Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 6
6 SiÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 14. september 1982 Millisvœðamótið í Moskvu: Snilldartaktar Kasparovs Nú stendur yfir austur í Moskvu það millisvæðamót í hópi þriggja sem hvað athyglisverðast er í augum skákunnenda. Kemur það helst til af því, að þar situr að tafli ungstirnið Harry Kasparov, sem margir spá að verði arftaki Anato- lys Karpovs í hásæti skákarinnar. Hann er þrátt fyrir ungan aldur, en hann er 19 ára gamall, orðinn næst- stigahæsti skákmaður heims, og það sem meira er: hann er langt á undan þriðja manni. Heimsmeist- arinn er með 2705 stig og hefur ver- ið a því bili um 8 ára skeið, en Kasparov er með 2675 stig. Aðrir sigurstranglegir keppend- ur í Moskvu eru Tal, sem er með 2610, Ulf Anderson með sama stigafjölda, síðan Alexander Belj- avskí með 2620 stig. Staðan á mót- inu eftir 5 umferðir sýnir ljóslega að það er, þrátt fyrir vissar efa- semdir manna, talsvert að marka þetta viðmiðunarkeríi: allir eru fjórmenningarnir með í baráttunni um sætin tvö í Askorendakeppn- inni. Övænt hefur u.þ.b. þrítugur Kúbumaður Guillermo Garcia blandað sér í baráttuna svo um munar og hafa reyndar ekki haldið honum nein bönd í upphafsum- ferðunum. Hann á eftir að tefla við Sovétminnina fjóra og takist hon- um að komast óskaddaður úr þeim hreinsunareldi er aldrei að vita nema Kúbanir eignist nýjan Capa- blanca. Kasparov er m.ö.o. langtí frá neitt öruggur með sæti í Áskorendakeppninni og satt að segja finnst mér flest benda til þess að afar erfið barátta bíði hans. Það er miklurn skákmeisturum sam- merkt að þeir hafa komist í Áskorendakeppnina í fyrstu at- rennu og sumir jafnvel orðið heimsmeistarar í fyrstu atrennu sbr. Tal og Karpov. Spasskí og Fischer komust í keppni þessa kornungir, og það væri synd ef Kasparov dytti nú út. Hann hefur nefnilega alla burði til að veita Karpov harðvítugt viðnám í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kasparov hefur þegar þetta er rit- að hlotið 372 vinning úr 5 skákum ogervel inní myndinni. Hann vann Ungverjann Guyla Sax í fyrstu um- ferð með slíkum snilldartilþrifum, að undir tók í skáksalnum í Mos- kvu. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna, keppendum og öðrum (þar með töldum skákdómaranum og forsetaframbjóðandanum Kazic) til mikillar armæðu. Skákin rak á fjörur heimildarmanns skákþátta Þjv. og birtist hún hér: Hvítt: Harry Kasparov (Sovétr- íkin) Svart: Guyla Sax (Ungvcrjaland) Grúnfelds - vörn 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-d5 (Grúnfelds-vörnin er í miklu uppá- haldi hjá ungversku stórmeisturun- um. En þegar það er Kasparov sem stjórnar hvítu mönnunum, getur hún varla talist heppileg byrjum Mig rekur vart minni til þess að hann hafi misst niður meira en 1/2 vinning gegn þessari ágætu byrj- un. ). 4. cxtí5-Rxd5 6. bxc3-Bg7 5. e4-Rxc3 7. Bc4! (Sax er vel undirbúinn fyrir 7. Rf3. en það er langvinsælasti leikurinn. Kasparov hefur beitt þeim leik mikið, en hér breytir hann út af. Hárrétt sálfræðileg ákvörðun.) 