Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. scptembcr 1982 UOBVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Lmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadótt^. Afgreiöslustjori: Baldur Jónasson Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. L'tlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir.-Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bllstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtuincnn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi timtl Prentun: Blaðaprent hf. Af hverju ekki útflutn ingsbann ? • Af hverju er ekki útflutningsbann og hasar gegn bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjórnar eins og gegn kaupránslögum Geirs Hallgrímssonar 1978? Guð- mundur J. Guðmundsson alþingismaður og formaður Dagsbrúnar svaraði þeirri spurningu á vinnustaðafundi með verkamönnum hjá Hafskip í gær. Pað er vegna þess aö efnahagsaðgerðirnar nú eru verulega frábrugðnar kaupránslögunum 1978 og efnahagsleg staða mála allt önnur. • 1978 var eingöngu ráóist aö kaupinu og helmingur tekinn afverðbótum með lögum, ekki aðeins 1. febrúar heldur líka 1. júní og 1. september. Pá voru í Iögunum ákvæði sem jafnað hefðu út mun á dagvinnu og eftir- vinnu. 1982 er um að ræða skerðingu upp á svo sem 7'/:% 1. desember, en á móti kemur lenging orlofs, láglaunabætur og fleira þannig að skerðingin gagnvart almennu launafólki gæti orðið á bilinu 3 - 5%. Um leið er að því stefnt að fleiri aðilar en launafólk, m.a. versl- unin, beri þær byrðar sem efnahagsleg áföll gera óhjá- kvæmilegar. •En munurinn liggur ekki aðeins í eðli aðgerðanna heldur einnig í aðstæðunum, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson á áðurnefndum fundi: „Hvernig sem farið er yfir söguna aftur til 1950 finnið þið ekki dæmi um annað en að við minnkandi þjóðarframleiðslu og verðfall á mörkuðum hefur kaupmáttur almenns verkafólks hrapað og oft komið til atvinnuleysis. • 1978 voru þjóðartekjur á uppleið, þjóðarframleiðslan jókst og verðlag var hækkandi á helstu útflutnings- mörkuðum okkar. Verkalýðshreyfingin var að verja samningana frá 1977 þar sem hún hafði náð fram kaupmáttaraukningu eftir mjög mikla lægð í kaupmætti 1975, 1976 og fram á mitt ár 1977. Útflutningsbann var mjög áhrifarík aðgerð vegna þess að það var slegist um að kaupa fiskinn af okkur 1978. • Nú eru þjóðartekjur á niðurleið, þjóðarframleiðsla dregst saman og verðlækkanir eru á fiskmörkuðum og hjá stóriðju. Fjárfestingarsukkið sem viðgengist hefur hér um langt árabil gerir það að verkum að ef ekki verður stungið við fótum fer allt á bólakaf í skuldir. •Mér dettur ekki í hug að við leggjum til nú að stoppa skreiðarsöluna. Hvaða gagn er í því meðan enginn kaupir skreiðina? Nér dettur ekki í hug að við stöðvum saltfisksölur. Ég er viss um að við fengjum ekki eitt einasta verkalýðsfélag úti á landi með í þá aðgerð þegar verð á saltfiski hefur nýlækkað um 7% og Norðmenn eru með sífelld undirboð. 1978 höfðum við ekki undan að framleiða á Ameríkumarkað en ef við stoppuðum frystínguna núna þá væru Kanadamenn búnir að leggja undir sig markaðina á svipstundu, enda bjóða þeir fiskinn nú á 24% lægra verði en íslendingar.“ •Þetta var svar Guðmundar J. Guðmundssonar við því hversvegna verkalýðshreyfingin gripi ekki til útflutn- ingsbanns og verkfallsaðgerða við núverandi aðstæður. Það var afdráttarlaust og sýnir í hnotskurn þann vanda sem íslendingar hljóta að horfast í augu við. -ekh Stubbar upp úr jörðu Föstudaginn 3. þessa mánaðar segir Tómas Ingi Olrich mennta- skólakennari frá skiptiferð ís- lenskra skógræktarmanna til Noregs. Reynsla Norðmanna af áliðnaði fléttast inn í frásögnina og er hún skoðuð með augum Eyfirðings: „Staðurinn sem við vorum á seinni vikuna, Tingvoll, er við Tingvoll-fjörðinn. Inn af honum gengur Sunndalsfjörður og innst í þeim firði er staður sem heitir Sunndalsöra; þar er mikið álver. Við báðum sérstaklega um að fá að skoða umhverfi álvers- ins, því þetta er frægt álver vegna mengunarinnar. Það verður að segjast eins og er að það sjást lítil merki um meng- unina, svo lítil að við furðuðum okkur á því. En þegar nánar er að gætt kemur í ljós að á stóru svæði innar í firðinum hafa öll sígræn tré drepist. Norðmenn eru snyrti- menni og hafa fjarlægt þessi tré, en maður sér stubbana standa upp úr jörðinni og getur af því merkt hver skaðinn hefur orðið á trjám. Lauftré virðast ekki hafa orðið fyrir neinum skakkaföllum og heldur ekki barrtré sem fella barrið. Engin mjólkur- framleiðsla Það kom einnig í Ijós að bænd- ur höfðu breytt um búskapar- hætti vegna mengunarinnar. Til