Þjóðviljinn - 30.11.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 30.11.1982, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. nóvember 1982 Sigurður A. Magnússon: Fáeinar línur til þjóöleikhússtjóra Kæri Sveinn. Ekki má minna vera en ég hripi þér nokkrar línur og þakki fyrir þann óvænta heiður, að þú skulir helga vesaling mínum hálfa síðu í Þjóðviljanum á annasamasta tíma ársins. Það hlýtur meir að segja að teljast tvöfaldur heiður að fá slíka umfjöllun af þinni hendi, þegar höfð er hliðsjón af því að ég „skrifaði hér áður fyrr um árabil leiklistargagnrýni, án þess þó að hafa mikil áhrif“, enda skorti mig að þínum dómi „í rauninni bæði faglega þekkingu, sviðslegt næmi og sjálfstætt mat“. Þú virðir það við mig þó ég hljóti að telja púðri þínu sóað á lítilfjör- legt skotmark. Hinsvegar á ég dá- lítið erfitt með að láta þessar ný- legu niðurstöður ríma við ítrek- aðar áskoranir þínar í einka- samtölum á liðnum árum (von- andi er ég ekki að rjúfa neinn trúnað) þess efnis að ég færi aftur að skrifa um leiksýningar í dag- blöð. Hverjum var akkur í að ég héldi áfram að opinbera van- hæfni mína? Nú get ég hughreyst þig með því að nýbyrjuð skrif mín í Þjóð- viljann eru stundarfyrirbæri og eiginlega ekki annað en vinar- bragð við Árna Bergmann til að létta undir með honum í miklum önnum, en hann mun góðu heilli halda áfram að dæma leiksýning- ar í vetur, enda er hann einsog þú réttilega bendir á „betur í stakk búinn til að leiðbeina áhorfend- um jafnt sem leikhúsfólki". En mig iangar að víkja nokkr- um orðum að örfáum atriðum í grein þinni. Þó ég telji Steinþór Sigurðsson alls ekki óskeikulan, þá kannast ég ekki við að hafa lýst list hans sem konfektkassa- myndum né heldur þykist ég hafa dekrað óþarflega við ný andlit eða útnefnt nemendur „leikhús ársins", þó allir velunnarar leiklistar hljóti að gleðjast þegar leiknemum farnast vel og má raunar teljast mannlegt að vera örlátari á lof við byrjendur en þrautreynt atvinnufólk. Ég skil semsé ekki hvaða erindi tilvísanir til .konfektkassamynda og leik- nema eiga í grein um mín skrif, því ' fráleitt fellur þú, há- menntaður og víðsýnn leikhús - maður, í þá gryfju skammsýnni manna en þú ert að setja alla gagnrýnendur undir einn og sama hatt. Hafi ég alið á fordómum í garð Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur, einstakra leikstjóra eða leikara, þá vil ég að þú bendir á dæmi því til sönnunar, en vísa öllu almennu og órökstuddu snakki um þessa hluti heim til föðurhúsanna. Þú tekur réttilega fram að gagnslaust sé að deila um smekk, en fellir þig ekki við þá sérstöðu mína að bregðast öðruvísi við túlkun Þóru Friðriksdóttur á hlutverki Mary Tyrone en aðrir gagnrýnendur. Þú telur ástæðuna vera þá að ég hafi ekki glöggvað mig á heildaraðferð sýningarinn- ar, viðleitni leikstjórans til inn-1 hverfrar könnunar á áhugaverðu sálarlífi í þessu merkilega verki. Satt að segja héft ég að þessi skilningur hefði komið fram í um- ræddum leikdómi, þó hann væri öðruvísi orðaður. Ég lagði áherslu á að ytri tilþrif og umsvif skiptu ekki máli í þessu verki, heldur sú innri hreyfing í fram- vindu leiksins sem grípi áhuga og athygli leikhúsgesta og haldi Sigurður Pálsson skrifar:____ Svar við „postulapistlT Til rítstjóra Þjóðviljans. Þar sem ég kann því betur að vera úthrópaður fyrir skoðanir sem raunverulega eru mínar, fremur en afskrœmda mynd þeirra sem teiknuð er af þeim sem ekki hafa heilsu til að unna andmœlendum stnum sannmœlis, (sbr. pistilinn „Postular í ham“ á 13. síðu Þjóð- viljans20.-21. nóv. sl.) leyfi ég mér að óska þess að meðfylgjandi grein- arstúfur ásamt þessu bréfifái rúm í blaði yðar við fyrstu hentugleika. Greinarstúfurinn sá arna er fram- saga mín á undan pallborðsum- rœðum sem fram fóru á fundi í Norrcena húsinu 15. okt. sl. og gerður er að umræðuefni í fyrr- nefndum „postulapistli". Sigurður Pálsson Hér kemur svo ræða Sigurðar: Góðir fundarmenn. Hætt er við að fárra mínútna tala- um fóstureyðingar í ljósi kristinnar trúar og kristins mannskilnings verði yfirborðskennd. Ég hætti á það. Væntanlega getur umræður eitthvað fyllt upp í ófullkomna mynd. Ég kýs að beina athyglinni að þrem atriðum, sem ég tel vera kjarna máls. 1. Hvert er gildi mannlegs lífs að kristnum skilningi? 