Þjóðviljinn - 27.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. október 1982) ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Landssöfnun á laugardag: Rausnarlegt framlag þitt ræður úrslitum Næst komandi laugardag, 30. október, munu um 4000 manns safna fé til eflingar starfsemi Krabbameinsfélags Islands. Það er Landsráð gegn krabbameini sem gengst fyrir þessari söfnun, en heið- ursráð þess skipa forseti íslands, forsætisráðherra og biskupinn yflr Islandi. Markmið söfnunarinnar er að bæta aðstöðu Krabbameins- félagsins til áframhaldandi sóknar í Bættar lífshorfur krabbameins- sjúklinga Hundraðshlutfall þeirra krabbameinssjúklinga sem lifðu fimm ár eða lengur eftir að meinið var greint. Upplýsingar úr Krabbameinsskránni. Greiningarár 1956 1971 —60 —75 KARLAR Öll krabbamein . 17% 30% Blaðra 25% 57% Blöðruháls- kirtill 29% 42% Ristill 15% 36% Nýru 8% 34% Endaþarmur 25% 26% Magi 9% 13% Lungu 0% 7% KONUR Öllkrabbamein . 27% 45% Skjaldkirtill 48% 84% Legháls 43% 71% Legbolur 57% 67% Brjóst 48% 65% Ristill 14% 34% Lungu 10% 13% Magi 8% 12% baráttunni gegn krabbameini. Og markið er sett hátt: Stefnt er að því að safna 15 miljónum króna á laug- ardaginn. Það jafngildir 70 krón- um á hvert mannsbarn á landinu og í áskorun Landsráðsins segir: Rausnarlegt framlag þitt ræður úr- slitum! Krabbameinsfélag fslands er nú að undirbúa nýbyggingu við Hvassaleiti og stefnir að því að flytja alla starfsemi sína þangað úr Suðurgötunni. Það húsnæði er löngu fullnýtt og vegna þrengsla er ekki hægt að þróa þar frekari leit- arstarfsemi. Fullbyggt verður nýja húsið þrefalt stærra en núverandi húsnæði Krabbameinsfélagsins og mun það gera félaginu kleift að hefja lokaatlögu gegn legháls- krabbameini og byrja umfangs-. mikla leit að brjóstkrabbameini og krabbameini í meltingar- og þvag- færum. Baráttan gegn leghálskrabba- meini hefur gengið framar öllum vonum, en skipuleg leit að legháls- krabbameini hófst á vegum Krabbameinsfélagsins árið 1964. Til þess að útrýma leghálskrabban- um er talið að auka þurfi skoðanir yfir 50%. Til þess þarf aftur aukið húsrými, tækjabúnað og starfslið. Brjóstkrabbamein er nú algeng- asta krabbamein sem hrjáir konur, og þó sjálfskoðun brjósta sé mikil- væg þá er talið að með átaki í hóp- skoðunum um allt land megi greina sjúkdóminn fyrr og fækka dauðs- föllum af hans völdum. Er stefnt að landsáætlun á þessu sviði, en sér- stök nefnd á vegum landlæknisem- bættisins hefur undirbúið það. Hingað til hafa hópskoðanir beinst að konum, en nú er röðin að mati Krabbameinsfélagsins komin að körlum, og verður fljótlega haf- ist handa um skipulagningu leitar að krabbameini í þvagfærum og meltingarvegi. Algengustu krabbamein sem hrjá karla eru í blöðruhálskirtli og maga. Til þess að geta sinnt ofangreind- um verkefnum og mörgum öðrum brýnum á sviði skráningar og rann- sókna á krabbameini þarf stuðning Fyrirhuguð nýbygging Krabbameinsfélags íslands við Hvassaleiti allra landsmanna - þjóðarátak gegn krabbameini, eins og söfn- unarherferðin er kölluð. Áður fyrr var krabbamein dauðadómur, en á milli árabilanna 1956—1960 og 1971—1975 jukust lífslfkur krabba- meinssjúklinga hér á landi um ná- lega helming. Það má m.a. þakka aukinni þekkingu á sjúkdómnum og bættri aðstöðu til lækninga, en einnig skipulegri leit og aukinni starfsemi