Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Leikfélag Selfoss: Dagbók Ónnu Frank eftir Frances Goodrich og Albert Hackett Sveinn Víkingur íslenskaði Leikstjóri og leikmynd: Stefán Baldursson Sagan af dagbók Önnu Frank er öllum kunn: hún fannst eftir stríð í felustað í Amsterdam þar sem fjöl- skylda Otto Franks, fjórar mann- eskjur, og fjórir Gyðingar aðrir höfðu falið sig í tvö ár fyrir nasist- um og skósveinum þeirra. Dag- bókin hefur farið víðar en flestar bækur aðrar sem til hafa orðið á seinni tímum og ber þar margt til: þessi bók er skrifuð við hinar óvenjulegustu aðstæður, sem tengdar eru herfilegustu tíðindum sem yfir nokkra þjóð hafa dunið. Og dagbókin er um leið heillandi mannlegt skjal um lífsþrá og við- leitni til að halda mennskri reisn einnig þegar varla glittir á ljóstýru í feiknarlegur myrkri. Leikritið sem gert var eftir skáldsögunni hefur og víða farið, enda er það mjög vel gert, dregur skýrt fram sérkenni hvers einstaklings sem kemur við sögu í hinu litla samfélagi felu- staðarins og þó best persónu Önnu sjálfrar og hinn sérstæða sigur hennar yfir ömurleikanum. Leikfélag Selfoss kom með sýn- ingu sína á þessu verki í Kópavog á mánudagskvöldið og er sú heim- sókn mjög þakkarverð. í stuttu máli sagt: þetta er mjög vönduð áhugamannalist og reyndar ótvírætt1 afrek. Stefán Baldursson hefur stjórnað sýningunni og nær mjög Halldór Páll og Guðrún Kristmannsdóttir í hlutverkum Péturs og Önnu. góðum árangri, verða ekki neinir teljandi bláþræðir á henni, hún gengur vel og rösklega í öllum þrengslunum á sviðinu (sem eru reyndar meiri en var í felustaðnum, raunverulega). Og þótt leikararnir! séu vissulega misjafnlega vanir óg öruggir kemur ekki upp neinn J vandaræðaskapur, hvér og einn leikari nær að skila sínum „persón- ukjarna“ með fullnægjandi hætti og einatt meira en það. Pétur Pétursson og Kristín Steinþórsdóttir eru vinsamlegir hollenskir vinir og áhyggjufullir bjargvættir Gyðinganna. (Mætti hér vera smá innskot um þýðing- una - mig minnir að Otto Frank segi ekki í spaugi við vin sinn Kral- er, að „við Hollendingar eigum í bölvuðum vandræðum með Gyðingana okkar“ eða e-ð á þá leið heldur segi hann í orðastað Kralers: Enginn skal segja okkur Hollendingum hvað við eigum að gera við Gyðingana okkar). Gunn- ar Kristjánsson er hinn sérgóði Van Daan og Björg Mýrdal kom vel til skila konu hans, sem seint gleymir því að hún var dekurbarn í fínu húsi. Rúnar Lund er Dussel tannlæknir, óþolinmóður og ótta- sleginn og hefur villst alllangt frá húsi feðra sinna. Sigríður Karls- dóttir er frú Frank, gædd mikilli þolinmæði sem þó getur brostið og Þuríður Helgadóttir er Margrét dóttir hennar, hlédræg og jákvæð. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson er Otto Frank og kemst vel frá því að lýsa góðmenni - sem er líklega erf- iðara verk á leiksviði en margur heldur. Halldór Páll Halldórsson % leikhús fer með hlutverk Péturs, sem ekki getur þolað stelpukrakkann fram- hleypna, Önnu Frank, en verður svo hennar fyrsta ást: hann kunni vel að fara með klaufaskap og feimni þessa drengs sem lengst af hefur verið hornreka í hverju boði. En Guðrún Kristmannsdóttir heitir sú kornung leikkona sem fer með veigamesta hlutverkið og er þar skemmst frá að segja, að hún vinnur í túlkun sinni á Önnu Frank hinn besta sigur. Af ágætri smekk- vísi og innlifun sýndi hún ótta hennar og kæti, óþreyju hennar og hjálpfýsi, dapurleika og von um betra líf, betri heim. Það ætti kann- ski vel við að spá Guðrúnu frægð og frama á leiksviði - en á hitt er að líta, að það er útbreidd og gyðing- leg hjátrú, að það beri að fara var- lega í fagnaðarspádómum: betra að hver hugsi sitt, og berji í tré þrisvar til að ill lukka spilli ekki óskunum. ÁB Uffl sannleiksást móralska sigra Herra ritstjóri. í forsíðufregn Þjóðviljans s.l. þriðjudag, af flokksþingi Alþýðu- flokksins s.l. helgi, undir fyrirsögn- inni: „hægri öflin undir hjá kröt- um: Jón Baldvin galt afhroð“, ei mjög hallað réttu máli. I trausti þess að blaðið vilji heldur hafa það sem sannara reynist, bið ég blaðið að birta eftirfarandi leiðréttingu: 1) Fullyrt er að margar tillögur sem undirritaður studdi hafi verið felldar. Ég flutti tvær tillögur á flokks- þingi: Sú fyrri var breytingartillaga við ályktun um utannríkismál. Sú breytingartillaga tók af tvímæli um, að Alþýðuflokkurinn teldi ör- yggi íslensku þjóðarinnar bezt borgið með áframhaldandi aðild að varnarsamtökum lýðræðisríkj- anna. Þessi tillaga var samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta at- kvæða. Ef ég man rétt voru 4 atkv. á móti. