Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. nóvember 1982
Vísindi á
íslandi
Frjó-
greining
jarðlaga
Jarðvegssnið úr Hrafnkelsdal
voru frjógreind í því skyni að
kanna áhrif ábúðar á gróðurfar
dalsins á fyrstu öldum byggða-
sögunnar.
Unnið er að hliðstæðum rann-,
sóknum í Herjólfsdal á Heimaey,
í tengslum við fornleifarannsókn-
ir sem þar fara fram.
Þá er reynt að varpa ljósi á
hvað ræktað var í fornum ekrum
við Foss á Síðu með því að frjó-
greina jarðvegssnið þaðan. Þekkt
gjóskulög eru notuð til að tíma-
setja breytingar sem fram koma
við frjógreininguna. Vísinda-
sjóður hefur kostað þessar rann-
sóknir.
Stúdenta-
leikhúsið
frumsýnir
„Bent”
Stúdentaleikhúsið frumsýnir 1.
desember nk. kl. 20 í Tjarnarbíói
leikritið „Bent“ eftir Martin
Sherman. Leikstjóri er Inga
Bjarnason, þýðandi Rúnar
Guðbrandsson sem jafnframt er
aðstoðarleikstjóri. Með aðaihlut-
verk fara Andrés Sigurvinsson,
Magnús Ragnarsson, Arni Pét-
ursson og Þórarinn Eyfjörð.
Leikmynd er gerð af Karli Aspe-
lund.
Alls taka um 50 manns þátt í
sýningunni.
Leikritið gerist í fangabúðum
nasista í seinni heimsstyrjöldinni,
og fjallar um líf og kjör fanganna..
Leikritið „Bent“ hefur verið sýnt
víða í Evrópu og í Bandaríkjun-
um á síðustu árum og hvarvetna
vakið mikla athygli.
Stúdentaleikhúsið var form-
lega endurvakið í janúar 1981.
Þetta er fyrsta leikritið sem
leikhúsið setur upp en fram að
þessu hefur það sinnt fundar-
höldum, æfingum og spunanám-
skeiðum. _ ekh.
Frumsýningu hefur verið frestað
til sunnudags.
Gætum
tungunnar
Sagt var: Ekki veit ég hvernig
þetta hefur gengið fyrir sig.
Rétt væri: Ekki veit ég hvernig
þetta hefur gengið.
Eða:.. hvernig þetta hefur gerst.
Eða: ... hvernig þetta hefur orð-
ið.
Á skíðum í 3200 m. hæð
Skíðakóngurinn
með einkabraut
Og kominn á fulla ferð niður jök-
ulinn. Forvitnir skíðamcnn fylgj-
ast grannt með úr lyftunum.
Það er langt liðið á nóvember
og kominn harður vetur, en efst á
jökulbreiðunni í 3200 metra hæð
yfir Schnalstal dalnum í Austur-
ríki er engu líkara en vorið sé
komið með brennheitri marssól-
inni.
Nýfallin mjöll er yfir öllu og
skíðafærið gæti ekki verið betra.
Skíðafæri? Hvernig dettur
mönnum í hug að nefna slíkt um
þetta leyti árs?
Jú uppi á jökulbreiðunni
standa hundruðir skíðamanna á
öllum aldri og búa sig undir að
renna sér niður jökulinn.
Allir nema einn skíðamaður
leggja af stað. Þessi eini rennir
sér að afmarkaðri braut sem búið
er að leggja niður jökulinn. Þessi
maður er einfari og hann hefur
sína eigin skíðabraut. Því fyrir-
komulagi mótmælir enginn
viðstaddra. Þetta er skíðakón-
gurinn Ingemar Stenmark.
Síðustu 8 ár hefur Stenmark
komið í Schnalstal í Austurríki á
hverju hausti og undirbúið sig
fyrir skíðakeppnir vetrarins.
Betri aðstöðu segist hann ekki
geta kosið sér, hérna fái hann að
vera í friði í besta færi á fallegum
stað.
Skíðafæri og aðstaða hafði ver-
ið með ágætum í Schnalstal, en
Það er ekki amalegt að standa uppi á hájöklinum í 3200 m hæð í
nóvembermánuði og ditta að skíðabúnaði sínum eins og Ingemar Sten-
mark gerir hér léttur í skapi.
þegar kláfurinn var fullgerður
upp á hájökulinn árið 1975 gjör-
breyttist aðstaðan til hins betra.
Nýr heimur opnaðist fyrir skíða-
menn og jafnframt lengdist
skfðatíminn um mánuði. Þegar
verið er að undirbúa opnun
skíðastaðanna annars staðar í
Austurríki um áramótin er skíða-
landið Schnalstal búið að vera
opið frá því í byrjun nóvember.
Bærinn Kurzras er í 2000 m
hæð og þaðan er hægt að komast
með kláf og lyftum í 3200 m hæð.
Síðan þessi aðstaða kom til hefur
gistinóttum í Kurzars fjölgað úr
11.000 í 260.000 á síðasta ári. Og
ekki dregur úr aðsókninni að vita
af sjálfum skíðakónginum Ing-
emar Stenmark að æfingum á
einkabrautinni sinni. Það vita
gistihúsaeigendur jafnt sem
bæjaryfirvöld og því eru allir
ánægðir.
