Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 15
Fihimtúdágur 9. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
RUV ©
Guðmundur Emilsson með sprotann á lofti.
Þarna stendur yfir æfing hjá Islensku
hljómsveitinni. Kl. 20.30 í kvöld verður út-
varp írá Haydn - tónleikum hljómsvcitar-
innar sem haldnir voru í Gamla bíó 27. nó-
vember síðast liðinn. Það er seinni hluti
tónleikanna sem verður fluttur, sinfónía nr.
104 í D-dúr eftir Haydn.
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gull í
mund 7.25 Leikfimi
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur
Arna Böðvarssonar frá kvöldinu áður.
Morgunorð: Þórður B. Sigurðsson tal-
ar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.9.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Kommóð-
an hennar langömmu“ eftir Birgit Berg-
kvist Ffelga Harðardóttir les þýðingu
sína (13).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir
10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi
Hrafn Jónsson
10.45 Árdegis í garðinum með Hafsteini
Hafliðasyni.
11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og
kynnir létta tónlist (RÚVAK.).
11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli
Thoroddsen
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jó-
hannesdóttir.
14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.00 Miðdegistónleikar Ditta Pasztory-
Bartók leikur á píanó „Barnalagaflokk“
eftir Béla Bartók/James Galway og Há-
tíðarhljómsveitin í Luzern leika Flautu-
konsert nr. 2 í D-dúr K.314 eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart; Rudolf
Baumgartner stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Útvarpssaga barnanna:„Ógnir töfra-
mannsins1* eftir Þóri S. Guðbergsson
Höfundurinn byrjar lestur sinn.
16.40 Tónhornið Úmsjón: Guðrún Birna
Hannesdóttir.
17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna
Harðardóttir.
17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra
og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla
Helgasona
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Helgi Már Barðason stjórnar
blönduðum þætti fyrir ungt fóik
(RÚVAK).
20.30 Frá Haydntónleikum íslensku hljóm-
sveitarinnar í Gamla bíói 27. f.m.; síðari
hl. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Sinfónía nr. 104 í D-dúr eftir Joseph
Haydn - Kynnir: Dóra Stefánsdóttir.
21.05 Spilað og spjallað Sigmar B. Hauks-
son ræðir við Bjarka Elíasson, sem velur
efni til flutnings.
22.05 Tónleikar
22.35 Án ábyrgðar Umsjón: Valdís Ósk-
arsdóttir og Auöur Haralds.
23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni.
Aðfangadagur jóla:
Lokið
vinnu
við
barnatíma
útvarps
Þau koma fram í barnatíma útvarps á aðfangadag. Frá vinstri: Jenna Jcnsdóttir, Gunnvör Braga,
Bernharður Guðmundsson og Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Með þeim á myndinni eru krakkar sem
voru viðstaddir upptökur í stúdíó 4.
Mynd: Atli.
Barnatími útvarps sem
fluttur verður á aðfangadag
jóla 24. descmber er nú full-
unninn frá hendi umsjónar-
manna hans. Fóru upptökur
fram síðastliðinn mánudag.
Þeir sem koma fram í þættin-
um eru Jenna Jens rithöfund-
ur, Gunnvör Braga rithöfund-
ur, séra Bernharður Guð-
mundsson og Ingibjörg R.
Magnúsdóttir deildarstjóri
hjá útvarpinu. Þá mun Kárs-
neskór syngja jólalög.
Jenna mun í þættinum segja
frá bernskujólunt sínum,
hvernig málunt háttaði þá og
er ekki að efa að margt for-
vitnilegt komi fram.
Ingibjörg mun segja frá jóla-
undirbúningi bæði nú á tím-
um og áður.
Þá mun Bernharður Guð-
mundsson segja frá jólahaldi
víða um heim og þeirri ný-
breytni kirkjunnar að koma
fyrir svokölíuðum friðarljós-
um víða um heim, en friðar-
hreyfingar munu sjá um þá
hlið mála. Mun vera meining-
in að tendra þau kl. 20.30 á
aðfangadagskvöld hér á landi
og nteð þeim hætti minnt á
starf friðarhreyfinga um víða
veröld.
