Þjóðviljinn - 24.09.1982, Blaðsíða 1
DJOÐvnnNN
Lokun Vatnsenda-
vegar var harðlega
mótmælt í fjöl-
mennum félags-
fundiíFákífyrra-
kvöld.
Sjá 16.
september 1982
föstudagur
|217. tölublað
47. árgangur
Léleg sfldveiði
síðustu daga
Samið við
bankamenn
Samningar undirritaðir í dag
Tekist hafa kjarasamningar með bankastarfsmönnum og
samninganefnd bankanna. Verða þeir undirritaðir í dag með
fyrirvörum um samþykki félaga.
Vilhelm G. Kristinsson starfsmaður hjá sambandi bankastarfs-
manna sagði í viðtali við blaðið í gær að þessir samningar, sem nú
væru tilbúnir til undirritunar væru mjög hliðstæðir þeim sem önnur
launþegasamtök hefðu samið um að undanförnu. Þó væru ýmsar
nýjar útfærslur, svo sem um starfsaldurshækkanir og fleira.
-óg
Hornafjarðarbátar fengu 1 tunnu
„Þetta er ekkert, það fékk
einn bátur eina tunnu það er
það eina sem veiddist“ sögðu
sjómenn á Höfn í Hornafirði í
Af hverju stafar
aukningin á slysum
og óhöppum í um-
ferðinni að undan-
förnu? Við spyrjum
nokkra, sem tengj-
ast málinu, álitsá
þeirri þróun.
Nýlega var stofnuð
Verkalýðshreyfing-
in í N-Atlantshalí,
samtök verkafólks á
íslandi, Færeyjum
ogGrænlandi. Ás-
mundur Stefánsson
forseti ASÍ segir frá.
Bréfið til menntamálaráðherra:
Fagleg sjónarmið ráði, en
ekki annarlegur þrýstingur
í bréfi því sem Þjóðviljinn skýrði frá í gær og 14
einstaklingar hafa sent menntamálaráðherra vegna
skipunar í stöðu fræðslustjóra í Reykjavík er lögð
áhersia á að ráðherra láti fagleg sjónarmið ráða á-
kvörðun sinni, ekki annarlegan þrýsting. Ráðherra er
enn ókominn tii landsins.
Með annarlegum þrýstingi mun
átt við það, að Sigurjón Fjeldsted
safnaði sjálfur undirskriftum undir
stuðningsyfirlýsingu við sig sem af-
hentar voru ráðuneytinu í síðustu
viku. í bréfinu er afgreiðsla
fræðsluráðs Reykjavíkur á um-
sóknum um embættið vefengd. í
því er lögð áhersla á, að ráðherra
meti þá einstaklinga sem völ er á í
embættið eftir reynslu þeirra og að
umsóknir þeirra verði metnar hlut-
laust, þe. án tillits til þrýstingsað-
gerðanna og afgreiðslu fræðslu
ráðs.
Meðal þeirra sem rita undir
bréfið eru tveir fulltrúar kennara í
fræðsluráði, Elín Ólafsdóttir og
Karl Kristjánsson, varafulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði,
Matthías Haraldsson, skólastjórar
fjölbrautaskólanna í Breiðhoíti og
Armúla, þeir Guðmundur Sveins-
son og Hafsteinn Stefánsson,
Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri
Kvennaskólans, Erling Tómasson,
skólastjóri Langholtsskóla, Kári
Arnórsson, skólastjóri í Fossvogs-
skóla, Ingibjörg Þorkelsdóttir,
yfirkennari í Breiðagerðisskóla,
Ragna Ólafsdóttir, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur Tóm-
as Einarsson, yfirkennari í Hlíða-
skóla, að ógleymdri Bessí Jóhanns-
dóttir, sem sótti um stöðuna, en
'fékk ekki að koma til álita í
fræðsluráði.
— ÁI
samtali í gær. Þá var allur síld-
veiðitlotinn kominn í höfn eftir
fyrstu veiðiferðina sem gaf nær
ekkert af sér.
Sömu sögu var að segja á Siglu-
firði. Þar hefur síldveiði lagneta-
bátanna hrapað mikið á siðustu
dögum. í gær komu aðeins 20 tunn-
ur á land, en alls er búið að salta um
300 tunnur af síld hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins á Siglufirði. Enn-
þá eru engir nóta- eða reknetabát-
ar komnir til veiða á Siglufirði.
70 tunnur á Húsavík
Einn reknetabátur hélt á veiðar
frá Húsavík í fyrradag, Sigurþór
ÞH-100, og í gærkvöld var hann
kominn með 70 tunnur. Veiðin var
hins vegar léleg í lagnet hjá Húsa-
víkurbátum í gær; aðeins 40 tunnur
bárust að landi. Nú er búið að salta
um 200 tonn af síld á Húsavík.
-lg
Útför
Kristjáns
Eldjárns
Mikill fjöldi var viö útför dr. Kristjáns Eldjárns frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Flest fyrirtæki og
stofnanir gáfu frí,ogmeiri hluti þjóðarinnar fylgd-
ist meö útförinni í útvarpi og sjónvarpi.