Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982 Ofbeldi gegn á heimilum „Þegar fyrstu kvennaathvörfm voru opnuð í Bretlandi fyrir um 10 árum tóku menn þessu sem hálfgerðu gríni. Það var ekki fyrr en skýrslur frá þessari starfsemi voru birtar, að farið var að taka þetta alvarlega. Nú eru starfrækt kvennaathvörf í öllum stærri borgum í Brctlandi og í London einni eru ein 7-8 athvörf. Yfirleitt eru nauðgunarathvörf og athvörf fyrir konur sem beittar eru of- beldi aðskilin, en ég tel æskilegra að þetta sé undir sama þaki, eins og gert verður í kvennaathvarf- inu hér í Reykjavík“. Cathy Roberts, sem hingað er komin í tilefni af opnun kvenna- athvarfs í Reykjavík, segir þann- ig frá stofnun kvennaathvarfa í Bretlandi, en Bretland var fyrsta landið sem setti á stofn slíka starf- semi. Cathy er félagsfræðingur að mennt og hefur unnið mikið að ráðgjöf og rannsóknum varð- andi ofbeldi gegn konum og er hún nú að vinna að doktorsrit- gerð um þetta efni. Og hún segir meira frá kvennaathvörfum: „í langflestum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum eru slík at- hvörf. I Bandaríkjunum er höf- uðáhersla lögð á athvörf fyrir konur sem hefur verið nauðgað og eru þau í nánum tengsium við sjúkrahúsin. Þáhefurmikið verið fjallað um afskipti lögreglunnar þar vestra af nauðgunum og nú er æ algengara að lögreglukonur með sérstaka þjálfun fjalii um slík mál. Það má segja að það sé óeðlilegt að þjálfun lögreglunnar miðist nær eingöngu við meðferð á glæpamönnum, þar sem talið er að um 90% af tíma lögregluþjóna fari í að sinna fórnarlömbum af- brota, slysa o.s.frv.“ Vísbending um stöðu konunnar í þjóðfélaginu „Hvernig hafa karlmenn al- mennt tekið þessum athvörfum?“ „Flestir karlmenn nú orðið líta ofbeldi gegn konum alvarlegum augum. Þetta vandamál er til í öllum stéttum þjóðfélagsins. Konur sem hafa langskóla- menntun, t.d. læknar og lög- fræðingar, leita iðulega til okkar vegna barsmíða eiginmanns, þótt stærsti hópurinn sé heimavinn- andi konur með börn. Það virðist algengara að konur sem eru fjár- hagslega háðar eiginmanni sínum eða sambýlismanni séu beittar of- beldi en aðrar. Það er mjög al- gengt að konur sem á einhvern hátt eru veikburða, t.d. barnshaf- andi, nýbúnar að eiga börn eða heilsulausar, séu beittar líkam- legu.ofbeldi. Þetta eru óhugnan- legar staðreyndir. Hvað nauðgun viðvíkur, þá er það ekki lagabrot í Bretlandi að nauðga eigjnkonu sinni, og til að fá dóm fyrir ofbeldi, þarf helst að beinbrjóta konuna. Ef þú hins vegar lemur mann niður á götu úti varðar það við lög“. „Telur þú ástandiö sé eins siæmt hér á landi og í Bretlandi?“ „í Bretlandi virðist ástandið heldur fara versnandi en hitt, þrátt fyrir miklar umræður um málið. Við teljum að ofbeldi á konum heimilum sé ein hliðin á krepp- unni og atvinnuleysinu. Af því sem ég hef kynnt mér málið hér á landi, virðist mér þetta vera al- varlegt vandamál hér eins og ann- ars staðar. Það má þó búast við að það taki einhvern tíma fyrir konur að nýta sér kvennaathvarf hér því í fámenni er fólk jafnan hrætt við umtal“. „Nú höfum við talað mest um konur scm beittar cru ofbeldi. - Hvað um karlmennina sjálfa? Er um einhvers konar endurhæfmgu að ræða fyrir karlmenn sem uppvísir eru að ofbeldi gegn konum?