Útvarp kl. 17.00:
Hvernig við getum búið
til jólagjafirnar sjálf
„í þætti mínum hugsa ég til
jólanna og þess sem tengist
þeim svo eindregið, jólagjöf-
unum. Eg er satt að segja
orðin hundleið á þessu jóla-
gjafakapphlaupi þar sem fólk
cr að eyða síðustu krónunni í
rándýrar jólagjafir. Eg mun
því taka upp hanskann fyrir
hcimatilbúnar jólagjafir í
þcssum þætti," sagði Jóhanna
Harðardóttir umsjónarmaður
þáttarins Bræðingur í stuttu
spjalli við Þjóðviljann.
Jóhanna kvaðst mundu fara
í verslanir sem eru með fönd-
urvörur á boðstólum, spjalla
lítillega við afgreiðslufólk. Þá
fer ég í Kársnesskóla í Kópa-
vogi og kem þar inní föndur-
tíma þar sem eru bæði börn og
fullorðnir. „M.ö.o. jólagjafir
án mikils tilkostnaðar er
mottóið í þættinum," sagði
Jóhanna að lokum.
Kvöldstund
Sveins
Einarssonar:
„Farinn
að gerast
jólalegur”
„Ég verð með sitt lítið af
hverju sem tcngist jólunum,"
sagði Sveinn Einarsson Þjóð-
leikhússtjóri sem er að venju
umsjónarmaður Kvöldstund-
ar útvarpsins. Kvöldstundin
er á dagskrá kl. 23.
„Vínarstrengjasvcitin fær
inni hjá inér í þcssum þætti og
lcikur Heilagan Nikulás. Nik-
ulás er minn uppáhalds dýr-
lingur, sem kannski er ekki
mjög skrítið, þar sem hann er
dýrlingur leikara. Þá mun ég
leika sitthvað eftir Haydn,
verk sem eru síður en svo cin-
kennandi fyrir hann. Þarna
verður leikið þjóðlegt gamalt
og gott íslenskt lag og tenór,
sem ég vil ekki nafngreina að
svo stöddu, vcrður kynntur,"
sagði Sveinn.
Þáttur Sveins tekur 45 mín-
útur í flutningi og aö venju
situr tónlistin í fyrirrúmi
ásamt léttu spjalli. Frá-
brugðið því sem veriö hefur í
nokkrum síðustu þáttum mun
Sveinn ekki fá til sín kvöldgest
í þennan þátt.
Sveinn Einarsson: Heilagur
Nikulás. ónefndur tenór og
Haydn, verða í öndvegi hjá
honum í Kvöldstundinni sem
er á dagskrá í kvöld kl. 23.
Haydn
Morgunorð Bjarna Karlssonar
Hafa vakið upp sársaukafullar
tilfinningar margra kvenna
Bjarni Karlsson ræðst á
arðinn þar sem hann er lægstur.
morgunorðum 7/12’82 talar
hann á mjög ósmekklegan hátt
um fóstureyðingar.
Honum t'innst það viðeigandi
nú þegar jólin, hátíð barn-
anna nálgast, að tala um öll
þau fóstur sem drepin eru ár
hvert. Hann telur þetta vera
svartan blett á )->jóð okkar.
Þetta er óvægin árás á varnar-
lausar konur, sem af mismun-
andi ástæðum hafa ekki treyst
sér til að ala upp barn til
mannsæmandi lífs og því
neyðst til að gangast undir
fóstureyðingu. Konurgangast
ekki undir fóstureyðingu af
mannvonsku, heldur mætti
kalla það manngæsku. Konur
vilja geta séð sómasamlega
fyrir börnum sínum og þarna
bregst þjóðfélagið bágstödd-
um konum.
Ég vil benda Bjarna Karls-
syni á, að eyða frekar kröft-
um sínum í að betrumbæta
þjóðfélagið okkar, þannig að
færri konur þurfti að ganga í
gegnum þann sársauka, and-
legan og líkamlegan, og þá
hættu sem fóstureyðingu fylg-
ir. Ég undirrituð er á móti því
að skerða fóstureyðingarlög-
gjöfina. Þessi morgunorð
Bjarna hafa vafalaust vakið
upp sársaukafullar tilfinning-
ar margra kvenna og reiði
annarra.
Hulda Ólafsdóttir.