Þjóðviljinn - 14.09.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Qupperneq 5
Þriðjudagur 14. september 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 5 Prófarkalesari Þjóðviljans í rúma tvo áratugi Kann breytingunum afskaplega vel Elías Mar prófarkalesari blaðsins við gáttina á milli hæða, milli ritstjórnar og prentsmiðju. segir Elías Mar rithöfundur og prófarkalesari Elías Mar rithöfundur hefur gegnt starfi prófarkalesara við Þjóðviljann með heiðri og sóma í rúma tvo áratugi. Til að byrja með var Elías eini prófarkalesari blaðs- ins, og enn er hann kjölfestan og kletturinn í yfirlestri prófarka blaðsins. Elías sat í hægum sessi í rúmgóðri vistarveru prófarkales- ara í nýju prentsmiðjunni er við tókum hann tali. — Fyrstu tvö árin mín í próf- arkalestri Þjóðviljans var aðstaðan með eindæmum erfið. Ég var þá eini prófarkalesarinn og hafði aðsetur inni hjá fréttastjóranum, sem þá var ívar H. Jónsson. Þá var blaðið jú minna og ég vann frá klukkan eitt til sjö alla virka daga. Og vegna gagngerra breytinga á húsinu, sem tóku langan tíma, þurfti maður að ganga niður stiga, fara út Klapparstígsmegin og smjúga síðan innum rifu á húsinu Skólavörðustígsmegin til að sækja og fara með prófarkir. Prófarka- lesari hafði aðsetur á mörgum stöð- um þartil hann fékk sæmilega inni, mig minnir það hafi verið 1963 sem ég fékk sér herbergi. Þar var nokk- uð sæmileg aðstaða, og við vorum þarna allar götur þartil Blaðaprent var sett á laggirnar árið 1972. - Að mörgu leyti voru aðstæður þar miklu verri til prófarkalesturs, mikill hávaði og aðsetur prófarka- lesara opið fyrir hverri minnstu truflun. En öðrum þræði var þetta skemmtileg breyting. Offsettæknin var jú ný af nálinni og týpografískir möguleikar miklu meiri. Tækni prófarkalesarans breyttist að sama skapi, því nú tók hann jöfnum höndum að leiðrétta með sköfu og hníf, líma og skeyta. Við þessar breytingar var prófarkalesurum líka fjölgað og tekið að vinna á vöktum, annars vegar frá klukkan tíu til fimm og hins vegar frá fimm og þartil vinnslu lauk um mið- nættið eða svo. - í mörg ár var unnið á laugar- dögum frá átta á morgnana til klukkan tvö eða eftir því hvernig vinnslu helgarblaðsins vatt fram. Síðar lagðist sú vakt af, þegar út- gáfudögum fækkaði og vinnsla helgarblaðsins færðist til föstu- dags. Það var mikill léttir og breyting til batnaðar. — Jú, aðstaðan var að ýmsu leyti slæm. Þeir sem hönnuðu Blaðaprent hafa ekki gert ráð fyrir því að starf prófarkalesara krefst einbeitingar og þarmeð rólegheita. Þetta er ekki bara handavinna eins- og margir halda. Mér líst mjög vel á mig hérna og held að þetta sé með því allra besta sem þekkist á blöðunum. Hér ríkir allavega skilningur á mikilvægi prófarkalesturs. - óg Þriðjudagsþáttur um efnahagsmal 1. Áróðurinn gegn ríkisstarfseminni Skrif blaða og umræða í fjöl- miðlum um árabil hafa komið þeirri hugmynd inn hjá fólki að rík- ið og stofnanir þess séu óhagkvæm í hagfræðilegri merkingu og tákn skrifstofuveldis og skriffinnsku. Starfsmenn í þjónustu ríkisins (okkar?) hafa verið kallaðir af þingmönnum götunnar (okkar?) „möppudýr”. Kjör þessara starfs- manna