Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 7
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Vitnisburðir um fjöldamorðin í Beirut: Þótt allir sverji af sér ábyrgðina á fjöldamorðunum í Beirut í síðustu viku, halda vitnisburðirnir áfram að koma fram í fjölmiðlum. Ljóst er að þar voru „kristnir“ hægrimenn að verki, og böndin hafa borist mjög sterklega að einkaher Saad Haddads majórs frá Suður-Líbanon, en hersveitir hans hafa ávallt notið sérstaks stuðnings ísraelsstjórnar. Fréttaritari breska blaðsins Times upplýsir að fjórir yfirmenn í líbanska hernum hafi tjáð hon- um að ísraelsmenn hafi flutt nokkur hundruð hermenn úr / m.a. sagt við sjúkraliðana. Síðan voru þau flutt til höfuðstöðva ís- raelsmanna, sem voru í næsta nágrenni, og létust ísraelsmenn- . irnir vera hissa á að sjá þau - þótt þau hefðu verið leidd eftir göt- unni fram hjá höfuðstöðvunum tveimur tímum áður. Hjúkrun- arkonurnar sögðust álíta að hermennirnir sem handtóku þær hafi verið úr sveitum Haddads. Líbanonsher tók yfir flóttamannabúðirnar í Sabra og Shatila í Beirut á sunnudaginn. Ábyggilegar heimildir bera að ákvörðunin um að hleypa falangistum inn í búðirnar hafi verið tekin af Begin (innfellda myndin) og ríkisstjórn hans á fimmtudag. ^ Tala myrtra óviss ísraelski herinn fól líbanska hernum umsjón með flóttamann- abúðunum í Sabra og Shatila á sunnudaginn. Aðkoman varólýs- anleg, og höfðu falangistar eða ísraelsmenn víða sett jarðýtur á líkhaugana til þess að freista þess að hylja verksummerkin. Ekki er enn vitað hversu margir voru teknir af lífi, en tölur þar um eru á reiki allt frá 1500 upp í 3200. Það var Yasser Arafat sem sagði að um 3200 hefðu verið teknir af lífi í fjöldamorðunum, en hann bætti því jafnframt við, að endanleg tala myndi aldrei fást, því ísrael- skar jarðýtur hefðu grafið hluta hinna föllnu undir húsarústum. Akvörðun Israelsstj órnar að falangistum var hleypt inn í búðimar sveitum Haddads til Beirut seinnipart fimmtudagsins, rétt áður en fjöldamorðin hófst. Einn yfirmannanna sagðist hafa séð hermenn í einkennisbúningi Haddads flutta frá ísraelskum herbúðum við flugvöllinn í Beirut inn í úthverfin þar sem flótta- mannabúðirnar eru. Fréttaritar- inn segist einnig hafa fengið það staðfest að tvær ísraelskar Herc- ules-vélár með hermenn innan- borðs hafi lent á flugvellinum í Beirut á fimmtudag. Þegar fréttaritari Newsweek, James Pringle, reyndi að komast inn í Sabra-búðirnar meðan á af- tökunum stóð, var hann hindrað- ur af ísraelskum hermönnum og liðsmönnum Haddads. Hann spurði þá einn af liðsmönnum Haddads hvað væri á seyði. „Við erum að slátra þeim“, var svarið. Fréttaritarinn sagði að ísraels- menn hefðu lokað búðunum þar sem 80 þúsund Palestínumenn sátu í gildrunni, og síðan hefðu þeir opnað þær fyrir liðsmönnum Haddads. Hann sagði að ísraels- menn hefðu skotið ljósrakettum yfir búðirnar um nóttina til þess að blóðbaðið gæti haldið áfram. Samþykkt í ríkisstjórninni Eytan Haber, virtur ísraelskur stríðsfréttaritari, sem talinn er hafa upplýsingar frá fyrstu hendi í ísrael, skrifar í blaðið Yediot Ahronot: „Áætlunin um að hleypa fal- angistunum inn í flóttamanna- búðirnar í því skyni að leita uppi hryðjuverkamenn var samþykkt af ríkisstjórninni á fimmtudag. Sama kvöldið gengu morðingj- arnir til verks. Á föstudag vissu bæði stjórnmálaleiðtogar og yfir- menn hersins hvað var að gerast. Það var hins vegar ekki fyrr en daginn eftir sem fingri var lyft til þess að stöðva falangistana." Sjúkraliðar kallaðir hryðjuverkamenn Fréttaritari Dagens Nyheter hefur það eftir 2 sænskum hjúkr- unarkonum að þegar á fimmtu- dagskvöld hafi 2000 skelfingu lostnir Palestínumenn flúið inn á Gazasjúkrahúsið í Beirut, þar sem þær vinna. Þær voru síðan handteknar á laugardagsmorgun- inn og reknar út á götuna ásamt með 20 öðrum erlendum læknum og sjúkraliðum. Sjúklingar voru einnig reknir úr rúmum sínum út úr sjúkrahúsinu. Þetta var kl. 7 að morgni, og þau voru leidd í gegnum götur þar sem urn það bil 500 manns sátu eins og dauða- dæmdir á gangstéttunuin með vopnaða falangistahermenn yfir sér. Sjúkraliðarnir voru færðir til yfirheyrslu í yfirgefinni miðstöð Sameinuðu þjóðanna, byggingu sem hafði orðið fyrir sprengjuár- ás. Þar