dæmis er ekki hægt að ala upp kvikfé. Þegar það tekur út vöxt koma fram skemmdir í tönnum vegna flúormengunar. Það verð- ur til þess að gripirnir geta ekki orðið mikið eldri en tveggja ára. Það er því ekki hægt að stunda annarskonar kvikfjárrækt en þá sem miðar að kjötframleiðslu. nema að gripir séu keyptir full- orðnir. Margir bændur höfðu skipt um búskaparhætti og tekið Það sí‘j<i‘h,d v,ýJ ri ............. - saSíaSs SSráSSás SS:í>CBSS«á!S , I **'£*•*■» upp akuryrkju í stað kvikfjár- ræktar. Nú, það voru eyfirskir bændur með í ferðinni og þetta vakti að vonum athygli þeirra. Þeir eru auðvitað uggandi vegna hug- mynda um byggingu álvers í Eyjafirði. Heildarmengun hin sama Mengunarvarnir hafa aukist verulega, en engu að síður er mengunin mikil, sérstaklega fyrst þegar álverið er sett í gang. Það er hæpið að reikna með öðru en að mengun verði mikil í sam- bandi við svona verksmiðju í Eyjafirði. Mengunin á hvert tonn er að vísu minni en áður var, en kostnaðurinn við að setja upp varnirnar kallar á aukna fram- leiðslu, þannig að norsk eftirlits- nefnd við Sunndalseyri heldur því fram að heildarmengunin sé jöfn og áður, þrátt fyrir allar mengunarvarnir. í héraði eins og Eyjafirði, þar sem mjólkurframleiðsla er einn mikilsverðasti þátturinn í land- búnaði, bregður mönnum óneit- anlega í brún að sjá fram á að geta ekki alið upp nautgripi.“ Ekki er að efa að Eyfirðingar ljá eyra þessum vitnisburði Tóm- asar Inga Olrich. Og varla er það hagur þjóðarinnar að leggja niður mjólkurframleiðslu í eins kostamiklu landbúnaðarhéraði og Eyjafirðinum þó að draga þurfi saman búvöruframleiðslu. Það væri skrítin skipulagning. Ekki veðurfar heldur hugarfar En fleira sér glöggt auga í Nor- egi eins og það að skógarbúskap er hægt að reka þar norðar og við lægri sumarhita en á Islandi. „Það er ekki veðurfarið sem veld- ur því að hægt gengur að rækta skóga hér. Það er lítil trú ráða- manna á notagildi skógræktar." Þetta segir skógræktarmaður eftir kynnisferð í Noregi og bend- ir á að skógurinn sé auðlind sem endurnýi sig og á hann megi meira að segja beita sauðfé og kúm ef það er gert með fullum skilningi á eðli og þörfum skógar- ins og fá með því gróskumeira og gjöfulla beitiland en hér þrífst. Skógarbúskapur og mjólkur- framleiðsla virðast henta Eyfirð- ingum betur en áliðja. — ekh Steggjaveisla á beisnum A ritstjórnir fjölmiðla -allra nema Þjóðviljans- barst á dögun- um hressilegt bréf þar sem það var hátíðlega tilkynnt að „Al- mannatengslaskrifstofa Varnarl- iðs Islands“ hafi nú orðið sér úti um skilti svo hægt sé að finna hana, sé nú með nýjan yfirmann sem hægt sé að hafa samband við og hafi nú næga peninga til þess að geta boðið fullrúum fjölmiðla í kvöldverð. „Bill Clyde kom til ís- lands fyrir mánuði og hefur hótað að reka Mik, aðstoðarmann sinn, ef hann hittir ykkur ckki brá- ðum.“ „Og verið þið nú svo vænir að gera Bill og Mik þann greiða að vera viðstaddir steggjakvöld- verð (það þýðir engir makar, en bindi og jakkar) fimmtudaginn 2. september í offiséraklúbbnum í herstöðinni.“ Allt voða kammó og huggu- legt, eins og jólaboðin fyrir fá- tæku íslensku börnin í gamla daga, ekkert að skrifa, heldur aðeins að efla og bæta samskiptin og smyrja tengslin. Óleikir með fosfórblys Einhver mun hafa spurt Bill eða Mik að því í stríðni hvers- vegna sómablaði eins og Þjóðvil j- ’^LAN DoEfVIT’ The rceian{1 £ef ; «-»---aITonnco,,t“=thta nonth VíUiM, li y°U -o •rrlv.d 1„ St>. dn Bill ^ “ lf 1,0 * ■ouXd “i0s" Imen., s». d„ ' ”•"* it h, “ *»*IÆ3*“ **£&*£"? •*»»« £»• Cratw. ‘■'•Sní't’" tl,e i»« ,t«r* Phon, &u90 ’Jl'V‘k r‘t « otterjd. 90, ”Z. 10 »<w »h«h.r r yo'J “111 „ Slncereiyf Loo, V. V. ícdjí arDB us 8 anum hafi ekki verið boðið í steggjaveislu á beisnum. „Þeir gera okkur óleik“, svaraði Bill að sögn áreiðanlegra heimilda- manna (They do us disfavors). En fleiri voru í því að gera „Varnarliði íslands" óleik, því að í steggjaveislunni, sem fulltrúar útvarps, Tímans, Moggans, Al- þýðublaðsins, DV og Helgar- póstsins sátu tók formatýur Blaðamannafélagsins sig til og nappaði af Bill fosfórhylki eins og því sem barst á lóð Þjóðviljans fyrir skömmu. Það hafði sem sagt verið til sýnis í steggjaveislunni beisnum og verið upplýst að fluj menn hersins notuðu slík fosfó blys sér til staðsetningar. Ekki er að efa að steggjaveisli af þessu tagi bæta almenn san skipti íslenskra fjölmiðla vi „Varnarlið íslands" og öll teng: verða þar liprari á milli en áðui bæði prúð og frjálsleg. Og fo; fórblys eru kjörin blaðamönnur á heimleið úr steggjaveislum beisnum, sér til staðsetningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.