Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. nóvember 1982 Í*4óÐVILJINN — SIÐA 9 vettvanqi „Með vaxandi verksmiðjuiðnaði í höfuðborg landsins varð brátt knýjandi nauðsyn samtaka verkafólks iðnaðinum að stofna samtök, sem yrðu sameiginlegir samningsaðilar um kaup og kjör og vinnutíma, ekki síst vegna þess að Félag íslenskra iðnrekenda var þá þegar stofnað og því aðili til að semja við. 1934 færðist Alþýðusamband íslands, sem þá var reyndar sama og Alþýðuflokkurinn, mjögí aukana með stofnun margra nýrra verkalýðsfélaga og vaxandi meðlimatölu eldri félaga. Sumarið 1934 undirbýr Alþýðusambandið drög að stofnun Iðju. Hinn 17. október það ár var boðað til stofn- fundar“. „Menntun iðnvericafólks verður að stóraukast” Með framangreindum hætti lýsir fyrsti formaður Iðju, Runólfur Pét- ursson, nú látinn, stofnun samtaka verkafólks í verksmíðjuiðnaði. í dag er Iðja með tæplega 3000 fél- aga með full réttindi og rekin er umfangsmikil skrifstofa sem sinnir fjölmörgum málum fyrir umbjóð- endur sína. Við gengum á fund nú- verandi formanns Iðju, Bjarna Jakobssonar og báðum hann að greina okkur fyrst frá því hver væru helstu viðfangsefni verkalýðsfél- agsins í önn dagsins? „Það er auðvitað ótal margt sem svona stórt verkalýðsfélag hefur á sinni könnu. Þar má til dæmis nefna túlkun kjarasamninga, líf- eyrismála, slysatryggingamál, or- lofsmálin, útskýringar á réttindum fólks taka alllangan tíma og má í því nefna atriði eins og rétt til atvinnuleysisbóta, sjúkratrygginga og slysatryggingamál. Við erum með sérstakan fulltrúa fyrir okkur í tryggingamálunum, sem er Egill Gestsson. Þá sér Gunnar Zoéga alfarið um lífeyrissjóðinn okkar og réttindi okkar fólks til örorku- og sjúkrabóta eru í góðum höndum Þórdísar Andrésdóttur". Orlofshús í Svignaskarði Þú nefndir orlofsmálin. Þið rekið sumarhús verksmiðjufólks í Svignaskarði? „Jú, það var samið um sérstakan orlofssjóð Iðju árið 1966 og er hlut- verk hans að koma upp sumarhús- um fyrir félagsmenn. Ári síðar keypti sjóðurinn 1/3 hluta jarðar- innar Svignaskarðs en 1968 eignaðist sjóðurinn alla jörðina ásamt Fróðhúsum. Árið 1972 hóf- ust svo framkvæmdir og voru reist 3 hús í upphafi en fjöldamörg hús hafa risið síðan. Við vorum í upp- hafi í samvinnu um uppbygginguna í Svignaskarði með þremur öðrum verkalýðsfélögum og núna er verið að byggja sameiginlega þjónustu- miðstöð fyrir þá umfangsmiklu starfsemi sem fram fer í Svigna- skarði“. Meirihlutinn kvenfólk Hvað með kynskiptingu Iðjufé- laga? segir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks Bjarni Jakobsson formaður Iðju á skrifstofunni. „Meirihlutinn er kvenfólk eða um það bil 60% félagsmanna. Þarna er mest um ófaglært fólk að ræða einkum í saumaiðnaði, ullar- iðnaði, plastiðnaði og einnig eru langflestir sem starfa við húsgagna- iðnaðinn Iðjufélagar. Þá má nefna verkafólk í umbúðamiðstöðvum og ofnasmiðjum, svo eitthvað sé nefnt. Eina faglærða fólkið sem við semjum fyrir eru klæðskerar“ Er Iðja samtök láglaunafólks? „Það má segja að allir félagar í Iðju teljist til láglaunahópanna í þjóðfélaginu. Því er ekki að neita. Hins vegar er flokkaskipun okkar algjörlega samræmd flokkum verslunarmanna og Dagsbrúnar- félaga en fram að samningunum 1980 var mikill mismunur á milli þessara félaga sem einatt varð til þess að fólk sem vann hlið við hlið, skyld eða sömu störf, var á mis- jöfnu kaupi með misjöfn réttindi. Þetta hefur nú verið samræmt þannig að ég legg þessi 3 stóru verkalýðssamtök að jöfnu hvað varðar kaup og kjör umbjóðerida þeirra. Og hver eru svo launin? „Iðjufélagar taka laun sam- kvæmt 6.