Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. september 1982 Miðvikudagur 8. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 „Lengi á eftir hcilsaði breski konsúllinn mér ekki, ef við mættumst á götu“. Ljósm.: - eik -. B j artsýnn á möguleika íslenskra húsgagna á Bandarík j a- markaði Paul Sveinbjörn Johnson heitir konsúll íslands í Chicago, og eins og nafnið bendir til, er hann af ís- lensku bergi brotinn. Hann er gift- ur íslcnskri konu, Áslaugu R. John- son, og auk þess að vera konsúll er hann forseti fyrirtækis, sem heitir Westnofa U.S. A. Inc., og það fyrir- tæki tengist einnig íslandi, þó það sé dóttfyrirtæki norska fyrirtæk- isins Westnofa A/S í Noregi — en það gerði fyrir skömmu viðskipta- samning við Trésmiðjuna Víði hf., um að taka í umboðssölu húsgögn frá Víði og selja á Bandaríkjamark- aði. Blaðamaður Þjóðviljans ræddi eina eftirmiðdagsstund við Paul S. Johnson skömmu áður en hann flaug aftur heim til Chicago, og spurði hann fyrst um Westnofa U.S.A. Inc. og þann viðskiptas- I amning, sem fyrirtækið hefði gert við Víði hf. Áhersla á útflutning „Upphafið að Westnofa U.S.A., má rekja til móðurfyrirtækisins í Noregi. Það var stofnað í Öster á vesturströnd Noregs og að því stóðu sjö húsgagnaframleiðendur en eins og margir vita eflaust þá er húsgagnaframleiðsla Noregs að verulegu leyti staðsett á vestur- ströndinni. Og fyrir uþb. 20 árum ákváðu þessir framleiðendur að leggja töluverða áherslu á útflutn- ing, og stofnuðu í því skyni West- nofa ltd., sem átti að hafa með höndum útflutning fyrir þessa framleiðendur undir nafni fyrir- tækisins, en heimafyrir seldi hver þeirra undir sínu eigin nafni. Það má því segja, að svo miklu leyti sem ég þekki til húsgagna- framleiðslunnar hér á íslandi að á þessum tíma hafi verið svipað á- stand í húsgagnaiðnaðinum þar og er hér nú.“ Árangur eftir margra ára starf „Það var nú töluverður kotungs- bragur á þessu fyrst í stað. Einn sölumaður hafði með alla Norður- Ameríku að gera, og hann þurfti auðvitað að ferðast afar mikið, en það var hins vegar ákveðið þegar í upphafi, að leggja áherslu á þær verslanir í Bandartkjunum og Kan- ada, sem seldu aðallega húsgögn frá Skandinavíu. En tólf árum síðar fór árangur- inn að koma í ljós. Starfsemin var farin að skila verulegum ágóða um- fram ferðakostnaðinn, og það var ákveðið að koma á fót fyrirtæki með aðsetri í Bandaríkjunum, og þar með varð Westnofa U.S. A. að veruleika — að vísu með aðeins einum sölumanni og ritara í hluta- starfi. Húsnæðið var í eigu stærsta viðskiptavinarins — en þetta er, held ég, að mörgu leyti afar dæmi- gerð lýsing á upphafi svona starf- Rætt við Paui S. lohnson, st j órnarf ormann Westnofa USA, sem gert hefur viðskipta- samning við Víði hf. í eigu Kennedyfjölskyldunnar „En fyrir fimm árum, hafði starfseminni vaxið svo fiskur um hrygg, að fyrirtækið fékk eigin skrifstofu í Chicago og einnig voru sendir tveir starfsmenn frá Noregi til þess að veita skrifstofunni for- stöðu og halda starfi hennar gang- andi. Og nú er málum svo komið, að nú starfa þrír menn í fullu starfi við fyrirtækið, tveir ritarar, fyrir- tækið á eigin byggingu með sýning- araðstöðu í því húsi, sem var áður stærsta skrifstofubygging veraldar og er í eigu Kennedyfjölskyldunn- ar. I því húsi er eiginleg miðstöð ákveðins hluta allra húsgagnavið- skipta í Norður-Ameríku, þannig að við erum ákaflega vel staðsettir þar, að mínu mati. En það má geta þess til gamans, að sagt er að þetta hús hafi verið reist fyrir ágóðann, sem Kennedy gamli, faðir Josephs, fékk fyrir um- boðssöluna á skoska viskýinu Cutty Sark. En það er nú kannski bara lygasaga." Viðskipti Víðis og Westnofa Áður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, að Paul S. Johnson komst í samband við Trésmiðjuna Víði og framleiðslu hennar á hús- gagnasýningunni í Bella Center fyrr á þessu ári. Hann, sem