Þjóðviljinn - 14.09.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Side 15
RUV <9 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Ulats Oddssonar frá kvöldinu áður. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Frétir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bang- simon" eftir A.A. Milne Hulda Valtýs- dóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (7). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.00 „Man ég þaðsem löngu leið“ ,.Á mýr- um“, frásöguþáttur eftir Ragnar As- geirsson. Umsjónarmaðurinn, Ragn- heiður Viggósdóttir les. 11.30 Létt tónlist Grettir Björnsson, Fjór- tán Fóstbræour, Eilý Vilhjálms, Örvar Kristjánsson og Þorvaldur Halldórsson leika og syngja. 13.00 Þriðjudagssyrpa — Ásgeir Tómas- son og Þorgeir Ástvaldsson. 15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna“ eftir vynn Sverrir Páll Erlendsson les þýðingu sína (2). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Sagan: „Land í eyði“ eftir Niels Jens- en í þýðingu Jóns J. Jóhannessonar. Guðrún Þór les (7). 16.50 Síðdegis i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 17.00 Síðdegistónleikar Vladimir Horo- vitsj leikur á píanó „Kreisleriana" op. 16a eftir Robert Schumann/ Itzhak Perl- man, Barry Tuckwell og Vladimir As- hkenazy leika Tríó í Es-dúr op. 40 fyrir fiðlu, horn og píanó eftir Johannes Brahms. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.35 A vettvangi. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. Samstarfsmaður: Arnþrúður Karlsdóttir. 20.00 Sinfónía nr. 7 í A-dúr op. 92 eftir Ludwig van Beethoven Fílharmóníu- sveitin í Vínarborg leikur; Leonard Bernstein stj. 20.40 „Lífsgleði njóttu“ — Spjall um mál- efni aldraðra Umsjón: Margrét Thor- oddsen. 21.00 Píanótríó í g-moll op. 8 eftir Frédéric Chopin Píanótríó pólska útvarpsins leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Næturglit“ eftir Francis Scott Fitzgcrald Atli Magnússon les þýðingu sína (20). 22.00 Tónleikar 22.35 Fólkið á sléttunni Stjórnandinn Frið- rik Guðni Þórleifsson ræðir við gesti og heimamenn í Þórsmörk. 23.00 Kvöldtónleikar Hljómsveit Alfreds Hause leikur vinsæl hljómsveitarlög RUV ** 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Bangsinn Paddington Teiknimynd ætluð börnum.Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. Sögumaður Margrét Helga Jóhannsdóttir. 20.40 Saga ritlistarinnar. Annar þáttur fjallar um heimsmálið latinu og fall Rómarikis, fjaðrapenna og miðalda- handrit. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.15 Derrick Þriðja fórnarlambið Derrick hefur haldið til fjalla sér til hvíldar og hressingar, en friðurinn er úti þegar morð er framið í gistihúsinu. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.10 Stöðvast fiskiskipaflotinn? Untræðu- þáttur í beinni útsendingu, sem Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 14. september 1982 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 15 ne>HivntK<4>s. enttsretýr'e: frá lesendum Það er hvergi eins indælt að vera og í Þórsmörk. (Jtvarp kl. 22.35 Litið við 1 Þórsmörk Fáir ferðamannastaðir á landinu eru eins fjölsóttir og Þórsmörk. Sumir koma þang- að aðeins einu sinni á ævinni en aðrir geta ekki hugsað sér annað en að fara í Þórsmörk á hverju ári. Veit greinarhöf- undur um ýmsa sem vilja helst dvelja hálfa sína ævi í Þórs- mörk og ferðast þangað á hvaða árstíma sem er. Páskar í Þórsmörk eru þeir dýrðleg- ustu sem menn geta upplifað segir þetta fólk, og sjálfsagt hefur það eitthvað fyrir sér í þeim cfnum. í kvöld fáum við að heyra í fólki sem gisti Þórsmörkina í sumar. Bæði ferðamenn og einnig heimamenn sem sjá um rekstur ferðaskálanna þar í óbyggðum. Það er Friðrik Guðni Þór- leifsson kennari á Hvolsvelli sem sér um dagskrárliðinn í þættinum „Fólkið á slétt- unni“. Sjónvarp kl. 20.40 Latína og Rómaveldi Fyrsti þátturinn um sögu ritlistarinnar sem sýndur var fyrir viku, var bæði fróðlegur og skemmtilega uppbyggður. Framhaldið lofar því góðu en í þættinum í kvöld verður m.a. löndum