voru þau m.a. spurð hvernig á því gæti staðið að þau væru kristin og hjúkruðu samt Palestínumönnum. „Þið eruð skítugir hryðjuverkamenn og verri en Baader Meinhoff", var Stjórn Begins riðar tii falls Begin forsætisráðherra og flokkur hans hafa fellt tillögu um að opinberri þingnefnd verði fal- ið að rannsaka málið, en aðeins slík nefnd hefur aðgang að nauð- synlegum gögnum eða umboð til að krefjast vitnisburðar undir eiði. Mun stjórn Begins nú standa höllum fæti, ekki bara gagnvart almenningsálitinu í heiminum, lieldur einnig gagn- vart eigin landsmönnum. Þess má aö lokum geta að nor- sku nóbel-nefndinni hefur að undanförnu borist fjöldi áskor- ana þess efnis að Menachem Beg- in verði sviptur þeim friðarverð- launum sem norska nóbel-nefnd- in veitti honum 1978. Formaður nefndarinnar hefur hins vegar lýst verðlaunin óafturkræf. ólg. tók saman er MS-sjúkdómur? Útbreiðslukort fyrir MS-sjúkdóm A V' ■ = Yfir 30 tilfelli á 100 þúsund íbúa | [ = Milli 5 og 29 tilfelli á 100 þús. | = Minna en 5 tilfelli á 100 þúsund Claire Nivola—Newsweek Eins og útbreiðslukortið sýnir telst ísland til áhættusvæða fyrir MS-veiki. Hvað 4-5 íslendingar taka veikina að meðal- tali á ári I Þjóðleikhúsinu er um þessar mundir verið' að sýna leikrit, sem fjallar um baráttu konu við hinn dularfulla sjúkdóm MS, sem kallaður hefur verið heila- og mænusigg á íslensku. Nýlega birtist grein um sjúkdóm þennan í bandaríska vikuritinu Newsweek, og þar sem margt er mönnum hulið um eðli þessa alvarlega sjúkdóms fer hér á eftir útdráttur úr grein þessari. Sjúkdómurinn MS var fyrst skil- greindur fyrir um hundrað árum af frönskum taugasérfræðingi, en hann komst að því að sjúkdómur- inn hefur með efni að gera sem heitir myelin, olíukennt efni sem þekur taugaþræði eins og einang- runarefni um rafmagnssnúru. Efni þetta einangrar taugaþræðina og gerir taugaboðunum kleift að ber- ast óhindrað um taugar líkamans. Sjúkdóms- einkenni Þegar MS-sjúkdómsins verður vart er eitthvað sem eyðileggur my- elin-húðina eða frumurnar sem framleiða myelin, þannig að það dettur af taugaþráðunum í flekkj- um og í staðinn kemur örvetur sem kallaður hefur verið mænusigg á ís- lensku. Þetta truflar síðan tauga- boðin, veldur „samslætti" eða stö- ðvar þau algjörlega. Einkennin geta orðið margvísleg: doði, sam- hæfingartruflanir og hreyfitruflan- ir, skert sjón eða að menn sjá tvö- falt, taltruflanir, skjálfti eða trufl- un á þvagláti svo einhver séu nefnd. Það er mjög misjafnt hversu þungt sjúkdómurinn leggst á ein- staka sjúklinga - sumum hrakar stöðugt, en oftar er um að ræða að sjúkdómurinn blossi upp tíma- bundið, en síðan séu batatímabil á milli. Sumir sjúklingar fá aðeins fá áföll af þessu tagi, en ná sér síðan að fullu aftur eða fá aðeins minni háttar einkenni. { einstaka tilfell- um fá menn aðeins eitt kast, en ná sér síðan að fullu á nýjan leik. „Helmingur sjúklinga ná bata þótt ekkert sé aðhafst‘% er haft eftir ein- um sérfræðingnum. Auk hinna líkamlegu einkenna fylgir sjúkdómnum yfirleitt mikið sálrænt og tilfinningalegt álag, sem getur orðið fórnarlömbunum ekki síður erfitt en hin líkamlegu ein- kenni. Sjúkdómsins verður oftar vart meðal kvenna en karla og eru hlut- föll tíðninnar 3:2. Arfbundinn móttækileiki virðist hafa áhrif, sem sést m.a. á því að sjúkdómurinn er algengur hjá hvíta kynstofninum, en sjaldgæfur á meðal blökku- manna eða austurlandabúa. Þá virðast nánir ættingjar þeirra er tekið hafa sjúkdóminn vera í meiri hættu. Böndin berast að veirum Eftir víðtækar rannsóknir, sem farið hafa fram á MS bendir nú margt til að veirur sem annars liggja í dvala í líkamanum hafi áhrif á sjúkdóminn. Eitt atriði, sem vak- ið hefur athygli er hin landfræði- lega útbreiðsla, en áhættusvæðin (yfir 30 tilfelli á 100 þús. íbúa) eru norðanverð Evrópa, norðurhluti Bandaríkjanna og suðurhluti Can- ada, Nýja Sjáland og Ástralía. Það hefur einnig sýnt sig, að fólk sem flytur innan 15 ára aldurs frá áhætt- usvæði yfir á svæði með lága tíðni er þar með komið úr áhættuhópn- um, en flytji það eftir 15 ára aldur er áhættan áfram sú sama. Hundafár í Færeyjum Bandarískur læknir gerði þá uppgötvun á þessu ári, að MS hafði Framhald & bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.