Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 16
WÐMHNN Þriðjudagur 2. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í stma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðámenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöídsími 81348 Helgarsími afgreiöslu 81663 Þessi mynd var tekin í Fjölbrautaskólanum í Brciðhulti síðdegis á laugardag. Þar voru það Bragi Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður stjórnaði söfnun fyrir Krabbameinsfélagið á félagar í Framfarafélaginu og nemendur úr Fjölbrautaskólanum sem báru hita og þunga af Akureyri. Hér má sjá hann og séra Pálma Matthíasson taka við söfnunarfé af þeim Guðnýju söfnuninni í þcssari fjöldabyggð. Ljósm. - eik. Pálsdóttur og Astu Þengilsdóttur. Ljósm. - AI. Nær 13 miljónir söfnuðust á laugardag í krabbameinssöfnuninni: Framlögin streyma enn inn íbúar í Öxnadalshreppi örlátastir „Við erum mjög ánægð með þær undirtektir sem söfnunin fékk. Það er helst að menn kvarti yfir því að hafa farið á mis við söfnunarfólkið okkar, og eins eru margir sem dvelja á cllihcimilum og sjúkrahúsum vonsviknir yfir því að hafa ekki verið heimsóttir. Við munum bæta úr þessu, eftir fremsta megni“, sagði Eggert Ásgeirsson framkvæmdastjóri Landsráðs gegn krabbameini, sem stóð fyrir umfangsmestu landssöfnun sem fram- kvæmd hefur verið hérlendis og sjálfsagt þeirri árangursríkustu til þessa. Á laugardeginum safnaðist hjá krónur og enn streyma stórgjafir landsmönnum alls 12.809 þús að úr öllum áttum og taldi Eggert að með sama áframhaldi yrði þess ekki lengi að bíða að 15 miljónir söfnuðust sem er kostnaðarverð nýrrar leitarstöðvar. Söfnunin á laugardag gekk mjög vel fyrir sig um allt land. Hlutfalls- lega safnaðist mest á hvern íbúa í Öxnadalshreppi í Eyjafjarðar- sýslu, eða 189 kr. Af þeim 51 umdæmi sem landinu var skipt upp í, safnaðist hlutfalls- lega mest í Laugum í S- Þingeyjarsýslu, eða 174 kr. á hvern íbúa. 116 kr. í Bakkafirði, 107 kr. í Reyðarfirði og 105 kr. í Grímsey. Yfir landið í heild safnaðist á laugardaginn 55 kr. á hvern fbúa. Byggingarleyfi fyrir hina nýju leitarstöð Krabbameinsfélagsins var nýlega afgreitt í byggingar- nefnd borgarinnar og nú er það aðeins stjórn Krabbameinsfélags- ins að taka ákvörðun um hvenær hafist verður handa við nýbygging- una við Hvassaleiti. Á meðan bíð- ur framlag landsmanna á verð- tryggðri bankabók í Reykjavík. -Ig- Landsyfirlit Kjördæmi þús.kr. á/mann Reykjavík 4403 52 Reykjanes 2198 42 Vesturland 933 62 Vestfirðir 648 62 Norðurland V 596 56 Norðurland E 1416 55 Austurland 855 66 Suðurland 1102 56 Óstaðsett 658 Samtals 12809 55 Kostnaðiir 410 Kostnaður í% 3 20 Þetta var niðurstaðan að lokinni söfnun á laugardagskvöld. Ennþá streyma framlög inn og rétt er að minna á gíróreikning söfnunarinn ar 59000. Fjöldauppsagnir í Bæjarutgerd Hafnarfjarðar „Bitnar alltaf á konunum” segir formaður Framtíðarinnar „Þessi tíðindi eru auðvitað skelfileg, ekki síst núna þegar jólin fara í hönd. Og það er alltaf sama sagan að þegar segja á upp starfsfólki er byrjað á konunum, ætli það sé ekki búið að segja upp kauptrygging- unni 3-4 sinnum á þessu ári í þessu fyrirtæki“, sagði Guðríður Elías- dóttir formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í gær. „Það hefur ekki verið tekið tillit til starfsaldurs við þessa uppsagn- ahrinu í BÚH og því er urgur í fólki. Við höfum hins vegar ítrek- að að tekið verði tillit til aðstæðna og til dæmis einstæðar mæður, sem í raun eru einstæðar, fái ekki uppsagnarbréf. Slíkt hef- ur þó því miður gerst og má ekki endurtaka sig“, sagði Guðríður ennfremur. „Þegar svona erfiðleikar steðja að bæjarfyrirtæki eins og er að gerast með BÚH, finnst mér lág- markskrafa að bæjarsjóður hlaupi eitthvað undir bagga þannig að ekki þurfi að grípa til uppsagna starfsfólks nema í ítr- ustu neyð. Mér skilst að ekki sé von um sölu á fiski úr frysti- geymslunum fýrr en í fyrsta lagi í byrjun desember og það hefur ekki góð áhrif á verkafólk að hafa uppsagnirnar hangandi yfir sér í lengri tíma“, sagði Guðríður Elí- asdóttir formaður Framtíðarinn- ar að lokum. -v. er kannski ekki svo illa stödd en af þeim sem sagt hefur verið upp störfum eru til dæmis einstæðar mæður og ég vildi ekki vera í þeirra sporum.“ -HafiS þið leitað til verka- lýðsfélagsins? „Já, það kom hingað kona frá verkakvennafélaginu en hún sagðist ekki geta hjálpað. Hins vegar sagði hún að forstjórinn hefði tilkynnt henni að ætlunin væri að segja öllum í BÚH upp kauptryggingunni. Hún kvaðst þá hafa sagt honum að hann yrði að tilkynna fólkinu það sjálfur en skömmu síðar kom tilkynning frá forstjóranum að hann væri hætt- ur við að segja kauptryggingunni upp.