Krabbameinsfélagsins. En betur má ef duga skal. Á laug- ardag gefst landsmönnum öllum tækifæri til að láta nokkuð af hendi rakna, en stefnt er að því, að öll heimili í landinu verði heimsótt. Árangur söfnunarinnar verður síð- an tíundaður í klukkustundarlangri dagskrá í sjónvarpi að kvöldi söfn- unardagsins. — ÁI ALGENGUSTU KRABBAMEIN HJA KONUM StödluA tiönl, mi&aö vlö 100.000 ALGENGUSTU KRABBAMEIN HJÁ KÖRLUM Stööluö tiönl, miöaö viö 100.000 44 BLÖORUHÁLS KIRTILL Eins og gefur að skilja eru 85 ára gamlir menn búnir að lifa margar ríkisstjórnir og stjórnar- andstöður. Hér á voru landi hefur á ýmsu oltið. Stundum hafa stjórn- arandstöður haft vitglóru í öðru munnvikinu, en oftast ekki. Þá hefur ofsinn og vitleysan ráðið rikjum og svo mikil spjöll verið unnin, að áratugir hafa farið í lagfæringar. Stjórnir hafa líka verið hala- kleppar á þjóðinni. Hér er mörgu um að kenna og ekki síst kjósend- um. Hvað sem menntun og vel- megun líður virðast þeir sjaldan þekkja sinn vitjunartíma. Hirða þeir lítt um að kynna sér hvaða undirstöður eru traustastar, láta heldur útsendara verstu afla þjóðlífsins teyma sig á eyrunum. Skylda hvers kjósanda er að treysta sinni eigin skynsemi. Þeir, sem alltaf halda aðra sjálfum sér vitrari, eru nokkurs konar sprengidufl á reki. Ríkisstjórnir eru margskonar og því verri og ónýtari, sem fleiri flokkar eiga þar aðild að. Enginn má ætlast þar til stórra afreka, heldur eru þær myndaðar til að verjast stærstu áföllum, sem peninga- valdið ætlar að færa í gildi til að knésetja þá, sem eru minni máttar. Þrístjórn er ekki heilög þrenning Allir ættu að muna stjórn, sem mynduð var fyrir nokkrum árum með nokkrum pólitískum flökku- kindum. Þá var við margt örðugt að etja. Húsgangarnir hlupu fyrir borð af stjórnarskútunni, yfir í óvinaherinn og skútuna rak stjórnlaust til grunns. Eftir að stjórnin var fallin var allt látið ganga í reiðuleysi í marga mán- uði. Þetta gerðu stjórnarand- stæðingar til þess að allt færi í rúst og hægt væri að kenna öðrum um. Hitt var líka, að þessir vesl- ings andstæðingar höfðu engin ráð önnur en allt færi um hrygg, þá átti að ganga í valinn. í hinni helgu bók er talað um heilaga þrenningu, en enginn skyldi blanda henni saman við þrístjórn, þar sem verður að semja og semja til að fá eitthvað fram. Nú á að reyna að endur- spila sömu plötuna og eg var ein- mitt að minnast á, láta svo allt ralla í nokkra mánuði, enda veit hver auli, að íhaldið, með ein- hverjar fylgitíkur hefur engin ráð, jafnvel þótt það endurheimti Haukdal með hrossslátrið. Eg ætla ekki að fara að hæla þessari stjórn þótt hún hafi kom- ið mörgu vel á veg, þegar tekið er tillit til þeirra bastarða, sem hún hefur þurft að glíma við innbyrð is. Eg verð að segja eins og er, að eg hefi aldrei verið á móti kauphækkunum undir venju- legum kringumstæðum, en nú er svo komið í þessu þjóðfélagi, að þegar þeir, sem minnst hafa, fá einhverjar krónur, fá þeir hæst launuðu margfalt. Til að koma þessu í betra horf, þarf að breyta mörgu. Það er ekki hægt að hressa upp á skilningarvitin með því að taka erlend lán til kauphækkana. Svipa eða gaddasvipa Það ætti ekki að þurfa að segja fólki hvað muni ske ef íhaldið fær hér öll völd með sín tól og tæki. Þið rnunið sjálfsagt eftir því úr biblíusögunum þegar Gyðinga- landi var skipt milli