Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. nóvember 1982 Mogens Ellegaard á íslandi Hinn kunni danski harmon- ikkuleikari Mogens Ellegaard verður staddur hér á landi 3.- 9. nóvember. Er hann á leið til Bandaríkjanna í konsertferð mcð eiginkonu sinni Mörtu Bene þar sem hann leikur ein- leik með sinfóníuhljóm- sveitinni í Toledo. Mogens Ell- egaard er dósent við Kgl. danska Mussikkonservatori- um í Kaupmannahöfn. Ellegaard og frú halda hér tvenna tónleika í Norræna húsinu; hina fyrri 5. nóv. kl. 20.30, og verða leikin m.a. verk eftir Pcr Nörgárd, Tor- björn Lundquist, Arne Nord- heim og Ole Schmidt. En á scinni tónleikunum sem verða sunnudaginn 7. nóv. kl. 20.30, leikur hann verk eftir P. Ross- ini, Rimsky-Korsakow, einnig búlgarska þjóðlagatónlist og margt fleira, samhliða því sem hann fjallar um sögu harmon- íkunnar. Eru þau hér á vegum Tónskóla Emils. - Aðgöngum- iðar verða seldir í Norræna húsinu. Herstöðva- andstœðingar Styðjum PLO Herstöðvarandstæðingar hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna og lí- banskra samherja þeirra gegn hamslausri árásar- og útþen- slustefnu stjórnvalda ísraels- ríkis og fordæmir afskipti Bandaríkjamanna af málum þeirra. Þau afskipti fólust m.a. í því aö skilja almenning í V-Beirút eftir varnarlausan sem byssuf- óður fyrir hægrisinnaða of- beldismenn. f lok ályktunar Samtaka herstöðvaandstæð- inga segir: „SHA skora á íslensk stjórnvöld að veita frelsissam- tökum Palestínumanna, PLO, pólitíska viðurkenningu og stuðning. Samtökin árétta þá stefnu sína að styðja smáþjóðir og alþýðu víða um heim, sem eiga í hatrammri baráttu fyrir lífi og freisi.“_V- Flugleiða- menn efstir Skáksveit Flugleiða er ■ ef- sta sæti á alþjóðaskákmóti flugfélaga sem haldið er í Tampa í Fiórida þessa dagana. Að afloknum 6 umferðum af 8 er sveit Flugleiða í efsta sæti með 1972 vinning. f öðru til þriðja sæti eru sveitir Varig flugfélagsins í Brasilíu og Pak- istan Air með 17 vinninga. f fyrstu umferð sigraði sveit Flugleiða sveit Air Lilu 4-0. Þá sveit KLM 4-0 og eins sveit Lufthansa 4-0. Flugleiða- menn töpuðu fyrir sveit Varig L/2 -272 og gerði jafntefli við Air Pakistan 2-2. f sjöttu um- ferð sigraði síðan sveit Flug- leiða sveit British Airways 4- 0. -lg.• REPUBLÍCA DE CUBA MCNÍ5TE8IO DB DEPENSA NACIONAL TARJETA N? EXP. DAC. N» N««b«:4iiiiani NaturAÍ dc dLDJL Cotfs SlAnMð T«lJa P*chð ’oUcf* Nacíonal IdenliíÍ 165 MILLONES PARA RETIROS Y PEHSIOBES Y 85 PARfi VlVllNÐftS TODOSALA PLAZA CIVICA EL2ÐEENER0 Armando Valladares sem hinir 17 voru handteknir á sín- um tíma. Hann man eftir hand- tökunni, en ekki eftir Valladares. Hann segir hins vegar að þessir menn hafi allir átt það sameiginlegt að vera fyrrverandi félagar í lög- reglu Batista. Greinarhöfundur grefur síðan upp dómsskjöl, þar sem forsendum dómsins yfir Valladares er lýst. Þar er Valladares m.a. gefið að sök að hafa sprengiefni undir höndum, sprengjur og hríðskotabyssur, og hafa meðhöndlað vopn ólöglega, að skjóta skjólshúsi yfir liðhlaupa og fyrir að hafa verið í sambandi við bandarísku leyniþjónustuna. Dómurinn er fyrir glæp gegn ríkinu og andbyltingarsinnaða starfsemi. Greinarhöfundur