Þjóðviljinn - 05.10.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1982, Síða 7
Þriðjudagur 5. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Minning: Eiríkur Hávarðsson Hinn 27. september s.l lést í Landsspítalanum í Reykjavík Eiríkur Hávarðsson skipstjóri frá Eskifirði, valmenni sem mannbæt- andi var að eiga að og sárt er að kveðja. Hann var fæddur að Núpi á Berufjarðarströnd 14. júní 1916, sonur hjónanna Auðbjargar Brynjólfsdóttur og Hávarðs Eiríks- sonar, sem bæði voru upprunnin úr Austurskaftafellssýslu. Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Eskifjarðar og ólst þar upp til fullorðinsára, en átti síðar heima í Hafnarfirði og allmörg seinustu árin í Reykjavík. Vorið sem ég varð átta ára flutt- ust foreldrar mínir úr ysta húsinu á Eskifirði í eitt hinna innstu: Fram- kaupstað þar sem umfangsmikil verslun hafði verið rekin allt frá 1802 og út frá henni vaxið dálítið byggðarhverfi upp með Grjótá og inn eftir Bleiksárhlíð. Þarna bjuggu fyrir svo að segja á sömu torfunni náin ættmenni okkar mörg: á Uppsölum (efri)Auðbjörg móðursystir okkar og börn hennar fimm, í Skuld Ragnhildur móður- systir okkar og börn hennar fjögur, í Bröttuhlíð Ragnhildur lang- amnta, Auðbergur ömmubróðir okkar og þrjú börn hans, Þórunn ömmusystir okkar og átti fjögur börn. Þegar við vorum komin í hópinn fyllti þetta frændalið ríflega hálfan þriðja tug. Fór vel á með öllum þessum niðjum Ragnhildar Þorsteinsdóttur frá Sléttaleiti í Suðursveit, sem þá var komin und- ir nírætt og sest í helgan stein í skjóli Auðbergs sonar síns. Strax frá fyrstu dögum okkar í Framkaupsújð höfðum við náið samneyti við frændfólkið á Uppsöl- um, og stuðlaði margt að því. Auðbjörg og Hávarður voru veg- lyndar manneskjur og ömuðust ekki við ungum gestum, þó húsið þeirra væri svo lítið, að erfitt sé nú að skilja, hvernig sjö manns og stundum fleiri gátu komist þar fyrir. Elsta dóttir þeirra, Þorbjörg, var þá ung stúlka í föðurhúsum. Hún rétti móður okkar hjálpar- hönd, meðan verið var að koma sér fyrir í nýjum híbýlum sem margoft eftir það og var hollvinur okkar allra til æviloka. Næstur var Ingólf- ur þá 16 ára, nýorðinn sendill við verslunina í Framkaupstað og síð- an afgreiðslumaður þar næstu árin, svo hann hittum við dögum oftar. Eiríkur var jafnaldra bróður mín- um og hugðarefni þeirra að mörgu lík. Þeir höfðu því margt saman að sælda á æskuárum, ekki síst í verkalýðsmálum og stjórn- málastarfi róttækrar alþýðu. Unn- ar og eldri systir mín voru jafn- gömul og áttu samleið í skóla dag- lega í fjóra vetur. Yngst var Guð- ný, ári yngri en ég. Síðan bættist í fjölskylduna Auðbjörg, dóttir Þor- bjargar, og ólst þar upp að mestu. frá Eskijírði I Framkaupstað var hafskipa- bryggja og hafði lengi verið. Á þessum tíma var þó orðið fremur fátítt, að stórskip legðust þar að. En hún var vinsæll leikvangur okk- ar strákanna í innbænum, sem lágum þar stundum liðlangan dag- inn með hausinn fram af bryggju- sporðinum og tunguna út í annað munnvikið og pilkuðum ufsakóð, smáþorsk eða lúru, jafnvel silung þegar allra best bar í veiði. Tveir af vélbátum þorpsins höfðu þarna viðlegu: Egill um 7 tonn og Þór, 27 feta bátur, 4-5 lestir að stærð með 10 hesta Wichmann, smíðaður í Fredrikssund, falleg lleyta, þó