borin saman við tekjur sam- bærilegra starfsmanna einkafyrir- tækja vitna um mat okkar á vinnu- framlagi þeirra. Hjá bænum vinna „Gústi pása,“ „Óli frí” og „Jói lati” á ölmusulaunum. Áróðurinn gegn ríkisstarfsem- inni snýst ekki aðeins gegn þeim sem vinna í opinberri þjónustu sem persónugerð heldur gegn mögu- leikum þeirra til að sinna tilætluðu hlutverki sínu. Dregið er í efa að ríkið eða starfsmenn þess geti þekkt betur til kringumstæðna en einstaklingarnir og þess vegna beri að láta einstaklingana sjálfa leysa öll sín vandamál. Ofan á þetta er smurt og sagt að einstaklingar sem starfsmenn hins opinbera geri ekk- ert eins vel og þeir gætu gert ef þeir væru að auka eiginn hag. Ágóða- sólgið einkaframtak er sagt gera allt best og þess vegna getur opin- ber starfsemi aldrei hlotið náð í augum hagfræðinnar. Að taka skattfé af einstaklingum til að greiða fyrir óhagkvæma ríkisþjón- ustu er þess vegna talin glópska. Svo eru til þeir sem segja að það sé sjálfsagt að halda uppi einhverri ríkisstarfsemi, einkum til að lögum og reglum sé hlýtt. Og jafnvel í miklum góðærum má hugsa sér að samfélagið fórni meiru til velferð- armála og þvíumlíks en ella. En eins og kemur glögglega fram í greinasafni Jónasar Haralz, Vel- ferðarríki á villugötum, þá telja hans líkar að kröfur almennings um aukningu velferðarframlaga og framlaga til heilsugæslu og menntamála séu að sliga alla heilbrigða efnahagsstarfsemi og hagvöxt um allan heim. Áróðurinn gegn starfsemi ríkisins er sem sagt tvíbeittur: annars vegar sinnir ríkið ekki skyldum sínum og hins vegar getur það ekki sinnt þeim umsvif- um sern það hefur axlað. f Bandaríkjunum er borinn fram af frjálshyggjumönnum miklu gagnsærri áróður gegn ríkisstarf- seminni, einkum gegn velferðar- framlögum ríkisins. I stuttu máli gengur áróðurinn út á eftirfarandi: Fátækt er sprottin upp vegna ó- nógrar framleiðslustarfsemi; sá er fátækastur sem leggur minnst af mörkum til framleiðslunnar; til að uppræta fátækt verður að auka framleiðslu, einkum þeirra sem minnst leggja af mörkum; ef fátæk- lingum eru gefnir velferðarstyrkir tapa þeir hvata til að vinna í fram- leiðslunni; fátækt er alltaf besti hvatinn til að uppræta fátækt; atvinnuleysi er alltaf besti hvatinn til að eyða atvinnuleysi. 2. Jafnvægisstefna í ríkisbúskapnum Jafnvægisstefna í ríkisbú- skapnum á rætur að rekja til frjáls- hyggjuhagfræðinnar. Meginmark- mið þessarar hagfræði er stöðugt verðlag og mikill hagvöxtur við til- teknar tekjuuppskiptareglur (sbr. Frjálshyggjan eftir greinarhöf- und). Tilefni ójafnvægis sam- kvæmt þessari hagfræði er af þrennum toga: innflutningur um- fram útflutning (vegna rangrar gengisskráningar), fjárfestingar umfram sparnað (vegna rangra vaxta) og ríkisútgjöld umfram rík- istekjur. Frjálshyggjumenn greinir eitthvað á um það hve mikil umsvif (ríkisútgjöld) hins opinbera eiga að vera. Leiftursóknarmenn telja að ríkinu eigi einungis að beita til að vernda eignarrétt og hagskipulag eignarstéttarinnar og afla til þess skatttekna, helst með jöfnum nef- skatti. Ef ríkinu er beitt til að bjarga nauðstöddum með velferð- arframlögum, þá