Þjóðviljinn - 24.09.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
„En við sjáumfyrir okkurþessa
lenínisku miðstýringu, foraktina á
fjöldalýðræði, miðstýringuna,
lýðrœðisleysið. Og við vitum að svona
fyrirkomulag endar iðulega skelfi-
lega... ”
Mig hefur oft langaö til þess
aö eiga oröastaö viö lesendur
Þjóöviljans um þá sjálfa, lang-
aö til þess aö reyna að skil-
greina hvaöa skoöanir það fólk
hefur, sem er hvort tveggja,
fastir lesendur Þjóöviljans og
flokksbundiö i Alþýöubandalag-
inu. Mér er ljóst að hér er ekki
um stóran hóp aö ræða, kannski
nokkur hundruð manns. Og það
auðvitað fólk af ýmsum sortum
og geröum. En eitthvaö á þaö
væntanlega sameigin-
legt — fyrir utan hefðbundin
áhugamál um Nató og nift-
eindasprengjur.
Steinunn Jó og lýðræöið
Er þetta fólk sjálfum-
skeyttari en hin, sem fram fóru
fyrir opnum tjöldum, meö þátt-
töku þúsunda. Samt-
palesanderkommarnir, þeir
takast ekki á. Þeir elskast póli-
tiskt, um leiö og þeir kýla hvern
annan niður.
Litil saga úr sjónvarpi er mér
minnisstæð.
Fyrir kosningarnar 1979 höföu
kommarnir ákveðið forval. Það
var miöað viö flokksbundna,
þátt tóku nokkur hundruð.
Látum þaö vera. Sjónvarpið
sýndi i fréttum myndir frá kjör-
stöðum flokkanna. Sjálfur var
ég á hlaupum heima hjá mér
með kók og samloku, aö koma
af fundi og að fara á fund. En sá
þetta á hlaupunum.
mundur J. Guðmundsson, einn
teprukomminn til. Hann
vildi — kraföist þess — að
fólkið væri i ASt, þ.e. Sókn. Þaö
væri krafa verkalýðsfélaganna.
sin og áhrif.
En það sem vantaði i umræö-
una var það, að það hvarflaði að
fólksins foringjum að spurja
starfsfólkið sjálft, hvar það vildi
vera. Þetta var landamæradeila
framsóknarmenn settu lög um
stéttarfélög og vinnudeilur árið
1938, gegn kommúnistum, Héðni
Valdimarssyni og ihaldsmönn-
um, þá bönnuðu þeir i lögunum
að það mætti vera nema eitt
verkalýösfélag i sveitarfélagi
(2. gr). Og hvers vegna gerðu
þeir þetta? Til þess að lög-
vernda þau verkalýðsfélög sem
fyrir voru, og banna öðrum aö
nýviðreistur stórdemókrat hefði
i árslok 1979 fundið að þessu,
hugsjón sinni trúr, þá væri
kannske hægt að taka mark á
honum, þegar honum (rétti-
lega) finnst hart, að 29 þing-
menn hindri lagafrumvörp fyrir
31 þingmanni. En þaö er eins og
demókratiið eigi bara við stund-
um.
Eða eins og Steinunn Jó-
Um pólitíska sjálfumgleði
glatt — hefur það ekki sams
konar hugmyndir um réttmæti
skoðana sinna og lúterskir
prestar á 19du öld — en er það
samt ekki ótrúlega óöruggt með
það sem það er að segja og
gera — pólitiskt nervöst?