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson 2) Hin tillagan sem ég flutti var um það, að hugmyndafræðipistli um markaðshyggju, áætlunarbú- skap, blandað hagkerfi og velferð- arríki, yrði vísað til flokksstjórnar og 7-manna stefnuskrárnefndar. Þar með var engin afstaða tekin til stílsins sem slíks; - einungis vísað til þeirrar staðreyndar, að ritsmíð þessi fékk enga umræðu í starfs- nefnd þingsins né á þinginu sjálfu. í henni var hins vegar að finna ýmis álitamál um efni og orðfæri. Alla- vega taldi ég sjálfsagt að virða rit- gerðina efnislegrar umræðu. Til- laga mín þess efnis var einnig sam- þykkt með drjúgum meiri hluta. Aðrar tillögur flutti ég ekki á flokksþinginu. Breytingartillaga við stjórnmál- aályktun um stuðning við jöfnun atkvæðisréttar án fjölgunar þing- manna var flutt af Gunnlaugi Stef- ánssyni frá Hafnarfirði, en ekki mér. Hún fékk ekki efnislega af- greiðslu á þinginu, þar sem hún var, skv. samþykktum þing- sköpum, of seint fram borin. Þar sem röskun þingskapa hefði fært allt þinghaldið úr skorðum, greiddi ég atkvæði gegn því, að tillagan fengist sett á dagskrá. Sú hand- vömm, að tillagan var of seint fram borin, olli því að hún fékk ekki efn- islega afgreiðslu. Það er rökstudd sannfæring mín, að yfirgnæfandi meiri hluti þing- fulltrúa og Alþýðuflokksmanna, er tillögunni fylgjandi. Það eina sem er rétt í frásögn Þjóðviljans er sú staðreynd, að undirritaður bauð sig fram og náði ekki . kjöri í framkvæmdastjórn. Hins vegar gæti það stafað af ó- kunnugleika, að blaðið dregur rangar ályktanir af þessu. Skv. hefð er kosning í framkvæmda- stjorn því sem næst fyrirfram á'- kveöirrjeitast er við að ná víðtækri samstöðu um að tryggja formanni Alþýðuflokkskvenna, formanni ungra jafnaðarmanna, fulltrúa sveitarstjórnarmanna, annarra fulltrúa kvenna o.s.frv. kjör í fram- kvæmdastjórn. Auk þess er það hefð að þingmenn sitji ekki í fram- Söluturni í Nýjum miðbæ úthlutað án auglýsingar í gær úthlutaði meirihluti borg- arráðs leyfi til byggingar söluturns í Nýja miðbænum í Kringlumýri. Slíkt væri ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að hér er um mjög stórt og væntanlega mikilvægt viðskiptasvæði að ræða, og borg- arráð felldi tillögu Sigurjóns Pét- urssonar um að auglýsa hnossið. Sá heppni sem fyrir nokkrum vikum sótti um leyfið heitir Magn- ús Jensson og er byggingameistari. Hann er fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í skipulagsnefnd, en nefndin fjallar þessar vikúrnar um endur- skoðun á skipulagi Nýja miðbæjar- ins. -ÁI og kvæmdastjórn aðrir en þeir sem eru sjálfkjörnir (formaður, vara- formaður og ritari). En þegar við bættist að forystumenn ýmissa kjördæma höfðu bundist sam- tökum á laun um að koma í veg fyrir að Reykjavík hefði eðlilega hlutdeild í flokksstjórn, ákvað ég framboð mitt sem „mórölsk mót- mæli“. Á baksíðu Þjóðviljans er sú staðreynd að Vilmundur Gylfason náði ekki kjöri til varaformanns túlkuð sem „móralskur sigur“. Sama niðurstaðan er því túlkaður sem „móralskur sigur" í einu tilvik- inu, en „afhroð“ einhverra hægri- afla (sem ég reyndar kannast ekki við) í hinu. Það er í samræmi við málflutning Þjóðviljans að undan- förnu, en það fer ekki milli mála að blaðið hefur gerst sérstakt málgagn Vilmundar Gylfasonar vegna próf- kjörs Alþýðuflokksmanna í Reykjavík. Það er Þjóðviljanum auðvitað guðvelkomið og væntan- lega einnig „móralskur sigur“ fyrir skjólstæðing blaðsins. En hver svo sem er vild eða óvild Þjóðviljans gagnvart frambjóðendum annars flokks, verður að gera þá kröfu til blaðsins, að það fari rétt með staðreyndir. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Fundur um friðarmál Kvennaframboðið í Reykjavík heldur fund um friðarmál í kvöld, 11. nóv., kl. 20.30 á Hótel Vík. Þar verða sýnd sjónvarpsviðtöl sem Berit As og Eva Nordland áttu við læknishjónin Helen og Bill Caldic- ott. Rætt er um afleiðingar kjarn- orkuhernaðar, ábyrgð vísinda- manna og friðarhreyfingar í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Dúfurnar fá Bræðrapart Dúfur, nánar tilgreint bréfdúfur, hafa nú fengið heimild borgarráðs til þess að leggja undir sig húsið Bræðrapart við Engjaveg í Laugar- dal. Húsið skemmdist mjög í eldi fyrir skömmu og ágirntist Slökkvi- lið Reykjavíkur rústirnar til þess að æfa þar frekara slökkvistarf. _ ÁI Þrír fá áskrift Dregíð hefur verið úr nöfnum þeirra sem tók'u þátt í lesenda- könnun Þjóðviljans. Á annað hundrað manns sendu inn svör í skoðanakönnuninni og kann blaðið þeim þakkir fyrir. Ókeypis áskrift að Þjóðviljanum fá eftirtaldir lesendur: Georgía M. Kristmundsdóttir, Heiðarbrún 63, Hveragerði. Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalstöðum, Mýrasýslu. Ole Lindquist, Tjarnarlundi 18h, Akureyri. - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.