2. Er fóstur mannlegt líf? 3. Er auðvelt líf og líf heilbrigðra einstaklinga verðugra en annað? 1. Að mínu mati er svarið við spurningunni um það „hvað mað- urinn er“ grundvallandi í þessari umræðu. Það svar verður ekki fundið eftir leiðum hinna empir- isku vísinda heldur er nánast trúar- atriði. Kristin trú kennir að maður- inn sé sköpun Guðs og hafi algjöra sérstöðu í sköpunarverkinu. Um leið og hann er kallaður til að „ríkja“ er hann jafnframt kall- aður til ábyrgðar gagnvart skapara sínum og ábyrgðar á meðbróður sínum og reyndar sköpunarverkinu öllu. í hinum kristna mannskilningi felst einnig, að allt mannlegt líf er heilagt og jafngilt, - líf fávitans jafnt og afburðamannsins, líf hins Sigurður Pálsson sjúka jafnt og hins heilbrigða, líf þess sem verður undir í lífsbarátt- unni jafnt og þess sem fleytir rjóm- ann ofan af. Af þessu leiðir svo, að einn getur ekki tekið sér vald yfir lífi annars heldur er sérhver maður kallaður til þjónustu við náunga sinn sem erindreki þess Guðs sem lífið hefur gefið. En það er að sjálfsögðu hægt að skilja manninn með öðrum hætti. Það er hægt að skilja hann „natúr- alískum" skilningi, - að hann sé ekkert annað en náttúrufyrirbæri, eitt dýrið meðal allra hinna. Að vísu það sem lengst er komið, en aðeins dýr. Hann þurfi ekki að leita út fyrir sjálfan sig eftir svörum við siðferðilegum vanda, heldur á- kvarði sjálfur hvar sé rétt og hvað rangt, hvað gott og hvað illt, hvað sé verðugt líf og hvað óverðugt o.s.frv. Innan þessarar ófullkomnu skýrgreiningar minnar getur vissu- lega rúmast fjölbreytilegur skiln- ingur á manninum, en hér verðum við að láta stikkorðin nægja. Ég vil því leggj a áherslu á að þeir sem þátt taka í þessum umræðum gefi upp skilning sinn á manninum. 2. Er fóstur mannlegt líf? Enn læt ég nægja snubbótt svar. Ég hef hvergi rekist á neitt sem bendir til þess að nein eðlisbreyting eigi sér stað á manneskjunni frá getnaði til grafar, heldur aðeins stigbreyting. Okfruman, felur í sér allt sem í manneskjunni býr. Þáttaskil verða við fæðingu en ófætt fóstur er ekki eðlisólíkt hinu nýfædda barni. Vissulega er fóstrið háð móður sinni varðandi möguleika til lífs en fjölmargir fæddir einstaklingar eru öðrum háðir um líf sitt langtímum saman og að sjálfsögðu allir ný- fæddir einstaklingar. Ég kemst því ekki framhjá því að fóstur er mann- legt líf þótt skammt sé á veg komið. Ég lýsi eftir rökum gegn þessu við- horfi. 3. Er auðvelt líf og líf heilbrigðra einstaklinga verðugra en annað? Um það hefur verið deilt. Mann- kynnssagan geymir dæmi þess að menn hafi talið sig þess umkomna að ákvarða um hverjir fái að lifa og hverjir ekki. Hvaða einstaklingar séu æskilegir og hverjir ekki. Ég læt nægja að fullyrða að það stríðir gegn kristnum mannskilningi að gera slíkan greinarmun. „Óæski- legur“ einstaklingur eða einstak- lingur sem „óvelkominn“ er inn í mannlegt samfélag eru hugtök sem stríða gegn því viðhorfi að allir menn séu jafnir og enginn yfir annan settur. Svo ég haldi þessum símskeyta- stíl mínum til enda verður niður- staða mín sú að eyðing fósturs stríði gegn kristnum skilningi á helgi mannlegs lífs. Aðeins þegar líf stendur gegn lífi er málið að mínu mati orðið áhorfsmál og þau úrræði sem tiltæk eru neyðar- úrræði. Að þessu sögðu vil ég taka fram, sem reyndar ætti að vera óþarft, að mér dettur ekki í hug að gera lítið úr þeim vanda sem víða blasir við og vakið getur spurningar um, hvort eyða beri fóstri. En ég fæ ekki séð að það sé réttlætanlegt að deyða mannlegt líf til lausnar þeim vanda. Slíkt getur með hægu móti leitt til þess að farið verður að ráðskast með líf fleiri einstaklinga en þeirra ófæddu til að leysa margs- konar vanda sem við blásir. Svarið sem