lítil væri. Jón Kristinn Guðjónsson var þá nýbúinn að eignast Þór og sjálfur formaður á bátnum. Þegar hann hóf róðra í vorhlaupið reyndist einn af háset- unum svo sjóveikur, að hann treysti sér ekki til að halda áfram sjósókn. Eiríkur Hávarðsson var þá 13 ára. Hann var staddur á bryggjunni sem einatt endranær, þegar báturinn kom að þennan dag, og heyrði rætt um, að sjómann vantaði á Þór. Hann sneri sér um- sviflaust að Jóni Kristni og spurði, hvort hann ætti ekki að róa með honum. Eftir nokkurt hik svaraði formaðurinn, að hann gæti fengið að reyna, ef foreldrar hans leyfðu. Eiki brá skjótt við og hljóp upp brekkuna heim að Uppsölum. Há- varður leit á son sinn, sá honum var mikið í hug og gaf samþykki sitt, en Auðbjörg var treg - taldi hann of ungan, sem von var. Þó veitti hún að lokum leyfi til, að hann færi einn róður. Nú fóru leikar þannig, að hann hét með sjálfum sér að fara aldrei á sjó framar, og virtist því í bráð sem leyfi móðurinnar mundi duga sjómannsævi hans á enda. En þegar komið var inn í fjörð og sjó- sóttin búin að sleppa á honum. tökum, fór hann strax að líta Ægi bjartari augum, og við heimkom- una bað hann föður sinn að mega halda áfram. Hávarður lét það eftir honum, en Auðbjörg sagði ekki neitt. Er skemmst frá að segja, að Eiki reri á Þór allt sumarið og þótti standa svo vel fyrir sínu, að hann fékk sama hlut og fullgildur háseti. Ég rifja þetta upp nú að enduð- um ævidögum hans, af því að hér var hafinn sjómannsferill, sem stóð óslitið í nærri hálfa öld, og eins vegna þess að mér er í barnsminni, hve stoltur ég var af þessuni vaska frænda mínum, þegar ég sá hann ganga með bitakassann sinn undir hendi niður Framkaupstaðar- bryggjuna eða standa á dekkinu á litla Þór og kasta golþorskum létti- lega á land eins og fullorðinn mað- Ritari Utanríkisráöuneytiö óskar eftir aö ráöa ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu ööru tungumáli auk góörar vélritunar- kunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráö fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráöum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrík- isráöuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 15. október 1982. Utanríkisráðuneytið ur. Ég þreifaði í laumi á óþrosk- uðum vöðvum mínum, og þeir lof- uðu ekki góðu um að þvílík karl- mennska legðist í ættir. En vonin var vakin, og meðan hún hafði ekki orðið sér til háðungar, gat maður alténd borið höfuðið hátt yfir að eiga til frændsemi að telja við yngsta sjómanninn í plássinu. Strax eftir fermingu tók maður að stunda böllin og sieppti engu skralli eftir það, því kynslóðabilið var þá ekki komið til skjalanna. Einnig á þessum vettvangi vakti Eiki frændi aðdáun mína. Það var ekki aðeins að hann væri klæddur eins og heimsmaður, búinn að leggja sér til jakkaföt af nýjustu tísku, með tvíhnepptu vesti og svo skálmavíðum buxum að brotið að framan nam við blátána á skónum meðan maður sjálfur gekk enn á mátrósafötum eins og krakki. Hann stýrði dömunum af sama ör- yggi í örtröð salarins og báti í krappri kviku og átti ekki á hættu þá móðgandi spurningu sem sumir urðu að þola: á ég ekki að stýra, gæskur? Þó var það mest, að hann hafði skapað sér þróttmikinn og iit- ríkan dansstíl, sem var svo sam- gróinn persónu