fór einnig á sjúkrahús þar, sem Valladares var til meðferðar. Hann neitaði hins vegar að gefa greinarhöfundi við- tal, en skáldið leit vel út, að sögn þrátt fyrir sjúkdóm sinn, og bar það ekki með sér að vera orðinn 42 ára. Blaðamaðurinn fékk hins vegar að vita, að Valladares hefði hlotið umfangsmikla læknismeðferð fær- ustu sérfræðinga eftir hungurverk- fallið, en lömunin stafaði einmitt af næringarskorti, sem hungurverk- fallið hafði valdið. Áróðursherferð? Kúbönsk stjórnvöld líta á Valladares-málið sem tilbúna ár- óðursherferð. Þau hafa einnig sent frá sér gögn um málið. Þar á meðal myndir af skírteini Valladares frá Batista-lögreglunni, ljósmynd af frétt blaðsins Revolucion um hand- töku hans, ljósmyndir af fórnarl- ömbum sprengjutilræðanna og plagg er sýnir að sérstakir meðmæl- endur skáldsins í Batista-lögregl- unni hafi verið alræmdir blóðhund- ar úr liði harðstjórans. Við birtum hér ljósmyndir af lögregluskírteini skáldsins og fors- íðu blaðsins Revolucion frá 30 des- ember 1960, þar sem birtar eru m.a. myndir af vopnabúri hinna handteknu, og getur svo hver og einn gert upp hug sinn, um hver sé sannleikurinn í þessu undarlega mali. - ólg. „Ég hef varla séð nokkuð jafn áhrifamikið. I 22 ár hafði hann set- ið í fangelsi vegna hugsana sinna. Svo var honum skyndilega flogið yfir Atlantshafíð. Og nú stóð hann þarna, skáldið Armando Valladar- es, fyrir framan blossandi Ijósmyndavélar í Orly flugvellinum fyrir sunnan París...“ Þannig hefur fréttaritari Dagens Nyheter frásögn sína af komu kú- banans Armando Valladares til Parísar, en mál hans hefur verið mjög ábarandi í fjölmiðlum að undanförnu og hafa frásagnir oft verið æði þverstæðukenndar Hver er Armando Valla- dares? „Þessi 45 ára gamli rithöfundur var í eina tíð leiðtogi kúbanskra stúdenta og hjálpaði byltingarfor- ingjanum Fidel Castro að komast til valda 1959“, segir DV í nafn- lausri grein 25. okt. sl. og tilgreinir ekki heimildir. „Vissi ekki fyrir hvað hann var fangelsaður“ segir Morgunblaðið í fyrirsögn á forsíðu sama dag en get- ur þess þó örlítið neðar í fréttinni að Valladares hafi „verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist 1961, án þess að hafa verið ákærður fyrir nokkurn Hugsjónafangi eða hryðjuverkamaður? ákveðnari glæp en skemmdarstarf- semi“. „Sagan um Valladares er saga um sterka kristna trú og djúpan kærleika úr fjarlægð á milli tveggja mannvera“, segir Olaf Dahlberg, fréttaritari Dagens Nyheter, sem hitti skáldið í íbúð leikrita- höfundarins Arrabals í París. „Ég er enginn hryðjuverkam- aður og ég hef aldrei verið í lög- reglu Batista, eins og haldið hefur verið fram. Þegar ég var handtek- inn í desember 1960 voru engar sannanir gegn mér, engin vopn, engin sperngjuefni ekki einu sinni áróðurgegn stjórninni. Égvar yfir- heyrður tvisvar í 15 mímútur, það var allt og sumt, og síðan var ég dæmdur í 30 ára fangelsi..." hefur fréttaritari DN eftir Valladares og heldur sfðan áfram: Valladares vann fyrir ríkisstjórnina, bæði fyrir og eftir byltingu. Á síðasta valdaári Batista hafði hann það verkefni hjá hinni borgaralegu lögreglu að kanna reiknings- og skriftar- kunnáttu þeirra