Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 DC-10 farþegaþota fórst á Spáni: 32 lík höfðu fundíst í gær DC-10 vél spænska flugfélagsins Spantax, sem er dótturfyrirtæki flugfélagsins Iberia, hrapaði til jarðar skömmu eftir misheppnað flugtak á flugvellinum í Malaga í gærmorgun. I vélinni var 391 far- þegi og 14 manna áhöfn og komust um 300 manns út úr vélinni, margir hverjir stórslasaðir. Tölur um dauðsföll iiggja ekki fyrir, en Ijóst er að a.m.k. 32 létu lifið. Vélin var á leiðinni til New York í Bandaríkjunum í áætlunarflugi. Ekki er enn vitað hvað nákvæm- lega gerðist, en að sögn sjónarvotta tókst vélinni aldrei almennilega að komast á loft. Hún rakst á girðingu við jaðar flugbrautarinnar og hafn- aði síðan á tveim bifreiðum á nær- liggjandi akbraut, flutningabíl og fólksbifreið, Mercedes-Benz. Flugvöllurinn í Malaga er vanbú- inn, og af þeim sökum fór allt björgunarstarf mjög úr böndum. Þota eins og sú sem fórst í flugtaki á Malaga í gær. Varð að flytja slasaða til næstu borga, s.s. Valensíu. Flugvöllurinn í Malaga er bæði almenningsflug- völlur og herflugvöllur. Stuttu eftir að vélin skall til jarðar braust út mikið eldhaf og var á tímabili óttast að kvikna mundi í útfrá vélinni. Þetta er fyrsta flugslysið á þess- um velli frá því að ferðamanna- iðnaðurinn hófst á þessum slóðum, en geysileg umferð er um völlinn daglangt. S.dór/hól Ráðherra stefnt fyrir meiðyrði Margrét Guðnadóttir prófessor hefur höfðað meiðyrðamál gegn menntamáiaráðherra, Ingvari Gísl- asyni, þar sem hún fer fram á að umsögn ráðherra um störf hennar í greinargerð til Jafnréttisráðs verði sönn- uð eða dæmd ómerk. í greinargerðinni er að finna ásakanir ráðherra um óheiðarleika og trúnaðarbrot. Fyrir rösku ári síðan var auglýst staða prófessors í ónæmisfræðum við læknadeild HÍ. Umsækjendur voru tveir, karl og kona, og dóm- nefnd sem Margrét átti sæti í komst að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari. í læknadeild HÍ fékk konan einnig meirihluta. Ingvar veitti karlinum síðan stöðuna sem leiddi af sér kæru Kvenréttindafélags ís- lands til Jafnréttisráðs. Málið hefur verið þingfest í bæjarþingi og verður tekið fyrir bráðlega. Þjóðviljinn reyndi í gær að ná tali af Margréti en það reyndist ekki unnt þar sem hún er erlendis. Lögmaður hennar, Ragn- ar Aðalsteinsson, vildi ekki tjá sig um málið. Norrænt þing í Reykjavík: Atvinnuhollusta og vinnuvernd Nú stendur yfir 31. þing norrænna atvinnuhollustufræðinga að Hótel Loftleiðum, en þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið hér á landi. Þing- ið sitja um 160 þátttakendur og þar af eru íslenskir um 25. Fluttir verða 92 fyrirlestrar. Á þingum þessum er fjallað um niðurstöður rannsókna á sviði vinnuverndar, þ.e tíðni og út- breiðslu atvinnusjúkdóma, um eituráhrif einstakra efnasam- banda, um mengunarmælingar og úrbætur á vinnustöðum, og auk þess er farið yfirýmis norræn sam- starfsverkefni á þessu sviði. Flutt verða erindi um tengsl vinnuumhverfis og ýmissa tegunda krabbameins, áhrif leysiefna á miðtaugakerfi,kynkirtlastarf og fóstur, og tíðni krabbameins hjá starfsmönnum, sem hafa unnið í asbestmenguðu andrúmslofti. Þá verður einnig fjallað um hin sam- verkandi áhrif ýmissa áhættuþátta í vinnuumhverfi manna og daglegu lífi. Meðal þeirra efna, sem sérstak- lega verður fjallað um, má nefna heymæði, leysiefnamengun í prentiðnaði og hið erfiða starf, sem fiskveiðar eru. Þinginu lýkur á miðvikudag, 15. september. ast Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Seltjarnarness: Oddur Rúnar Hjartarson ráðinn framkvæmdastjóri Á fyrsta fundi svæðisstjórnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem haldinn var í gær, var Oddur Rúnar Hjartarson, heilbrigðisráðunautur ráðinn framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- litsins. Svæðisstjórnin, sem tók til starfa 1. ágúst s.í. í samræmi við ný lög um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, er skipuð fulltrúum beggja sveitarfélaganna. Verkefni hennar er að skipuleggja og samræma heil- brigðiseftirlit á svæðinu öllu og ráða heilbrigðisfulltrúa. Eftir sem áður starfa heilbrigðisnefndir í báðum sveitarfélögunum. Þórhallur Halldórsson sem verið hefur framkvæmdastjóri heil- brigðiseftirlits í Reykjavík hefur látið af þeim störfum, en Seltirningar hafa hingað til keypt heilbrigðiseftirlit frá höfuðborg- inni. _ ÁI Tölvusetning Starfsfólk óskast til starfa á innskriftarborð. Unnið er á tvískiptum vöktum. Góð vélritun- arkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 81333. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. _______uhættir bætt þjónusta Viö bjóöum ykkur velkomin í nýtt útibú Landsbankans í Breiöholti. í Breiöholtsútibúi kynnum viö ýmsar nýjungar, sem stuöla aö bœttri þjónustu. Viðskiptavinir geta tyllt sér niöur hjá starfsmönnum okkar og rœtt viö þá um íjármál sín og viöskipti. Þeir geta fengið aöstoö viö gerö íjárhagsáœtlana og upplýsingar um hugsanlegar lánveitingar, án þess aö bíöa eftir viðtali við útibússtjóra. Hraökassinn er nýjung, sem sparar viðskiptavinum okkar tíma og fyrirhöín, Þar er veitt skjót afgreiðsla t.d. þegar innleysa þarí ávísun eöa greiöa gíróseðil. í rúmgóöri öryggisgeymslu má koma verðmœtum munum í geymslu, t.d. meðan á íeröalagi stendur. Fyrir yngstu borgarana höíum viö TINNA sparibauka og sitthvaö fleira. Komiö viö í Breiðholtsútibúi og kynnist breyttum afgreiösluháttum og betri þjónustu. LANDSBANKINN Breióholtsútibú, Áifabakka 10, Mjóddinni, Sími 79222

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.