kalla leiftursókn- armenn það „falska velferð”, sér- staklega ef útgjöld ríkisins fara um- fram tekjur. Að baki liggur banda- ríska hugmyndafræðin sem rakin var hér á undan. Og leiftursóknar- menn eru mótfallnir því að ríkinu sé beitt til að draga úr tilhneiging- um til atvinnuleysis með fjár- framlögum af skattfé. Það kalla þeir „dulbúið atvinnuleysi”. Með sömu snilld við hugtakasmíö má kalla opinber heilsugæsluframlög fyrir „dulbúið læknisleysi” eða „falska heilsugæslu”, eða annað í þessum dúr. Það er farið að bera á því að dug- ur fjármálaráðherra landsins sé mældur í getu viðkomandi að koma á jöfnuði í ríkisbúskapnum. Til þess að ná slíku markmiði þarf oft- ast að skera niður óskir um útgjöld. Á sama tfma og Alþýðubandalags- ráðherra tekst að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum, rísa leiftursókn- armenn upp á ný og krefjast lægri skatta. Ef skattar verða lækkaðir, þá verður á ný ójafnvægi í ríkisbú- skapnum og þá munu leiftursókn- armenn krefjast enn meiri niður- skurðar. Og svo koll af kolli: lækk- un útgjalda; lækkun skatta. í rauninni telja þessi öfl að öll eyðsla umfram nauðsynlegustu útgjöld til að viðhalda kerfinu, hagskipu- laginu, sé andstæð „eðlilegu” hlut- verki ríkisins. 3. Hlutverk ríkisins í blönduðu hagkerfi Réttlætingin fyrir starfsemi ríkis- ins í blönduðu hagkerfi er ekki sótt í fullyrðingar frjálshyggjumanna um það að frelsi til óheftra við- skipta tryggi mesta samanlagða hagsæld; hámörkun framleiðslu og arðsemi. Ef svo væri, gætum við stutt andstöðu æstustu frjáls- hyggjumanna gegn ríkisstarfsem- inni í heild sinni (fyrir utan dóms- og löggæslu). Réttlætingin fyrir ríkisstarfseminni er einmitt sótt í reynsluna af óheftri ágóðasókn einkaframtaksins. Minningarnar um þrælahald yfirstéttar á almúg- anum fyrr á öldum er ef til vill grundvöllurinn. Fyrsta hlutverk ríkisins í lýðræðisskipulaginu er þannig að tryggja grundvallar- mannréttindi í samfélagi jafninga; eina konar endurreisn í anda lýð- ræðis. Birgir Björn Sigurjónsson skrifar Mannréttindi í lýðræðisskipu- laginu felast ekki aðeins í formlegu frelsi til tjáninga. Mannréttindum fylgir skýlaus krafa um tækifæri til framfærslu og atvinnu. Einu sinni höfðu aðeins efnamenn kosninga- rétt og síðar einungis þeir sem höfðu goldið skatt sinn. Lýðræðis- hugmyndir gærdagsins eiga ekki lengur við og heldur ekki hug- myndir borgarastéttarinnar á fyrri öld um hlutverk ríkisins sem leiftursóknarmenn prédika nú. í nútímasamfélaginu skiljum við Iýðræði sem rétt allra þjóðfélags- þegna til að ráða ákvörðunum sem varða fjöregg samfélagsins í heild. Og ríkið er framlengdur armur fólksins sem tryggja á að ákvarð- anir þess komist í framkvæmd. Ríkinu ber að tryggja skynsamlega hagnýtingu auðlindanna þannig að eitthvað verði eftir til morgundags- ins. Ríkinu ber að tryggja öllum atvinnu og möguleika til fram- færsiu. Ríkinu ber að tryggja jafna menntunaraðstöðu, heilsugæsluað- stöðu og tj áningaraðstöðu. Það er ekki nóg að ríkið tryggi að til séu skólar og heilsugæslustofnanir og fjölmiðlar. Það verður líka að tryggja öllum jafnan aðgang að þeim. Þá hrópar frjálshyggjumaður- inn: „Á þá Ríkið að verða allt í öllu? Þetta er kommúnismi ... “ Svona er hægt að misskilja lýðræð- isstefnuna. Svo lengi sem ríkið framkvæmir vilja meirihlutans og tryggir lýðræðislega ákvarðana- töku um öll mikilvægustu mál sam- félagsins, t.d. úrlausn á rekstrar- skilyrðum atvinnuveganna, þá er ríkið ekki allt í öllu heldur fólkið í landinu. Og þannig á það að vera. Þess vegna er það nauðsynlegt að hefja gagngera endurskoðun á hlutverki ríkisins eins og það hefur mótast gegnum árin. Ríkið hefur verið notað sem eins konar svika- mylla til að ná út auknum rekstrar- tekjum fyrir útflutningsgreinarnar, fiskveiðar og landbúnað. Ef kjara- baráttan hefur leitt til kauphækk- ana eða fiskverð fellur á erlendum mörkuðum, þá er gengið fellt til að styrkja stöðu fyrrnefndra atvinnu- Um hlutverk ríkisins greina. Hókus pókus. Ef verðbólg- an geysist óvenjumikið áfram án tilsvarandi launahækkana (t.d. vegna skerðingar verðbótaá- kvæða), þá - sjá - hækka niður- greiðslur á matvöru eða annað í þeim dúr. Þetta held ég að sé al- menningi yfirleitt fremur ógeðfellt; og varla getur þetta talist sérlega lýðræðisleg ákvarðanataka. Hér ber að snúa við blaðinu. Hlutverk ríkisins er vissulega að tryggja rekstrargrundvöll atvinnu- veganna en því ber líka að gera það eins hagkvæmt og unnt er fyrir þol- endurna, skattgreiðendur og aðra þegna. Óhæfa er að kasta sífellt meira fé í vonlausan einkarekstur. Annað tveggja verður að láta slík fyrirtæki fara á hausinn (sam- kvæmt frjálshyggjuaðferðinni) eða að ríkið sjálft taki yfir reksturinn. Ríkið ætti eins og hver annar mark- aðsaðili að geta skapað arðvæn- legan rekstur. En forsenda þess er sú að gerðar séu kröfur til starfs- manna og þeim greidd laun sam- kvæmt því. Og það verður að hrista rykið af minningunum af krepp- unni og atvinnuleysinu. En það er ekki nóg að ríkið sé með atvinnu- bótavinnu þegar einkageirinn treystir sér ekki til að bjóða atvinnu. Slíkt verður alltaf óhag- kvæmt. Þess í stað verður ríkið að fara út í arðbæran rekstur og láta ekki deigan síga eins og einkafram- takið þó á móti blási. Þegar sællegir stóreignamenn segja brosandi í fjölmiðlaviðtölum að draga verði úr ríkisframlögum til velferðarmála eða heilsugæslu þá hljóta þeir að halda að allir eigi jafnmikla peninga í banka og þeir sjálfir. Frjálshyggjumenn eru fræg- ir fyrir einfeldningshátt sinn. Og þegar þeir segja að minni ríkis- rekstur auki heildarframleiðslu, þá hljóta þeir að meina að fram- leiðsluverðmætin vaxi vegna verð- hækkana einkageirans á þeirri þjónustu sem ríkið hættir þrátt fyrir að eftirspurnin dragist saman, þ.e. margir hafa ekki lengur efni á viðkomandi vörum. Og þegar þeir segja að einkaframtakið geri allt á hagkvæmari hátt en ríkið, þá vitum við að það er tóm vitleysa. Og þeg- ar þeir segja að atvinnuleysi lækki kaupkröfur, þannig að fyrirtæki vilja ráða nýja starfmenn. Og full- yrðingin að fátækt lækni best fá- tækt er áreiðanlega huggunarefni þeim 32 miljónum Bandaríkja- manr.a, sent Hagstofa Bandaríkj- anna segir að búi nú við skilyrði vannæringar vegna fátæktar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.