Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. nóvember 1982 88,5% pólskra verkamanna styðja Solidarnosc samkvæmt leynilegri könnun yfirvalda Vísindastofnun miðnefndar pólska verkamannaflokksins um grund vallaratriði marxismans-lenínismans hefur látið gera könnun meðal 4000 pólskra verkamanna, sem vaidir voru af handahófí, og sýndi könnunin að 88,5% pólskra verkamanna styðja það að óháðu verkalýðssamtökin Solidarnosc verði lögleg á ný sem verkalýðssamband. Könnunin leiddi jafnframt í ljós, að pólskir verkamenn líta ekki gagnrýnislaust á forystu samtak- anna, því um helmingur vildi að skipt yrði um forystu með lýðræðis- legum hætti. Könnun, sem gerð var í júní, sýndi að fjórðungur aðspurðra ótt- aðist að samtökin yrðu dæmd ólögleg. Um 85% sögðust virða stjórnarskrána og eignarrétt sam- félagsins á framleiðslutækjunum. í niðurstöðum rannsóknarinnar er lögð áhersla á ábyrgðartilfinningu verkamanna og nauðsynina á op- inni umræðu. Niðurstöður rannsóknarinnar áttu að vera leynilegar og eingöngu til brúks fyrir stjórnvöld, en þær láku út í lok októbermánaðar og var frá þeim sagt í danska blaðinu Information nýlega. Greinarhöfundur, sem hefur góð sambönd við áhrifaöfl innan Einingar, segir að leiðtogar sam- takanna hafi hvatt herráðið til að Andófsmenningin í Póllandi þrífst meðal annars í fangelsunum þar sem fangar hafa skorið í kartöflur og línóleum myndir sem síðan eru fjölfaldaðar og seldar þeim til styrktar. Hér eru dæmi um slíkar falla frá lögbanni á samtökin skömmu áður en það var samþykkt af þinginu, og var í þeirri hvatningu sett fram tilboð um samvinnu við pólsk stjórnvöld á þeim grundvelli sem Lech Walesa og meirihlutinn í samtökunum hafði staðið fyrir: Eining'skyldi virða stefnu flokksins í utanríkismálum og skuldbinding- ar gagnvart bandamönnum innan Varsjárbandalagsins ef flokkurinn og stjórnvöld viðurkenndu Ein- myndir. Sum merkin bera nöfn fangabúðanna þar sem þau hafa verið gerð: Bialoleka, er eitt af þeim. Stóra myndin af verka- lýðshetjunni með krosslagðar hendur er einnig táknræn. Örninn ingu sem jafningja í viðræðum um lausn innanaríkismála. Greinarhöfundur segir að eftir lögbannið hafi Eining breytt um stefnu: ,,Eining á nú um það að velja að verða brotin á bak aftur af valdstjórninni eða grafa undan valdi hennar. Þess vegna höfum við hafið markvissa áróðursherferð á meðal óbreyttra innan lögreglunn- ar og hersins" er haft eftir ónefnd- um málsvara Einingar. eða krakan í horninu t.h. er háðungarmerki um herráðið, en skammstöfun á nafni herráðsins VRON, getur líka verið hljóðlíking við krákuskræk. Andófsmenning Andstaðan gegn lögbanninu á Einingu nær langt út fyrir vinnu- staði og er útbreidd einnig á meðal menntamanna og námsmanna. Andspyrnan kemur meðal annars fram í miklu flóði hvers konar neðanjarðarútgáfu á bókum, blöðum, veggblöðum og annarri menningarstarfsemi, sem beinist ; gegn herlögunum. Heimildir I herma að slík útgáfustarfsemi hafi stóraukist frá því Eining var bönn- uð, en tæknileg vinna á þessum út- gáfum er oft frumstæð vegna þess að stjórnvöld hafa gert fjölritunar- og prenttæki Einingar upptæk. „Hér er um að ræða andófs- menningu, sem er ónæm fyrir á- róðri ríkisvaldsins", er haft eftir einum heimildarmanninum, og styrkur þessarar andófshreyfingar kemur einnig fram í öðru: Sam- kvæmt könnun Einingar á sala á bókum og blöðum sem stjórnvöld gefa út að hafa dregist saman um allt að 50%. Þetta hefur verið við- urkennt sem vandamál af yfirvöld- um, eins og nýlega kom fram í stær- sta dagblaðinu í Varsjá, Zycie Warszawy, þar sem sagði að 44 dagblöð í landinu seldust nú í 7,9 miljónum eintaka miðað við 9,9 miljónir á sama tíma 1981. Neðanjarðarblöðin sem gefin eru út í Póllandi flytja meðal ann- ars fréttir af andófsaðgerðum og i refsiaðgerðum stjórnvalda. Þá hafa neðanjarðarútgáfurnar birt vitnisburði úr fangelsum þar sem misþyrmingum og ofbeldi er lýst. Þá hefur í í fangelsunum blómstrað ný tegund svartlistar: fangar hafa skorið myndir