4 ^ÁVcWWarKeyí- jn^L Nemendur sem vilja læra NORSKU og SÆNSKU til prófs í stað dönsku komi til við- talssem hérsegirog hafi með sér stundaskrár sinar: NORSKA 5 bekkur mánud. 6 bekkur mánud. 7 bekkur þriðjud. 8 bekkur miðv.d 9 bekkur miðv.d. 13/9 kl. 17.00 13/9 kl. 18.00 14/9 kl. 17.00 15/9 kl. 17.00 15/9 kl. 18.00 1. og 2. ár framhaldsskóla mæti þriðjud. 14/9 kl. 18.00 SÆNSKA 5 bekkur miðv.d. 6 bekkur miðv.d. 7 bekkur þriðjud. 8 bekkur þriðjud. 9 bekkur mánud. 15/9 kl. 18.30 15/9 kl. 17.00 14/9 kl. 18.30 14/9 kl. 17.00 13/9 kl. 17.00 1. ár framhaldssk. mæti til kennslu í Lauga- lækjarskóla miðv.d. 6/10 kl. 19.30 2 ár framhaldssk. mæti í Laugalækjarsk. 13/9 kl. 18.30 7—10 ára Ekki er boðiðað kenna sænsku og norsku fyrir 4. bekk, en foreldrar sem vilja láta kenna 7—10 ára börnum sínum þessi mál til þess að viðhalda kunnáttu þeirra ættu að hafa sam- band við Námsfl. Rvk. í símum 12992 / 14106 því að í ráði er að setja upp frjálst nám fyrir þau. Reynt verður að hafa kennslu yngstu barnanna víðar en á einum stað í bænum. Námsflokkar Reykjavikur Símar 12992/14106 7. ..o-o 8. Be3-b6 13. Rf4 (Algengara er 8.-c5. Textaleikur- inn gefur hvítum kost á skjótri framrás h- peðsins). 9. h4!-Bb7 10. Df3-Dd7 (Mikilvægur leikur sem hindrar áætlunina, h4-h5, h5xg6 og Df3- h3.) 11. Re2-h5 12. Bg5-Rc6 (Algengara er 8.-c5. Textleikurinn gefur hvítum kost á skjótri framrás h-peðsins.) 9. h4!-Bb7 10. Df3-Dd7 (Mikilvægur leikur sem hindrar áætlunina, h4-h5, h5xg6 og Df3- h3.) 11. Re2-h5 12. Bg5-Rc6 13. Rf4 (Hótar 14. Rxg6.) 13. ..e6 14. Hdl-Ra5 15. Bd3-e5 16. dxe5-Bxe5 17. 0-0 17. ..Dg4 (Drottningarkaup eru svörtum kærkomin, svo hvítur víkur drottn- ingunni undan.) 18. De3-Hfe8 19. Be2!-Bxf4? (Upphafið af erfiðleikum svarts. Hann varð að leika 19.-Dc8. Hvít- ur stendur þá betur að vígi, en svartur er ekki án gagnfæra. Það er hreinlega óðs manns æði að gefa svartreita biskupinn eftir.) 20. Bsf4-Rc4!? (Án efa leikurinn sem Sax hafði í huga þegar hann lék 19. -Bxf4. E.t.v. hefur honum yfirsést 23. leikur hvíts. 20. - Dxh4 var annar möguleiki, en hinir yfirþyrmandi veikleikar í kóngsstöðu svarts gefa hvítum yfirburðastöðu á kostnað eins lítils peðs.) 21. Bsc4-Hxe4 22. f3! Dxf4 23. Bxf7+!! (Einkennandi fyrir Kasparov. Hann hefur reiknað flækjurnar allt til enda. ) Norræna húsið: Tónverk Phllips Corner í kvöld, þriðjudaginn 14. september kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Norræna húsinu. Bandaríska tónskáldið Philip Corner mun kynna þar verk sín. Leikin verðurtónlist m.a. frásjötta og sjöunda áratugnum. Hér á landi er Philip staddur á leið sinni til Þýskalands, þar sem hann mun taka þátt í hátíð Fluxushreyf- ingarinnar. Hann ætti að vera mörgum kunnur hér því að nokkr- um sinnum áður hefur hann kynnt tónlist sína hér á landi, m.a. í sumar og vor í Norræna húsinu og | Nýlistasafninu. 23. .. Kg7 (Auðvitað ekki 23. -Kxf7 24. fxe4 og drottningin er leppur.) 24. Dd3! (Víki hrókurinn, kemur 25. Dxg6+.) 