hans, að ég hef engan mann séð dansa eins og á það tæplega eftir. Eins og hann gekk snerpulega til verka vinnu- glaður, gekk hann einnig á gleði- fund af lífi og sál og var þá hrókur alls fagnaðar. Hlátur hans var hljómmikill, bjartur og ekta: runn- inn frá innsta grunni hugans og auðþekktur frá hlátri annarra manna. Eiríkur var fluggáfaður og skarpur námsmaður. Hefði hann verið einum áratug seinna á ferð, hefði ekki annað komið til greina en hann gengi menntaveginn. En það var síður en svo sjálfgert á kreppuárunum eystra, að gáfuð ungmenni frá alþýðuheimilum færu í skóla að skyldunámi loknu. Slíkt heyrði til einsdæma og hefði þótt jaðra við liðhlaup úr lífsstríð- inu, ef verkamannssonur hefði lagt út í langskólanám. Þó naut hann nokkurrar unglingafræðslu á Eski- firði og Norðfirði og notaðist vel að því. Síðar aflaði hann sér réttinda til skipstjórnar, fyrst á litlum fiski- skipum og seinna fiskiskipstjóra- prófs frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir að hafa ekki átt kost meiri menntunar, enda var hann maður óvílinn. Hins varð ég þráfaldlega var, af hvílíkri góðvild hann fylgdist með menntaferli frændfólks síns af yngri kynslóð og hve öfundarlaust hann gladdist yfir að sjá það njóta þeirra tækifæra sem honum stóðu ekki til boða. Eiríkur var aðeins 22 ára, þegar hann tók við formennsku á vél- bátnum Víkingi SU 412. Eigandinn Karl Jónasson var þekktur að því að trúa ekki hverjum sem var fyrir Víkingi. Næstir á undan höfðu ver- ið með hann hver fram af öðrum Björgvin Guðmundsson, Björn Ingvarsson og Eyjólfur Magnús- son, allir reyndir sjósóknarar og fiskimenn. Það sýnir ljósast, hví- líks trausts Eiríkur naut meðal kunnugra, að Karl skyldi falast eftir honum til formennsku svo ungum. Hann var með bátinn í sex ár og fórst það farsællega, sem vænta mátti. Næstu árin var hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum og skipum, uns hann réðst dælumaður á Kyndli 1955. Því starfi gegndi hann í 21 ár, fór þá í land vegna veikinda eftir 47 ára samfellda sjómennsku og afgreiddi eftir það bensín hjá Skeljungi h.f. í Reykjavík, uns hann kenndi banameins síns á síðastliðnu vori. Ég þekkti að vonum ekkert til starfa Eiríks á sjó af eigin sjón. En ég hef rætt við ungan mann, sem var honum samtíða á Kyndli og bar honurn það orð, sem flestum þætti gott aö hljóta af vörum liðléttings í sinni grein. Ég hef setið með öldn- um skipsfélaga Eiríks við sjúkra- beð hans og fundið, hve hljóðlát vinátta getur orðið djúp með góð- um drengjum, sem lengi hafa stað- ið hlið við hlið í æðrulausu stríði dægranna. Ég hef hlýtt á vitnisburð kunnugs manns í landi um, hvernig hann rækti skyldur sínar við yfir- boðara sem höfðu allt önnur mark- mið í lífinu en hann: „Það þurfti ekki að hafa áhyggjur af því, sem Eiríki var trúað fyrir." Eiríkur Hávarðsson var gæfu- maður af verkum sínum og dag- farsprýði í umgengni við aðra menn. Orð mín ber þó ekki svo að skilja að örlögin hafi tekið hann undir sinn verndarvæng og hlíft honunt við þeim arnsúgi harm- leiksins sem þau einatt draga í flugnum. Hitt er sanni nær, að þau hafi lostið hann oftar og harðar en allan þorrann. Uppsalaheimilinu var mikið áfall, þegar Unnar bróðir hans drukknaði liðlega tvítugur, bráðgáfaður og glaðhuga