Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV <9 7.15 Tónleikar. þulur velur og kynnir. 8.15 Veðurfregnir. Forustgr. dagbl. (útdr). Tónleikar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bang- simon“ eftir A.A Milne Hulda Valtýs- dóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (3). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.45 Morguntónleikar Milos Sadlo og Al- fred Holecek leika saman á selló og pí- anó, tónverk eftir Casadó, Granados og Albeniz. 11.15 Snerting Páttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 11.30 Létt tónlist Abba-flokkurinn, Barbra Streisand og Diana Ross syngja og leika. 13.00 Miðvikudagssyrpa — Andrea Jóns- dóttir. 15.10 „Myndir daganna“, minningar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (15). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Litli barnatíminn Stjórnandi: Sigrun Björg Ingþórsdóttir. Spjallað um skólann, sem nú fer senn að hefja starf- semi sína, og talað við þrjár stelpur um námið. 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Inga Huld Markan. 17.00 Tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson Rut L. Magnusson syngur. Jósef Magn- ússon, Pétur Þorvaldsson og Jónas Ingi- mundarson leika með á flautu, sello og píano/Manuela Wiesler leikur „í svart- hvítu“, tvær etýður fyrir einleiksflautu. 17.15 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Áranasonar. 18.00 Á kantinum Birna G. Bjarnleifsdóttir og Gunnar Kári Magnússon stjórna um- ferðarþætti. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 19.25 Landsleikur í knattspyrnu: ísland— Austur-Þýskaland Hermann Gunnars- son lýsir síðari hálfleik á Laugardal- svelli. 20.10 Sönvar og dansar um dauðann eftir Modest Mussorgsky. Galina Visnevska- ya syngur. Mustislav Rostropovitsj leikur með á píanó. 20.30 „Bymbögur“ eftir Björn Jónsson lækni í Swan River, Kanada Höfundur- inn flytur. 20.40 Félagsmál og vinna Þáttur um málefni launafólks. Umsjónarmenn: Helgi Már Arthursson og Helga Sigurjónsdóttir. 21.00 Frá tónlistarhátíðinni í Bcrgen í jún- ímánuði s.l. Stabat Mater, óratóría op. 53 eftir Karol Szymanowski. Jadwiga Gadulanka, Ewa Podles og Andrzej Hi- olski syngja með Fílharmóníukór og -hljómsveit Krakowborgar; Jerzy Katl- ewicz stj. 21.30 Útvarpssagan: „Næturglit“ eftir FrancisScott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sína (18). 22.35 Iþróttaþáttur Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 23.00 Kvöldtónleikar Atriði úr óperunni „Tosca“ eftir Giacomo Puccini. Renata Tebaldi, Mario del Monaco, George London o.fl. syngja með kór og hljóm- sveit Tónlistarskólans í Rómarborg; Francesco Molinari-Pradelli stj. RUV 0 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónar- maður: Örnólfur Thorlacius. 21.00 Babelshús Sjötti og síðasti hluti. Martina hefur efasemdir um samband sitt við Gustav. Öryggisvörður sjúkra- hússins grunar Hardy um græsku. Bernt ráðgerir nýja fjáröflunarleið en hún er að stofna hressingarheimili fyrir aldr- aða. Primusi hrakar og sjúkdómur hans verður efni í fyrirlestur. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.00 Kvöldstund með Sarah Vaughan Hljómleikar Boston Pops hljómsveit- arinnar. Kvöldgestur er hin þekkta söngkona Sara Vaughan. þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. 