Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 24. september 1982
DJOÐVHHNN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Lúövik Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri
Thorsson.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bi'lstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
NA TO-stefnan
• Sjónvarpið sýndi í vikunni nokkurra vikna gamalt viðtal við
Robert McNamara og Lord Zuckerman. Orðræður þessara
manna, sem hafa lagt á ráðin fyrr á tímum um kjarnorkuvopna-
stefnu Bandaríkjanna og Bretlands, sýndu þann djúpstæða
ágreining sem nú er uppi um stefnu Atlantshafsbandalagsins. Þeir
telja báðir, ásamt fjölmörgum öðrum sérfræðingum í vígbúnaðar-
málum, að sú opinbera stefna NATO að bandalagið muni verða
fyrri til að beita kjarnorkuvopnum í hugsanlegri stórsókn Sovét -
ríkjanna vestur á bóginn sé röng og hættuleg. í sömu veru hafa
flestir æðstu hershöfðingjar NATO talað, eftir að þeir hafa látið af
störfum og losnað við múlband opinberrar NATÓ-stefnu.
• Það vakti verulega athygli í sumar þegar Robert McNamara,
Gerald Smith, George Kennedy og Georges Bundy, allt saman
þekktir áhrifamenn í utanríkis- og öryggismálum Bandaríkjanna,
lögðu til í tímaritsgrein að NATO lýsti því yfir að bandalagið
myndi ekki beita kjarnorkuvopnum að fyrrabragði. Fjórmenning-
arnir bentu á að hversu mikilvæg sem fækkun atómvopna væri til
þess að slaka á spennu milli þjóða, væru kenningar um notkun
þeirra og skuldbindingar stórveldanna í því sambandi þó enn
mikilvægari. Jafnvel þótt takast mætti að fækka kjarnaoddum úr
40-50 þúsund niður í 20-25 þúsund, væri sprengikrafturinn í vopn-
abúrum kjarnorkuveldanna samt sem áður á við 750 þúsund Hiro-
shima-sprengjur.
• Þeir McNamara og Zuckerman ítrekuðu þessa skoðun í sjón-
varpsviðtalinu og kváðust ekki geta ímyndað sér stríð í Evrópu án
þess að það þróaðist upp í gereyðingarstyrjöld, þar sem menning
álfunnar og ef til vill alls heimsins myndi þurrkast út. Hugmyndir
þeirra ganga út á það að þjóðir heimsins komi sér saman um að
margfalda þá öryggishlíf sem nú er lögð yfir notkun kjarnorku-
vopna. Það á m.a. að gera með skuldbindingum um að beita þeim
ekki að fyrrabragði; svara ekki árás fyrr en samband hafi verið haft
við mótaðila og gengið úr skugga um fyrirætlan hans og hvort um
mistök hafi verið að ræða; og koma í veg fyrir að ákvarðanir um
notkun kjarnorkuvopna séu í höndum hermanna á vígvelli.
• Staðreyndin er sú að æ meiri áhersla er nú lögð á það í áætlana-
gerð fyrir kjarnorkuherafla stórveldanna aö búa sig undir að verða
fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. Stórveldin skipta yfir úr varn-
arstöðu í árásarstöðu með kjarnorkuherafla sinn. Ný vopn sem
sífellt verða hraðfleygari gefa lítinn sem engan tíma til yfirvegunar
og skynsamlegra viðbragða. Það er því ekki nema von að menn
eins og McNamara og Zuckerman mæli gegn áætlunum sem gera
ráð fyrir að hættandi sé á að gera tilraun til að stöðva kjarnorku -
■tríð á þeim punkti að einhver hluti mannkyns eigi sér lífsvon á
jörðinni. Sú tilraun verður ekki endurtekin ef hún mistekst.
• Gamli Víetnam-haukurinn Robert McNamara er að sjálfsögðu
enginn afvopnunarsinni, þó að hann hafi nú snúist gegn opinberri
kjarnorkuvopnastefnu NATO og Bandaríkjanna. En það var at-
hyglisvert að heyra hann segja það í sjónvarpinu að friðarhreyfing-
arnar hefðu í raun komið stórveldunum að samningaborði um
afvopnunarmálin. En auðvitað er það rétt hjá honum að lítil von er
um árangur fyrr en farið verður að ræða um kjarnorkuheraflann
sem heild, en ekki aðeins hluta hans eins og nú er verið að gera í
Genf. Og hugmyndir eins og kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum, atómvopnálaust belti milli áhrifasvæða stórveidanna í
Evrópu, og frystingu kjarnorkuvopna á núverandi stigi, styður
McNamara ef þær ná fram að ganga innan ramma hernaðarband-
alaganna í austri og vestri.
• Þessar orðræður í sjónvarpinu sýndu að það getur skipt miklu
að ná fram stefnubreytingu á vettvangi NATO, og hér á íslandi er
brýnt að krefja íslenska NATÓ þingmenn sagna um það á sveif með
hverjum þeir leggjast í kokkteilboðunum í Brussel.
— ekh
Líkingar í pólitískri umræðu
eru býsria sjaldgæfar og einhæfar
það sem þær eru. Algengasta lík-
ingin er um „þjóðarskútuna“ og
er sú orðin jafn leiðigjörn og hún
er mönnum munntöm. Þó eru til
undantekningar á því einsog Jón
Rafnsson sannaði svo knálega:
Ófremdarástand er
alþýðan barmar sér
stjórnin stefnir á sker
Stalín er ekki hér.
