Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ólympíuskákmótid í Sviss Albanir neituðu að tefla við Bandaríkja- menn, Sovétmenn og ísraela.... og voru látnir tefia við Islendinga Formaður Alþýðubandalagsins á Akureyri, Soffía Guðmundsdóttir, setti ráðstefnuna, en að því loknu flutti formaður flokksins, Svavar Gestsson, ávarp. Ljósm. -ÁI. Velheppnuð ráðstefna á Akureyri Milli 40 og 50 manns sóttu ráðstefnu um flokkana og jafnrétt- ismál sem Alþýðubandalagið á Ak- ureyri gekkst fyrir um helgina. Soffía Guðmundsdóttir, formaður ABA sagði í gær að ráðstefnan hefði tekist mjög vel, menn hefðu unnið af miklum krafti báða dag- ana og þátttaka hefði verið alveg bærileg. Framsöguræður voru fluttar um stjórnmálaflokkana, stöðu þeirra og starfshætti, afstöðu Alþýðu- bandalagsins til kvennahreyfinga og annarra félagslegra hreyfinga og um jafnréttisbaráttu, kvennahreyf- ingar, markmið og leiðir. Ráð- stefnan var haldin í Lárusarhúsi, og störfuðu menn í umræðuhópum og skiluðu af sér síðdegis á sunnudag. Soffía sagði að niðurstöður ráðstefnunnar yrðu lagðar fyrir flokksráðsfund, sem haldinn verð- ur í lck mánaðarins. Sagðist Soffía ekki getað annað en hvatt önnur flokksfélög til að hafa frumkvæði að ráðstefnum sem þessum, en fé- lagar kontu nt.a. frá Reykjavík, Dalvík og A-Húnavatnssýslu, auk Akureyringa. Ekki skortir um- ræðuefnin, sagði Soffía að lokum. —AI Ferðaskrifstofan ISLEIÐIR, Miðbæjarmarkaðinum, 2. hæð. Sími 22100. .s T S3 •X3 Sólskinsparadís - Heillandi heimur náttúrufegurðar, sögustaða, skemmtunar og Ijúfra bað- stranda. Friðsemdarlíf hjá Ijúfri gestaþjóð, glaumur og gleði fyrir þá, sem bregða vilja á leik. 15 dagar í 2ja m. herb. + 1/2 fæði. Verð frá kr. 11.700.- 15 dagar 2 í íbúð. Verð frá kr. 11.060.- Brottfarir: 16. nóv.- 30. nóv. 7. des.- - 14. des. - 21. des. - 28. des. -11. jan. - 15. febr. - 7. mars. - 15. mars. Frá Helga Ólafssyni, fréttamanni Þjóðviljans í Sviss: en annar aðbúnaður til fyrirmyndar Allur aðbúnaður á keppnisstað hér í Sviss er til mikillar fyrirmynd- ar, margfalt betri en var á Möltu, þegar síðasta Ólympíumót fór fram. Þó er einn galli á, en það eru taflmennirnir, sem notaðir eru. Þetta eru taflmenn, eins og börnum eru gefnir í jólagjöf áður en þau læra mann- ganginn, og hreint út sagt furðulegt að notast skuli vera við svona drasl. Þátttökuþjóðirnar á mótinu eru 94 og eftir tvær fyrstu um- ferðirnar var íslenska sveitin í 15. til 23. sæti með 6 vinninga. Jóhann Þórir hefur þegar gefið út fyrsta eintakið af móts- blaðinu, sem hann annast um útgáfu á. Þetta er hið myndarleg- asta blað, 48 blaðsíður og gefið út í 60 þúsund eintökum. Jóhann er með einvalalið íslendinga, sem hjálpa honum við útgáfuna, þar á meðal lögfræðinga, enda mun ekki af veita, því að mikið er lagt undir við útgáfu mótsblaðsins og því varla fyrir einn mann að annast allt sem að þeirri útgáfu snýr. -hól/S.dór. Verkamannafélágið Hlíf: Samníngar lauslr 1. des. Viðureign okkar íslendinganna við Albani gekk þokkalega, náðum jafntefli 2:2. Við Jón L. Árnason gerðum jafntefli, Margeir Pétursson vann, en Jó- hann Hjartarson tapaði. Skák mín fór í bið, en and- stæðingur minn bauðmér jafntefli um leið, sem ég þáði eftir smá umhugsun. Sennilega hefur staða mín verið lakari, ef eitthvað