24. ..De3+ (Þvingað) 25. Dxe3-Hxe3 26. Hd7!-Kh6 28. Hdl-Bd3 27. Hxc7-Ba6 29. Hd2 (Hótar 30. Kf2.) 29. ..Bf5 30. Kf2-He5 31. Hd5!-Hsd5 32. Bxd5-Hd8 33. c4-b5 34. Ke3-a5 35. Kf4 Kasparov (Hugmyndin er einföld: 36, g4 og síðan - g5+. Svartur er algerlega varnarlaus.) 35. ..Bbl 36. g4-hxg4 37. fxg4 - Svartur gafst upp. Hann getur reynt 37. -Hf8- 38. Kg3 g5, en þá fellur b5 -peðið og staðan verður gjörsamlega vonlaus. Stórglæsileg skák hjá Kasparov sem sýnir alla hans bestu hæfileika við skák- borðið. Tími: Hv.: 1.33 sv.: 2.20 Spennandi Kasparovs Kúbanski stórmeistarinn Guill- ermo Garcia blandaði sér öllum á óvart í baráttu cfstu manna á milli- svæðamótinu sem nú stendur yfir í Moskvu. Garcia átti þrjár bið- skákir fyrir biðskákadaginn síð- asta föstudag og úr þeim hlaut hann 2‘A vinning. Hann bætti svo um bet- ur þegar 4. umferð var tefld síðast- liðinn laugardag og vann Ungverj- ann Sax. Kúbumaðurinn hefur um alllangt skeið verið sterkasti skák- maður síns heimalands, en enginn átti þó von á slíkri frammistöðu. Úrslit í 4. umferð sem tefld var á laugardaginn urðu sem hér segir: Murej vann Beljavskí, Tal vann Van der Wiel, Christiansen vann Quinteros og Garcia vann Sax. Jafntefli gerðu Geller og Kasparov og Velimirovic og Anderson. Skák Gheorghiu og Rodriquez var frest- að vegna veikinda Rúmenans. í 5. umferð sem tefld var á sunn- udagir.n urðu úrslit þessi: Beljavskí vann Geller (Geller féll á tíma í 33. leik). Jafntefli gerðu Tal og Kasp- arov, og var sú skák æsispennandi. Kasparov fórnaði manni fyrir peð, en í æðisgengnu tímahraki beggja viðureign og Tals keppenda bauð heimsmeistarinn fyrrverandi jafntefli, sem Kaspar- ov tók. Þá gerðu Anderson og Sax einnig jafntefli. Aðrar skákir fóru í bið. Staðan eftir 5 umferðir er dálítið óljós vegna fjölda biðskáka: 1. Tal (Sovét) 4 v. 2. Garcia (Kúbu) 37: v. + 1 biðskák. 3. Kasparov (Sovét) 372 4. Beljavskí (Sovét) 3 v. 5. Anderson (Svíþjóð) 27j v. + bið- skák. 6. Christiansen (Bandaríkj- unum) 2 v. + 1 biðskák. 7.-8. Gell- er (Sovét) og Sax (Ungverjalandi) 2 v. 9.-10. Murej (ísrael) og Velim- irovic (Júgóslavíu) r/2 + 1 biðskák. 11. Gheorghiu (Rúmeníu) 1 v. + 2 biðskákir. 12. Quinteros (Argent- ínu) 1 v. + 1 biðskák. 13. Rodriqu- ez (Filippseyjum) 'h v. + 3 bið- skákir). 14. Van der Wiel (Hol- landi) 0 v. + 3 biðskákir. 6. umferð var tefld seint í gær- kvöldi, og tefldu þá saman: Murej og Garcia, Geller og Christiansen, Kasparov og Beljavskí, Quintelos og Ánderson, Sax og Rodriquez, Velimirovic og Van der Wiel og Tal og Georghiu. — hól. Hádegi á Hötel Holti. Líttu inn, það er auðvelt aö gera hádegið þægilegt og afsiappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú heldur. Hótel Holt býður Ijúffengan mat á góöu verði. Sem dæmi: Hádegisverður frá kr. 95.- Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja forréttamatseðilinn. HAFÐU ÞAÐ EYRSTA FLORKS - ÞAÐ KOSTAR EKKERT MEIRA Verið velkomin. B Bergstaöastræti 37 Boröapantanir í síma 25700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.