kristin trú býður okk- ur að gefa við mannlegri þjáningu er það svar sem fólgið er í því að gefa líf sitt til þjónustu við náungann og þann Guð sem ekki fer í manngreinarálit. þeim stöðugt við efnið. Ég mér hafa verið fyllilega ljóst að hverju leikstjórinn stefndi, enda er ég allkunnugur bandarískri leiklist og hef m.a. lagt stund á leiklistarnám við bandarískan há- skóla, en góð ætlun hrekkur ekki til, ef árangurinn verður lang- dreginn og lífvana sýning. Ég þvertek alls ekki fyrir að mig skorti „faglega þekkingu, sviðs- legt næmi og sjálfstætt mat“ (þó síðasttalda fullyrðingin komi illa heim við sérstöðu mína á þessu efni!). Hitt má vera lýðum ljóst að hver einstaklingur verður að notast við eigin skynfæri, hversu ófullkomin sem þau kunna að vera, og skynji hann ekki líf þar- sem líf á að kvikna, þá er óheiðar- legt að láta annað uppi. Ég játa fúslega að viðbrögð mín eru ein- staklingsbundin og eiga sér kann- ski enga samsvörun hjá öðrum leikhúsgestum, en við því er ekki annað að segja en það, að ég hlýt að lýsa eigin viðbrögðum og reyna eftir föngum að gera mér og öðrum skynsamlega grein fyrir af hverju þau stafi. Hvort það tekst er náttúrlega undir hælinn lagt. Vitaskuld væri ákjósanlegast að leiklistargagnrýnendur gleggra auga og næmara eyra en gengur og gerist, og vonandi á það við um aðra en mig. Ég hef hinsvegar ævinlega litið á sjálfan mig sem einn úr þeim hópi ís- lendinga sem hafa áhuga á leik- list, sækja leikhús og reyna að tjá sig um það sem þeir sjá, heyra og upplifa. Væntaniega eru við- brögð venjulegs leikhúsgests líka hnýsileg og marktæk, þó þau verði ekki mæld við afurðir þeirra andans jöfra sem þú lýsir eftir. Ef mig misminnir ekki, varstu ekk- ert sérlega uppnuminn yfir skrif- um ungs gagnrýnanda á liðnum vetri, þó hann hefði að minnsta- kosti faglega þekkingu og sjálf- stætt mat. Um sviðslegt næmi má auðvitað endalaust deila. Ég gagnrýndi valið á banda- ríska leikstjóranum einmitt vegna þess hvers eðlis verkefnið var. Þegar svo mikið veltur á hinu talaða orði, blæbrigðum máls, Framhald á bls. 16 Skáksveit Búnaðarbankans hefur verið sigursæl á undanförnum árum. Heyrir það til undantekninga, sigri hún ekki í þeim keppnum er hún tekur þátt í. Hér sitja þeir að tafli Jóhann Hjartarson, Bragi Kristjánsson og Hilmar Karlsson. Mótstöðumennirnir eru úr skáksveit Hraðfrystistöðvar Stöðvarfjarðar. - Ljósm.: -eik. Flugleiðamótið í skák: Búnaðarbanki sigrar enn Skáksveit Búnaðarbankans sigraði örugglega á fjórða Flugleiðamótinu í skák sem haldið var að Hótel Esju um helgina. Hlaut sveit Búnaðarbank- ans 58 1/2 vinning af 69 mögulegum. I öðru sæti kom sveit Ríkisspítalanna með 56 1/2 vinning. Niðurstaðan i keppni Flugleiða í fyrra varð sú sama, þá varð Búnaðarbankinn í efsta sæti og spítalarnir komu næstir. í 3. sæti var sveit DV með 54 v. 4. sæti kom í hlut skáksveitar Flugleiða sem hlaut 53 1/2 v. Skákfélag Akureyrar varð í 5. sæti með 48 v. og Verkamannabústað- ir urðu í 6. sæti með 45 v. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að í hverri sveit áttu þrír menn sæti og tefldu allar sveitirnar innbyrðis alls 69 skákir. Sigursveit Búnaðarbankans var skipuð þeim Jóhanni Hjartarsyni, Braga Krist- jánssyni, Hilmari Karlssyni, Stef- áni Þormar Guðmundssyni og Guðmundi Halldórssyni. Flugleiðir veittu verðlaun í keppni þessari og hlutu þeir kepp- endur sem bestan árangur fengu á hverju borði farmiða Keflavík - Kaupmannahöfn - Keflavík í verð- laun. Sigursveitin fær að launum ferð til Akureyrar með uppihaldi og öllu tilheyrandi. Á 1. borði varð Jón L. Árnason hlutskarpastur með 21 1/2 vinning, en hann tefldi fyrir DV. Á 2. borði hlaut Dan Hansson verðlaun fyrir bestan ár- angur en hann tefldi fyrir hönd Ríkisspítalanna og á 3. borði Ró- bert Harðarson hjá Ríkisspítölum. Stefnt er að því að mót þetta verði árlegur viðburður, en til keppni var boðið 10 skáksveitum utan af landi og 14 frá höfuðborgarsvæðinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.