Þjóðin er eins
og branda
I gær birtist svo grein í Alþýðu-
blaðinu eftir Skúla Magnússon
uppfull af skemmtilegum líking-
um í pólitíkinni. „Þjóðin er eins-
og branda í neti heimskommún-
ismans", segir Skúli. Enn fremur:
„Steinaldarmaður hefur ekkert
„kapital“, þarf ekkert kapital og
kann ekkert með kapital að
fara.“
Hengiflug
hrunsins
Skúli spjallar skáldlega áfram
um hagræn efni, en pólitíska hag-
fræði segist hann hafa lært eftir
kennslubók við Moskvuháskóla
sumarið 1956. Sakar hann Svavar
Gestsson og framsóknarmenn
um að tæma alla sjóði: „Með því
unnu þeir tvennt: allar atvinnu-
greinar og allir landshlutar eru
uppá þeirra náð og miskunn
komnar, og þjóðin gengur á loft-
línu yfir hengiflugi hrunsins“.
Rússar
vaða upp
„Andvaraleysi er. mikið og vax-
andi. Rússar vaða upp klyfjaðir
njósnatækjum í bak og fyrir.
Ráðuneytið þorir ekkert að gera í
málinu. Þeir kaupa hverja fast-
eignina á fætur annarri. Láta
dólgslega og brjóta íslensk lög og
útgáfurétt. Hvernig yrði þeim við
ef Hannes Gizzurarson færi að
gefa út fríhyggjurit í Moskvu?"
Ennfremur:
„Utanríkisráðherra hefur nú
verið neyddur tilað undirrita
samning við Rússa um utanstefn-
ur. Fjölmargir forráðamenn „Al-
þýðubandalagsins" (einsog mig
minnir að það heiti núna) fara
reglulega í rússneska sendiráðið
(til að skrifta eða hvað?).“
Þjóðin er eins
og silungs-
branda
• Síðan þusar greinarhöfundur
áfram um þjóðfélagsástandið en
ekki verður bragð að fyrr en lík-
ingar ná yfirhöndinni:
„Enginn reynir lengur að leysa
mál lengra en til fyrramáls. Bara
bjarga sér fyrir horn í bili; eða
sparka útaf, ef menn vilja endi-
lega hugsa með fótunum. Þjóðin
er einsog silungsbranda í neti.
Hreyfi hún sig ekki, verður hún
veidd. Hreyfi hún sig, vefjast
möskvar verðbólgunnar enn
þéttar um kverk og sporð. Allt
fer nú eftir því hver verður í hlut-
verki veiðimannsins.
Til mun vera sú skepna — ein-
hverskonar ormur — sem étur
sjálfan sig og meltir. Þar er nú
komið högum hinnar íslenzku
þjóðar. Nú þarf bæði reku og ár-
arblað.“
— óg
Hugstöðvabyggingar fyrir erlent lánsfjármagn eru dæmigerðar fyrir þróunarríki sem riða á barmi gjald-
þrots.
Gegn kjarnorku-
vopnum og Nató
Enn einn hátt settur maður úr
utanríkisþjónustu Banda-
ríkjanna hefur bæst í þann hóp
sérfræðinga sem sætta sig ekki
lengur þegjandi við hina herskáu
pólitík Bandaríkjastjórnar og
Nató. Jonathan Dean sendiherra
hefur meira að segja verið for-
maður sendinefnda Banda-
ríkjanna í afvopnunarviðræðum í
Vín 1978 og 1981. Hann skrifar
nýverið grein í tímaritið Foreign
Policy þarsem hann snýst á sveif
með Robert McNamara og
fleirum sem gagnrýna hernaðar-
pólitík Reagansstjórnarinnar og
Nató. Hann kemst að þeirri nið-
urstöðu í greininni, að Nató bæði
geti og eigi að breyta um stjórn-
list. Segir hann að Sovétríkin og
Varsjárbandalagið séu miklu
verr í stakk búin til átaka en hald-
ið sé fram og Nató hafi algera
yfirburði, án þess að kjarnorku-
vopn þurfi til.
Alltof stórar
flugstöðvar
- gjaldþrot
ríkisins
I nýlegu hefti vestur-þýska
tímaritsins Der Spiegel er fjallað
um skuldasöfnun ýmissa ríkja.
Lýst er því hvernig mörg ríki
ramba á barmi gjaldþrots vegna
skuldasöfnunar einsog t.d. Mex-
ico, Pólland, Argentína, Brasilía
og fl. í greininni er sagt sem svo,
að ef erlendar skuldir eru notaðar
til framleiðslu, sem líkleg er til að
gefa af sér arð, sé lítið athugavert
við þær. Öðru máli gegni þegar
ríki taki „erlend lán til að fjár-
magna t.d. íburðarmiklar
stjórnarbyggingar, ofur stórar
flugstöðvar vopnakaup eða
lúxusvörur." Þá sé það segin saga
að ekki verði til fyrir afborgunum
og vaxtagreiðslum. Gott
umhugsunarefni fyrir þá sem
vilja stóra flugstöð.
-óg