“ „Enn sem komið er er lítið um það. Fyrst þarf að fá það viður- kennt, að það sé ekki allt í lagi að berja konur eða nauðga. í Ame- ríku eru þó komnir af stað hópar sem vinna með karlmönnum sem staðnir hafa verið að ofbeldi eða nauðgunum og án efa á þetta eftir að koma víðar. Ennþá líta flestir þeirra sem beita konur ofbeldi. ekki á það sem glæp“. „En hversu saklausar eru kon- urnar? - Koma aldrei til ykkar karlmenn, sem konur hafa barið?“ „Nei, það virðist ekki vera al- gengt, þótt það sé til. Staðreyndin er að karlmaðurinn er í langflest- um tilvikum miklu sterkari og harðhentari og konur ráðast því síður á.þá að fyrra bragði. Konur hafa yfirleitt miklu minni hand- styrk, þótt þær taki oft á móti þeg- ar ráðist er á þær. Við viljum heldur ekki þjálfa konur í að berjast við sambýlismenn sína eða aðra karlmenn." „Ef litið er til baka. - Hafa kon- ur alltaf verið barðar af karl- mönnum?“ „Nei, þetta fer mjög mikið eftir þjóðfélögum. Og miðað við aukin mannréttindi og framfarir almennt er varla hægt að segja að mikið hafi miðað á þessu sviði. Ofbeldi gegn konum er yfirleitt falið og fer að mestu fram innan veggja heimilisins og afskipti af því hafa lengst af þótt truflun á friðhelgi einkalífsins. Það má segja að orsakir þess sé fyrst og fremst að rekja til almennrar stöðu kvenna, fremur en til þeirra einstaklinga sem ofbeldinu beita. Sem dæmi má nefna að í Kína var mikið um þetta fyrir byltinguna, sen eftir byltingu var það tekið mjög föstum tökin og karlmenn „endurhæfðir" ef svo má segja. Við teljum að nú sé mjög lítið um það þar, enda einkaréttur og friðhejgi heimil- anna annar en við eigum að venj- ast. Konur eru sjaldan háðar mönnum sínum fjárhagslega, börn eru fá og félagsleg samvera mjög mikil. Ef við lítum aftur í söguna má finna mörg tímabil og þjóðfélög þar sem ofbeldi gegn konum var næstum óþekkt. í gömlum kelt- neskum lögum ífá bví fyrir kristni og í frumkristni er tekið mjög hart á þessu. Víkingarnir, sem al- mennt þóttu fremur herskáir og jafnvel grimmir litu barsmíðar á konum mjög alvarlegum augum, eins og mörg dæmi úr fornum sögum sýna. Það er því ekkert sem segir að þetta þurfi að vera svona. Þetta er fyrst og fremst lýsing á því þjóðfélagi sem fólkið býr við og þeirri stöðu sem kon- um er þar búin“, sagði Cathy að lokum. Þessa daga sem hún dvelst hér starfar hún með starfsmönnum Kvennaathvarfsins og aðstand- endum þess, en hún fer af landinu í dag, fimmtudag. Sími Kvennaathvarfsins er 2 12 0 5. -þs Ósigur Reagans: Þingið hafnar MX-eldflaugum Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fel dollara fjárveitingu til þess að korr Wyoming, en sem kunnugt er af frél ákveðið að fara fram á það við þingii upp í Wyoming á næstunni. Úrslitin eru mikið áfall fyrir víg- búnaðarstefnu Reagans og sýna um leið vaxandi áhrifamátt banda- rísku friðarhreyfingarinnar á bandaríkjaþingi. 