Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson 'Víkingar eru Islandsmeistarar 1. deildar í knatt- spyrnu 1982 og bikarinn ílendist því í herbúðum þeirra við Hæðargarð annað árið í röð. Eftir 2-0 sigur ÍBV á Fram á laugardag var Ijóst að Víkingar máttu tapa með eins marks mun gegn ÍA á sunnudag og verða meistarar samt. Álagið var mikið en Víkingar stóðust það og tryggðu sér meistaratitilinn með 0-0 jafntefli, sann- gjörnum úrslitum eftir gangi leiksins. Víkingar byrjuðu betur en leikurinn jafnaðist fljótlega og hélst í jafnvægi mest allan tímann. Víkingar fengu dauðafæri strax á 5. mín. þegar Gunnar Gunnarsson skaut í varnarmann á marklínu af stuttu færi. Tveimur mínútum síðar skallaði Sigþór Ómarsson í þver- slána á Víkingsmarkinu. Hann skaut síðan yfir í ágætu færi skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiksins vildu Ómar Torfason, fyrirliði Víkings, lyftir Islandsbikarnum. Bak við hann er maðurinn á bak við velgengni liðsins, sovéski þjálfarinn Youri Sedov. Mynd: - eik. „Æðisgengið að vinna” „Það var æðisgengið að vinna þennan leik. Ég var farinn að sjá 2. deildina framundan þegar KA komst yfir en það var alltaf kraftur í strákunum þrátt fyrir markið og þetta var cinn albesti lcikur okkar í sumar. Ég er mjög ánægður með Sigurð Þorsteinsson sem stýrði li- ðinu í leiknum. Það var breytt um leikaðferð, við höfum leikið „maður-á-mann“ í sumar en nú breytti Sigurður því í svæðisvörn og jiað hleypti nýju blóði í liðið“, sagði Sigurður Grétarsson lands- liðsmiðherji úr Breiðabliki eftir að lið hans hafði sigrað KA 2-1 í Kópa- vogi á laugardag og þar með tryggt sér áframhaldandi sæti í 1. deild en jafnframt sent KA niður í 2. deild. Leikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu en það voru Blik- arnir sem réðu ferðinni lengst af. KA fékk þó fyrsta færið, Ásbjörn Björnsson skaut í samskeytin og út frá vítateig strax á 4. mínútu. Eftir það fengu Blikar hvert færið á fæt- ur öðru en Aðalsteinn Jóhannsson lék vel í marki KA og bægði allri hættu frá. Á 35. mín. braust síðan hinn síungi Elmar Geirsson upp að endamörkum og sendi fyrir mark Breiðabliks þar sem Ásbjörn var einn og óvaldaður og skallaði í net- ið, 0-1 fyrir KA og þannig stóð í leikhléi. margir meina að IA hefði átt að fá vítaspyrnu er Stefán Halldórsson hálffelldi Sigþór sem við það fór úr jafnvægi og missti knöttinn aftur fyrir endalínu. Jóhann Þorvarðarson fékk tvö gullin færi til að tryggja Víkingum sigur með mínútu millibili snemnta í síðari hálfleiks. Fyrst var hann einn á móti Bjarna Sigurðssyni markverði ÍA eftir sendingu Heimis Karlssonaren Bjarni bjarg- aði með úthlaupi. Síðan fékk Jó- hann knöttinn á markteig eftir að Bjarni hafði misst af knettinum en skaut í varnarmann. Fátt markvert gerðist eftir þetta og líflegur leikur datt niður á lægra plan. Sigþór skallaði yfir Víkings- markið úr dauðafæri á 66. mínútu eftir fyrirgjöf Sveinbjarnar Hákon- arsonar og hinum megin komst Heimir í gott færi eftir sendingu ■Sverris Herbertssonar en Bjarni varði skot hans.Leiktíminn rann út og leikmenn ÍBV fylgdust von- sviknir með úr stúkunni á Laugardalsvellinum en fögnuður stuðningsmanna Víkings jókst eftir því sem nær dróg lokum leiksins og þegar Óli Ólsen dómari flautaði til leiksloka stigu þeir svart/rauðu trylltan dans, meistaratitillinn var loks í höfn. íslandsmótinu í knattspyrnu 1982 er lokið: Víkinpar stóðust álag- ið í lokalelknum Keflvíkingar sekúndum frá falli í 2. deild, en Fram og KA SffóruJniðuS. Aðstæðurnar á Laugardals- vellinum buðu ekki beint upp á- góða knattspyrnu, rennblautur völlur sem