Þjóðviljinn - 27.11.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Síða 3
Cannelloni alla Piemontese Hellið hveitinu á bretti eða eld- húsbekk þannig að það myndi eins og gíg á eldfjalli. Stráið yfir svolitlu af salti og brjótið síðan eggin ofan í „gíginn“. Blandið síðan hveitinu hægt og rólega saman við eggin með höndunum, með þ ví að ryðj a þ ví of an af brún- um gígsins. Þegar hveitið hefur samlagast eggjunum skal deigið hnoðað með báðum höndum þar til það er orðið kekkjalaust. Strá- ið hveiti á bekkinn jafnóðum, þannig að deigið festist ekki við. Deigið skal hnoðað í minnst 10 mínútur og að endingu mótað í lengju eins og hveitibrauð. Látið það síðan bíða í 30-60 mínútur. Að svo búnu skal deigið flatt út með kefli þar til það er orðið ca. 3 mm að þykkt. Hægt er að skera brauðið í 2-3 parta fyrst, til þess að hafa kökurnar minni og auðveldari viðfangs. Kökurnar eru síðan skornar í 12 ferninga sem eru um 10 cm á kant. Breiðið síðan úr flögunum til þerris í smá- stund áður en þær eru soðnar. Fylling og sósa: 50 g þurrkaðir sveppir, 300 g af blönduðu soðnu kjöti (t.d. kjúklingur, kálfur, lamb eða kjöthakk), 100 g af smjöri, 200 g af þurrum sterkum osti (parmigiano helst), svolítið af kryddjurtum eins og tirnjan, marjoram og kjörvel, 40 g af hveiti, 'h 1 kjötseyði, salt, pipar. Við byrjum á fyllingunni: Ef sveppirnir eru þurrkaðir bleytum við þá upp í volgu vatni, annars duga um 150 g af ferskum svepp- um. Kjötið er hakkað og sett ásamt með sveppunum og 40 g af smjöri í pott og látið krauma saman nokkuð vel. Síðan er 100 g af ostinum bætt út í ásamt með fínsöxuðu timjan og öðrum kryddjurtum. Öllu er hrært sam- an og tekið af hellunni. t>á er sósan búin til: 40 g af smjöri eru sett í litla kastarolu og hveitinu hrært út í með trésleif. Þetta er síðan þynnt út með heitu kjötseyðinu, saltað, piprað og látið malla í um það bil 10 mínút- ur og er alltaf hrært í á meðan. Þá eru deigflögurnar settar í sjóðandi saltað vatn, 4-6 í einu, en þær eiga að vera 12, ogþær eru soðnar að ’A hluta eða þar til þær eru orðnar nokkuð mjúkar. Þær eru síðan teknar upp úr og settar andartak í kalt vatn og lagðar síð- an til þerris á hrein viskustykki. Þá er fyllingin sett á þær og þeim rúllað upp í ca. 3-4 cm þykkar rúllur og þeint komið fyrir í vel smurðu eldföstu fati. Þá er sós- unni hellt yfir og rifnum osti stráð yfir allt saman og rétturinn bak- aður í ofni í 20 mínútur við 200 gráðu hita. Hægt er að hafa margs konar fyllingar í canneloni og margs konar sósur. T.d. er vinsælt að gera fyllingu úr kotasælu, þurrunt rifnum osti (bragðsterkum), soðnu spínati og grænkáli og má þá einnig nota mjólk og ost eða tómata (niðursoðna) í sósuna. Canneloni, sem er aðeins ein af mörgum tegundum ítalskra pastarétta er þannig til í tugum afbrigða, svo engum ætti að leið- ast að gera tilraunir með ný af- brigði. Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJóÐVltjINN — SIÐA 3 F.ramhald af 1. siöu stórmarkaðanna í Reykjavík í af- bökuðu formi. Fjölbreytni í gerð ítalskra pasta-rétta er slík, að lík- lega skipta þeir þúsundum frekar en hundruðum, ef öll afbrigði eru talin, og á sérhvert hérað sér sína hefð í þeim efnum. Hjá þeim Franco og Klöru höf- um við oftast fengið canneloni, og þar er ekkert tekið úr frystikist- unni, heldur allt gert á staðnum: pasta fatta in casa! Á búmannsheimilum þykir það ekki við hæfi að kaupa verksmiðju- framleitt og uppþornað pastadeig — það á að gera heima svo enginn verði svikinn, hvort sem gera á la- sagne, canneloni, tortelini, taglia- telle, ravioli, fettuccine, maccher- oni eða pappardelle svo einhverjir réttir séu nefndir. Til gamans látum við fylgja hér með uppskrift Útsýnið frá Muraglione yfir í Toscana-hérað er býsna fagurt. I Muragliona-skarðinu þeirra systkina að canneloni að þeirra hætti. Á morgnana þegar við komum í skarðið er Franco að setja svínslær- in sem hann gefur okkur í aðalrétt í ofninn. Þar liggja úrbeinuð svíns- læri í röðum á bökkunum, en steikarofninn er hitaður með gasi. Með þessu safaríku svínakjöti fáum við blandað hrásalat þrungið vítamínum og ofnbakaðar kartöfl- ur. Með þessu drekkum við vín hússins, þurrt og bragðmikið Sangeovese-rauðvín frá Romagna. í eftirrétt fáum við svo ávaxtasalat, sem oft er blandað jarðarberjum eða svörtum villtum brómberjum úr skóginum í kring. Og þar sem flestir eru þá orðnir vel mettir, er hann Franco vanur að bjóða öllum upp á „digestivo" eftir matinn til að bæta meltinguna: ósvikið heimabruggað grappa, brennivín sem unnið er úr vínþrúg- unum eftir að búið er að kreista úr þeim safann í borðvinið. Þau Franco, Klara og Egle eru ekki bara vandlát á hráefnið í mat- inn sem þau gera — þau eru einnig vandlát á gesti, því þau geta alls ekki annað allri þeirri umferð, sem um Muraglione-skarðið fer á sumrin. Franco segir okkur að hann vilji heldur fá fáa og ánægða gesti, heldur en marga og þjóna þeim illa. Og hann ber Islending- um vel söguna. Þeir hafa kunnað að meta þá persónulegu þjónustu, sem þarna er veitt af heilu hjarta, og eru vanir að þakka fyrir sig í sömu mynt með því að taka lagið fullum hálsi. Þegar ég kom á Mura- glione-skarðið fyrir skömmu í fylgd með íslenskm ferðamönnum báðu þau Franco og Klara mig fyrir kveðjur til allra þeirra íslendinga sem litið hefðu við hjá þeim á liðn- um árurn. Er þeim hér með komið á framfæri ásamt meðfylgjandi myndum, sem teknar voru ' áoúst- mánuði síðastliðnum. Skólavörðustíg 4, sími 16646 FRÁ LAURA ASHLEY dragtir kjólar pils pilsbuxur blússur peysur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.