Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. nóvember 1982 Sigurður Pálsson ____skrifar um_ veiðimál Það hefur orðið að ráði að hér í Þjóðviljanum birtist greinar um veiðimál, nánar tiltekið málefni stangaveiðinnar. Einhverjum kann að þykja skrýtið að taka upp á þessu núna í byrjun vetrar, en veturinn er góður til þess að hugsa ráð sitt um þetta efni. Höf- undur pistlanna mun reyna að láta þá birtast reglulega og hver grein fjallar um afmarkað við- fangsefni. Þekkingu höfundar er þannig háttað að þeir sem lítið eða ekkert vita um þetta, verða einhvers fróðari. Hinir, sem rrúk- ið vita, þurfa ekki að búast við að sækja margt nýtt í þættina, þó gæti það vissulega komið fyrir. Allt sem sagt verður hér, er á ábyrgð höfundar og ekki ann- arra. Málefni stangaveiðinnar eru hvað skipulag snertir í nokkuð föstu formi. Stangaveiðimenn hafa myndað félög um þetta áhugamál sitt, minnugir þess að „sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér“. Svona félög eru í flestum bæjum og þorpum landsins. Við þekkjum þessi nöfn mörg hver: Stangaveiðifélag Reykjavíkur,-Akraness,- Kefla- víkur o.s.frv. Félögin hafa með sér samband, Landssamband Stangaveiðifélaga. Veiðiréttar- eigendur hafa líka sín sérstöku félög. Þau heita veiðifélög og hafa sitt samband, Landssam- band veiðifélaga. Stangaveiðifé- lögin og veiðifélögin eru oftast þeir er semja á milli sín um leigu á veiðirétti. Þriðji aðilinn sem ég vil geta um að þessu sinni er Veiðimálastofnun. Henni er ætl- að mikið hlutverk, sem er yfir- stjórn lax- og silungsveiðinnar og vísindarannsóknir. Veiðimála- stjóri er yfirmaður stofnunarinn- ar. Þessir aðilar sem nú hafa verið taldir eru stærstu skipulegu ein- ingar veiðimála á fslandi. Ætlun- in er að helga hverjum þessara eina eða tvær greinar og byrja á stangaveiðifélögunum. Stangaveiðifélögin eru misstór og hafa þessvegna mismunandi möguleika á að tryggja félags- mönnum aðgang að veiði. Nú er rétt að fara yfir helstu viðfangs- efni þessara félaga. Við skulum hugsa okkur að eitthvert félag hafi nú þessa daga náð samningum um veiðirétt í einhverri á. í ánni er leyft að veiða á 3 stangir, frá 20. júní - 20. sept. ár hvert. Ekkert veiðihús er við ána. Nú skipar stangaveiðifélagið árnefnd. Hennar hlutverk er að ■sjá um uppbyggingu á aðstöðu fyrir veiðimenn við ána og kynna sér örnefni, svo hægt sé að merkja veiðistaði réttum nöfn- um. Svo þarf að láta gera kort af ánni og nágrenni hennar til þess að veiðimenn eigi gott með að átta sig á öllum staðháttum. Veiðibændur gefa allar upplýs- ingar varðandi örnefni, leiðir að hinum ýmsu veiðistöðum og ým- islegt fleira sem að þessu lýtur. Nöfn á veiðistöðum þarf að mála á spjöld og hafa þau tilbúin fyrir vorið. Svo er það húsið. Eins og fyrr sagði er veitt á 3 stangir í ánni og þess vegna þyrftu að vera 3 her- bergi í húsinu og tvær kojur í hverju. í sparnaðarskyni eru þau höfð eins lítil og kostur er. Svo þarf að vera aðstaða til að elda mat. f einhverju skoti þurfa menn að sitja þegar þeir borða mat sinn og ræða málin um stund á eftir, því margs er að vænta í veiðiskap. Ekki má gleyma snyrt- iaðstöðu í þessu húsi og góður hiti þarf að vera í því. Arvatnið er ansi blautt þegar það hellist ofaní stígvélin eða vöðlurnar. Þess vegna þurfa menn að geta þurrk- að föt sín. Eitthvert afdrep þarf að vera þar sem hægt er að hengja hlífðarföt og einnig þurfa menn að geyma veiði sína óskemmda. Af þessari romsu er hægt að sjá að þarna er ekki lítið á ferð. Hér eru kvaddir til vinnufúsir menn. Sérhlífni mega þeir ekki þekkja, því þeir fá ekkert kaup fyrir vinnu sína. Félagið kaupir efni í húsið og annað ekki. Þetta er nógu dýrt samt. Hér var ekki ætlunin að byggja hótel með bar og hér verð- ur ekki kokkur eða ráðskona. Þeir sem koma hingað til veiða, þurfa að hafa fyrir öllu sjálfir, utan húss og innan. Taka við hús- inu hreinu og skila því hreinu „það er taxtinn." Einhvernveginn svona er stað- ið að verki mjög víða. Þarna reynir á samstöðu félagsmanna og hún reynist alltaf góð þegar til á að taka. Þegar allt er komið á sinn stað við ána, hefur árnefndin það verkefni að halda öllu í lagi og sjá um að allt fari fram eins og til er ætlast. Félagsmenn leggja yfirleitt