Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982 Konur kúgaðar á vinnumarkaðnum Vinnuvcitendasamband íslands hefur hvatt félaga sína til að brjóta lög á verkafólki og greiða þunguðum konum ekki laun í veikindaforföllum ef rekja má veikindin til þungunar þeirra. Ljósm. gel. Fá ekki laun I veikindum Ef rekja má veikindi þeirra til þess að þær eru þungaðar „5. gr. Allt fastráðið verkafólk, sem ráðið hef- ur verið hjá sama atvinnurekenda í eitt ár sam- fellt, skal er það forfallast frá vinnu vegna sjúk- dóma eða slysa eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, í einn mán- uð. - Hafi slíkt starfsfólk verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfellt skal það, auk þess sem í 1. mgr. segir, halda daglaunum sín- um í einn mánuð, en í tvo mánuði eftir fimm ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda.“ Svo ótvíræð eru lög um réttindi verkafólks til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, en þau eru frá 1979 og leystu af hólmi lagaákvæði frá 1958. Samt hefur það verið svo að Vinnuveitendasam- band íslands hefur ítrekað þá afstöðu sína fyrir forráðamönnum fyrirtækja að þeim beri ekki að greiða þunguðum konum laun ef rekja má sjúkdóm þeirra til þungunarinnar! Ekkert ákvæði er í lögunum um réttindi verka- fólks í veikindum, sem gefur atvinnurekendum færi á að skjóta sér undan skyldum sínum hvað þetta varðar. Þeir skýla sér hins vegar á bak við lögin um fæðingarorlofið frá síðasta ári en einnig er greini- legt að þeir treysta á að einstakar konur sjái sér ekki fært að fara með þetta grófa brot á réttindum þeirra, fyrir dómstóla. Við spurðum lögfræðing ASI og formenn tveggja stórra verkalýðsfélaga álits á þessu máli. Réttur til launa í veikindum sem rekja má til þungunar: „Ótvírœður samkvæmt lögunum” segir lögfræðingur ASÍ, Lára V. Júlíusdóttir „í mínum huga lcikur ekki nokkur vafi á aö kona á að sjálfsögðu rétt til launa í veikindum enda þótt þau megi á einhvern hátt rekja til þung- unar,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur Alþýðusambands ís- lands í samtali við Þjóðviljann. Lægstu tekjur sem atvinnurek- andi má greiða launamunni fyrir fullt starf eru nú frá 1. desember 8.186 krónur á mánuði. Þarna er um ákvæði kjarasamninga að ræða og miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hvetur verkalýðsfélögin til að vera vel á verði gagnvart því að þessi ákvæði séu haldin. Lágmarkstekjutryggingin er hlutfallslega Iægri þegar um hluta „í lögunum frá 1979 um rétt verkafólks til uppsagnafrests frá störfum og til launa vegna sjúk- dóma eða slysa er ótvírætt kveðið á um að allt fastráðið starfsfólk eigi rétt til launa eftir starfsaldri ef það veikist. Engar undantekningar eru gerðar þar á, t.d. í þeim tilfellum að rekja megi lasleikann til þung- unar," sagði Lára ennfremur. „Þess vegna sé ég ekki hvernig atvinnurekendur geta skotið sér starf er að ræða. Lágmarkstekju- trygging á viku er 1.889.20 krónur og á klukkustund 47.23 krónur. Frá 1. desember hækka einnig fæðispeningarsamkvæmt samning- um. Fram til febrúarloka á næsta ári eru fæðispeningar fyrir eina máltíð 102.07 krónur en 178.76 fyrir tvær máltíðir. Fæðispeningar vegagerðarmanna er: fæðisgjald í undan skyldum sínum í þessu sam- bandi.“ Er þetta algengt mcðal atvinnu- rekenda? „Mér skilst að þetta tíðkist svo til eingöngu í einkageiranum í atvinnu lífinu en ekki hjá opinberum aðii- um. Þá trúi ég að í minni fyrirtækj- um sé þessi leikur ekki leikinn en á stærri vinnustöðum er þetta tals- vert algengt t.d. í þjónustufyrir- tækjum ýmiss konar, verslunum og mötuneytum 108 kr. á dag, nestis- peningar ef um eina höfuðmáltíð er að ræða 158 kr. á dag og nestispen- ingar ef um tvær höfuðmáltíðir er að ræða 252 krónur á dag. Eins og áður sagði hvetur mið- stjórn ASÍ verkalýðsfélög og launafólk til að vera vel á verði gagnvart því að þessi réttindi séu virt. - v. svo frystihúsum, svo eitthvað sé nefnt.