Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 16
MQWIUINN Fimmtudagur 9. desember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382. 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257, Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Gífurleg hálka á göt- um og gangstéttum: Mörg slæm byltan Mörgum varð á fótaskortur í þeirri fljúgandi hálku sem var víðast hvar í Reykjavík í gær. Eftir kuldakastið sem stóð yfir í nokkrar vikur hefur nú brugðið svo við að hlýnað hefur talsvert í veðri sem hefur orðið til mikillar svcllmynd- unar. A slysadeild Borgarspitalans var allmikið um að fólk kæmi vegna óhappa í hálkunni. í gær voru þó fá alvarleg slys utan þess að ein kona lærbrotnaði. Pjóðviljinn brá sér uppá slysa- deild ígær og hafði þar tal af Hrafn- keli Oskarssyni lækni og sagði hann að þrátt fyrir hina miklu hálku hefðu slysin á fólki ekki aukist neitt að ráði. Það kæmi aðal- lega til af því að þegar skilyrði versnuðu færi fólk yfirleitt var- lega fyrsta kastið en síðan ykist straumurinn á slysadeildina þegar á liði. Hrafnkell sagði að það væiu mestmegnis rosknar konur sem illa yrðu úti í hálkunni. Hann sagði að fyllsta ástæða væri til að brýna fyrir fólki, bæði gangandi og akandi vegfarendum að fara sér hægt. Sem fyrr er hægt að fá mann- brodda hjá velflestum skósmiðum og skósölum. - hól. „Ég var að koma heim úr skólanum þegar ég rann til og datt og kom illa niður þannig að hægri handleggur brotnaði“, sagði Gunnar Andrés- son sem var nýkominn úr aðgerð þegar Þjóðviljinn náði tali af hon- um. Þegar óhappið vildi til var hann klæddur íþróttaskóm með hrá gúmmíbotni. Ljósm.: - Atli. Félagar greiða atkvæði ekki félögin I frétt Þjóðviljans í gær um for- val vegna framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra varð slæm misritun. Þar scm átti að standa flokksfélagi stóð flokksfélag. „Forvalið fer fram með þeim hætti að í fyrri umferð á hver flokks- félagi í kjördæminu að tilnefna fjóra menn án röðunar, en þeir þurfa að koma antk úr tveim fé- lögum. Tilnefna má mann utan fé- lags“. Þannig var setningin rétt, og síðan fylgdi að í síðari untferð tækju þátt átta efstu menn, ef þeir samþykktu, og kjörnefnd hefði heimild til þess að bæta við tveimur. Kosningin fer þannig fram að hver flokksmaður numer- ar 1-4 á listann, og talið er án vægis. Fyrri umferð lýkur 15. janú- ar ’83, en þeirri síðari 5. febrúar ’83. - ekh. Á fundi sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar og fleiri aðilar efndu til í fyrrakvöld var rætt um notkun myndsegulbanda með tilliti til barna og þar samhljóða sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á viðkomandi yfírvöld að setja strax lög um starfsemi kapalkerfa og að eftirlit með innflutningi myndseg- ulbanda verði komið á. Auk Barnaverndarnefndar borgarinnar stóðu að fundinum umsjónarfóstrur með dagvistun á einkaheimilum og Samtök dag- mæðraíReykjavík.Umþaðbil 100 manns sóttu fundinn og voru um- ræður um málefnið fjörugar. Frummælendur voru Guðfinna Eydal sálfræðingur sem einkurn ræddi um þær hættur sem felast í óhóflegri notkun myndbanda á heimilum fyrir yngri börn og með hvaða hætti hin skaðvænlegu áhrif kæmu fram. Þá ræddi dr. Elías Héðinsson félagsfræðingur einkum um ofbeldi á myndsegulböndum og áhrif þess á eldri börn og unglinga. Skýrði hann frá rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þeim þætti. Verður nánar skýrt frá fram- söguerindum í Þjóðviljanum síðar. Á fundinum var eins og áður sagði samþykkt samhljóða ályktun sem borin var upp af Guðfinnu Eydal og Steinunni Jóhannesdótt- ur. Hún hljóðar