Þjóðviljinn - 09.12.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Síða 21
Jólablað Þjóðviljans 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Agúst Vigfússon skrifar Þessum aumingjum þyrfti að leiðbeina” Sumarið 1933 var ég í vegavinnuá Holtavörðuheiði. Það var allfjölmennur hópur sem vann þar þetta sumar. Heldur var nú kaupgjaidið lágt á nútíma vísu, 65 aurar á tímann yfir vorið en 90 aurar yfir sumarið. Unnið var tíu tíma á dag eða 60 klukkustundir á viku. Þetta þótti nú meiri lúxusinn. Vorum við mjög öfundaðir sem vorum svo heppnir að komast í vegavinnu. Mig minnir aðég hafi þénað rúmar 700 krónur yf ir sumarið. Sameiginlegt mötuneyti var. Kostaði fæðið 1.29 á dag til jafnaðar. Litlu var eytt f ram yf ir brýnustu lífsnauðsynjar. Ég man ekki til að ég færi neitt þetta sumar, ég var kyrr á heiðinni. Það þætti víst ýmsum unglingum nú dauf vist, en ég hugsaði til væntanlegrar skólagöngu, ég mátti engu eyða. Satt best að segja leiddist mér ekki á heiðinni, þótt veðrið væri stundum ömurlegt, einkum í rign- ingu og þoku. Heiðin er sérstak- lega þokusæll staður. Ýmislegt er mér enn minnisstætt sem gerðist þar þetta sumar, þótt nú séu liðin 46 ár síðan ég var þar. Það er sér- staklega eitt atvik sem festst hefur mér í minni og ég held að ég gleymi seint. Nokkru eftir að vinna hófst komu nokkrir menn norðan úr Strandasýslu. Ég man sérstaklega eftir tveim mönnum frá Borðeyri, Birni Kristmundssyni og Guðlaugi Jónssyni. Þetta voru svo einstak- lega geðugir og elskulegir menn að maður dróst að þeim. Guðlaugur léttur og kátur og prýðilegur hag- yrðingur, Björn að vísu hlédrægari en skýr og traustvekjandi og eins- takt ljúfmenni í allri framkomu. Einhvern veginn fannst mér að verkstjóranum væri ekki neitt um þá norðanmenn gefið og að hann hefði verið skikkaður til að taka þá gegn vilja sínum, líklega af stjórn- arvöldum. En þá var almennt atvinnuleysi og eftirsókn eftir vinnu mikil. Vík þá að þessu sérstæða atviki sem geymst hefur í huga mér síðan. Það mun hafa verið um ellefuleytið einn morguninn að ég rakst inn í tjaldið til Björns. Sá ég þá að hann var að láta dótið sitt niður í poka og hafði auðsjáanlega ekki farið til vinnu um morguninn. Ég spurði undrandi hvað til stæði. Eg sá að Birni var brugðið og að hann var þyngri á brún en venjulega. Ég sá að hendurnar titruðu lítið eitt er hann var að hnýta fyrir pokann. Hann svaraði spurningu minni ekki strax. Leit síðan snöggt upp og sagði: „Ég er að fara“. Ég varð hissa og skildi ekki neitt í neinu. Spurði síðan hvernig stæði á því. Enn nokkur þögn. Síðan sagði Björn: „Mér var ýtt út. Ég get kannske ekki sagt að ég hafi beinlínis verið rekinn. En málið er þannig vaxið að mér finnst ég ekki geta verið hér Iengur“. Forsaga málsins var þessi: Þeir norðanmennirnir voru látn- ir vinna sér og úthlutað einu erf- iðasta svæðinu, grýttu og blautu. Þegar kom að útborgun tjáði verkstjórinn þeim að hann gæti ekki greitt þeim fullt kaup, afköst- in væru svo lítii. Þetta var vitanlega fjarstæða og hafði ekki við nein rök að styðjast. Hér voru allir ráðnir upp á tímakaup, auk þess var það rangt að norðanmennirnir ynnu verr en aðrir. Hitt var staðreynd að spildan sem þeim var úthlutað var afar erfið. Björn andmælti þegar þessu gjörræði verkstjórans. Attu þeir nokkur orðaskipti, verkstjórinn og hann. Loks ákvað Björn að fara, þótt hann ætti enga atvinnu vísa. Vildi hann það heldur en að beygja sig. Óréttinn þoldi hann ekki. Ég varð svo hissa að mér féllust hendur. Ég hafði aldrei kynnst því fyrr að menn væru reknir úr vinnu, og skildi ekki neitt í neinu. Ein- hvernveginn fannst mér þó, að Ólafur Thors þetta stæði að einhverju leyti í sam- bandi við stjórnmálaskoðanir Björns. Þó Björn flíkaði lítið skoð- unum sínum heyrði