Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 16
DJOÐVHHNN
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
Út er komin glæsileg ný ís-
lensk barnabók frá Bjöllunni.
Nefnist hún Húsdýrin okkar og
er fróðleiksbrunnur um ís-
lensku húsdýrin með um 70 lit-
myndum á gljápappír. Texti
bókarinnar er eftir Stefán Aðal-
steinsson en litmyndirnar eru
eftir Kristján Inga Einarsson
þær eru um 70. Er ekki að efa
að bók þessi verður vinsæl hjá
jafnt ólæsum sem læsum börn-
um. Við hittum höfunda bókar-
innar að máli og þeir hötðu
þetta að segja:
- Það er búið að taka dýrafræði
út af námsskrá í barnaskólum og
ekkert til af kennslugögnum um
húsdýrin í þeim. Börn eru því hætt
Húsdýrin okkar
að læra um þau og flest börn fara
aldrei í sveit. Þessi bók ætti því að
bæta úr brýnni þörf.
- Hvernig stóð á því að þið tveir
hófuð þessa samvinnu?
- Við þekktumst ekkert fyrr en
við Ientum saman við vinnslu
bókarinnar Sauðkindin, landið og
þjóðin en féll þá svo vel samvinnan
að við höfum haldið áfram. Þess
má svo geta að Bjallan er eina for-
lagið sem hefur sérhæft sig í barna-
bókum og er það góðra gjalda vert.
Þessi bók hérna er t.d. ákaflega dýr
í vinnslu og því mikils um vert að
henni sé vel tekið. Það er regla að
börn hafi gaman af dýrum og við
teljum að þau eigi skilið að fá svona
bók.
- Hvað er svo í bókinni?
- Það er lýsing í máli og mynd-
um, bæði fyrir ólæsa og læsa.
Myndirnar eru allar teknar í eðli-
legu umhverfi innan húss og utan.
Þess vegna segja þær sína sögu.
Sérstök áhersla er lögð á að láta
rétt heiti koma fram á öllum
hlutum, en þau orð, sem ungir les-
endur hafa ekki kynnst áður, eru
skýrð ýtarlega þar sem þau koma
fyrir.
Lýst er8 húsdýrum: kúnni, kind-
inni, geitinni, svíninu, hestinum,
hundinum, kettinum og hænunni.
Um öll þessi dýr er þess getið hvað
pabbinn, mamman og afkvæmið
heita. Þá kemur líka fram á hverju
dýrin lifa og til hvers þau eru notuð
hvert um sig. Lesmál bókarinnar er
að öðru leyti alhliða fróðleikur um
húsdýrin og sniðinn við áhugasvið
barna á aldrinum 6-10 ára. Bókin
er því bæði skemmtileg til skoðun-
ar og lestrar og einnig ómissandi
við verkefnavinnu í skólum.
Þess skal að lokum getið að kom-
ið hefur til greina að gefa út hinar
frábæru litmyndir á sérstökum
harðspjöldum fyrir yngstu börnin.
- GFr.
Höfundarnir Kristján Ingi Einars-
son, sem hefur tekið um 70 glæsi-
legar litmyndir sem prýða bókina,
og Stefán Aðalsteinsson, sem skrif-
aði textann.
„Búkolla mín bububu
Hér á eftir fer fyrsti kafli
bókarinnar Húsdýrin okkar og
fjallar hann um kúna.
Á íslandi drekka menn mikla
ntjólk og borða mikinn mjólkur-
mat. Mjólkin keniur úr kúnunt.
Kvendýrið heitir kýr. Kýrin er
stundum kölluö belja, en það er
hálfgert skammaryrði. Karldýrið
heitir naut eða boli eða tarfur.
Afkvæmið heitir kálfur. Kýrin er
mamma kálfsins og nautið er
pabbinnr .
Kýrin á kálf einu sinni á ári.
Hún þarf að eignast kálf til að
geta byrjað að mjólka, og hún
þarf að halda áfram að eignast
kálf einu sinni á ári til að geta
haldið áfram að mjólka.