-16. launaflokki. Lág- markslaun eru samkvæmt ákvæðum samninga ASÍ í dag 7.599 krónur á mánuði fyrir dag- vinnu en samkvæmt okkar 6. taxta eru byrjunarlaun aðeins 6.670 krónur á mánuði. Það er raunar ekki fyrr en í 8. flokki sem samn- ingsbundið dagvinnukaup Iðju fer upp fyrir hin samningsvernduðu al- mennu lágmarkslaun sem má greiða. Byrjunarlaun 16. flokks eru svo 8.195 krónur á mánuði, en þar eru klæðskerar með meistara- bréf. Raunveruleg laun Iðjufélaga, sem til dæmis vinna í ákvæðisvinnu eru þó auðvitað hærri en þessar töl- ur gefa til kynna, en þá er líka vinnuframlagið orðið meira“. Viðræður um bónus Nú hafíð þið staðið í viðræðum við atvinnurekendur um bónus- málin? „Bónusinn hefur aðallega verið tekinn upp í fataiðnaði, ullariðnaði og í húsgagnaiðnaðinum og gerist þessi vinnutilhögun stöðugt al- mennari hjá okkur. Við höfum fylgst náið með framkvæmdinni á vinnustöðunum og notið aðstoðar m.a. Bolla Thoroddsen hagræðingaráðunauts ASÍ við þau mál. Þá hefur mikið starf verið unnið við endurskipulagningu bón- usvinnunnar í fyrirtækjum en þar er um að ræða tvö meginkerfi sem of langt mál væri að lýsa hér í stuttu viðtali. En viðræður standa yfir þessa dagana og við höfum átt fjölmarga fundi með starfsfóiki og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra kerfa sem atvinnurekendur hafa viljað koma á“. Hér mun vera um að ræða tölvu- keyrð kerfí sem miða að sem bestri nýtingu vinnukraftsins. Hvernig hefur þetta reynst út frá sjónarmiði verkafólksins? „í janúar á þpssu ár gerðum við sérsamning við saumastofu Hag- kaupa um þetta tölvukerfi og síðan hefur þetta kerfi verið tekið upp í fjölmörgum fyrirtækjum. Meðal- bónus starfsmanna hefur verið um það bil 40% og ég held að það verði í sjálfu sér að teljast allgóð út- koma. Þessir samningar sem við höfum gert rýmka verulega um vinnuna og einnig eru þar ákvæði um að fyrirtækjunum beri að sjá um endurmenntun starfsmanna“% Þú nefnir cndurmcnntun. Á hvaða vegi er fræðsla iðnverka- fólks stödd um þessar mundir? „Það hefur átt sér stað allvéruleg framþróun í fræðslumálum iðn- verkafólks að undanförnu og 25. ágústs.l. staðfesti menntamálaráð- Núverandi stjórn Iðju samankomin á fundi fyrir skömmu. Hana skipa Bjarni Jakobsson formaður, Guðmundur Þ. Jónsson varaformaður, Guðbjörn Jensson ritari, Jóhann Guðbjartsson gjaldkeri og meðstjórnendur eru þau Guðmundur Guðni Guðmundsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. í varastjórn eru Hannes Ólafsson, Áslaug Magnúsdóttir og Hclga Jörundsdóttir. Ljósm, eik. herra reglugerð um iðnfræðslu. Samkvæmt henni er til dæmis heimilt að efna til fræðslu í verk- smiðjuiðnaði og skal þá Iðn- fræðsluráð skipa fræðslunefnd kunnáttumanna í greininni. Ég held að með frekara öryggi jafnhliða auknum starfsréttindum til frambúðar geti laun þorra iðnverkafólks lyftst upp og að með þeim aðgerðum getum við vænst hvað varanlegustu kjarabótanna". Allgott jarðsamband Nú er stundum talað um að starfsmenn verkalýðsfélaganna séu úr tengslum við hið almenna launa- fólk. Hvernig er þessu háttað hjá ykkur? „Ég vil segja um þetta atriði að samband okkar hér á þessari skrif- -stofu er allgott enda þótt eflaust megi gera betur. Hin litla virkni félaga í verkalýðshreyfingunni er út af fyrir sig áhyggjuefni sem menn hljóta að reyna að finna lavjsnir á, hver sem betur getur. Sem dæmi um samband okkar hér á skrifstofu Iðju get ég nefnt að við keyrum alltaf út alla kauptaxta á hvern vinnustað, sem eru nálægt 300 talsins á okkar svæði. Þá gefum við út Iðjublaðið, sem stefnt er að koma út tvisvar á ári og það er einnig keyrt á alla vinnustaði. Þetta tryggir allgott samband við launa- menn því við stöldrum við og ræðum málin eftir því sem unnt er. Svo má ekki gleyma námskeiðum sem við höfum haldið fyrir trún- aðarmenn okkar en þátttaka í þeim hefur verið góð“. Nú hringir síminn látlaust og annir steðja að formanni Iðju. Hann gefur sér þó tfma til að koma við í nokkrum fyrirtækjum með okkur sem eru á starfssvæði Iðju og árangurinn af þeirri för kemur í ljós á síðum blaðsins eftir fáa daga. Við þökkum Bjarna Jakobssyni fyrir spjallið og þessa stuttu kynningu á samtökum verksmiðjufólks hér á höfuðborgarsvæðinu. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.