á þessa leið „Fundur haldinn 7. desember 1982 að tilhlutan Barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar, umsjónar- fóstra með dagvistun á einka- heimilum og Samtaka dagmæðra, skorar á viðkomandi yfirvöld að sjá til þess að þegar í stað verði komið á eftirliti með innflutningi rnynd- segulbanda og lög sett um starfsemi kapalsjónvarpskerfa með tilliti til barna og unglinga“. - v. Guðmundur J. á alþingi í gær Mikil hækkun búvöruverös Nauðsynlegt að endurskoða verð- miðunarkerfi landbúnaðarafurða - Hækkun búvöruverðs um 13-, 22% 1. desember, um leið og vísi- töluskerðing tekur gildi, vekur með manni ugg og skclllngu, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson í um- ræðu utan dagskrár á alþingi í gær. Sagði Guðmundur að þessi hækk- un hlyti að leiða til þess að neysla minnkaði á landbúnaðarafurðum. Það þætti tæpast hyggilegur bú- skapur. Lagði Guðmundur til að verðmyndarkerfí landbúnaðarins yrði tekið til rækilegrar endur- skoðunar. Guðmundur J. Guðmundsson tók skýrt frant, að bændur væru yfirleitt ekkert ofhaldnir í tekjum, en liins vegar væri þetta kerfi ótækt fyrir neytendur og almennt launa- fólk. Guðmundur benti einnig á, að sláturhússkostnaður væri þrisv- ar sinnum hærri hér á landi en í Nýja-Sjálandi, þarsem laun væru hærri. Utflutningsbætur væru áætl- aðar 262,5 miljónir króna á næsta ári auk þess sem röskar 55 miljónir færu uppí lántöku vegna niður- greiðslna 1980 til 1982. Ýmislegt, benti til þess að óþarfa milliliða- kostnaður og margflókið verðmynd- unarkerfi væri úr sér gengið. Spurði Guðmundur hvort ekki væri skynsamlegra að greiða niður landbúnaðarvörur ofan í lands- menn heldur en ofan í útlendinga. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra sagði hækkanirnar hafa orðið samkvæmt lögum. Þær hefðu m.a. orðið svo miklar vegna þess, að niðurgreiðslur hefðu ekki aukist. Hækkanirnar á landbúnaðaraf- urðum hefðu síður en svo orðið meiri en á öðrum kostnaði til heimilishalds á undanförnum miss- erum. Margir fleiri tóku til máls í gær um þessi mál. - óg. Niðurfelling fasteignagjalds af Hjónagörðum Yrði veruleg réttarbót segir Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar Félagsstofnunar „Við höfum átt viðræður við menn í mcnntamála- og félagsmálaráðu- neytinu til að fá undanþágu frá greiðslu fasteignagjaldsins af Hjónagörðum og það er greinilegt að með þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar er verið að verða við óskum okkar“, sagði Pétur J. Eiríksson, formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta í samtali við Þjóðviljann í gær. Á alþingi hefur verið lagt framt frumvarp félagsmálaráðherra um lækk- un gjaldstofns fasteignagjalda á höfuðborgarsvæðinu, með það fyrir augum að hækkun fasteignagjalda í Reykjavík og nágrenni verði ekki meiri á milli ára en annars staðar á landinu. Auk þess er lagt til að fasteignagjöld af hjónagörðum stúdenta og heimavistum verði felld niður. „Hér er því geysimikið hagsmunamál stúdenta komið á rekspöl og óskandi að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ég hygg að í ár nemi umrædd gjöld um það bil 300 krónum á íbúð á mánuði sem gæti þýtt lækkun leigunnar úr unt 1800 krónunt á mánuði niður í ca 1500 krónur. Við urðum að setja þessi gjöld til borgarinnar inn í leiguna enda skuldaði Félagsstofnun stúdenta fasteignaskatt af Hjónagörðum allt aftur til ársins 1977. Með þessu ákvæði í frumvarpi félagsmálaráðuneytisins er verulega komið til móts við okkur í erfiðri fjárhagsstöðu", sagði Pétur J. Eiríksson að lokum. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.