Ruslið ígötuna...
Samviskufangar Amnesty
Marchenko
frá Sovét
Við höfum áður hér á síðunni
minnst á ruslið og sóðaskapinn í
Austurstræti, hjarta borgarinnar.
Ljósmyndari okkar - eik, átti
leið um þennan sælureit(I) á dög-
í Víkurfréttum eru þau tíðindi
m.a. af Suðurnesjum helst, að
lögreglan þar um slóðir á við erf-
iðan draug að etja á Garðveg-
inum.
Fyrir skömmu sátu lögreglubíl-
ar úr Keflavík kikkfastir í snjó á
Garðveginum á sama tíma og út-
varpið tilkynnti landsmönnum,
að þeir ættu ekki að flana út í
ófærðina nema á vel búnum bif-
reiðum.
Annars datt okkur annað atvik
í hug sem kom fyrir lögregluna á
Garðveginum fyrir skömmu,
segir síðan í Víkurfréttum.
unum og þá blasti við honum
þessi sjón. „Ruslið í götuna en
ekki fötuna“ virðast því miður
vera álög á ýmsum borgarbúum.
„Þá var hún á leið í brunaútkall
út í Garð og á leiðinni fóru þeir að
fitla við slökkvitæki í bílnum, og
auðvitað urðu afleiðingarnar þær
að slökkvitækið úðaði slökkvi-
dufti yfir þá er í bílnum voru og
blasti við þeim er fram hjá fóru
hálf furðuleg sjón að sjá lögregl-
umennina drifhvíta af duftinu.
Með þessar frásagnir í huga
dettur manni í hug að einhver
draugur fylgi þeim á Garðvegin-
um, segja þeir blaðamenn á Vík-
urfréttum í niðurlagi fréttar-
innar.
Anatoly Marchenko er giftur
og á einn níu ára son, Pavel.
Hann er 44 ár'a gamall og afplán-
ar nú 15 ára fangelsisvist og út-
legð fyrir and-sovéskan áróður.
Hann byrjaði afplánunina ’81.
Dagana 2.-4. september 1981
var Anatoly leiddur fyrir rétt í
Vladimir Region Court, - og var
það í sjötta sinn síðan 1958 sem
hann var leiddur fyrir rétt. Dóm-
urinn sem hann fékk hljóðaði
uppá 10 ára vist í þrælkunar-
búðum og fimm ára útlegð í
landinu.
Eftir að Anatoly Marchenko
hafði verið tvisvar í fangelsi og
vinnubúðum, á árunum ’58-’60,
’60-’66, þá gaf hann út bókina
„My Testimony“ („vitnisburður
minn“). Bókin er talin vera fyrsta
skráða heimildin um aðbúnað so-
véskra fanga eftir að Stalín ttma-
bilinu lauk. Aftur var hann hand-
tekinn og dæmdur í 3 ára þrælk-
unarbúðir.
Eftir að hann var látinn laus
1971, gerðist hann ötull talsmað-
ur, samviskufanga í Sovétríkjun-
um.
Þann 26. febrúar ’75 var hann
handtekinn að nýju, sakaður um
brot á reglum varðandi gæslu sem
höfð var á honum. Þá hóf hann
hungurverkfall, sem hann hélt í
53 daga, en þá var hann fluttur
meðvitundarlaus í útlegð til
Chuna.
Nú er Anatony MARC-
HENKO í Perm vinnubúðum no.
35. Hann hefur þjáðst af heila-
himnubólgu, hefur misst mikið
heyrn, og hefur 2svar þurft að
gangast undir kviðarholsupp-
skurð - nú síðast ’79.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf, og biðjið um að
hann verði látinn laus.
Skrifið til:
B.V. Kravtsov
Procurator of the RSFSR
Prokuratura RSFSR
Kuznetsky Most 13
103031 Moskva
USSR.
Nýtt blað
— Dilkur
í haust hóf göngu sína nvtt
blað, sem nefnist Dilkr. Útgef-
andi þess er Markaðsnefnd land-
búnaðarins en ábyrgðarmaður
Jón Ragnar Björnsson.
í blaðinu eru greinar um
sauðfjárrækt, meðferð sauðfjár-
afurða og matreiðslu á þeim. í það
rita Sveinn Hallgrímsson, ráðu-
nautur um íslenska sauðfjárrækt,
Guðmundur Sigþórsson gerir c
grein fyrir verðmyndun á kinda-
kjöti. Bergljót Gunnarsdóttir
ritar um innmat. „Nei takk, ekki
kállamb", segir Agnar Guðna-
son. Ingi Tryggvason sendir frá
sér hugleiðingar á haustkauptíð.
Jenný Sigurðardóttir skrifar um
sláturgerð og loks eru greinarnar:
Fimm úrvals lambakjötsréttir,
Glóðarsteikt lamb er lostæti og
Lambakjöt og krydd. - Blaðið er
myndskreytt og því er dreift í mat
vöruverslanir. - mhg.
Uppákomur á Garð-
vegi á Suðurnesjum
Draugar og
lögreglan