Kýrin gengur með kálfinn í
rúmar 40 vikur. Kálfurinn er um
30 kg þegar hann fæðist. Þegar
kýrin eignast kálfinn er sagt að
hún sé að bera.
Fyrsta mjólkin, sem kemur úr
kúnni eftir að hún er borin, heitir
broddur. Kálfurinn fær sumt af
broddinum að drekka, en sumt af
hohum er soðið og búnar til
ábrystir.
Kýrin mjóikar miklu meira
heldur en það sem kálfurinn þarf
að drekka. Þess vegna fæst mikil
mjólk úr kúnum scm fólkið fær
að drekka eða nota í mat.
Margar kýr geta mjólkað yfir
25 lítra á dag, og sumar mjólka 30
lítra á dag. Þá þarf 15 stórar fern-
ur undir mjóikina úr einni kú.
Kýrnar eru mjólkaðar tvisvar á
dag, bæði á morgnana og
kvöldin.
Mjólkina er hægt að skilja í
sundur í rjóma og undanrennu.
Úr rjómanum er búið til srnjör og
líka rjómaís. Úr undanrennunni
er búið til skyr og ostar.
Þegar búið er til skyr eða ostur
verður eftir mysa. Hún er stund-
um drukkin, en líka notuð í mys-
ing.
Um þetta er eftirfarandi gáta:
Tíu toga fjóra,
tvö eru höfuð á,
rassinn upp og rassinn niður
og rófan aftan á.
Litlir krakkar fá oft að fara í
fjósið með mömmu sinni og
í ■ '
Núeru kýrnaroftast mjólkaðar
með mjaltavélum og mjólkin fer
eftir rörum inn í tank í mjólkur-
húsi. Þar er hún kæld.
Þaðan er hún svo flutt með
mjólkurbíl í mjólkurbúið. í
mjólkurbúinu er mjólkin sett í
fernur eða búið til úr henni rjómi,
smjör, skyr, ostur, jógúrt og
fleira.
Áður voru kýrnar alltaf hand-
mjölkaðar. Þá eru spenarnir á
júgrinu kreistir og togað í þá, og
þá koma mjólkurbunur úr spen-
unum sem eru látnir hitta ofan í
mjólkurfötuna.
pabba þegar þau eru að mjólka
kúna eða kýrnar. Þá eru krakk-
arnir látnir halda í halann á kúnni
svo að hún sletti ekki halanum
framan í þann sem er að mjólka.
Á sumrin er kýrin látin vera úti
allan daginn og stundum á nótt-
unni líka. Kýrin bítur gras á
suntrtn og þarf ekki annað fóður.
Á veturna er kýrin á básnum
sínum í fjósinu allan sólar-
hringinn. Þar gefur bóndinn
henni hey og kjarnfóður. Kjarn-
fóðrið er að mestu ieyti korn sem
hefur verið flutt inn frá út-
löndum.
Kýrin þarf að fá mikið og gott
fóður ef hún á að geta mjólkað
vel.
Kýrnar á íslandi eru misjafnar
á litinn. Þær geta verið rauöar,
svartar, kolóttar, bröndóttar,
sægráar eða gráar. Þær geta líka
verið alla vega skjöldóttar. Þá
skiptast á dökkar og hvítar
skellur eða blettir á kúnni. Stund-
um eru kýrnar nærri því aiveg
hvftar, en aðcins með dökkan lit
á grönum og eyrum. Þá eru þær
kallaðar grönóttar. Granirnar
eru svæðið kringum munn og nas-
ir á kúnni.
Kýr sem eru með horn, eru
kallaðar hyrndar eða hornóttar.
Kýr sem ekki eru með horn, eru
kollóttar.
Nú eru flestar kýr kollóttar.
Hyrndar kýr geta stangað og
meitt hver aðra með hornunum,
og þær geta líka stundum meitt
fólk.
Hyrnd naut geta orðið stór-
hættuleg. Þau verða stundum svo
ill að þau revna að ráðast á fólk.
Þá er sagt að nautið sé mannýgt
eða mannillt. Sum naut eru látin
verða með hring f nefi og eru
teymd með því að hafa band í
hringnum.