for- maður stjórnar Westnofa U.S.A. gengur ekki frá viðskiptasamning- um, en hann kom saman sölu- mönnum síns fyrirtækis og fulltrú- um Víðis, með þeim árangri, sem nú liggur fyrir: samkvæmt þeim samningi sem fyrirtækin hafa gert Frá undirritun viðskiptasamnings Trésmiðjunnar Víðis og Westnofa U.S.A. Frá vinstri sitja Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Víðis Johnson, stjórnarformaður Westnofa U.S. A. ogGuðmundur Guðmundsson, forstjóri og eigandi Víðis. Ljósm - eik-. , PauIS. með sér, mun Westnofa U.S.A. annast kynningu og sölu á hinum nýju húsgögnum Víðis, sem Ahti Taskinen húsgagnaarkitekt hefur hannað, og hafin framleiðsla á fyrir stuttu síðan. Að því er Paul S. Johnson segir, er þessi samningur hagstæður Víði. Sambönd, traust og smekkur „Það er erfitt fyrir fyrirtæki að komast inn á bandarískan húsgagn- amarkað. Það kostar t.d. gífur- legar fjárhæðir að komast í sam- band við húsgagnaverslanir, en það er í raun það sem við höfum upp á að bjóða. Samböndin eru til staðar hjá okkur, og ég held að mér sé alveg óhætt að segja, að okkar viðskiptavinir treysta okkur ágæt- lega. Þeir taka mark á því, þegar við segjumst hafa húsgögn, sem við teljum að muni falla viðskiptavin- um þeirra vel í geð. Við höfum enda byggt upp afskaplega sterk tengsl við þau fyrirtæki, sem við skiptum við, og þau tengsl byggjast eðlilega á gagnkvæmu trausti.“ Þetta hefur að sögn Pauls S. Johnson það í för með sér, að hús- gagnasalinn treystir býsna mikið á heildsalan og álit hans á þeirri vöru, sem um er að ræða. Hús- gagnasalinn þarf því ekki ætíð að sjá með eigin augum þá framleiðslu sem í hlut á — hann veit, að heildsalinn, sem í þessu tilviki er Westnofa U.S.A., þekkir smekk hans og þarfir, og hann þekkir þá þjónustu, sem heildsalinn býður upp á. Með þessu sparast alræmdur tíminn í viðskiptaferlinu. Og fæst jafnvel hagstæðari þjónusta hús- gagnasalans — það skiptir t.d. máli, hvar í versluninni húsgögn eru staðsett, ef þau eiga að vekja athygli kaupandans. Framtíð íslenskra húsgagna? „Bandaríski markaðurinn er stöðugt að taka breytingum", segir Paul S. Johnson, aðspurður, hvort íslensk húsgagnaframleiðsla eigi sér bjarta framtíð vestra. „En mið- að við það, sem við hjá Westnofa U.S.A. sáum af íslenskum hsag-1 gönum á sýningunni í Bella Center í vor, þá er það skoðun okkar, að einkum útlit húsgagnanna væri ekki af því tagi, að það félli alls kostar að smekk Bandaríkja- manna. Þeir falla ekki svo auðveld- lega fyrir hinu létta viðaryfirbragði og línurnar í húsgögnunum kunna að vera of skandínavísk, ef svo má að orði komast. En hjá Trésmiðjunni Víði rák- umst við á barnahúsgögn, sem við teljum afskaplega aðlaðandi, og ef marka má okkar reynslu, er það okkar álit, að þau megi selja í tölu- verðum mæli í Bandaríkjunum. Það þarf þó að gera ákveðnar breytingar á húsgögnunum áður en hægt verður að taka á móti sýning- arhúsgögnum, og það á einkum við um dýnustærðina. Bandarískar húsmæður eru vanar því að hafa lök, sem hægt er að smeygja yfir dýnuhornin, og þess vegna þurfa dýnurnar að vera af ákveðinni stærð, svo ný lök og gamaldags, án teygjuhorna, þurfi ekki að valda heimilunum vandræðum. Við erum öll afskaplega löt í eðli okkar, og þess vegna þurfa húsgögnin að vera af þeirri stærð, sem á við á Bandaríkj amarkaði. “ Fara þarf hægt í sakirnar „En ég er þó afskaplega bjart- sýnn á að þetta gangi allt vel. Ég væri ekki hér á landi til að skrifa undir viðskiptasamninginn, ef svo væri ekki. Og það er rétt að taka það fram, að auðvitað þarf að fara hægt í sakirnar, vinna verkið vel — og þá er Ijóst, að möguleikar ís- lenskra húsgagna í Banaríkjunum verða betri og meiri.