Annars staðar á pólitiska
sviðinu hafa menn verið að gera
sumpart mikilsverðar tilraunir
með pólitiskt lýðræði. Til að
mynda prófkjör. Prófkjörum
var stefnt gegn flokksræði,
flokkseigendum, pólitisku léns-
ræði sem áratugum saman
hafði viðgengist i öllum stjórn-
málaflokkum, til hægri og til
vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn
hóf þessar tilraunir, en lengst
allra hefur Alþýðuflokkurinn
gengið, með þvi að lögbinda
opin prófkjör. Arum saman
hæddist Þjóðviljinn að þessu,
dró upp myndir af amerikani-
seruðum og plebejiskum að-
ferðum. Austri Þjóðviljans velti
sér mánuðum saman upp úr þvi,
hvort Jóhann var nokkrum
krossum fyrir neðan Geir, eða
Geir nokkrum krossum fyrir
neðan Jóhann. Austri gerði gys
að þvi að fólk skyldi fá að ráða
þessu. En engu var breytt á bás
Þjóðviljans, heima i Alþýðu-
bandalaginu. Þar sátu Ingi R.
Helgason og Guðmundur
Hjartarson um þetta eins og
þeir vorú vanir. Það var auð-
veldast, átakaminnst — og best.
Prófkjör eru auðvitað lausn á
tilteknum vanda, en ekki lausn
á öiium vanda. Og eftir sem
áður hafa menn til að bera þá
kosti og þá galla, sem fylgt hafa
mannskepnunni frá örófi alda,
til dæmis bæði heilbrigðan
metnað og valdafikn. En próf-
kjör eru spor i átt til aukins lýð-
ræðis. Og sams konar spor þarf
að stiga annars staðar, og þá
ekki sist i verkalýðshreyf-
ingunni.
Hin pólitiska sjálfumgleði
palesanderkommanna lýsir sér
að minni hyggju i þvi, að þeir
gera því skóna að hjá þeim sé
enginn metnaöur, engin valda-
fikn, engin átök. Þeir vilja að
aðrir haldi, að þar gerist allir
hlutir i einhvers konar dópuðu
bróðerni. Atök eru borgaraleg,
kosningar andlýðræðislegar.
Þeir urðu samt að láta undan.
Þeir kölluðu það forval. Próf-
kjör var of borgaralegt, of ame-
riskt. Að visu vita allir sem um
vilja vita að fyrir kosningarnar
1978 fóru fram átök um efsta
sætið i Reykjavik milli Svavars
Gestssonar og Asmundar Stef-
ánssonar. Svavar haföi betri tök
á flokkseigendunum. Þessi átök
fóru fram fyrir luktum dyrum.
En ég fullyrði að þau voru ill-
örfáir voru að greiða atkvæði,
þeirra á meðal Einar Olgeirs-
son, sá gamli demókrati. Um
atkvæðagreiösluna sá Steinunn
Jóhannesdóttir leikkona, sem
auðvitað er bæði svolitið sexi og
svolitið skemmtileg. Og um leið
og hún rétti Einari kjörseðilinn
sagði hún teprulega (við hin
sáum þetta i sjónvarpi):
„Aróður á kjörstað er bann-
aður”.
Þetta hefur kannske átt að
vera fyndið. En við hin, frjáls-
lyndir demókratar, drukkum
það nú i okkur með móður-
mjólkinni að annars vegar væri
lýðræði nokkuð gott af sjálfu
sér.og hins vegar væri áróður á
kjörstað ekki leyfilegur, og um
það þyrfti ekki að hafa fleiri orð.
Hvorki teprulega eða með öðr-
um hætti.
En vera má að Einar Olgeirs-
son hafi þurft lexiu að heyra i
eyra.
Skoðanir analíseraðar.
Mér er nær að ætla að fólk
sem umgengst lýðræði með
sama hugarfari og ég umgekkst
fyrstu Camel-sigarettuna, eitt-
hvað sem er spennandi en samt
stórhættulegt, sé pólitiskt hrætt,
það hafi of réttmætar efasemdir
um sjálft sig og skoðanir sinar.
Það veit sem er að þó það segist
vera frjálslynt (kvennapóli-
tikin, gitarspilið, 30. marz-sam-
komurnar), þá er það ekki
frjálslynt, heldur teprulegt. Það
er ekki umburðarlynt gagnvart
skoðunum annarra, én samt
fullt af of réttmætum efa-
semdum um eigin skoðanir. Það
er i stjórnmálaflokki, sem vill
fela stóran hluta af fortið sinni.
