Þjóðviljinn - 24.09.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 24.09.1982, Side 15
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV © 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Skúli Möller talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.05 Morguntónlcikar. Sverino Gazzel- loni og I Musici hljóðfæraflokkurinn leika Flautukonsert nr. 6 í G-dúr op. 10 eftir Antonio Vivaldi / Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leika Trorn- petkonsert í Es-dúr eftir Johann Nep- omuk Hummel; Marius Constant stj. 11.00 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. Steinun S. Sigurðardóttir les kafla úr ..Húsi skáldsins" eftir Halldór Laxness. 11.30 Létt morgunlög. John Williams og Julian Breant leika á gítara / Manuela Wiesler og Reynir Sigurðsson leika á flautu og vibraíón. 13.00 Á frívaktinni. Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna“ eftir Fynn Sverrir Páll Erlendsson les þýðingu sína (10). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Litli barnatíminn. Dómhildur Sig- urðardóttir stjórnar barnatíma á Akur- eyri. Linda Mjöll Gunnarsdóttir les tvo kafla úr bókinni ,.Veru“ eftir Ásrúnu Matthíasdóttur og stjórnandinn les ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur. 16.40 Hefurðu hcyrt þetta? Þáttur fyrir börn og unglinga um tónlist og ýmislegt fleira í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 17.00 Síðdegistónleikar. Aaron Rosandog Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Lux- emborg leika Fiðlukonsert nr. 3 í g-moll op. 99 eftir Jenö Hubay; Louis de Fro- ment stj. / Benjamin Luxon syngur lög eftir Hugo Wolf. David Willison leikur á píanó. / Fílharmóníusveitin í Los Ange- les leikur „Orustuna við Atla Húnakon- ung", tónaljóð nr. 11 eftir Franz Lizst; Zubin Mehta stj. 19.40 Á vettvangi 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdótt- ir kynnir. 20.40 Sumarvaka. a) Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Jórunni Viðar og íslensk þjóðlög í útsetningu hennar; Jórunn leikur á píanó. b) „Þá vildu menn standa sig jafn vel og stóru Gvend- arnir“ Þorsteinn Matthíasson flytur fyr ri hluta frásöguþáttar, sem hann skráöi eftir Kolbeini Guðmundssyni frá Lóns eyri við Djúp, bónda á Auðnum a Vatnsleysuströnd. c) Borgfirskar vísur Sigurður Jónsson frá llaukagili fer með stökur eftir sýslunga sína (Áður útv. síöla vetrar 1969) d) Guðrún Ósvífurs dóttir Sigríður Schiöth les þátt eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi. e) Kór- söngur: Karlakór KFUM syngur Söng stjóri: Jón Halldórsson. Einsöngvari: Garðar Þorsteinsson. f) „Senn er þessi stormur ekki stæður“ Baldur Pálmason les úr kvæðabókum Jóns Magnússonar og kynnir einnig atriði sumarvökunnar í heild. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Litla Fiðrildi“ smásaga eftir Anders Bodelsen Jón Óskar Sólncs les fyrri hluta þýðingar sinnar og Ágústs Borg- þórs Sverrissonar. 23.00 Svefnpokinn Unrsjón: Páll Þor steinsson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrokk. Dægurlagaþáttur í um sjón Þorgeirs Ástvaldssonar. 21.10 Á döllnni. Þáttur um listir og menn ingarviðburði í umsjón Karls Sigtryggs sonar. 21.10 Teiknað með tölvum. Bresk heiinild armynd urn tölvunotkun við gerð upp drátta og listaverka. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.10 Þúsund litlir kossar. ísraelsk bíó mynd frá árinu 1981. Leikstjóri Mira Recanati. Aðalhlutverk: Dina Do renne, Rivka Neunran og Gad Roll Ung stúlka rnissir föður sinn. Hún fær pata af því að hún sé ekki eina barn hans og ákveður að grafast nánar fyrir um það. Þýðandi Jón Gunnarsson. 