atgjörvis- maður sem öllum var harmdauði. Þeir bræður voru sérstaklega sam- rýmdir. Arið 1942 gekk Eiríkur að eiga Stefaníu Tryggvadóttur frá Fá- skrúðsfirði, sem hafði verið heitbundin Unnari, þegar hann féll frá. Hún lést þrítug að aldri frá tveim börnum ungum: einkadóttur þeirra Eiríks, Þóreyju Guðnýju, á sjöunda ári og kjörsyni, Unnari Hávarði, sem þau tóku nýfæddan, þá tæpra tveggja ára. Eiríki var um megn að halda heimilinu saman til langframa vegna vinnu sinnar á sjónum, en fékk börnunum fóstur nokkrum árum síðar á góðu heimili austur í Breiðdal og vakti yfir vel- ferð þeirra sem best hann mátti. Unnar Hávarður fór barnungur tii sjós eins og Eiríkur og var í sigl- ingum á erlendu skipi, þegar hann drukknaði í höfninni í Buenos Air- es rétt 18 ára gamall. Eiríkur kvæntist ekki aftur, en kærleikar voru lengi með honum og Kristínu Eyjólfsdóttur í Hafnarfirði, sem nýlega er látin. Ástvinamissi bar Eiríkur í hljóði og óbugaður fyrir annarra sjónum. En ekki þætti mér undarlegt, þó angur sem braust upp á yfirborðið fyrir fáum árum og þrengdi að hon- um um skeið, hafi verið runnið af orðvana hryggð, sem lengi hafði verið byrgð hjarta nær. Einnig úr þeirri eldskirn kom hann þroskaðri maður, tók aftur gleði sína og skopaðist gjarna eftirá að þessari kyndugu ómannblendni, sem var svo ólík eðli hans. Það verður sumum, sem mikið hafa misst, harmsauki að ánetjast svo trega sínum, að þeir fá ekki notið fagnaðar yfir því, sem lífið gaf og leyfði þeim að halda. En því fór fjarri, að svo væri um Eirík Há- varðsson. Þórey dóttir hans, hús- freyja á Hreiðarsstöðum í Fellum, gaf honum sjö mannvænlegar dótturdætur, sent voru eftirlæti afa síns. Hann fór austur á Hérað til að njóta samvista við þær eins oft og hann fékk viðkomið, og honum var jafnljúft að ræða um þá hamingju, sem afkomendurnir veittu honum, og hann var fáorður um and- streymið. „Ég beið þess með eftir- væntingu að fá að verða langafi - og mér veittist það,“ sagði hann sæll í augum eitt sinn, þegar ég heimsótti hann í banalegunni. Þannig kaus hann að orða það sem við vissum báðir, en vildum ekki tala um: að senn væri sigling hans á enda. Hann kveið ekki lendingu, en gladdist yfir að hafa átt erindi á þetta óskiljanlega haf, þó oft gæfi á bátinn. Einar Bragi AUGLYSING um sérstök lán til að bæta að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um sérstakar lánveitingar til fyrirtækja sem starfandi voru við gildistöku laganna hinn 1. janúar 1981. Lánin verða eingöngu veitt til framkvæmda sem ætlað er að bæta vinnu- aðstöðu starfsfólks eða bæta aðbúnað, holl- ustuhætti eða öryggi á vinnustöðum að öðru leyti. Samkomulag hefur verið gert milli Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og félagsmála- ráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku fé, sem aflað verður í þessu skyni. Lán þessi verða óháð öðrum lánum Byggða- sjóðs og skiptir aðsetur fyrirtækis ekki máli við mat á lánshæfni. Umsóknir um lán þessi skulu sendar Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum sem fá má hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og hjá Vinnu- eftirliti ríkisins. Umsóknarfrestur vegna lánveitinga á ár- inu 1982 er til 25 október n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.