Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 2
Max heitir Karl Adolf Max von Sydow, hér á landi lík- lega þekktastur fyrir hlutverk Karls Oskars í Vesturförunum heitir reyndar Karl og meira að segja Adolf líka. Hins vegar er nafnið Max miklu yngra. Hann var kallaður Max í gríni þegar hann var í skóla og þegar hann byrjaði að leika á Dramaten löngu seinna lentu blöðin alltaf í vandræðum með nafn hans, sem var sem sagt Karl Adolf Max von Sydow. Hann var jafnvel kallað- ur Gustav Adolf og ýmsum öðr- um nöfnum. Að lokum tók hann upp nafnið Max og síðan skrifaði hann kónginum og fékk nafnið viðurkennt. Karl Adolf Max von Sydow stendur sem sagt í passan- um hans. Hann er annars í París um þessar mundir að troða upp sem gamanleikari með þekktri sænskri gamanleikkonu, Evu Rydberg og koma þau fram í Ol- ympia. Hann hefur nýlega leikið landkönnuðinn og Ioftbergsfar- ann Andrée í nýrri sænskri kvik- mynd og fengið geysigóða dóma. Karl Adolf Gustav Max von Sydow. Fœrri en stærri Veiðitímabilinu í Laxá í Aðaldal lauk nú um mánaða- mótin. Alls hafa verið bókaðir í veiðibækur þar í sumar 934 fisk- ar, en í fyrra voru þeir 1100 og vel það. Veiðin er sem sagt minni en í fyrra, en fiskarnir í sumar eru hins vegar stærri, hvað sem veld- ur. Stærsti laxinn í sumar var 27 pund, en hann veiddi Örn Gúst- afsson frá Akureyri, eftir því sem segir í Degi. Kínverjar eiga líka kvikmynda- stjörnur Þetta er kínverska kvikmynda- leikkonan Li Xiuming. Hún er talin ein fremsta kvikmyndaleik- konan þar í landi og hefur leikið í mörgum myndum og verið verð- launuð. Hún er mjög hógvær stúlka að sögn og hefur neitað viðtölum og öðru tilstandi sem varð í kringum síðustu mynd hennar. Kínversk ungmenni láta þó sitt ekki eftir liggja og hafa skrifað henni aðdáendabréf löngum bunum. Notiö alltaf gangbrautir þar sem þær eru og lítiö vel til beggja hliða og hlustiö. 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINNÞriðjudagur 14. seþtember 1982 V ídeó- stræti í Keflavík Ef fer sem horfir verða ekki færri en 5 myndbandaleigur (vi- deo) staðsettar á næstunni við Hafnargötuna, allar á svæðinu frá nr. 25 til 36 eða næsta ná- grenni. 1 dag eru þrjár þeirra starfrækt- ar, þ.e. Videoking, Videoqueen og stutt er í Videobankann. Þá er Tommi vídeó-kóngur að opna ieigu sem nefnist Phoenix-Video,, og heyrst hefur að Ibsen Angan- týsson muni á næstunni opna leigu þar sem verslunin Barnið var til húsa en sú verslun hefur nú verið lögð niður. Verði þetta allt að veruleika má fara að huga að breytingu á nafni götunnar, t.d. í iVídeó- stræti? segir Sigurlaug Jóhannesdóttir sem er nýkomin heim eftir 5 mánaða dvöl i Norrænu listamiðstöðinni í Finnlandi „Það var stórkostlegt að vera þarna. Hvcrt Norðurlandanna hefur aðgang að einni íbúð og stórri vinnustofu. Aðstaðan er ótrúlega góð og maður kynntist þarna myndlistarmönnum frá öllum Norðurlöndun- um.“ sagði Sigurlaug Jóhannesdóttir, sem er nýkomin heim eftir 5 mánaða dvöl í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi. Hún er annar íslendingurinn sem dvelst þarna. Sá fyrsti var Gylfi Gíslason, en íslendingar geta sótt um dvöl í 2 - 6 mánuði. f vor var opnuð sýning á Sveaborg á verkum þeirra sem hafa búið þar. „Það er mjög hvetjandi að dvelja á svona stað og vinna við aðstæður, sem eru alger andstæða þess að vinna við þetta heima í kjallaranum" sagði Sigurlaug. „Mér skilst að norrænir rithöfundar hafi hliðstæðar íbúðir í Svíþjóð og almennt held ég að það sé mjög gott fyrir listamenn að komast í nýtt umhverfi til að vinna. En þessu fylgir að taka sig upp með fjölskyldu og það er auðvitað erfitt fyrir marga. En við höfðum það ákaflega gott þarna og krakkarnir ekki síst.“ Sigurlaug er ein þeirra sem nú sýna textil í ASÍ salnum, en hún verður væntanlega komin til Bandaríkjanna þegar þetta birtist. Þar á hún 6 verk á Scandinavia today. Frá skátamótinu við Úlfjótsvatn í sumar Skátar hér og þar um landið fóru á skátamót til útlanda, 18 eru nú að hefja hauststarfið eftir . skátar til Luxemburg og 7 skátar viðburðaríkt sumar. Tveir hópar til Skotlands. Afmælismót skát- afélaganna var um verslunar- mannahelginaaðÚlfljótsvatniog hægt að fá allar upplýsingar á varþaðmjögfjölsótt. Núerverið skrifstofu Bandalags íslenskra að innrita nýja félaga í skátafé- skáta í síma 23190 lögin víðs vegar um Iandið og er ^ Sigurlaug með eitt verka sinna sem sýnt er í ASI salnum um þess- ar mundir, en hún vinnur mikið úr hrosshári eins og sést á mynd- inni. Ljósm - eik - Stórkostleg vinnuaðstaða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.