“ Að þessu sögðu, vendum við okkar kvæði í kross. Paul S. John- son er nefnilega ekki aðeins stjórn- arformaður Westnof a U. S. A., eins og áður er getið; hann er einnig konsúll íslands í Chicago. „Já, og um þessar mundir er það nokkuð annasamt starf, af því Vig- dís er á leiðinni til okkar. En að öðru leyti er það ekki ýkja stremb- ið starf, enda er líka starfandi vara- konsúll íslands í Chicago. En það er aftur á móti afar skemmtilegt starf, og ég hef af því mikla ánægju. Konsúll á fyrst og fremst að ann- ast ýmiss konar þjónustu á við skiptasviðinu og samskiptum landanna á því sviði. En ég fæ einn- ig margar beiðnir um að veita skólum og félögum upplýsingar um ísland og svo þarf oft að aðstoða ferðamenn, yfirleitt íslendinga, sem eiga í erfiðleikum með tungu- málið, eða hafa orðið uppiskroppa með peninga eða lent í einhverjum hliðstæðum vandræðum. Og svo kem ég stöku sinnurn fram sem fulltrúi íslands gagnvart Chicago eða Illinoisríki." Saga úr þorskastríði „Reyndar kann ég eina afar skemmtilega sögu að segja úr kons- súlstarfinu frá því í síöasta.þroska- stríði. Þannig var, að blaðamaður við Chicago Tribune, sem hafði áhuga á því að komast í ferð með íslensku varðskipi og kynnast þroskastríð- inu frá sjónarhóli íslendinga. Nú ég sendi fyrirspurn með skeyti til utannkisráðuneytisins og spurðist fyrir um það, hvort blaðamaður frá þessu stóra og mikilvæga blaði gæti fengið ósk sína uppfyllta. Svo leið og beið, og ég fékk ekk- ert svar. En svo gerist það, að síminn hringir, og þá er það utan- ríkisráðuneytið, sem spyr, hvort ég hafi það fyrir plagsið að svara ekki skeytum þess. Ekki veit ég, hvert skeytin frá þeim hafa lent, en það var engu að síður búið að ganga frá því, að ég og blaðamaðurinn mátt- um fara með varðskipinu Ægi — og við urðum að fara í flugvél til ís- lands daginn eftir.“ Ungur skipverji í brúnni „Svo gerðist það, að Ægir fylgdi Þór inn til Fáskrúðsfjarðar. Þór átti í einhverjum vandræðum með Ijósa vélina, og Ægir þurfti að sjá Þór fyrirrafmagni, meðan unnið var að viðgerð. Blaðamaðurinn lá í koju þegar þetta var, enda talsvert sjó- veikur. En ég var uppi í brúnni að spjalla við ungan varðskipverja, sem sagðist vera frá Fáskrúðsfirði, og að móðir hans hefði verið tutt- ugu ára gömul þegar hún leit pen- inga fyrst augum. Áður hafði fjöl- skyldan stundað vöruskipti til að sjá sér fyrir nauðsynjum, látið fisk fyrir kartöflur og þar fram eftir göt- unum. Ég rauk beint niður til blaða- mannsins reif hann úr kojunni og sagði við hann, að blaðaefnið biði hans í brúnni. Hann fór og hafði viðtal við skipverjann, og sendi viðtalið svo með skeyti til blaðs- Breski konsúllinn reiddist „Tveimur dögunt síðar birtist við talið í Chicago Tribune undir fyr- irsögninni: tslenskt smáþorp og þý- ðing þorskastríðsms — og í því við- tali kom fram, hversu mikils virði fiskurinn væri íslendingum. En nokkrum dögurn síðar skrif- aði breski konsúllinn í Chicago bréf til blaðsins og kvartaði sáran yfir því að blaðið, blaðamaðurinn og ég, værum að hampa um of mál- stað íslendinga og það væri ekki réttlátt. Lengi á eftir heilsaði breski konsúllinn mér ekki, þegar við hittumst á götu“, segir Paul S. Johnson - og hefur greinilega gam- anb af öllu saman. - jsj- Manville- hringurinn á flótta Ríkt fyrirtæki í grein um mál þetta í vikuritinu Time er talað um að þetta sé „djarfleg ráðstöfun" hjá Manville, en hætt er við því að verkamenn þeir sem eiga um sárt að binda líti öðrum augum á málið. Einnig vegna þess, að Manvillesamsteyp- an er langt frá því að vera gjald- þrota. Hún velti í fyrra 2.2 miljörð- unt dollara og skilaði meira en sex- Læknir skoðar mann scm vciksl hcfur af asbcstryki: kannski dcy.ja 8500 á ári hvcrju. Þeir vona að við deyjum út segir einn þeirra sem sýkst hafa af asbestryki Þjóðviljinn hefur birt fregnir af því uppátæki Manvillehringsins, sem hefur komið við íslenska kísilgúrsögu, að segja sig til uppgjörs samkvæmt bandarískum gjaldþrotaskiptalögum. Eins og fram hefur komið gerir hringurinn þetta til að flýja undan kröfum verkamanna sem