er sóttu um vinnu. Þetta var sú forsenda sem Valla- dares segir að notuð hafi verið, þegar hann var ákærður fyrir að hafa verið í Batista-lögreglunni. Valladares hefur lítið viljað segja af hinni löngu fangelisdvöl sinni eftir að hann varð frjáls og frábeðið sér athygli fjölmiðla. Þó hefur komið fram, að hann hafi þjáðst af lömun á meðan á fanga- vistinni stóð. Hann segist enn fremur vera hættur ritstörfum. Hver hefur svelt hvern? „Var sveltur, er hann hafnaði pólitískri endurhæfingu,“ stendur í fyrirsögn í Morgunblaðinu 26. okt. Hefur blaðið það eftir Le Monde Lögregluskírteini skáldsins, gefíð út af varnarmálaráðuneyti harðstjórans Batista, sem sýnir að hann hafi verið meðlimur í hcrlögreglunni einu og hálfu ári fyrir byltinguna á Kúbu. „Ég lifði fanga vistina af fyrir heita trú mína og hreina samvisku“, sagði kúbanska Ijóðskáldið Armando Valladares við komuna til Parísar. Frétt í blaðinu „Revolucion“ 30. des. 1960, þar sem sagt er frá hand- töku Valladares og sprengiefnum þeim sem hann og félagar hans höfðu í fórum sínum. að honum og öðrum föngum hafi verið neitað um mat nema af mjög skornum skammti í 66 daga þannig að hann lamaðist af næringar- skorti. Olof Dahlberg segir í DN: „Á miðjum 7. áratugnum gaf Valla- dares út ljóðabók með titlinum „Úr hjólastólnum". Þar segir hann frá því að hann hafi neitað að taka þátt í hugmyndafræðilegri um- skólun en þess í stað hafið 46 daga langt hungurverkfall, sem hafði síðan þær afleiðingar að hann lam- aðist á báðum fótum." í viðtalinu í DN lýsir hann síðan í stuttu máli og almennum orðum hinu ömurlega lífi sem fangavistin hafi verið og segir að lokum að hann hafi heyrt, að á Kúbu séu um 330 manns sem setið hafi inni jafn lengi og hann. Hryðjuverkamaður? Okkur hér á Þjóðviljanum hafa borist enn fleiri heimildir um Ar- mando Valladares. Meðal þeirra er grein úr spánska tímaritinu „Int- erviu" frá janúar 1981 eftir José A. Pages. Blaðið sendi greinar- höfundinn til Kúbu til þess að kanna málið, og hann komst þar að því, að Valladares hefði hvorki verið ákærður fyrir hugsanir sínar né fyrir það að hafa verið í lögreglu Batista, heldur hefði hann ásamt með 17 öðrum verið dæmdur fyrir að vera félagi í hryðjuverkahóp, sem þegið hefði sprengiefni frá CIA, sprengt sprengjur á almanna- færi og orðið vegfarendum, konum og börnum að bana. Höfundurinn vitnar í samtímafrásögn af málinu í blaðinu „Revolucion" frá 30. des. 1960, þar sem hinir 17 eru nafn- greindir, þar á meðal Valladares, og sagt „að þeir hafi hlýtt fyrirmæl- um frá bandaríska sendiráðinu í höfuðborginni (því var ekki lokað fyrr en síðar - innskot ólg.) og sam- kvæmt þeim hafi þeir á glæpsam- legan og tillitslausan hátt komið fyrir sprengjum við verslanir, þar sem aðallega konur og börn komu saman. Þau skilríki, stríðstól og sá sprengjubúnaður, sem fannst í fó- rum hinna handteknu sýna tengsl þeirra við yankie-heimsvalda- stefnuna, að agentar hennar veittu þeim beina aðstoð við framkvæmd hryðj u verkanna... “ Glæpir gegn ríkinu Greinarhöfndur gróf upp lögreglumann, á eftirlaunum sem var lögreglustjóri í hverfinu þar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.