23.00 Dagskrárlok s Utvarp kl. 19.25 Snerting „I þessum þætti ætlum við að ræða við Jóhannes Raw- fjell ritara Blindrafélagsins í Færeyjum en hann var á ferð hér á dögunum að kynna sér starfsemi Blindrafélagsins“, sagði Arnþór Helgason sem ásamt bróður sínum Gísla stjórnar þættinum „Snerting“ sem er á dagskrá kl. 11.15. Arnþór sagði að þættinum yrði útvarpað á „eyjamáli" þ.e. samblandi af íslensku og færeysku. Færeyska blindrafélagið hefur m.a. í hyggju að koma á fót hljóðbókasafni og hafa sótt ráðleggingar hingað til lands í þeim efnum. Um þessi efni og önnur skyld veröur rætt í þættinum í dag. Útvarp kl. 11.15 Þeir stóðu sigeins og hetjur á dögunum gegn Hollendingum. Nú er aðendurtaka lcikinn í kvöld. — Mynd: eik. 3-1 og fyrir réttum þrcmur árum hér heima 0-3. Nú er komið að því að hefna þessara ósigra og endurtaka leikinn frá 1975. Jaínteflið gegn Hollending- um á dögunum sýndi að ís- lensku strákarnir gefa þessum stórveldum í knattspyrnu- heiminum ekkert eítir. Nema hvað? Hemmi verður að sjálf- sögðu á staðnum og lýsir fyrir þá sem ekki komat á leikinn. En í gvuðana bænum mætið á leikinn og styðjið ykkar' menn. Þetta var hrein skömm um daginn, ekki nema 2-3 þúsund manns á vellinum. Upp með móralinn, áfram ís- land. Babels- húsið kveður Vantar þig húsnæði í Osló? r Afram r Island Enn einn landsleikur í knattspyrnu og nú cru það Austur-Þjóðverjar. Hver man ekki sigur okkar yfir þeim á Laugardalsvellinum 5. júní 1975? 2-1 urðu lokatölurnar og menn hreinlega svifu heim til sín í sæluvímu. Ári fyrr höfðum við náð jafntcfli við Austur-Þjóðverja á þeirra heimavelli 1-1. Leikurinn í kvöld er sá þriðji eftir sigurinn sæta. Hin- um tveimur höfum við íslend- ingar tapað báðum. Úti 1978, Arnþór við störf sín í Hljóðbókasafni Blindrafélagsins. Hinn ágæti framhaldsþátt- ur „Babelshúsið“ verður í síð- asta sinn á dagskrá í kvöld. Primus tákngervingur al- mcnnings gagnvart ópersónu- lcgheitum stór-sjúkrahúsanna tórir enn, þótt heilsunni hraki. Sonurinn Bernt er sífellt að leita nýrra leiða til að hagnast á kerfinu og þeim umkomu- lausu og Martina þessi geð- þekka stúlka sem öllum vill vel er farin að hafa efasemdir um samband sitt við Gustav sérfræðing. Þessir framhaldsþættir, sem eru bæði skondnir og áhrifa- miklir þar sem þeir taka fyrir hinn lukta heim heilbrigðis- þjónustunnar, spillingu, mis- ferli og persónuleysi, eru samdir eftir samnefndri sögu Norskur grafíker vill hafa skipti Kona nefnist Zdenka Ruso- va og er ágætis grafíker og kennari við grafíkdeild mynd- listaakademíunnar í Ósló. Hún hefur hug á að koma ein- hvern tímann og líta á eyju vora héríeilífðarútsæ. Undir- rituð lofaði að athuga hvort einhverjir eyjarskeggjar hefðu ekki áhuga á að skipta við hana um húsnæði í nokkr- ar vikur, þannig að hún og maður hennar (myndlistar- maður líka) dveldu í húsa- kynnum einhverra í Reykja- vík gegn því að hún lánaði sitt húsnæði í Osló í staðinn. Hún hefur ltka að gera með sumar- bústað í suður Svíþjóð ef við- komandi vill heldur halda á þær slóðir. Zdenka Rusova er tékknesk að uppruna en hefur búið í Noregi um árabil. Það er því óhætt að skrifa henni á tékknesku, þýsku, ensku eða norðurlandamálum. Heimil- isfangið er: Zdenka Rusova Evjehögda 7 Boks 91 - N 1346 Gjettum Norge og síminn er 02-454874. Hvenær þessi skipti fara fram er í tausu lofti og sjálf- sagt að skrifa henni og athuga málið ef einhver hefur áhuga. Svala Sigurleifsdóttir Það væri ekki ónýtt að geta skipt á húsnæði og dvalið í Osló einhvern tíma fyrir lítinn kostnað. Læknakandidatinn Martina á við sín pcrsónulegu vandamál að etja líkt og aðrir í Bahels- húsinu. P.C. Jersild „House of Ba- bel“. Finnsk-sænski kvik- myndagerðarmaðurinn Bengt Ahlfors vann úr verkinu og fórst það vel úr hendi að flestra dómi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.