var. Albanir neituðu hinsvegar að tefla við þessar þrjár þjóðir, komust upp með það, og þess Það má geta þess til gamans, að eftir fyrstu umferðina voru Al- banir jafnir Sovétmönnum, Bandaríkjamönnum og ísraels- mönnum að vinningum og áttu því að tefla við einhverja þeirra. vegna lenti íslenska sveitin gegn þeim. -hól/S.dór Taflmennirnir eins t •• r* r r • r 1 • •• Þ og born fa 1 jolagjoí Fjölmenni var í Iðnó á laugardaginn. Fremstur (annar frá vinstri) er Tryggvi Emilsson. Ljósm. - eik - . Fjölmenni á dagskrá til heiðurs Tryggva Emilssyni áttræðum: Fiölbreytt og vel flutt Mikið fjölmenni var á dagskrá um verkafólk í bókmenntum til heiðurs Tryggva Emilssyni átt- ræðum, en hún var flutt í Iðnó s.l. laugardag. Tryggvi las sjálfur úr eigin verkum, Eðvarð Sigurðsson flutti ávarp frá Dagsbrún og Þor- leifur Hauksson fjallaði um stöðu Tryggva í íslenskurri bókmenntuin. Að öðru leyti byggðist dagskráin á upplestrum, leikatriðum og söng úr íslenskum verkum er tengjast sögu verkafólks. Kynnir var Silja Aðalsteinsdótt- ir, en lesarar, söngvarar og leikarar voru: Guðmundur Ólafsson, Krist- in Ólafsdóttir, Olga Guðrún Arna- dóttir og .Þorleifur Hauksson. Guðmundur Hallvarðsson sá um undirleik. Margir baráttufélagar Tryggva frá fyrri árurn voru mættir á þessa fjölmennu samkomu, og dagskráin þótti fjölbreytt, vönduð og vel flutt. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarflrði hefur sagt upp kaupliðum samn- ings síns frá í sumar, frá og með 1. desember n.k. Það þýðir að Hlíf getur boðað til vinnustöðvunar eftir 1. desember með viku fyrirvara. Þessi ákvörðun var tekin á almennum félagsfundi Hlífar fyrir helgi. „Við teljum stöðuna í kaupgjalds- málum vera það ótrygga þessar vikurnar að okkur beri skylda til að hafa samninga lausa, þannig að verkafólk geti gripið til varnar- aðgerða með sem skemmstum fyrirvara“, sagði Hallgrímur Pét- ursson formaður Hlífar í samtali við Þjóðviljann. „Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar eru í deiglunni núna, og við teljum sjálfsagt að verkalýðshreyf- ingin standi sem best að vígi, komi vísitöluskerðingaráformin til fram- kvæmda“, sagði Hallgrímur að lokum. Ólympíuskákmótið: Síðustu fréttir Biðskákir úr 3ju umferð Ólym- píu skákmótsins í Sviss voru tefldar í gærkvöldi. Þessi urðu úrslitin: Guðmundur tapaði fyrir McNab. Skátahreyfingin sjötug í dag í dag minnast Skátar þess að hreyfing þeirra hér á landi er sjötug. Klukkan hálftíu verður blómsveigur lagður að gröf fyrsta skátahöfðingjans, Axels Túliníusar, í gamla kirkjugarðinum. f kvöld verða skátafélög landsins með kvöldvökur hvert á sínurn vettvangi. Jón L. vann Combie og Margeir gerði jafntefli gegn Swanson. Skotar og íslendingar skildu því jafnir í karlaflokki, 2-2. íslensku kvennasveitinni vegn- aði betur og vann Finna með 2 vinningum gegn einum. Guðlaug kom á óvart og sigraði Laitinen eftir tvísýna skák. Sigurlaug tapaði fyrir Pihlajamaki og Áslaug vann Ristoja. Júgóslavar eru nú efstir í karla- flokki með 10 vinninga en í 2.-3. sæti eru Sovétmenn og V- Þjóðverjar með 9.5 vinninga og biðskák. í kvennaflokki eru Kínverjar efstir með 7.5 vinning og biðskák og í 2.-3. sæti eru Pólverjar og Ung- verjar með 7 vinninga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.