fengið hafa hættulega atvinnusjúkdóma af því að framleiða fyrir hann asbest. tíu miljón dollara hagnaði. Þetta hefur, að sögn Time, verið traust samsteypa fjárhagslega og m.a. verið tekin með í hinni þekktu Dow Jones vísitölu sem gefur upp stöðu verðbréfamarkaðarins í New York. Stórhættulegt ryk En Manville hefur orðið fyrir fjölmörgum skaðabótakröfum á síðari árum síðan það fékkst stað- fest að asbest er geysihættulegt heilsu þeirra sem vinna við fram- leiðslu þess — enda mun Manville stærsti asbestframleiðandi á Vest- urlöndum. Asbestrykið getur vald- ið mjög alvarlegum sjúkdómum, einn heitir beinlínis asbestosis (langvinnur lungnasjúkdómur), þá veldur asbestryk einnig banvænu krabbameini í brjóstholi og lungum. Sérfræðingar telja, að á síðastliðnum fjórum áratugum hafi níu miljónir Bandarfkjamanna þurft að umgangast asbest í hættu- lega ríkum mæli á vinnustað — margir þeirra kunna að deyja úr krabbameini. Þeir sem gagnrýna asbestframleiðendur benda á það, að mönnum hafi þegar á fyrsta ára- tug aldarinnar verið kunnugt um það, hve hættulegt þetta efni er. Ástæðan fyrir því að málaferli vegna asbestsjúkdóma hefjast til- tölulega seint í stórum stíl er m.a. sú, að þeir sjúkdómar sem um ræð- ir eru hægfara, þróast í 20-40 ár. Einn sérfræðingur heldur því fram, að um 8500 manns muni nú deyja úr krabbameini á hverju ári vegna asbestmengunar og um 1990 verði þessi tala komin upp í 10.000. Misnotkun laga Síðan 1968 hefur Manvillehring- urinn fengið á sig um 20 þúsund stefnur og greitt um 50 miljónir dollara í skaðabætur. En það var hræðslan við það sem í vændum var sem fékk stjórnendur fyrirtækisins til að „leita endurskipulagningar undir ellefta kafla gjaldþrotalag- anna“ eins og það heitir. Þeirn var sagt að fyrirtækið ætti von á rúm- um 50 þúsund skaðabótakröfum til viðbótar og gæti hver og ein kostað um 40 þúsundir dollara. Þeir töldu sig ekki hafa efni á að standa í slíku. Forseti stjórnar fyrirtækis- ins, John A. McKinney, lýsti því yfir í auglýsingu urn málið, að ef dómstólar ekki kæmu til og vernd- uðu fyrirtækið með gjaldþrota- skiptalögum, þá mundi það smám saman kafna úr peningaleysi. Með bragði þessu cr öllum skaðabótakröfum skotið á frest og nýjum vísað frá. Það veröur nú hlutskipti gjaldþrotaskiptadóm- stóls að fást við kröfúrnar og með- ferð þeirra. En lögfræðingar þcirra sjúku eru æfareiöir og segja að hér sé um að ræað svívirðilega mis- notkun á löguni og dómskerfi. Einn þeirra sem þjáist af asbestos- is, Bob Speake, sem nú er 66 ára gamall hefur sagt um þetta: „Þeir eru að vona að við deyjum út. Margir sem ég þekkti eru þegar farnir“. Vísa frá sér Talsmenn auðhringsins vísa frá sér allri ábyrgð, og segja að það vanti í bandarísk lög ákvæði um bætur til þeirra sem verða fyrir „óvæntum atvinnusjúkdómum". Það sem við er att er það, að fyrir- tækin eigi ekki að borga sjálf það tjón sem orðið er. Manville hefur í þessu sambandi átt í nokkru stríði við tryggingafélög, sem hafa ekki viljað taka þátt í greiðslu skaða- Stjórnarformaður Manville, McKinney: best að láta ríkið borga. bóta til þeirra sem uröu fyrir as- bestmengun fyrir allmörgum árum. En líklegt er að Manvillehring- urinn sé fyrst og fremst að reyna að neyða ríkissjóð til að taka á sig sem mest af skaðabótakröfum á hendur asbestiðnaðinum. Vikuritið Time telur reyndar ólíklegt að þingmenn vilji koma asbestfyrirtækjunum til aðstoðar. áb endursagði Laxveiðin léleg í V opnafirði Laxveiði í ám í Vopnafirði hefur verið með ein- dæmum léleg í sumar. Veiddust aðeins 140 laxar í Hofsá, 150 í Selá og 30 í Vesturdalsá og er þetta í öllum tilvikum minni afli en undan- farin ár. Taiið er að sjávarveiðin eigi hér stóran hlut að máli. Veiðin var líka mjög slæm í fyrra, en frá því árið 1977 hefur hún farið minn- kandi árfrá ári, segirí Austurlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.