í kartöflustimpla og línóleumpjötlur og þeim hefur síð- an verið smyglað út og þær fjölfald- aðar og seldar til styrktar föngun- um og til þess að safna fyrir sektum þeirra. Dæmi um slíkar myndir er að finna í myndinni hér á síðunni. -ólg. Skipa- smíðar undir heraga Þar sem í slendingar hafa flestir litla reynslu af heraga og hvað hann felur í sér, skulu reglur þær, sem settar voru unn í verk- smiðjunum, í Lenín-skipasmíða- stöðinni í Gdansk. Tilskipun nr. 1 Frá herstjóra (kommandant) Lenínskipastöðvanna í Gdansk Varðandi heraga í skipasmíða- stöðinni: í samræmi við ákvörðun ráð- herra véla- og stáliðnaðarins varðandi reglur um heraga er hér með tilkynnt að Lenín- stöðvarnar eru nú í einu og öllu undir heraga. Vinnusamningar allra starfs- manna eru hér með úr gildi, en við taka samskonar reglur og gilda við innköllun í herinn. Þeir sem gegna starfi við stöðv- arnar geta ekki að eigin frum- kvæði sagt upp störfum eða lagt niður vinnu. í samræmi við heragareglurnar og á grundvelli lagatilskipunar frá 12.12 1981 um gildistöku her- laga og laga frá 21.11 1967 um almenna herskyldu set ég eftir- farandi reglur: 1. Skilyrðislaust bann við verkföllum og mótmælum. 2. Skilyrðislaust bann við sér- hverri tegund upplýsingamiðlun- ar í gegnum hátalarakerfi stöðvanna, með dreifiblöðum eða annarri útgáfustarfsemi án skriflegs leyfis frá mér. 3. Óllum tilskipunum yfir- manna skal hlýtt, eins og um til- skipanir í her væri að ræða, og skulu sömu viðurlög gilda við óhlýðni. Þessari reglu er ekki hægt að áfrýja. Samtímis skal bent á að þeir sem gegna starfi í herdeild eru refsibærir samkvæmt þeim regl- um, sem gilda um hermenn í al- mennri herþjónustu, sbr. gr. 234, 1. mlgr. Eftirfarandi reglur gilda: 1. Sá sem ekki mætir til her- þjónustu þegar herlög gilda skal dæmdur í að minnsta kosti tveggja ára fangavist. 2. Hermenn sem ekki fram- fylgja skipun eða brjóta gegn anda hennar skulu dæmast í allt að 5 ára fangavist. 3. Hermenn sem neita að framkvæma þær skyldur og þjón- ustuverk er þessar tilskipanir fela í sér skulu dæmast til fangavistar í 6 mánuði til 5 ár. 4. Hermenn sem yfirgefa her- deiid sína eða tilskipaða varðstöð í meira en 2 almanaksdaga skulu dæmdir til tveggja ára fanga- vistar. 5. Hermenn sem beita yfir- menn sína hótunum eða valdi í þeim tilgangi að trufla þá í starfi eða fá þá til að hætta störfum skulu gjalda með 6 mánaðar til 5 ára fangavist. 6. Sá sem skipuleggur verkföll eða mótmæli skal dæmast til allt að 5 ára fangavistar. 7. Sá sem leggur hald á farar- tæki með það fyrir augum að skipuleggja verkfall dæmist í 3 ára fangavist. 8. Sá sem safnar, geymir, flytur eða boðsendir prentað mál, hljóðritanir eða kvikmynd- ir, er hafa að geyma upplýsingar er geta leitt til almenns óróa eða á annan hátt veikt varnarmátt Pól- lands skal dæmdur til allt að 5 ára fangavistar. Reglur þessar taka þegar í stað gildi. Umsjón með að þeim sé fylgt eru í höndum staðgengla minna í deildum skipasmíða- stöðvanna. Herstjóri skipasmíðastöðvanna mag. ing. Stanislaw Zaczek L íkamsrækt f\ JSB o Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og við erum stolt að bjóða meiri og fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu. Síðasta námskeió fyrír jól að hefjast Nýtt námskeið hefst 15. nóvember * Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri / * 50 mín æfingatími með músík * Sturtur - sauna - Ijósböð - gigtarlampar * Hristibelti - hjól - róðrarbekkur o.fl. * Morgun- dag og kvöldtímar * Stuttir hádegistímar með Ijósum (sólbekkir) * „Lausir tímar“Jyrir vaktavinnufólk Fyrir þær sem eru í megrun * Matarkúrar og leiðbeiningar - vigtun og mæling * 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku Opnum kl. 8 fyrir hádegi í Bolholti Nýtt - Nýtt Ath.: stuttir hádegistímar með Ijósum 25 mín. leikfimi mín. Ijós. Líkamsrækt JSB, 15 Suöurveri, sími 83730. Bolholti 6, sími 36645. ■jM Tvö ár liðin frá viður- kenningu Solidamosc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.