245 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni en 176 voru henni fylgjandi. MX-eldflaugin MX-eldflaugarnar eru full- komnustu langdrægu eldflaugarn- ar sem hafa verið smíðaðar til þessa. Þeim er hægt að skjóta með meiri nákvæmni en áður hefur þekkst og þeim er hægt að skjóta heimsálfa á milli. Hver eldflaug ber allt að 12 sprengjuodda, sem hver um sig hefur innbyggðan stýribún- að þannig að með einni sendingu er hægt að senda 12 kjarnorkuspreng- ur er hafa samanlagðan sprengju- mátt 88 Hiroshima-sprengja á 12 mismunandi skotmörk. Núna eiga Bandaríkjamenn 1052 langdrægar eldflaugar sem staðse.ttar eru á landi með saman- lagt 2152 kjarnorkusprengjum innanborðs. Samsvarandi tölur fyrir Sovétríkin eru 1398 eldflaugar og trúlega á 5. þúsund kjarnorku - sprengjur en þá er þess að geta að Bandaríkin hafa 76% af öllum sín- um kjarnorkusprengjum í kaf- bátum eða langfleygum flugvélum á meðan Sovétríkin hafa 75% af sínum kjarnorkusprengjum á landi, þar sem þær eru í rauninni viðkvæmari fyrir eyðileggingu. Þeir Kennedy og Hatfield telja að Bandaríkin gætu eyðilagt allar kjarnorkusprengjur Sovétmanna á Ji í lýrradag tillögu um 998 miljón i upp 5 fyrstu MX-eldflaugunum í um þá hefur Ronald Reagan nýlega að 100 slíkar eldflaugar verði settar landi með 200 MX-eldflaugum (17.600 Hiroshima-sprengjum). Hugmynd Reagans að koma MX-eldflaugunum fyrir á tak- mörkuðu svæði byggist á því að ein kjarnorkusprenging muni ekki geta grandað þeim öllum, en hins vegar muni loftþrýstingurinn og rykmökkurinn sem fylgdi slíkri sprengingu bægja fleirieldflaugum frá, þannig að ávallt yrði hægt að skjóta hluta þessara eldflauga til baka í gagnárás. Margir hafa látið í ljós efasemdir um þessi rök. MX-eldflaugarnar eiga að vera grafnar í 60 metra djúpum brunn- um sem eru byggðir úr hertri um- gjörð.ogeiga að vera 600 m. ámilli brunna eða sílóa. Ógnunarstefnan Þegar Reagan tilkynnti um á- kvörðun sína hinn 23. nóvember s.l. sagði hann að - Bandaríkin „kysu tíeldur að Sovétmenn tækju niður SS-18 eldflaugar sínar en að þurfa að grafa fleiri holur, en við getum náð jafnvægi með því að gera annað hvort“. Hér er því um hliðstæða aðgerð að ræða og Bandaríkin og Nato hafa hugsað fyrir Evrópu: annað hvort einhliða afvopnun Sovét- ríkjanna eða áframhaldandi stór- hert vopnakapphlaup. / • A kostnað Evrópu. Afstaða meirihluta þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til þessara hugmynda er fróðleg í ljósi þeirrar umræðu, sem farið hefur Sprengjuhöfuð í MX-eldflaug. Eld- flaugin getur farið á milli hcimsálfa og borið allt að 12 kjarnorkuspreng- juodda er samanlagt jafngilda 88 Hiroshimasprengjum og hægt er að beina að 12 mismunandi skot- mörkum. fram hér í Evrópu undanfarið um hinar fyrirhuguðu meðaldrægu Evrópueldflaugar og tvíhliða á- kvörðun Nato frá því í desember 1979. Bandaríkin hafa aldrei háð stríð við aðrar þjóðir á eigin landi, og margir Evrópumenn hafa ályktað sem svo að með því að leggja meg- ináherslu á herðingu vígbúnaðar- kapphlaupsins í Evrópu hafi Bandaríkin viljað auka spennu í heiminum á kostnað Evrópuríkja fyrst og fremst. Úrstlitin í þessari atkvæðagreiðslu gætu stutt þau rök. Vikuritið Newsweek segir að viðbrögð manna í Wyoming við hugmyndum Reagans hafi verið blendin. Það er kannski dæmigert fyrir umræðu sumra um þessi