metnað sinn í að ganga snyrtilega um hús og veiðisvæði. Sums staðar er þetta jafnvel svo að maður gæti haldið að Steinar í Hlíðum hafi einn gengið þar um garða. Auk þess sem hér hefur verið sagt frá, fer veruleg vinna í út- hlutun og sölu veiðileyfa. Þá kemur oft fyrir að margir sækja um sömu veiðidaga. Reynt er þá að kanna hvort einhver getur ekki fært sig á aðra veiðidaga sem eru ef til vill lausir. Þegar það er ekki hægt lengur, eru spilin tekin fram og menn draga um veiði- dagana. Nú er að geta um félagslíf sem er bæði til fróðleiks og skemm- tunar. Námskeið eru haldin fyrir þá sem vilja læra að kasta flugu. Þau eru mikið sótt, enda er þetta vandasöm íþrótt sem menn verða seint fullnuma í. Svo eru haldin námskeið fyrir unglinga hjá mörgum félögum. Þar er kennt flest það er lýtur að meðhöndlun veiðitækja og hvernig skynsam- legt er að búa sig að heiman með nesti og fatnað. Einnig er lögð áhersla á að gengið sé að þessum leik af fullri kurteisi við menn og málleysingja. Félögin halda fræðslu- og skemmtikvöld, auk árshátíðar að sjálfsögðu. Slysavarnir eru líka meðal þeirra mála sem stanga- veiðifélögin láta til sín taka, enda er fátítt að slys verði þar sem þau fara með málin. Hér hafa ekki verið talin fjölmörg málefni sem stangaveiðimenn láta sig varða. Einkum vantar stærri málin sem sameiginleg eru og Lands- samband stangaveiðifélaga fer með. Úr því verður reynt að bæta að hálfum mánuði liðnum. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Vaka í Síðumúlann Bókaforlagið Vaka hefur flutt starfsemi sína að Síðumúla 29 í Reykjavík. Þar eru skrifstofur Vöku, forlagsverslun og bókalager í 300 fermetra húsnæði. Bókatitiar forlagsins eru 30 á þessu ári af margvíslegum toga. Finnur P. Fróðason hannaði innréttingar í nýju húsnæði Vöku. 0PAS/-O ú lll ^ w Tilboð óskast í skíðalyftu (stólalyftu) fyrir Bláfjöll v/ íþróttaráðs Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. des- ember n.k. kl. 11 f.h. 20% landsmanna stunda stangveiöar aö ráöi Kosta hvern laxveiði mann yfir 12.500 kr. Um 20% landsmanna á aldrinum 25-50 ára stunda stangaveiði að eínhverju marki, þar af eru nærri 85% karlar og rúm 15% konur. Þessar upplýsingar koma fram í könnun Félagsvísindadeild Háskól- ans hefur unnið undið stjórn Sigur- jóns Björnssonar prófessors fyrir Landssamband stangaveiðifélaga. Heildarniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en um áramót, en á blaðamannafundi í gær kynnti stjórn Landssambandsins nokkrar af þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir. 500 landsmenn fengu senda spurningalista og voru innheimtur Einungis 16,7% stunda laxveiðar en 77% silungsveiðar. allgóðar eða um 65%. Langflestir stunda silungsveiðar eða nærri 77%. Þar af stunda rúm 25% einn- ig laxveiðar, en einungis 16,7% eingöngu laxveiðar. 60% sögðu tímaskort hindra frekari ástundun stangaveiða. Þriðjungur taldi sig eyða árlega sem svarar 2500-12500 krónum að núvirði til stangaveiða. Fjórðungur sagðist eyða innan við 2500 krón- um á ári, en rúm 15% yfir 12.500 krónum. Það er svo til sami fjöldi og segist eingöngu stunda laxveið- ar. 4,5% töldu sig ekki bera neinn kostnað af stangaveiði. -Ig- Starfshópur sjö samtaka Stríðsleikföngunum er sagt stríð á hendur Sjö félög hafa tekið höndum saman um að skora á alla barnavini að gefa börnum ekki leikfanga- vopn. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Félag íslenskra sérkennara, Fóstrufélag íslands, Hjúkrunarfélag íslands, Kennara- samband íslands, Félag þroska- þjálfa og íslenska þjóðkirkjan hafa myndað með sér starfshóp sem hef- ur þáð að markmiði að efna til mál- efnalegrar umræðu um áhrif leik- fanga, sem eru eftirlíkingar vopna. Áhersla verður lögð á að vekja fólk til umhugsunar um þann veruleika, sem þarna liggur að baki, veru- leika, sem er fjarlægur en óhugn- anlegur. í leikfangaverslunum er fjölbreytni og framboð þessara leikfanga hreint ótrúlegt og margir foreldrar og uppalendur telja ó- æskilegt að börn leiki sér að þeim, segir í frétt frá starfshópnum. Ragna Freyja Karlsdóttir sér- kennari veitir upplýsingar ef óskað er um starfsemi starfshópsins í síma 42462, pósthólf 36, Kópavogi. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.