Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Gripid nidur í óútkomnu riti Smára Geirssonar um sögu útgerdar og fiskvinnslu í Neskaupstað Smári Geirsson höfundur heimilda- ritsins um sögu fiskvinnslu og útgerAar i Neskaup^tað. stofnun Fundargerð frá undirbúningsfundinum 24. maí 1932, þar sem samþykkt var að kjósa framkvæmdanefnd til að útvega salt og undirbúa stofnun SÚN. Aö beiðni stjórnar SÚN var Smári Geirsson kennari í Neskaupstað ráðinn til þess starfa að skrifasögu Samvinnuféiagsins. Rit Smára liggur nú fyrir í handriti og kemur út í byrjun næsta árs. Hér er um mikla og vandaða bók að ræða, sem prýdd er fjölda mynda og merkilegra heimilda, þar sem rakin er saga útgerðar og fiskvinnslu í Neskaupstaðfráupphafi. Þjóðviljinn fékk góðfúslegt leyfi hjá höfundi til að birta nokkra þætti úr þeim kafla bókarinnar sem fjallar um aðdragandann að stofnun Samvinnufélags útgerðarmanna. 1 kg af salti fyrir 1 kg af blautfiski Kreppan og verðfallið á afurðum útgerðarmanna hafði eðlilega mjög slæm áhrif á hag útgerðarinnar og urðu margir út- gerðarmenn rígbundnir á skuldaklafa kaupmannanna fyrir vikið. Var svo komið í ársbyrjun 1932 að útgerðarmennirnir voru margir hverjir svo vanmáttugir að þeir gátu ekki keypt salt til að verka fisk sinn. Tilraunin með ís- fiskútflutninginn á vegunt Fisk- sölusamlags Norðfjarðar haustið 1931, sem hafði einvörðungu kostnað í för með sér fyrir út- gerðarmennina, átti sinn þátt í erfiðleikum þeirra. Þegar svo verslanir á borð við Verslun Konráðs Hjálmarssonar setti út- gerðarmönnum það skilyrði að þeir yrðu að greiða eitt kíló af salti með einu kílói af blautum fiski gátu þeir ekki lengur unað óbreyttu ástandi. Þann 24. mars 1932, eða um fjórum mánuðum eftir að hinurn misheppnaða ísfiskútflutningi Fisksölusamlagsins lauk, var haldin fundur á meðal útgerðar- inanna á Norðfirði í Alþýðuhúsi Neskaupstaðar. Var fundarefnið hagsmunamál útgerðarmanna. þar kom fram tillaga frá þeim Ölver Guðmundssyni og Sigurði Hinrikssyni svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir að stofnað verði útgerðarmannafje- lag er hafi það á stefnuskrá sinni, að koma til framkvæntda skipul- agsbundinni sölu afurða fjelags- manna svo og útvegun og starf- rækslu nauðsynjavara útvegs- manna og sjómanna. í þeim til- gangi kýs fundurinn 3ja manna framkvæmdanefnd er fyrst og fremst beitir sjer tafarlaust fyrir útvegun á salti, svo og frekari fjelagsmyndunar á formlegan hátt. Framkvæntdanefnd þessi hefir óbundnar hendur til að ráða framkvæmdastjóra eða hverja þá aðstoð er hún þarfnast. Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Saltkaupin undirbúin Þegar í stað hóf framkvæmdan- efndin að undirbúa saltkaupin. Þann 28. mars boðaði nefndin al- mennan fund útgerðarmanna og gerði þar Ölver Guðntundsson, sent kjörinn hafði verið formaður nefndarinnar grein fyrir stöðu málsins. Ölver tjáði fundar- mönnum að ekkert handveð væri fyrir hendi og því væri vonlaust að útvega lán til saltkaupanna. Nefndinni hafði hinsvegar tekist að fá heimild til að nota tvo sjóði Lifrarbræðslufélags Norðfirðinga sem handveð og yrðu þeir afhentir Landsbankan- um á Eskifirði, svo að hann feng- ist til að ábyrgjast greiðslu á salt- inu. Nokkrum erfiðleikum hafði verið bundið að fá heimild til að nota samkomuhússjóð og sjúkra- hússjóð Lifrarbræðslufélagsins