mál, að ríkisstjórinn í Wyoming gerði málið að gamanmáli og sagði að Reagan hefði verið „eins og tán- ingsstúlka er kæmi heim til sín klukkan þrjú að morgni með Gideon-biblíu undir hendinni". Margir sögðu að þetta gæti ekki aukið á hættuna þar sem þeir væru þegar umkringdir af Minuteman- eldflaugum, á meðan kaupsýslu- menn fögnuðu ákvörðuninni þar sem hún mundi þýða 70 miljón dollara tekjur á ári fyrir fyrirtæki á staðnum. Að sjálfsögðu hefur frið- arhreyfingin á staðnum barist gegn uppsetningu þessara eldflauga. Brot á Salt-II Sovétríkin hafa haldið því fram, að ákvörðunin urn uppsetningu þessara eldflauga væri brot á SALT-II er kveði svo á að báðir aðilar skuldbindi sig til að koma ekki upp nýjum skotpöllum. Þótt Reagan hafi hætt við að leggja SALT-II samninginn fyrir Banda- ríkjaþing til staðfestingar á sínum tíma á þeirn forsendum að hann væri Sovétmönnum í hag, þá hafa bæði ríkin virt hann í reynd hingað til. Meðal þeirra sem tekið hafa undir þessa gagnrýni Sovétmanna er bandarískur sérfræðingur í túlk- un samningsins, sem sagði í álits- gerð er hann gerði fyrir hina virtu Arms Control Association í Bandaríkjunum, að „ekki liggi vafi á að áætlunin brjóti í bága við grein 6 í samningnum." Þá hefur Kjeld Olesen, fyrrverandi utanríkisráð- herra Danmerkur einnig tekið undir þessi sjónarmið er hann lét í ljós vonbrigði sín með að Banda- ríkin ætluðu að brjóta samninginn með þessum hætti. Bandaríkjastjórn hefur haldið því fram að áætlunin fæli ekki í sér brot á samningnum, þar sem á- formað er að hafa eldflaugarnar í sérstökum lausum rörum ofan í sí- lóunum. Skynsemi eða ógnun Úrslit atkvæðagreiðslunnar er einnig athyglisverð í ljósi þess að þegar þeir Kennedy og Hatfield skrifuðu bók sína um frystingu víg- búnaðarkapphlaupsins í apríl s.l. höfðu þeir hlotið stuðning urn 190 þingmanna fyrir þingsályktunartil- lögu sinni sarna efnis. Nú greiða hins végar 245 þingmenn atkvæði gegn fjárveitingu til MX- áætlunarinnar á meðan 176 eru henni fylgjandi. Þetta sýnir vax- andi styrk þeirra sem leysa vilja vígbúnaðarkapphlaupið með skyn- semi en ekki með ógnunum. Þá er það einnig athyglisvert að hér á íslandi hafa bæði Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra fram- sóknarmanna og Björn Bjarnason sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í vígbúnaðarmálum lýst stuðningi sínum við ógnunarstefnuna þar sem gengið er út frá því sem eðli- legum hlut að Nato beiti kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði í stríði. Ólafur Jóhannesson lýsti því nýverið yfir í viðtali við Þjóðvilj- ann að ísland væri skuldbundið hinni tvíhliða ákvörðun Nato frá 1969, sem byggir á ógnunarstefn- unni og Björn Bjarnason lýsir því sem eðlilegum varnarviðbrögðum Nato að beita fyrir sér kjarnorku- vopnum í Evrópu „þar sem þau eru í senn ódýrari kostur en venjuleg vopn og þau krefjast ekki jafn margra manna undir vopnum“. (Morgunbl., 7.des. s.l.). Skyldu þaðvera íslenskir þjóöarhagsmunir sem krefjast þess að gengið sé út frá því sem eðlilegum hlut að gripið verði til kjarnorkuvopna í stríði í Evrópu ? -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.