var latína ráðandi tunga. Austurrómverska ríkið stóð því Vesturrómverska langtum framar bæði í atvinn- uháttum og menningu og stóð allt til 1453. Vestrómverska rfkið leið hins vegar undir lok strax árið 476 eftir endalausar skærur við Vestgota, síðan Vandala, þá Engilsaxa og síðast en ekki síst Húna með Atla hinn eina sanna í fararbroddi. Með falli Vestrómverska ríkisins er talið að miðaldir hefjist. Völdin voru í höndurn germana og það sagði fljótt til sín í menningarsögunni. Útvarp kl. 16.50 1 garðinum \ Þá eru laufin að byrja að falla af trjánum og sumar- blómin og rósaknúpparnir flestir foknir út í veður og vind. Þar með er ekki sagt að við getum látið garðinn afskipta- lausan fram á næsta vor. Nú er um að gera að drífa sig út og bjarga gróðrinum undan haust- og vetrarkuldanum. :tta blað er úr Silfurskinnu y lodex argenteus), handriti af ’ blíuþýðingu Vulfilu á gotn- tjallað um heimsmálið latínu, fjaðrapenna, fall Rómaveldis og miðaldahandrit. Árið 395 lést Þeódósíus keisari sem síðastur réð einn yfir öllu Rómaveldi. Synir hans tveir skiptu ríkinu á milli sín. Hlaut annar Austurlönd en hinn Vesturlönd. Þessir ríkishlutar náðu aldrei að sameinast aftur. í Austurlöndum ríkti grísk tunga og menning en í Vestur- Girða utan um tré og runna og hlú að viðkvæmum plöntum. Hafsteinn Hafliðason garð- I yrkjumaður verður með sinn ■ ágæta fræðsluþátt í útvarpinu síðdegis í dag og ekki finnst okkur ólíklegt að hann minn- ist á þau atriði sem hér að framan er getið. >ím>.n>,iri;v>4f»Y>i »<(,>>* httiuv utnttuiiiKMstHntuHtH Yn|>nvtTTtH'lii. iphvtnhTtfvi f VMtnÍPtHMlftyts. v.thm.iKl'YKl'fl A SVtlhiúiHÍXjts. uthyintHÍirltm ..... > T,..-r'....,r.‘r>p'...' Hiv.rmiintYHM'!; utntittitHi j. Hini4|>rtM't>iseiHtHtettivtiKT ;■> «)tttfttni!;. HisTnciHtVMIuH; 'ti dteimrn nJ'StiYtMtKUint’ fhtuiKTeiiV'iiti' c.th'.:ttiiytt .< aiirrei'VstiYttMKuiHW'fHttei ■jg ltt»irirti}id>|i t'I.', nj! i,'.ti,v Y IZVIS II1 KtHiVHl IIII}'" t;thst / MIKtH.'HlritHSr.tMtKlMI'ji 'l’tHtr.tHt'.'.tHStHniK'- „Fræðslumynd sjónvarpsins um fuglalífið í mýrinni er alveg kjörin til kennslu í skólum“, segir bréfritari. Mynd sjónvarpsins ,,í mýrinni” Kjörin til kennslu í skólum Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Ég var að sjá í sjónvarpinu um daginn ansi skemmtilega og fróðlega mynd sem hét „í mýrinni". Þessi mynd hafði verið sýnd áður en ég þá misst af henni. Myndin fjallaði um fuglalíf í mýrum og við tjarnir hér sunnanlands. Myndin var listavel gerð og greinilega lögð mikil vinna í hana til að gefa sem gleggsta mynd af háttum fuglanna og atferli. Mér datt í hug að myndinni lokinni hvort þarna væri ekki einmitt dæmi um upplagðan kennsluþátt í skólum lands- ins. Væri ekki kjörið að fram- leiða fræðslumyndir sem þess- ar á vídeóspólur og dreifa sem kennsluefni í skóla? Ýmsar aðrar myndir sem sjónvarpið hefur látið gera á undanförnum árum koma einnig til greina í þessu sam- bandi. Ég get ekki trúað öðru en að myndir eins og sú um fugla- lífið í mýrinni komi að miklu meira gagni við kennslu heldur en langur texti í kennslubók. Einhvern tímann var mikið talað um kennslusjónvarp en einhverra hluta vegna virðist sú umræða hafa dottið uppfyr- ir. Hvernig væri að fara að ræða þessa hluti af fullri al -. vöru?Nóg virðist þegar til af kjörnu efni til kennslu í skólum og voru ekki Danir að afhenda okkur kennsluefni fyrir eigið tungumál? Hvar á . þetta betur heima en í skólun- um sjálfum?" Tékkneskur piltur óskar eftir pennavini „Ég sendi ykkur kveðju mína frá Tékkóslóvakíu. Ég vildi gjarnan komast í bréfa- samband við ungt fólk á ís- landi. Ég er 23 ára gamall og hef áhuga á frímerkjasöfnun og póstkortasöfnun. Hægt er að skrifa mér ann- aðhvort á frönsku, ensku eða þýsku. Kærar kveðjur. Georgcs Valenta Blatanska '38 30702 Plzert Tchécoslovaquie Þannig hljóðar í lauslegri þýðingu bréf sem lesendasíð- unni hefur borist. Við hvetj- um lesendur til að notfæra sér tækifærið og eignast pennavin í Tékkóslóvakíu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.