tveggja bræðra. Annar stjórnaði vel en hinn var grimmdarseggur og vildi ráða öllu landinu, sem honum Halldór Pjetursson skrifar tókst. Þegnarnir fengu brátt svo- hljóðandi tilkynningu: Bróðir minn refsaði stundum verstu mönnum með svipu, en eg mun refsa með gaddasvipu. Þessi svipa bíður okkar ef við hleypum íhaldinu að. Þar með fengjum við hinar gömlu kjarabætur úr þeirri átt. Villimennska auðhringanna og allra þeirra fylgismanna á sér engin takmörk. Þetta skyldi hver vinnandi maður á minnið leggja. Þótt eg sé bara múgamaður mun þetta engin falsspá. Það skiptir öllu hvort alþýðan vill leggja sína menntun og velmegun á þennan höggstokk, sem búinn bíður. Allt það, sem nú dynur yfir, kennir íhaldið og hýenur þess ríkisstjórninni, sem hefur þar engar varnir nema heilbrigða skynsemi. Þá vörn hefur hún sett fram í bráðabirgðalögum sínum. Þetta hafa sumir stjórnarstuðn- ingsmenn ekki þolað og hlaupið burtu með Iafandi skott, sem sið- ur er slíkra manna þegar á reynir. Nú vil eg spyrja stjórnarandstöð una og hún verður að svara með jái eða neii. Geti hún það ekki er allt hennar bramlog tannagnístr-* an' froða ein, sönnun þess, að hún sér bara eina leið, þá, að flá alþýðuna og halda henni á horf- ellisplaninu. Getur stjórnin gert við því, að allar erlendar vörur hækka von úr viti? Getur stjórnin gert við því, að sumar útflutningsvörur okkar eru óseljanlegar? Getur stjórnin ráðið genginu á hnettinum svo ekki halli á okkur? Svona mætti endalaust spyrja. Allt er þetta af sömu rót, gert til þess að brjóta niður frelsi smá- þjóðanna og smærri verslunarað- ila. Auðhringarnir ætla að búa svo um, að almenningur sé ekki með neinn derring, hvorki í kaupgjaldsmálum né öðru. Ætt- um við ekki að leggja af þá sví- virðingu, að fela ráð okkar dusil- mennum ef í álinn syrtir? Stöndum á réttinum Við megum heldur ekki gleyma þeim plágum, sem geisa í okkar atvinnuvegum og eru heimalningar. Þar ber hæst sjáv- arútveginn. Hann hefur frá fyrstu tíð verið rekinn eða spilaður sem sérstakt spil. Gefið hefur verið undir borðið á þann hátt, að út- gerðarmenn hafa fengið trompin á hönd en þjóðin hundana. Væri ekki viturlegra að leysa þessa langhungruðu menn af hólmi? Þjóðin tæki aftur sínar jólagjafir og hefði sitt tap á hreinu? Það þarf ekki margsoðna stjórnmála- menn eða hálflærða spekinga til að sjá að þessi stjórn á ekki þátt í því, sem nú dynur yfir. Þetta er hin gamla, góða gildra, sem auðhringarnir hafa lagt. Hún er að vísu endurbætt og nær vísinda- lega til allra arma þjóðfélagsins, yfir 20 tær og fingur. Fólkið skiptir auðhringana engu, bara sú tala, sem þeir þarfnast í deigluna. Indverskur fursti gaf það upp, að þá varðaði ekkert um nema þá tölu af fólki, sem hann þyrfti í vinnu. Okkar einasta vörn er að allir, sem ekki vilja lúta öðrum í smáu og stóru, sameinist um að gefast ekki upp, þó að hagur okkar skerðist um stund. Eins og stend- ur þýðir ekki að taka útlend lán til kjarabóta. Raunverulegar kjara- bætur byggjast ekki á slíku. Mun- um forfeður vora, sem hungraðir og tötrum klæddir höfðu alltaf uppi þá kröfu, að samningar við þá yrðu haldnir og þeir fengju að halda því frelsi, sem þeim hafði verið lofað. Það er betri kjöl- festa, að standa á knjám á réttin- um en falla í auðmýkt flatur niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.