Áður en skeiðar úr málmi flut-
tust til landsins voru notaðar
skeiðar úr nauta- eða kúahornum
til að borða með. Þessar horn-
skeiðar voru kallaðar spænir.
Þegar kýrin gefur hljóð t'rá sér
baular hún.
Rófan á kúnni heitir hali.
Aldarsaga
Kaupfélags
Þingeyinga,
1882-1982
Aldarsaga Kaupfélags Þingey-
inga eftir Andrés Kristjánsson er
komin út. Þetta er stórt rit, um 480
bls. með nær 300 myndum. Útgef-
andi er Kaupfélag Þingeyinga.
í fyrstu köflum bókarinnar er
getið í stórum dráttum helstu fé-
lagshreyfinga í Þingeyjarsýslu fyrir
daga Kaupfélagsins, einkum versl-
unar- og búnaðarfélaga og pöntun-
arfélaga. Þvínæst er sagt frá sauða-
sölu til útlanda og öðrum aðdrag-
anda að stofnun Kaupfélagsins.
Undirbúningur hennar er ýtarlega
rakinn og einnig þróun verslunar-
mála og viðskipta í héraðinu þau
misseri. Þá tekur við frásögn af
undirbúningsfundi og stofnfundin-
um sjálfum á Þverá í Laxárdal 20.
febr. 1882.
Saga Kaupfélags Þingeyinga er
síðan sögð eins greinilega og kostur
er á fyrstu árum, gerð grein fyrir
myndun og þróun félagsskipulags-
ins og viðskiptareglna félagsins og
allri mótun þessa fyrsta samvinnu-
starfs hér á landi. Sagt er frá mörg-
um atvikum úr hinni tvísýnu bar-
áttu fyrstu starfsáranna, svo sem
byggingu fyrstu húsa félagsins,
fyrstu kauptíð þess, sauðaverðfall-
inu mikla 1885, komu vetrarskips-
ins til Húsavíkur 1887, átökunum
við selstöðuverslunina og útsvars-
deilum við Húsavíkurhrepp.
Skipulagssaga félagsins er
greinilega rakin og þróun samvinn-
uhugmynda og samvinnuþátta í
starfi þess, greint frá ágreiningi og
átökum um markmið og leiðir í
skipulagi og starfsháttum félagsins,
bæði á fyrstu áratugum þess og þó
einkum á þriðja áratugi aldarinnar.
Þá er alllangur kafli um þrenging-
arárin svonefndu á fjórða áratugn-
um, skuldaskil og endurhæfingu
félagsins.
í síðari hluta aldarsögunnar er
einkum fjallað ýtarlega um starf og
stefnu Kaupfélags Þingeyinga á
síðustu áratugum, fjölþætt verk-
efni þess og hinar miklu fram-
kvæmdir og umbætur í verslunar-
þjónustu og framleiðslu, svo og
þátttöku í atvinnulífi og stuðning
við almenn menningar- og fram-
faramál.
Síðasti kaflinn er um hátíðahöld-
in í tilefni aldarafmælisins fyrr á
þessu ári.
Teitur Björnsson, formaður
Kaupfélags Þingeyinga, ritar for-
mála.
Bókin er prentuð og bundin í
Prentsmiðjunni Eddu. - mhg
Þrjár sögur
eftir Birgi
Engilberts
IÐUNN hefur gefið út þrjár
sögur eftir Birgi Engilberts sem
einu nafni heita Andvökuskýrsl-
urnar. Þær draga nöfn af sögu-
mönnum: Sigvarður, Ingibjörg og
Þorvaldur. - Birgir Engilberts hef-
ur samið leikrit sem sýnd hafa verið
á leiksviðinu, en Andvökuskýrsl-
urnar eru hið fyrsta sem frá honum
kemur sagnakyns. Um sögurnar
segir svo í kynningu forlagsins, að
þær séu „samfelldar að stíl og frá-
sagnarhætti, rekja skilmerkilega
sem skýrslum ber þá viðburði sem
beint hafa sögufólkinu fram á ystu
nöf, hverjum með sínum hætti."