Og hlær vandræðalega þegar
minnst er á „okkur kommana”.
Og veit að Morgunblaðið hefur
alltof oft haft alltof rétt fyrir sér
um Sovétrikin, guðinn sem
brást, Tékkó, Ungó. Og vill ekki
tala um það. Enda finnst manni
stundum eins og teprubrosin
tætist af.
En við viljum lýðræði
víðar
Þvi hefur þetta verið rakið
hér i nokkuð löngu máli, að
þessi svið snerta sums staðar
grjótharðan veruleika, og eru
þá litið sjarmerandi. Þá er ekki
til staðar fallegur kall eins og
Einar Olgeirsson, ekki góð leik-
kona eins og Steinunn Jó-
hannesdóttir.
A Alþingi fóru fram sl. vetur
umræður um það, hvort tiltekið
starfsfólk á sjúkrahúsum ætti
heima i ASÍ eöa BSRB. Verka-
lýðsforingjar i þingsölum töluðu
stift, þeirra á meðal Guð-
og
of oft
lítil
efni
sem fjallaði um völd foringj-
anna, en ekki hagsmuni fólks-
ins.
Lýðræðisleysið leikur fólk oft
svona. Um það þekkjum við
mörg dæmi úr sögunni.
Annað dæmi er mér kært að
nefna við lesendur Þjóðviljans.
Undanfarin tvö þing hef ég
staðið að flutningi frumvarps
um stéttarfélög og vinnudeilur.
Þar er einfaldlega lagt til að
heimilt verði að stofna vinnu-
staðafélög, ef menn svo kjósa.
Látum það allt vera, og eðlilegt
að menn sjái kost og löst á þvi. I
leiðara kallaði Þjóðviljinn þetta
frumvarp raunar „ruglings-
legt”. Það er þeirra smekkur og
þeirra tungutak.
En málið er, að sumir verka-
lýðsforingjar i lýðræðislausri
verkalýðshreyfingu, hafa mót-
mælt harðlega. Þeir spurja ekki
fólkið, vilja ekki ræða málið.
Þeir virðast vera að meta völd
sin og áhrif.
Guðmundur J. Guðmundsson
hefur verið talsmaður gegn
þessu frumvarpi á Alþingi.
Hann stjórnar i Reykjavik stóru
verkalýðsfélagi, þar sem ekki
hafa farið fram kosningar árum
saman. Hann þykist ekki vita,
að þegar jafnaðarmenn og
Vilmundur
Gylfason
skrifar
stofna slik félög. Þessar tak-
markanir, sem voru flokkspóli-
tiskar á sinum tima, hindra i
dag fólk að haga samnings-
málum sinum annan veg en
þann, að Guðmundur J. Guð-
mundsson og hans likar séu þar
með puttana i öllu saman.
Látum tæknilegar umræður
og tæknilegar efasemdir lönd og
leið. En hin þrönga miöstýring,
fámennisstjórnin, er söm viö
sig. Þetta kerfi höfum viö viljaö
brjóta niður. En það er þröng-
sýni að mæta. Og sú þröngsýni
rekur auövitað rætur sinar til
hreinna hagsmuna.
Fræðilegur flötur
Sigurður A. Magnússon, einn
palesanderkomminn til, skrifar
tæknilega nokkuð góða grein i
Helgarpóstinn fyrir tveimur
vikum, Greinin er demókratiskt
þroskuð — jafnvel ofþroskuð.
Hann finnur að þvi að lýðræðið á
Alþingi skuli vera þannig, að þvi
er almenn lög varðar (vegna
deildarskiptingar) að 29 þing-
menn skuli geta hindrað laga-
frumvörp sem 31 þingmaður er
meðmæltur. Hann visar til þess
að þegar á árinu 1929 sá t.d.
Héðinn Valdemarsson að þetta
var ekki gott. Og að deildaskipt-
ing er arfur frá danska kon-
ungsveldinu. Og aldeilis fífla-
legur arfur á árinu 1982.