breyttist í forarsvað. Þrátt fyrir það sáust ágæt tilþrif til beggja liða og lengi vel var áhersl- an lögð á að láta knöttinn ganga. Stefán Halldórsson var besti mað- ur Víkings og góður leikur hans í stöðu miðvarðar í sumar er ein af ástæðunum fyrir því að liðið hélt sæti sínu á toppi 1. deildar. Að öðru leyti var liðið jafnt eins og svo oft áður, og sigur þess er sigur liðsheildarinnar. Skagamenn sýndu þokkalegan leik og gáfu ekk- ert eftir þó ekki væri að neinu að keppa. Bjarni var góður í markinu og þeir Árni Sveinsson og Sigurður Jónsson ágætir á miðjunni, svo og Sigþór í framlínunni. —vs Þelr sögðu: Ögmundur Kristinsson GUSf' Breiðablik sótti nær látlaust fyrri hluta síðari hálfleiks en ekkert gekk og menn voru farnir að ókyrr- ast í stúkunni á Kópavogsleikvell- inum. En á 68. mín. átti Sigurður Grétarsson fallega sendingu inn fyrir vörn KA á Sævar Geir Gunn- leifsson sem hafði betur í kapp- hlaupi við Aðalstein markvörð og sendi knöttinn í netið, 1-1. Nú sóttu liðin til skiptis og KA-menn komu meira fram á völlinn. Fjó- rum mínútum fyrir leikslok kom svo lokauppgjörið. Hákon Gunn- arsson skaut í hendina á Haraldi Haraldssyni innan vítateigs KA og vítaspyrna dæmd sem Sigurður Grétarsson skorai úr af öryggi, 2-1, Breiðablik uppi, KA niðri. Sigurður Grétarsson, Guð- mundur markvörður Ásgeirsson og Ólafur Björnsson voru bestir í liði Blikanna en Aðalsteinn mark- vörður og miðverðirnir Haraldur og Erlingur Kristjánsson stóðu upp úr hjá KA. Sárt að sjá á eftir Akur- eyringunum niður í 2. deild og varla dvelja þeir þar lengi. Það hefði einnig verið dapurlegt að horfa á eftir Blikunum þangað en þeir sjá nú væntanlega að það er ekki nóg að vera efnilegir, til að berjast um toppsætin þarf meira. - VS. ÍBV sendi Fram niður Það var spenna í loftinu í upphafí leiks í Vestmannaeyjum á laugar- daginn, enda mikið í húfí fyrir bæði Eyjamcnn og Fram. Eyjamenn áttu mögulcika á 1. sæti, en Fram var að reyna að forða sér frá falli f 2. deild. Það er skemmst frá að segja að Eyjapeyjar yfírspiluðu Framara í fyrri hálfleik og sýndu oft á tíðum sniildar knattspyrnu, léku vel saman og voru mjög yfirvegaðir í leik sínum. Á fyrstu fjórum mínútunum kom boltinn ekki yfir á vallarhelm- ing Eyjamanna. Það voru þó Fram- arar sem fengu fyrsta færið í leiknum þegar Bryngeir Torfason átti þrumuskot að marki á 6. mín., en Páll náði að verja. Þetta var eina umtalsverða marktækifæri þeirra í leiknum, og á 11. mín. kom eitt alfallegasta mark sem skorað hefur verið í Eyjum. Ómar Jóhannesson tók þá aukaspyrnu útfrá vítat- eigshornbinu, og af unt 30 metra færi skaut hann þrumuskoti, og það söng í netinu þegar boltinn þandi það út uppi undir slánni. Á 28. mín. kom svo annað mark- ið. Þórður skallaði inn fyrir vörn Fram, og þar kom Sigurlás, og úr erfiðri aðstöðu náði hann að skora sitt 10. mark í deildinni í sumar. Síðari hálfleikurinn var ekki eins vel leikinn, og meira jafnræði i leik liðanna. Tækifærin í hálfleiknum áttu Eyjamenn, og fjórum sinnum fékk Lási gullin tækifæri til þess að tryggja sér markakóngstitilinn. Það vakti furðu hversu litla bar- áttu Framarar sýndu í þessunt leik. Bestu menn þeirra voru Sverrir Einars og Hafþór. Þess ber að geta, að í lið Fram vantaði þá Trausta og Halldór Arason. Eyjaliðið var í heild mjög gott og ætti að geta sýnt Pólverjunum mikla mótspyrnu í Kópavogi í kvöld. Bestir voru þeir Viðar, Sveinn, Sigurlás og Ómar. ________________________ - gsm. Bæöi nýju liðin uppi ísafjörður og Keflavík, liðin sem komu upp úr 2. dcild í fyrra, halda bæði sætum sínum í 1. dcild. Liðin léku á ísafirði á laugardag