“ - Og hvað tekur nú við? „Maður vinnur hérna út mán- uðinn en svo veit ég ekki hvað gerist í desember. Það er ekkert sniðugt að missa atvinnuna, sér- staklega þegar það ber að með þessum hætti,“ sagði Sigríður Ingvadóttir, ein þeirra verka- kvenna í Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar sem sagt hefur verið upp störfum. „Hef imnið hér í tvö ár” segir ein þeirra, sem rekin var í gær „Ég er búin að vinna hérna í Bæjarútgerðinni í tvö ár og það sem mér finnst vera einkcnnilegt í sambandi við þcssar uppsagnir er að okkur sem búin eru að vinna hérna lengi er sagt upp störfum þegar aðrir sem unnið hafa í nokkrar vikur, fá ekki uppsagnarbréf", sagði Sigríður Ingvadóttir, ein verkakvenna í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem sagt var upp störfum í gærmorgun. „Minn uppsagnarfrestur er einn mánuður en hér er fullt af fólki með aðeins vikuuppsagnarfrest þar sem það hefur unnið í stuttan tíma. Ef til vill er sumt af þessu fólki tengt verkstjórum hér eða forráðamönnunum, vinir eða skyldmenni, og er því ekki rekið heim“, sagði Sigríöur ennfremur. „Og hverju ber forstjórinn við? „Hann segir, sem eflaust er satt, að ailar frystigeymslur séu fullar og að erfiðlega gangi að selja aflann. En það er ekki aðalmálið heldur hitt hvernig að þessum uppsögnum er staðið, að starfs- aldur er ekki látinn ráða því hverjir eru sendir heim.“ - Hefur þú von um aðra vinnu? „Ég hef enga fasta vinnu að hverfa að en er annars lítið farin að velta því fyrir mér ennþá. Ég Hörmuleg slysahelgi í umferðinni: 5 létu lífið 22 hafa farist í umferðarslysum ár Fjögur ungmenni og fullorðinn maður létu lífið í þremur umferðarsly- sum um helgina. Þar með hafa 22 íslendingar látist í umferðarslysum þegar réttir tveir mánuðir lifa ársins. Á öllu árinu í fyrra fórust 24 í umferðarslysum hérlcndis. Fyrsta banaslysið varð aðfara- nótt laugardags í Ólafsfjarðar- múla. Datsunbifreið fór út af veg- inum við Kúhagagil og steyptist niður bratta hlíðina. Fimm farþeg- ar voru í bílnum og köstuðust þeir allir út úr bílnum. Tveir létust, tví- burarbræðurnir Frímann og Ný- varð Konráðssynir frá Bursta- brekku í Ólafsfirði. Þeir voru 16 ára gamlir. Einn farþeganna slapp ómeiddur úr slysinu og gerði hann viðvart í Ólafsfirði en þangað er um tveggja km. leið frá slysstað. Hinir farþegarnir tveir, slösuðust nokkuð og liggja nú á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þeir eru ekki í lífs- hættu. Hálka var í Múlanum og er hún talin orsök slyssins. í Grindavík varð banaslys um hálfsjöleytið á laugardag, þegar bifreið var ekið á fullorðinn mann, sem var á gangi á Austurvegi. Gat- an er óupplýst auk þess sem veður- skilyrði voru slæm þegar slysið varð. Hinn látni hét Hafsteinn Haraldsson 53 ára til heimilis að Bragagötu 23 í Reykjavík. Um miðnætti á laugardag varð hörmulegt siys í Kópavogi þegar ungmenni, piltur og stúlka, létu lífið er stórt mótorhjól sem þau voru á, rakst á rafmangsstaur á móts við Auðbrekku 11. Að sögn Péturs Sveinssonar varðstjóra í lögreglunni í Kópavogi, eru akst- ursskilyrði mjög slæm á þessum stað; vondur malarvegur og léleg lýsing. Þau sem létust hétu Magnús Öfjörð Valbergsson Sólgörðum, Haganesvík, Skagafirði og Ragna Ólafsdóttir Hjallabrekku 12, Kópavogi. Þau voru bæði 18 ára gömul. -lg. Ráðherrar Alþýðubandalagsins: Óánægðir með á- kvörðun Seðlabanka -Það cr rétt til getið að ég er ekki sáttur við ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkanir, hvorki að efni né formi, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í tilefni af fyrir- spurn Matthíasar Á. Mathiesen um viðhorf ríkisstjórnarinnar til á- kvörðunar Seðlabankans. Sagði Ragnar að ráðherranefnd sem til þess hefði verið skipuð að fjalla um ósk Seðlabankans hefði ekki lokið störfum. „Ég vefengi ekki rétt Seðlabank- ans til að taka þessa ákvörðun, en það er þó augljóst að ríkisstjórnin hafði ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli“, sagði Ragnar Arn- alds. Svavar Gestsson sagði að þetta mái væri allt í blindgötu og benti til þess að breyta þyrfti ákvæðum um vald Seðlabankans til að ákveða vexti. Enn fremur væri ástæða til að breyta ákvæðum Ólafslaga frá 1979 urn vexti. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.