Jafnaðarmenn á Alþingi hafa
margflutt frumvörp til stjórn-
laga um afnám deildaskiptingar
Alþingis, siðast Finnur Torfi
Stefánsson. Helsti andstæðingur
þess reyndist vera Lúðvik
Jósefsson (sbr. Alþingistiöindi).
En látum það vera.
Hins vegar hefði demókrat
Sigurður A. Magnusson verið-
ofboðlitið trúverðugri ef hann
hefði skrifað viðlika grein i
Helgarpóstinn i desember 1979.
Þá gerðist það nefnilega að
minnihluti þingmanna, sem til-
heyrðu Framsóknarflokki og
Alþýðubandalagi, gerði banda-
lag um kosningu i deildir Al-
þingis (nánar sagt i Efri deild)
til þess að koma i veg fyrir að
Alþýðuflokkur og Sjálfstæöis-
flokkur gætu myndað starf-
hæfan meirihluta. Nú var eng-
inn slikur meirihluti á döfinni,
hvorki þá né siðar og við sáum
þvi enga ástæðu til þess að
svara þessu með öðru banda-
lagi. En söm var gjörðin. Og
palesanderkommarnir i þing-
inu, Svavar, Ólafur og hvað þeir
allir saman heita, gengu fliss-
andi eins og ungpiur um þing-
húsið vegna þessa snilldar-
bragðs.
Ef Sigurður A. Magnússon,
hannesdóttir sagði við Einar 01-
geirsson: „Aróður á kjörstað er
bannaður! ”
Biö um eitt
Nú bið ég þó um eitt: Að orð
min séu ekki misskilin eöa látin
standa fyrir annað en þau segja.
Nýjafnaðarmenn, valddreif-
ingarmenn, bera um margt
virðingu fyrir fólkinu, sem Al-
þýðubandalagið hvilir á. Viö
viljum, á fjölmörgum sviðum,
eiga samvinnu og samleið með
þessu fólki, þvi i veigamiklum
efnum á það afar margt skylt
með þvi sem við erum a segja.
En við sjáum fyrir okkur
þessa leninsku miðstýringu,
foraktina á fjöldalýðræði, mið-
stýringuna, lýðræðisleysið. Og
við vitum að svona fyrirkomu-
lag endar iðulega skelfi-
lega — það endar ekki aðeins i
flótta frá fólki, heldur i forakt á
fólki. Fólkið verður til vand-
ræða, það þvælist fyrir. — Þá
hættir kerfið að vera til fyrir
fólkið, og menn fara að lita svo á
að fólkið sé til fyrir kerfið.
Svona litu forustumenn i
stjórnmálaflokkum til skamms
tima á samspil fólks og flokks.
Sterk tilfinning segir mér að
alltof margir forustumenn i
verkalýðshreyfingu liti svo á
málin. Skoðið V.R.
Við getum átt margt sam-
eiginlegt. En við viljum tala um
skoðanaskipti, við viljum póli-
tiskt svið þar sem hugmyndir,
og þá nýjar hugmyndir og
stundum róttækar hugmyndir
fljóta auðveldlega um.
Minn ótti er sá að fyrirstaða i
slikum efnum sé, þegar allt
kemur til alls, hvergi meiri en á
þeim vettvangi, sem nú hefur
verið lýst. Að hið leninska miö-
stýringarkerfi hafi skilið allar
raunverulegar ákvarðanir eftir
hjá mjög fámennum hópi. Þessi
hópur þrengist stöðugt, vegna
þess að aðrir gefast upp.
Það er margt gott um Alþýðu-
bandalagið, það skal endur-
tekið. En þessi gamla upp-
dráttarsýki, bæði i sögunni og i
pólitisku sálarlifi allt of
margra, er litt fýsileg fyrir
okkur hina.
Þetta er sagt og skrifað til
umhugsunar.
Vilmundur Gylfason.
Vilmundur Gylfason er al-
þingismaður og ekki sist Al-
þýðuflokksmaður. Hefur setið á
alþingi I fjögur ár og er þjóð-
kunnur fyrir skrif sin og þátt-
töku I pólitik