“ Og hvernig er hægt að bregðast við þessu? „I þessu sambandi er vert að á- rétta að konur verða að gera skýran greinarmun á milli þungunar og veikinda. Þungun er í sjálfu sér eðlilegt og heilbrigt ástand en ef læknir telur að sjúkdómur komi upp sem rekja megi til þungunar- innar er sjálfsagt að tilkynna veikindi. Það er enginn vafi á því að hér getur verið stórt mál á ferð- inni fyrir konur, t.d. þær sem eru einstæðar og ég veit að sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna hafa reynt að grípa inn í og aðstoða. Hins vegar er ekkert launungarmál að það þarf að reyna á þetta fyrir dómi; fá ein- hverja konu sem órétti hefur verið beitt til að höfða prófmál og ég sé ekki að það fari nema á þann veg að það beri skilyrðislaust að greiða þunguðum konum laun samkvæmt venjulegum reglum þar um, enda þótt rekja megi veikindin til þung- unar,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur Alþýðusambandsins að lokum. - v. Lágmarkstekjur frá 1. des. „Nokkuð al- gengt á meðal okkar” segir Ragna Berg- mann, formaður Framsóknar , Jú, það er nokkuð um að atvinnu- rekendur reyni að komast hjá launagreiðslum í vcikindum ó- frískra kvenna og afstaða manna ræðst mjög eftir því hvernig læknir skrifar vottorð um veikindi við- komandi,“ sagði Ragna Bergmann formaður verkakvennafélagsins Framsóknar í samtali við blaðið. „Ef læknir skrifar á vottorðið veik vegna þungunar eru allmörg dæmi þess að kona njóti ekki launa í sín- um veikindum enda þótt hún hafi til þess fullan rétt undir öðrum kringumstæðum" sagði Ragna ennfremur. Og hefur þetta oft komið upp í þínu félagi? „Við höfum þurft að standa í ströngu annað slagið. Mér finnst þetta mun meira áberandi á stærri vinnustöðunum, t.d. í stóru frysti- húsunum. Okkar andóf hefur stundum borið árangur og ég man eftir einu tilfelli þar sem við höfðum okkar í gegn og viðkom- andi atvinnurekandi varð að hefja launagreiðslur á ný eftir að hafa gert tilraun til að komast hjá því.“ En hvað getið þið helst gert? „Okkar afstaða hefur ætíð verið sú að læknir skuli algjörlega meta það hvort konan er veik vegna þungunar eða ekki. Stærri fyrir- tækin hafa oft trúnaðarlækna og við vísum á þá, látum þá meta til- urð sjúkdómsins," sagði Ragna Bergmann að lokum. - v. „Verður að láta dóm úrskurða” segir formaður V erslunarmannaf élags Reykjavíkur, Magnús Sveinsson „Því miður er það svo að atvinnu- rekendur hafa neitað að greiða laun til kvenna í veikindum ef talið er að rekja megi veikindin að ein- hverju leyti til þungunar“, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur í gær. „Með tilkomu laganna um fæðingarorlof viðrist þessi á- greiningur hafa orðið skarpari, atvinnurekendur eflaust talið sem svo að með þeim væri búið að tryggja rétt kvenna. En í lögunum frá 1979 um laun í slysa- og veikinda tilfellum er hvergi minnst á að það beri að gera undantekningu ef um veikindi vegna þungunar er að ræða og ég held að ef menn hefðu haft þann almenna skilning í gegn- um árin væri búið að ganga frá þessu með einhverjum hætti“. En hvað er til ráða? Verða ein- staklingarnir að höfða mál eða ætl- ar verkalýðshreyfingin að gera það? „Það er alveg rétt að eina færa leiðin er að láta reyna á þetta fyrir dómi og fá úr því skorið hvaða skilning beri að leggja í þau lög sem fyrir eru. Ef launamenn vinna það mál er það ágætt en ef þeir tapa því vita menn þá hvar þeir standa og verða að fá leiðréttingu í næstu samningum. í sjálfu sér teldi ég eðlilegast að t.d. Alþýðusamband- ið höfðaði málið fyrir hönd ein- hverrar tiltekinnar konu, því þetta er mál sem hlýtur að varða heildina“, sagði Magnús L. Sveins- son formaður V.R. að iokum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.