23.45 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 21.20 T ölvuteikning Þótt margir séu haldnir ein- hverskonar „tölvuhræðslu4*, óttist þetta tækniundur sem smám saman virðist vera að taka við öllu því sem áður var mannlegt, þá er því ekki að neita að tölvur eru í raun ekk- ert annað en hjálpartæki og á margan hátt nytsamlegt tæki sem gerir ýmislegt það sem ógerlegt var að framkvæma áður, og afkastar á örfáum mínútum því sem áður tók óratíma í vinnslu. í kvöld verður sýnd klukku- stundarlöng mynd í sjónvarpi um þá ótrúlegu möguleika sem svonefnd „tölvuteikning" getur boðið upp á. Allir kannast við video- leiktækin sem hafa upp á lítið annað að bjóða en byssuleiki og kappakstur. En þessi tækni hefur komið öðrum að góðum notum. Listamönnum, vís- indamönnum, kvikmynda- gerðarmönnum, líffræðingum og sjálfsagt enn fleiri í frain- tíðinni. Með tölvuteiknun er m.a. hægt að teikna alla hugsan- lega hluti í þrívídd og fá hrey- fingu í myndina. Þannig er hægt að teikna ýmsa líkams- hluta, fætur, hendur, bol og sýna allar innri breytingar við hreyfingu. Áð sama skapi er hægt að leggja upp ferðir gervihnatta og tunglflauga á sporbaugum í himinhvolfinu og sýna innra form allra hluta eins og teket- ilsins hér á myndinni fyrir ofan. Sjónvarp kl. 22.10 Þúsund litlir kossar ísraelskar kvikmyndir eru sjaldséð fyrirbrigði í íslensku sjónvarpi. Undantekning verður þó á í kvöld, en þá verður sýnd ný ísraelsk bíó- mynd sem ber heitið „Þúsund litlir kossar**. Myndin var gerð á síðasta ári og leikstjóri er Mire Rec- anati en með aðalhlutverk fara Dina Doronne, Rivka Neuman og Gad Roll. Sjálf- sagt eru þetta óþekkt nöfn fyrir flesta íslenska sjónvarps- áhorfendur. Rivka Neuman í hlutverki Ölmu í ísraelsku kvikmyndinni „Þúsund litlir kossar** Alma sem leikin er af Rivku Neuman er ung stúlka. Hún missir föður sinn, sem legið hefur um skeið á sjúkrahúsi. Hana hefur löngum grunað að hún sé ekki eina barn hans. Þegar hún kemur á sjúkrahús- ið til að sækja föggur föður síns, er ungur maður ný- genginn frá afgreiðsluborð- inu, en hann hafði verið í sömu erindagjörðum og Alma. Alma veröur vör við að eitthvað er á seyði og hún á- kveður að kanna málið til botns, hvort hún eigi ekki systkini á lífi. Sumarvakan kl. 20.40 Um Guðrúnu Ósvífurs- dóttur Sigríður Schiöth les á sumarvökunni í kvöld þátt um kvenskörunginn mikla úr Laxdælu, Guðrúnu Osvífurs- dóttur, sem skáldið á Sandi, Guðmundur Friðjónsson samdi á sínum tíma. Þess má geta að næsta vor fruntsýnir Leikfélag Reykja- víkur nýtt íslenskt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur leik- konu, sem nefnist „Guðrún" og er byggt á Laxdælusögu. Aðrir liðir á sumarvökunni í kvöld eru m.a. kórsöngur Karlakórs KFUM, einsöngur Þuríðar Pálsdóttur við undir- leik Jórunnar Viðar og borg- firskar vísur sem Sigurður Jónsson frá Haukagili fer með eftir sveitunga sína. Þannig var aðkoman í flóttamannabúðir Palestínumanna eftir að hægri öfgamenn höfðu farið þar um. Um daginn var ég að hlusta á fréttirnar í útvarpi um fjöldamorðin á Palestínuar- öbum, konum og börnum í Líbanon, saklausu fólki sem kristnir hægrimenn voru að murka lífið úr. Fólki sem hafði það eitt sér til saka unn- ið að hafa búið í Palestínu kynslóð fram af kynslóð frá örófi alda. Þessir svokölluðu „kristnu" hægrimenn eru aðeins verk- færi í höndum ísraelsmanna og eru á mála hjá þeim. Sú nafngift að kalla þessa glæpa- menn kristna, er móðgun við alla kristna menn og óþolandi að þetta glæpahyski kenni sig við kristna kenningu. Móðgun að kalla þessa menn kristna Spádómurinn reyndist réttur Atburðir þessir eru nú á hvers manns vörum og þeir eru fordæmdir af öllum, j afnt í Þjóðviljanum sem öðrum dagblöðum. Um málefni Palestínuaraba var skrifað fyrir mánuði síðan í blað sem heitir Neisti og er málgagn Fylkingarinnar, en þetta blað kaupi ég af gömlum og góðurn vana. Þessa grein skrifaði maður undir nafninu Jaki. í greininni lýsir hann at- burðum og spáir til um þá skelfilegu atburði sem nú hafa gerst, heilum mánuði áður en þeir gerðust. Það er einmitt þetta atriði sem mér finnst vanta í okkar málgagn. Lifandi blaða mennska sem yngri mönnum er oft tamara að tileinka sér en þeim eldri. Ég er ekki að segja að það eigi að yngja upp á Þjóðviljanum, en ég vil benda ykkur á, hvort ekki sé ráðlegt að ráða til starfa við blaðið eitthvað af Neista- mönnum, því þar er greini- legur efniviður í góða blaða- menn. Ekki veitir af að hressa upp á alþjóðahyggjuna. f von um nýjan og baráttu- glaðan Þjóðvilja. Guðmundur Magnússon rafvirki.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.