Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Vinnuveitendasam- band íslands hefur hvatt atvinnurekendur til að brjóta lög með að neita að greiða þunguðum konum laun i veikindaforföllum. Sjá 8 9desember 1982 , fimmtudagur 47. árgangur 276. tölublað Hjörleifur Guttormsson Fundur um álmálið í kvöld Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðir mál- efni álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse á fundi sem Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til í Félags- stofnun stúdenta við Hring- braut í kvöld, kl. 20.30. FuUtrúi Framsóknar þjónaði Alusuisse - hefur nú sagt sig úr álviðræðunefnd Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, sem verið hefur fulltrúi Framsóknarflokksins í álviðræðunefnd hefur sagt sig úr nefndinni, og fuliyrti í sjónvarpi í gær, að Framsóknarflokkurinn stæði á bak við þá afstöðu. í viðræðunum við fulltrúa Alusuisse s.l. mánudag og þriðjudag þver- neituðu þeir að fallast á nokkra minnstu hækkun orkuverðsins nú, en kváðust vilja ræða málið síðar, ef íslensk stjórnvöld féllust á margvíslegar gagnkröfur af þeirra hálfu, þannig að gulltryggt væri, að Alusuisse tapaði ekki á skiptunum. Raforkuverð til álversins er nú 6,47 mill. Það er oþinbert mat okkar helstu sérfræðinga, að samanburður við orkuverð til álvera í öðrum löndum og tillit til framleiðslukostnaðar hér „réttlæti kröfur um að raf- orkuverð til ÍSAL hækki í 15-20 mill/kwh“. Þetta er sameiginleg niðurstaða í fárra vikna skýrslu sérfræðingahóps frá iðnaðarráðuneytinu, Landsvirkjun, Orkustofnun og Rafmagnsveitum ríkisins. Þetta er krafa um 150-200% hækkun, ogiðnaðarráðherra hefur margoft boðið upp á samninga um að nálgast þá hækkun í áföngum. Svarið hefur verið NEI og aftur NEI. Engin hækkun komi til greina, nema fullar bætur komi á móti til Alusuisse. Það er við þessar aðstæður, sem fulltrúi Framsóknarflokksins gerir í fyrradag kröfu til þess, að iðnaðarráðherra bjóði Alusuisse upp á sam- komulag um aðeins einn tíunda hluta þeirrar hækkunar orkuverðs, sem full rök eru fyrir. Og samkvæmt kröfu Guðmundar, átti einnig að fylgja boð um verulega stækkun álversins og margvíslega aðra fyrirgreiðslu við auðhringinn. Þessum kröfum fulltrúa Framsóknar neitaði Hjörleifur, og sagði Guð- mundur sig þá úr nefndinni. Svavar Gestsson, formaður Alýðubandalagsins ritaði Framsóknar- flokknum bréf í gær, þar sem spurst er fyrir um það, hvort Framsóknar- flokkurinn standi að baki gerðum fulltrúa síns. Svar hafði ekki borist þegar þessi orð voru skrifuð. k. Jólatrés- salan hafin Jólatréssala hófst fyrir fulla alvöru í gær hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur við Fossvog. Það sem ein- kennir jólatrésmarkaðinn í ár er mun meira framboð af íslenskum jólatrjám en verið hefur og hjá Skógræktarfélaginu eru eingöngu seld íslensk jólatré. Verð er mjög misjafnt eða á bilinu 200-500 krón- ur allt eftir stærð og gerð jólatrjáa. „Við erum með tvær tegundir af íslenskum jólatrjám á boðstólum, rauðgreni og stafafuru. Miklu meira framboð er af rauðgreninu, en reynslan hefur sýnt að stafafuru- fólkið kemur fyrst. Rauðgrenið kostar á bilinu 200-400 krónur, en stafafuran á bilinu 400-500 krón- ur“, sagði starfsmaður Skógrækt- arfélagsins, Jón Árnason í spjalli við Þjóðviljann í gær. -hól. Hjörleifur Guttormsson um brotthlaup Guðmundar: til að kljúfa á örlagastund Tilraun þjóðina Mun fyrr en varir leggja fram þær tillögur, sem nú geta einar komið að gagni Það alvarlegasta í málinu er svo það, að með framferði sínu er fulltrúi Framsóknarflokksins að flytja víglínuna í þessu máli frá átökunum við Alusuisse og yfir í innanlandsátök. Hann gerir tilraun til að kljúfa þjóðina á örlagaríku augna- bliki, og gengur í þeim efnum tvímælalaust lengra en stjórn- arandstaðan hefur gert til þessa hvað álmálið varðar. - Þetta sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra í gær- kvöldi, þegar Þjóðviljinn spurði um álit hans á úrsögn Guðmundar G. Þórarinssonar úr álviðræðu- nefnd, og þeim ummælum sem Guðmundur lét falla í sjónvarps- fréttum í gær. Hjörleifur sagði ennfremur: Ég er meira en lítið undrandi á framgöngu fulltrúa Framsóknar- flokksins í álviðræðunefnd eins og hún hefur birst síðustu daga. Hefur þó á ýmsu gengið varðandi afstöðu hans og afskipti af þessu máli á þeim vettvangi áður, sem ég ætla ekki að rekja hér. Mér virðist sem Guðmundur, og þá Framsóknar- flokkurinn ef hann stendur að baki þessari afstöðu hans, sé að fara á taugum í þessu örlagaríka ntáli. Bjarghringur til Alusuisse Á sama tíma og Alusuisse harð- neitar öllum leiðréttingum á raf- orkuverði til álversins í Straumsvík lætur fulltrúi Framsóknarflokksins sér sæma, að krefjast þess af mér, að ég beri fram tillögu um áfanga- hækkun á raforkuverði upp á 1,29 mill eða um 20%, og mun þó upp- hafleg hugmynd hans í álviðræðu- nefnd hafa verið enn lægri eða 15%. Til að kóróna sköpunarverk- ið átti svo að fylgja að fallist yrði á kröfur auðhringsins um verulega stækkun álversins í Straumsvík, og að kastað yrði til Alusuisse bjarg- hring með óútfylltri heimild til að taka inn nýjan samstarfsaðila. Lái mér hver sem vill, að hafa ekki orð- ið við þessari kröfu Guðmundar, sem fram var sett í fyrsta sinn inn í miðjum viðræðum við Alusuisse, þar sem þeir höfðu neitað öllum okkar kröfum. í andstöðu við þjóðarhagsmuni Með þessu dæmalausa framferði er Guðmundur að eyðileggja, a.m.k. í bili samningsstöðu okkar íslendinga, sem ég tel að þrátt fyrir allt hafi verið tiltölulega sterk, - en sá styrkleiki hefur þó hvílt á mögu- leikum til samstöðu hér innan- lands, úthaldj okkar og þolgæði. Hér virðist sem undarlegar flokks- pólitískar eða persónulegar ástæð- ur ráði ferðinni og að þær séu settar skör hærra en þjóðarhagsmunir í þessu máli. Við raunura að sjálfsögðu ræða þéssi mál á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun (þ.e. í dag), og ég hlýt í framhaldi af þessu upphlaupi Framsóknar að skýra opinberlega frá efnisatriðum málsins og leggja fyrr en varir fram þær tillögur sem helst geta gagnað íslenskum mál- stað eins og nú er komið. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.