meö þvi
hverfur eftir fáa daga. Þannig
geta menn skrifað á hvildardag-
inn án þess að brjóta gegn þeirri
trúarreglu sem bannar mönnum
að draga „varanleg” leturtákn!
En þótt strangtrúaðir menn,
sem nú hafa viðurkennt gyðinga-
rikiö, hafi fengið svona sterk
áhrif i stjórmálum landsins og
þjóðlifi, eru enn til hópar sem
vilja ganga enn lengra i þessum
efnum og berjast bæði leynt og
Atök lögreglu og strangtrúaðra gyðinga.
að þetta bann kunni að leiða til
þess að nauðsynlegt verði að
segja um 20 af hundraði starfs-
manna félagsins upp störfum og
draga starfsemi þess saman að
mörgu leyti. Til að koma I veg
fyrir að bannið við laugardags-
flugi veiki stöðu félagsins gagn-
vart erlendum keppinautum þess
hefur stjórn Begins einnig
ákveðið að banna flug erlendra
flugfélaga i landinu á laugardög-
um, þannig að tsrael verður nú
lokað frá umheiminum einn dag i
viku. Þó er óvtst aö þessi
ráðstöfun geti bjargað miklu, og
óttast margir að E1 A1 kunni að
verða gjaldþrota áður en langt
um liöur.
Mikil ólga hefur verið meðal
starfsmanna E1 A1 vegna þessara
ráðstafana, og hafa þeir jafnvel
gripið til þess ráðs að banna
strangtrúuðum gyðingum aðgang
að Ben Gurion flugvelli i Tel Aviv
i mótmælaskyni. Til að svara
slikum aðgerðum festu hinir
strangtrúuðu siðan upp skilti i
þorpinu Bnei Brak, þar sem þeir
eru fjölmennir, og mátti þar lesa:
„Aðgangur bannaður fyrir hunda
og starfsmenn E1 Al”!
nægilegur grundvöllur fyrir rikið.
Þeirhöfðueinnig mikil áhrif á lög
um hjúskap o.þ.h. En þrátt fyrir
þetta voru áhrif þeirra á stjórn-
mál ísraelsrikis löngum tak-
mörkuð, ekki sist vegna þess að
þeir voru klofnir i þrjá stjórn-
málaflokka og siðar nokkur
flokksbrot Hka, og þaö kostaði
átök og klofning áður en megin-
hluti þeirra féll frá andstööu sinni
gegn gyðingarikinu og gat farið
að taka þátt i eölilegu stjórn-
málalifi i landinu.
Nota Begin
En ástandiö gerbreyttist þegar
hægri menn komust til valda I
tsrael undir forystu Begins. Bæði
stóðu Begin og flokkur hans miklu
nær þessum strangtrúarflokkum
en verkamannaflokkurinn, sem
áður hafði farið með völd i land-
inu, og svo kom sú staða upp eftir
kosningarnar 1981, að Begin varð
að hafa stuöning þingmanna
strangtrúarflokkanna til að hafa
meirihluta á þingi.
Strangtrúarmenn voru
ákveðnir i að notfæra sér þessa
stöðu út i ystu æsar til að hrinda i
Forvigismenn strangtrúaðra
gyðinga komu þvi til leiðar fljót-
lega að ungir menn I æskulýðs-
samtökum trúarflokkanna fengu
undanþágu frá herþjónustu, þvi
að „bibliunám er mikilvægara en
vopnaburður”. Þótt þessi megin-
regla hljómi fagurlega, vakti það
reiði annarra tsraelsmanna, sem
verða að bera hitann og þungann
af vörnum landsins, að 15000
menn fengju þannig aö losna
undan allri herskyldu á striðstim-
um.
Þeir fengu þvi einnig fram-
gengt að miklu fé var varið i trú-
mál, einkum til skóla og bæna-
húsa, sem strangtrúaðir menn
ráða einir yfir — og jafnvel eru
notuð til að predika gegn sion-
isma.
Sabbatstæknin
En mestur styrinn hefur þó
staðið um þriðja atriðið: strang-
trúaðir menn hafa barist fyrir þvi
með kjafti og klóm að hvildar-
dagurinn yrði haldinn heilagur i
tsrael og boð Móselaga um
á þessum lögum mega menn
nefnilega ekki nota neina tegund
af vélum eða tæknibúnaði á
hvildardaginn og ekki fást við
vinnu af nokkru tagi.
Þess vegna hafa strangtrúaðir
gyðingar i Jerúsalem sett á fót
sérstaka „stofnun um trúarlög og
tækni”, sem á að sjá um að að-
hæfa Móselögin og þjóöfélagi
tuttugustu aldar. Hætt er þó við
þvi að ýmsar af uppfinningum
stofnunarinnar liti út i augum út-
lendinga eins og hálfgert
„svindl” eða hræsni. Þannig
hefurþessi stofnun hannað lyftur,
sem þegar hafa verið teknar i
notkun i ýmsum hótelum og
háhýsum, og ganga sjálfkrafa á
ákveðum stundum hvildardags-
ins, þannig að menn geta komist á
milli hæða án þess að styðja á
einn einasta takka, — en ef þeir
styöja ekki á takka getur enginn
ásakað þá um að rjúfa helgi
hvildardagsins með óleyfilegri
vinnu eða notkun á tæknibúnaði!
A sama hátt hafa verið tekin i
notkun „sabbat-salerni” sem
sturta niður á ákveðnum stundum
og „subbat-úr” sem geta einnig
ljóst gegn gyðingarikinu, sem
þeir telja að hafi engan tilveru-
rétt meðan Messias sé enn ókom-
inn. Þessir menn neita að hlýða
lögum og reglum rikisins, standa
fyrir mótmælaaðgerðum gegn
„trúarvillingastjórninni” i
Jerúsalem, og hafa jafnvel
krafist þess að hverfi þeirra I
Jerúsalem verði gert að sjálf-
stjórnarsvæði. Einn af tals-
mönnum þeirra lýsti þvi jafnvel
yfir að æskilegt væri að gyðinga-
rikið eyöileggðist i kjarnorku-'
árás.
011 þessi samtök og stjórnmála-
flokkar strangtrúaðra manna eru
mjög fámenn, en starfsemi þeirra
getur þó haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir framtiö tsraelsrikis.
Með þvi að gera trúarreglurnar
að opinberum reglum þess eru
þessir menn nefnilega að stuðla
að þvi að þeir menntuðu og frjáls-
lyndu gyðingar sem stofnuðu
ísraelsriki og hafa fram að þessu
verið aðal máttarstólpi þess,
gefist upp á lifinu i þessu landi,
sem er að verða þeim framandi.
(Endursagt eftir „Der Spiegel”).