Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Aðalfundur Stétt- arsambands bænda tjallaði um mörg mál og mikilvæg fyrir bændastéttina. Að nokkrum þeirra ervikiðhéríblað- inu. Sjá“8 september 1982 Þriðjudagur 209. tölublað 47. árgangur Tímabært að kona verði æðsti maður skólamála í Reykja- víksegirÞorbjörn Broddason en meirihluti Fræðslu- ráðs mæltismeð Sigurjóni Fjeldsted í stöðu fræðslustjóra á stormasömum fundi í gær. Áróðurinn gegn ríkisstarfsemi og nauðsyn á gagn- gerri endurskoðun á hlutverki þess fyrir alþýðu manna er efni greinar Birgis Björns Sigurjóns- sonar, hagfræðings. Þegar er búið að eyðileggja 'U hluta leiranna á höfuð- borgarsvæðinu en þær eru mikilvægar ætistöðvar fyrir margs konar fugla. Komin heim á höfuð- bólið Setning og umbrot Þjóðviljans fá nýjan samastað Hér áður fyrr var Þjóðviljinn skrifaður, unninn og prentaður undir sama þaki. En þegar sam- vinna blaðanna um rekstur Blaða- prents hófst, fluttist setning, um- brot og prentun í það hús. Einsog kunnugt er lét kaldhæðni örlag- Velkominn í Þjóðviljahúsið! Ölafur Björnsson, verkstjóri í nýju prentsmiðjunni tekur við blómum og loforðum ritstjórans, Einars Karls Haraldssonar, um að starfsmenn ritstjórnar muni hér eftir láta betur að stjórn! Ljósm.—eik. anna þannig spilast úr málum, að borgarahlöð nokkur gengu úr skaftinu og samvinnan varð óveru- leg í Blaðaprenti. Þetta er forsagan að því að nú er setning og umbrot Þjóðviljans aftur komin heim á höf- uðbólið. Nýir tímar eru að renna upp í sögu Þjóðviljans. Þarsem ritstjórn- in púlar í sveita síns andlits bætist nú iðandi setning og umbrot blaðs- ins við. Starfsfólkið sem nú er að koma heim aftur býr við betri vinnuskilyrði en í gamla Blaða- prenti. Og allir kunna breytingun- um vel. Einar Karl ávarpaði týndu sauðina í gær og bauð þá velkomna heim fyrir hönd ritstjórnar. Færði hann þeimi ræðustúf og blómvönd frá starfsmönnum blaðsins í Síðu- múla 6, og lýsti vonum þeirra um enn meiri samvinnu og sósíalisma í samskiptunum. Hlutu þau orð góð- ar undirtektir. Borgin skipuleggur land í eigu ríkisins! Ekki einu sinni búið að sldpa viðræðunefnd segir Guðmundur Pétursson forstöðumaður á Keldum „Ég veit ekki til þess að menntamálaráðuneytið sé einu sinni búið að skipa viðræðu- nefnd til að semja um afsal ein- hvers hluta af landi Keldna til Reykjavíkurborgar og ég verð að segja að mér fínnst nokkuð einkennileg staða komin upp þegar búið er að skipuleggja íbúðabyggð í þessu landi ríkis- ins áður en viðræður um slíkt fara af stað”, sagði Guðmund- ur Pétursson forstöðumaður til- raunastöðvar háskólans í meinafræði á Keldum þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. „Við erum.ákaflega landsárir og munum leggja á það mikla áherslu að eðlilegum vaxtarmöguleikum okkar verði ekki sniðinn of þröng- ur stakkur. Jörðin Keldur, sem við höfum fyrir okkar starfsemi, er um 150 hektarar en auk þess höfum við og til ráðstöfunar 16—17 hektara úr landi Grafarholts. Auðvitað nýtum við ekki allt þetta land í dag en ég nef alltaf verið þeirrar skoðunar að betra sé að hafa of mikið land fyrir starfsemi tilraunastöðvarinnar en of lítið”, sagði Guðmundur enn- fremur. Guðmundur Pétursson forstöðu- maður á Keldum: Skipulagning landsins greiðir sjálfsagt ekki fyrir lausn málsins. Hvað er langt síðan borgin fór að bera víurnar í land Keldna? Það eru ein 10 ár síðan borgin fékk augastað á þessu landi sem er ofur eðlilegt þar sem það liggur í nágrenni byggðarinnar. Við vorum strax tilbúnir að láta borgina hafa allnokkuð land gegn einhvers kon- ar makaskiptum, sem enn hefur ekki náðst neitt samkomulag um. Er aðalskipulagið kom af svæð inu 1977 lýstum við því strax yfir að þar væri okkur settir afarkostir sem við gætum aldrei fallist á og var ekki rætt neitt um þessi landa- kaupamál fyrr en viðræður okkar og fyrrverandi meirihluta í borgar- stjórn fóru af stað. Þær viðræður voru hinar gagnlegustu og voru á góðum vegi en upp úr þeim slitnaði af ýmsum ástæðum. Trúlega m.a. vegna þess að þáverandi meirihluti sneri sér að Rauðavatnssvæðinu og land Keldna varð ekki eins aðkall- andi undir íbúðabyggð”. Hvernig líst þér á drögiK að skipulagi ofan við Grafarvog þar isem m.a. er ráðstafað stórum íhluta af landi Keldrni? LÍÚ leggur sölubeiðnir yfir 20 skipa fyrir viðskiptaráðuneytið í dag Verða sölur stöðvaðar? Þrjú íslensk fískiskip seldu afla erlendis í gær og önnur þrjú hafa fengið leyfi til sölu síðar í þessari viku. Aðrar sölur hafa enn ekki verið heimilaðar. Að sögn Jóhönnu Hauksdóttur hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna leggur LÍÚ í dag fyrir viðskiptaráðuneytið beiðnir um- bjóðenda sinna fyrir sölur í er- lendum höfnum í næstu viku. Óvíst er hvernig þessar beiðnir verða af- greiddar, í viðskiptaráðuneytinu, en sjávarútvegsr; ðherra lýsti því yfir fyrir síðustu helgi, að allar söl- ur íslenskra skipa erlendis yrðu stöðvaðar meðan ákvörðun LÍÚ um stöðvun flotans stæði óbreytt. Lítið hefur aflast síðustu daga vegna ótíðar og hafa fjölmörg skip af þeim ástæðum hætt við fyrirhug- aðar söluferðir á erlendar hafnir. Þó eru ennþá yfir 20 skip á skrá hjá LÍÚ sem hyggjast sigla fái þau til þess tilskilin leyfi. -Ig. „Ég hef ekki séð það skipulag nema í dagblöðunum og get því ekki dæmt um það sem slíkt. Form- legt samband hefur ekki verið haft við okkur um þau mál og sama var raunar uppi þegar aðalskipulagið frá 1977 var ákveðið. Það var gert án alls samráðs við forsvarsmenn meinafræðistöðvarinnar og má raunar segja að það vinnulag hafi á sínum tíma hleypt í hnút öllum frekari þreifingum um lausn máls- ins”, sagði Guðmundur Pétursson að lokum. - v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.