Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 5
Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Eru dagar
pillunnar
brátt taldir?
Nú er hin fullkomna getnaðar-
vörn að líta dagsins ljós. Aðalkost-
urinn við hana, fram yfir þær, sem
þegar eru þekktar og fást á al-
mennum markaði, er sá að hún hef-
ur engar aukaverkanir í för með
sér, ef marka má þær rannsóknir,
sem farið hafa fram á Akademíska
sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð.
Með hinni nýju getnaðarvörn er
auk þess á enda bundið daglega
amstrið við pilluátið, því hér er um
að ræða dálítið hylki úr plasti, sem
gefur frá sér prógesteron-hormón
sem kemur í veg fyrir getnað - en
hylkinu er komið fyrir í handlegg
konunnar.
Þessi nýja getnaðarvörn vinnur í
aðalatriðum á sama hátt og pillan,
en er þó sögð mun öruggari heilsu
konunnar. Hylkið sendir frá sér
jafnt og þétt um 30 míkrógröm af
prógesteroni á dag, þar sem pillan,
sem leystist upp í maga, gefur frá
sér 150 míkrógröm. Svo mikið
magn hormónsins getur haft ó-
þægilegar og jafnvel skaðlegar
aukaverkanir, eins og margar kon-
ur kannast eflaust við.
Þá er það og ótvíræður kostur
við hina nýju getnaðarvörn, að í
henni er ekkert östrogen, sem þýð-
ir að hættulegustu aukaáhrif pill-
unnar, blóðtappinn, er úr sögunni.
í Uppsölum eiga sér nú stað ýtar-
legar rannsóknir á hinni nýju getn-
aðarvörn, og að því er ein til-
raunakvennanna hefur sagt í við-
tali við sænska blaðið Expressen er
hún hæstánægð og hefur ekki orðið
vör við nein óþægindi af völdum
getnaðarvarnarhylkisins.
Félag viðskipta-
og hagfrœðinga:
Félagar eru
tæplega 800
Aðalfundur Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga var hald-
inn fyrir skömmu. Var Þórður
Friðjónsson kjörinn formaður fé-
lagsins og tekur hann við af
Tryggva Pálssyni, sem gegnt hefur
því embætti sl. 2 ár.
Á fundinum kom fram, að fé-
lagar í FVH eru nú tæplega 800
talsins og ætti því varla að verða
skortur á viðskipta- eða hag-
fræðingum næstu áratugina.
Sérfræðingur sá, sem hefur yfir-
umsjón með rannsóknunum hefur
bent á, að e.t.v. sé þessi getnaðar-
vörn rétta svarið við fólksfjölgun-
inni í þriðja heiminum. Fjöldi
kvenna, sem lætur koma hylkinu
fyrir í handleggnum, láti ekki fjar-
lægja það, auk þess sem aukaverk-
anir séu engar og hylkið skaðlaust
heilsu konunnar.
Hins vegar getur sá böggull fylgt
skammrifi, að hylkið verði það
ódýrt í framleiðslu, að lyfjafram-
leiðendur verði ekkert sérstaklega
spenntir fyrir því að bæta þvf við
framleiðslu sína.
Þá er um þessar mundir að hefj-
ast önnur rannsókn á Akademíska
sjúkrahúsinu í Uppsölum, þar sem
konur frá öllum Norðurlöndunum,
utan íslands, verða látnar reyna
nýja tegund af lykkju, hina svo-
nefndu hormónalykkju. Lykkjan
sú vinnur á svipaðan hátt og hylkið
áðurnefnda. að því leytinu að í
henni er einnig hylki, sem sendir
frá sér hormónið nogestrel, sem
veldur minnkandi egglosi. Þessi
nýja lýkkja á einnig að minnka
hættu á aukaverkunum, og konur
eiga að vera lausar við auknar
blæðingar, sem hafa viljað fylgja
gömlu lykkjunum.
í rannsóknum með hormóna-
lykkjuna, sem gerðar hafa verið í
Finnlandi um margra ára skeið,
hefur einnig komið í ljós, að kon-
urnar hafa ekki fengið utanlegs-
fóstur, þ.e. þegarfrjóvgaðeggfest-
ist og vex í eggjaleiðara en ekki í
sjálfu leginu. Þegar það gerist,
deyr fóstrið innan skamms og
móðirin þarf yfirleitt að leita hjálp-
ar án tafar.
Að baki þessara rannsókna
beggja stendur alþjóðastofnun,
sem nefnist Population Council, en
sú stofnun vinnur að því að stuðla
að þróun einfaldra, öruggra og
áhrifaríkra getnaðarverja, sem
komið geta að gagni í vanþróuðum
ríkjum, sem svo eru nefnd.
Áð endingu má geta þess, að í
Bandaríkjunum er nú verið að gera
tilraunir með getnaðarvarnarnef-
sprey fyrir karlmenn. Þegar karl-
menn úða spreyinu í nef sér, kemur
það í veg fyrir myndun sæðisfruma
þann daginn. Við fyrstu rannsóknir
kom í ljós, að spreyið hafði þann
ókost í för með sér, að karlmenn
urðu getulausir. En það er talið að
koma megi í veg fyrir þann auka-
kvilla með því að gefa þeim
testosteron-hormón, jafnfram því
sem þeir nota spreyið.
TAKTU MEÐ
Sendu hann í heimsstyrjöld. Ægilegustu loftárás
Evrópustríðsins.
Komdu honum á aðra reikistjörnu.
Náðu honum til baka.
ímyndaðu þér árangurinn, eða: Lestu fyrstu íslensku útgáfuna
á þeim fræga Kurt Vonnegut:
Sláturhús 5.
Model Hjarta er Islensk gæðavara, hönnuð í
gömlum bændastíl, aðeins í nýrri og betri út-
færslu.
Framleitt úr valinni, massífri furu. Fæst í
Ijósum viðarlit eða brúnbæsað og lakkað með
sýruhertu lakki.
Model Hjarta nýtur verðskuldaðra vinsælda,
enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í
borðstofunni eða eldhúskróknum — og jafnt í
nýjum húsum sem gömlum.
Áklæði að eigin vali.
FRAMLEIÐANDI FURUHÚSGAGNA í HÆSTA GÆÐA-
FLOKKI
15%
HAUST-
AFSLÁTTUR
EÐA
20%
ÚTBORGUN
OG EFTIRSTÖÐVAR
Á 8—10 MÁN.
FCIPUHÚSÍÐ HF.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Suöurlandsbraut 30 105 Reykjavik • Sími 86605.