í þessum tilgangi, því kaupmenn- irnir sem voru í Lifrarbræðslufé- laginu, lögðust gegn því en meiri- hluti félagsmanna var því hins- vegar fylgjandi. Réði nefndin Kristján Sig- tryggsson sem starfsmann og fékk honum það verkefni að festa kaup á saltinu. Þegar Kristján hafði unnið að málinu í einar þrjár vikur og engum árangri náð tjáði hann framkvæmdanefn- dinni að hann gæfist upp við svo búið, því hann væri „ekki virtur viðtals“ af þeim sem leitað hefði verið til. Ölver Guðmundsson, forntaður nefndarinnar, tók þá málið í sínar hendur og hafði samband við Hallgríin Bene- diktsson innflytjanda í Reykja- vík, skýrði honum frá hinni vænt- Saltfískverkun í Neskaupstað 1937. Þá voru miklir urnbrotatúnar í pólitískri sögu hæjarins. anlegu félagsmyndun útgerðar- manna í Neskaupstað, og fór fram á að H. Ben. & Co. seldi þeint salt. Bað Hallgríntur uin umhugsunarfrest, en að tveimur dögunt liðnum hringdi Gestur Jó- hannsson á Seyðisfirði, um- boðsmaður H. Ben. & Co. á Austfjörðum, í Ölver og tilkynnti honum að Hallgrímur ætlaði að verða við beiðni útgerðarmann- anna og selja þeim salt. Kaupmannaráð streitist við Þegar gengið hafði verið frá umræddum saltkaupum reyndu kaupmennirnir í Neskaupstað, sent hingað til höfðu einirsetið að saltverslun áNorðfirði, að koma í veg fyrir að af þeim yrði. Höfðu þeir samband við Hallgrím Bene- diktsson og upplýstu að út- gerðarmönnunum myndi aldrei takast að skipa upp 200 tonnum af salti á dag, en það var skiiyrði af Hallgríms hálfu, þegar sarnið var um saltkaupin. Hallgrímur ákvað að láta reyna á þetta og tilkynnti framkvæmdanefnd út- gerðarmannanna að ef ekki tæk- ist að skipa upp tilskildu salt- magni á fyrsta degi uppskipunar rnyndi skipið sigla á braut ellegar að útgerðarmennirnir greiddu 2000 kr. fyrir hvern þann dag sem uppskipunin tæki umfram áætl- aðan tíma. Það var sólfagran júnídag árið 1932, að saltskip lagði að bryggju í Neskaupstað með farm til út- gerðarmannanna. Hafði fram- kvæmdanefndin haft nokkrar áhyggjur af uppskipunarskilmál- unum og því velt vandlega fyrir sér uppskipunaraðferð. Til þessa hafði verið venja að skipa salti upp í pokunt, en alveg var horfið frá þeirri leið. Voru fengnar tunnur og þær útbúnar á þann hátt að þægilegt var að hella úr þeim og var saltið síðan híft í land í þeirn, tveimúr í einu. Tíunda hvert híf var vigtað. Áður en salt- farmurinn kom hafði frant- kvæmdanefndin keypt fjórtán kerrur úr Reykjavík og voru þær ásamt hjólbörum á bryggjunni, en í þær var saltinu hellt úr tunn- unurn. Var saltinu síðan ekið upp bryggjuna og inn í Hafnarhúsið, en framkvæmdanefndin hafði tekið neð'stu hæð þess á leigu fyrir saltgeymslu. Var mikill hugur í útgerðarmönnunum og var unnið af kappi við uppskipunina. Verk- ið gekk vel og þegar hætt var störfum klukkan sex síðdegis höfðu 400 tonn verið losuð úr skipinu, en samt hafði uppskipun ekki hafist fyrr en um liádegi. Farmurinn, sem útgerðarmenn- irnir fengu, var alls 800 tonn. Verðmunur 41 % Verðmunur á þessum saltfarini og því salti, sem útgerðarmenn- irnir höfðu keypt af kaupmönn- unum, var ótrúlega mikill. Árið 1931 og fram á árið 1932 kostaði tonnið af salti hjá kaupmönnun- um 55 kr., en tonnið úr þessuin fyrsta saltfarmi samtaka út- gerðarntanna í Neskaupstað var selt á 32,50 kr. Verðlækkunin var 41%. Þessi fyrsti saltfarmur skipti