og gerðu markalaust jafntefíi. A síðustu sekúndunum var knötturinn þó sendur fyrir mark ÍBK og Örnólfur Oddsson skallaði í mark en lcikur- inn hafði verið flautaður af sekúndubrotum áður og Þorsteinn markvörður Bjarnason gerði ekki tilraun til að verja. Bæði lið fengu ágæt marktæki- færi, sérstaklega Magnús Garðars- son Keflvíkingur, en ekkert mark leit dagsins Ijós. Bæði iið hafa sýnt í suntar að þau eiga 1. deildarsætið fyllilega skilið og ísfirðingar standa uppi sem markakóngar deildar- innar í ár með 27 mörk, tveimur fleiri en fslandsmeistarar Víkings. Þá er aðeins ógetið leiks KR og Vals en hann var leikinn kl. 16. á laugardag og þá var Ijóst að Evrópusætið var utan seilingar fyrir KR-inga. Þeir tryggðu sér þó þriðja sætið með 1-0 sigri og skoraði Birgir Guðjónsson mark- ið. Góður árangur KR undir stjórn Hólmberts Friðjónssonar en mörk- in hefðu mátt vera fleiri. Staðan: Lokastaðan í 1. deild: Víkingur 18 7 9 2 25-17 23 ÍBV 4 5 23-16 22 KR 18 5 11 2 14-12 21 ÍA 18 6 6 6 22-20 18 Valur 18 6 5 7 18-15 17 ÍBÍ 18 6 5 7 27-29 17 18 6 5 7 18-22 17 ÍBK 18 5 6 7 14-19 16 Fram 18 4 7 7 17-23 15 KA 18 4 6 8 17-22 14 Markahæstir urðu: Heimir K arlsson, V íkingi........... 10 SigurlásÞorleifsson, ÍBV............. 10 Gunnar Pétursson, ÍBÍ..................7 Sigurður Grétarsson, Breiðabliki.......7 - vs. Ögmundur Kristinsson mark- vörður gekk til leðs við Víking í sumar eftir að hafa alið aldur sinn sem markvörður að mestu leyti í 2. deild. Hann hefur leikið mjög vel og oft fleytt Víkingum yfír erfíða kafla í sumar. Við gripum Ögmund glóð- volgan á leiðinni inn í búningsklefa .eftir leikinn við ÍA og spurðum thann fyrst hvernig það væri að ikoma úr 2. deildinni og verða strax íslandsmeistari. „Það er stórkostlegt", svaraði hann brosandi, „Þetta er mesta hamingja sem ég hef orðið að- njótandi í knattspyrnunni". - Hverju viltu þakka sigurinn? „Fyrst og fremst mikilli sam- heldni innan liðsins. Þá höfum við mjög góðan þjálfara, Youri Sedov, og menn hafa æft afar vel.“ - Hvað með Evrópuleikinn gegn Real Sociedad á miðvikudag? „Ég hlakka rosalega til. Þetta verður í fyrsta skiptið í sumar sem við getum spilað afslappaðir. Við erum búnir að vera undir stöðugri pressu allt íslandsmótið, við höfum leitt deildina lengst af og það er búið að vera mikið álag á liðinu. Ómar Torfason „Það var mikil pressa á okkur í þessum leik og ekki voru vallarskil- yrðin til að bæta neitt. Við gátum gert út um hann á fyrsta hálftíman- um, fengum tvö dauðafæri, en það er alltaf erfitt undir pressu", sagði Ómar Torfason fyrirliði Víkings eftir leikinn. - Með hvernig hugarfari mætt- uð þið til lciks? „Varkárni númer eitt. Við fór- um inn á völlinn með annað stigið og vorum ákveðnir í að halda því, sjá síðan til hvernig leikurinn spila- ðist“. Borrovnat „Það er erfitt að segja nokkuö um Víkingsliðið eftir svona leik“, sagði Borrovnat, aðstoðarþjálfari spænska félagsins Real Sociedad sem mætir Víkingi á Laugardals- vellinum í Evrópukeppni meistara- liða á miðvikudaginn. „Það lék undir miklu álagi, enda meistara- titill í húfi, en það er greinilegt að knattspyrnan hér er talsvert öðru- vísi en á Spáni“. - Hvað með völlinn? „Við erum vanir að leika við svipaðar aðstæður í spænsku 1. deildinni á veturna svo ég hef ekki sérstakar áhyggjur af honum. Leikurinn verður án efa erfiður, það eru þeir allir, en ég tel að við eigum öllu betri möguleika í þess- ari Evrópukeppni nú en í fyrra. Þá vorum við slegnir út í 1. umferð en nú erum við með óbreytt lið sem hefur hlotið meiri reynslu". - vs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.