sköpum fyrir áframhaldið á sam- starfi útgerðarmannanna. Að mati þeirra, sem sæti áttu í fram- kvæmdanefndinni, hefði ekkert orðið úr því að útgerðarmennirn- ir stofnuðu með sér formlegan fé- lagsskap, ef þessi saltpöntun hefði farið út um þúfur eða illa til tekist með saltkaupin. Eins töldu nefndarmennirnir að með þess- um saltkaupum hafi þeim tekist að ná mjög stórum áfanga í því að brjóta kaupmannavaldið á Norð- firði á bak aftur. Laugardaginn 2. júlí árið 1932 boðaði framkvæmdanefndin, sem annast hafði saltkaup út- gerðarmannanna, til fundar í Alþýðuhúsinu í Neskaupstað. Á þessum fundi átti að taka ák- vörðun um hvort útgerðarmenn skyldu stofna formlegan félags- skap til að sinna hagsmunantál- um útgerðarinnar. (millifyrirsagnir eru Þjóðviljans) Stiklað á stóru í sögu SÚN Upphafíega voru það 24 út- gerðarmenn og sjómenn sem komu saman í Alþýðuhúsinu á Neskaupstað fyrir 50 árum og stofnuðu SÚN. Nú starfa yfír 400 manns allt árið í fyrir- tækjum félagsins sem eru undirstaða alls atvinnurek- strar í bænum. Fyrirtækið er eitt stærsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtaeki í landinu. 1935 tók SÚN fyrstu skipin á leigu til að sigla með ísaðan fisk til Englands en fram að því hafði það eingöngu séð urn sameiginleg innkaup á salti og veiðarfærum fyrir útgerðar- og sjómenn. 1944 í ágúst, lagði Lúðvík Jósepsson til að SÚN reisti fiskvinnslustöð. Tillagan var samþykkt og í október sama ár var hafist handa. 1946 hófst saltfiskverkun í hinni nýju fiskvinnslustöð. 1949' hóf SÚN hraðfrys- tingu fiskafurða. 1950 í ársbyrjun tók til starfa fiskimjölsverksmiðja SÚN, og í júlí sania ár var sérstakt fiskþurrkunarhús tekið í notkun. Ágúst 1950 brann fiski- mjölsverksmiðjan. Endur- bygging var þegar hafin. 1953 hófst skreiðarvinnsla í Neskaupstað á vegunt SÚN, Bæjarútgerðar Neskuapstað- ; ar og Goðaness h/f. Sama ár hóf SÚN eigin út- gerð með því að taka á leigu 23 lesta bát, Hafþór, sem gerður var út í 4 mánuði. 1957 stofnaði SÚN Síldarv- innsluna h/f og á 60% í því fyrirtæki. 1962 hafði SÚN forgöngu um að koma á fót Sfldarsölt- unarstöðinni ÁS. 1963, 2. desember ákvað stjórn SÚN að hefja útgerð og láta smíða fyrir sig togskip er- lendis. Til að byrja með var togarinn Gulifaxi leigður. 1965 seldi SÚN Síldarvinn- slunni h/f öll framleiðslutæki sín. Frá þvf hefur SÚN verið eignarfélag, eini rekstur þess er veiðarfæraverslun. 1965 komu fyrstu nýju tog- skipin, Barði og Bjartur. 1966 bætist togskipið Börk- ur í flotann. 1967 bætist skip enn við. í þetta sinn Birtingur. 1968 fyrstu loðnunni landað í fiskimjölsverskmiðjunni. 1970 Togaraflotinn endur- nýjaður. Fyrsti skuttogarinn til íslands, Barði. 1973 Bjartur nýr skuttogari leysir gamla Bjart af hólmi. Nótaskipið Börkur keypt. 1973 Börkur landar fyrsta kolmunnafarminum til fiski- mjölsverksmiðjunnar. 1974 Síldarverksmiðjan gjöreyðileggst í snjóflóði. 1975 Ný fiskimjölsverk- smiðja reist. 1977 Nýr Birtingur bætist í flotann. 1979 Nýr Barði bætist í flotann. 1981 Verksmiðjuskipið Beitir kemur í flotann. 1982 Á 50 ára afmæli SÚN gerir Síldarvinnslan í Nesk- aupstað út 3 skuttogara, 1 nótaskipog 1 verksmiðjuskip. Fyrirtækið rekur frystihús, saltfiskverkun, skreiðarverk- un, fiskimjölsverkun og er nú einn stærsti síldarsaltandi á ís- landi. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.