ég hjá honum nýjan tón, sem ég hafði ekki heyrt fyrr, og eitthvað sá ég hjá honum af ritum sem mér þóttu sérkennilegar bókmenntir. Ég man sérstaklega eftir bók sem heitir Byltingin í Rússlandi, eftir Stefán Pétursson. Og eitthvað var þar fleira af sósíal- ístiskum bókmenntum. Þá vakti það grunsemdir að Einar Olgeirs- son kom við hjá Birni á leið sinni norður, en hann var að fara í fram- boð á Akureyri. Ég átti ekki orð til að lýsa undr- un minni yfir meðferðinni á þess- um úrvalsmanni og þeim norðan- mönnum yfirleitt. Loks sagði ég í vesældarlegum tón: „Skelfing er þetta leiðinlegt“. Björn leit upp nokkuð hvatskeytslega og það var eins og bliki slæi á augun. Hann sagði með nokkrum þunga: „Þið sáuð sanrt ekki ástæðu til að gera neitt“. Mér varð orðfall og vissi ekki hvað ég átti að segja. Við kvöddumst svo þarna og Björn fór alfarinn úr vegavinn- unni. Seinna um sumarið fékk ég bréf frá honum. Hann hafði ráðið sig á síldarbát, en þénað lítið. Þetta var í fyrsta sinn að ég kynntist þessari hlið á tilverunni að menn yrðu fyrir hnjaski vegna lífs- skoðana sinna. Ég held að þetta atvik hafi haft meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyrir í fljótu bragði. Það var eitthvað innra með Einar Olgcirsson mér sem reis öndvert gegn svona vinnubrögðum. Ég er alveg viss um að svona aðfarir hafa öfug áhrif við það sem til var ætlast. Löngu seinna minntist ég á þennan atburð við Björn og spurði hann hvort hann rnyndi eftir því sem hann hefði sagt við mig: „Þið sáuð samt ekki ástæðu til að gera neitt“. Ég sagði að mér hefðu þótt þessi um- mæli ómakleg í minn garð. Ég hefði þó látið í ljósi nokkra sarnúð með honum og þeim norðan- mönnum. „Jú, það er vitanlega rétt“, sagði Björn, „en ég athugaði ekki þá að vitanlega var ekkert hægt að gera“. Vegavinnuhópur- inn hafði lítil kynni af verkalýðs- sjónarmiðum. Auk þess voru allir hræddir við að missa vinnuna. Björn varð síðar þjóðkunnur maður í sambandi við hina svo- nefndu Borðeyrardeilu. Sú saga er alþjóð svo kunn að óþarfi er að rekja hana. Mér hefur stundum dottið í hug, er ég hugsa um þenn- an ójafna leik atvinnurekenda- valds og umkomulítilla einstak- linga sem það vildi ná sér niðri á, það sem haft er eftir Unu í Unu- húsi. Hjá henni var stúlka sem var fingralöng sem kallað er. Una fyrirgaf henni þennan brest henn- ar, talaði aðeins um fyrir henni. Svo fór stúlkan frá Unu en hélt áfram fyrri iðju sinni hjá nýju hús- bændunum. Þeir voru ekki eins umburðarlyndir og Una, heldur kærðu stúlkuna fyrir þjófnað. Þá sagði Una: „Þessunr aumingjum þyrfti að leiðbeina". Þar átti hún ekki við stúlkuna heldur þann sem kærði. Þegar maður lítur til baka og hugsar um áður nefnt atvik og önn- ur svipuð, þá vorkennir maður ekki þeim sem reknir voru, heldur þeim sem ráku og álítur þá vesa- linga sem þyrfti að leiðbeina. Þá skal hér sagt frá öðru atviki sem var að nokkru leyti keimlíkt því sem hér hefur verið sagt frá. Ég man ekki hvort þetta var árið 1933 eða 34. Tel þó að það hafi verið 1934. Ég var þá í Kennaraskólan- um. Ég leigði á Laufásvegi 67 ásamt skólabróður mínum, Ingi- mundi Þorsteinssyni frá Bakka í Öxnadal. Við vorum kunningjar, höfðum verið saman á Laugar- vatnsskólanum. Ingimundur hafði þénað lítið sumarið áður, en þá hafði hann unnið unr tíma á Korp- úlfsstöðum. Hann byrjaði skólavist um haustið, þótt sýnt væri að hann rnyndi uppiskroppa með peninga er fram yfir hátíðar kæmi. Foreldrar Ingimundar þekktu áhrifamann hér syðra og báðu hann að líta til með syni sínum, ef hann lenti í vandræðum. Tók hann því vel og mun eitthvað hafa styrkt hann um tíma. Það var fátt um skemmtanir, enda litlir aurar til að sækja þær. Ég hygg að það hafi frekar verið af tilviljun en pólitísk- um áhuga, að við herbergisfélag- amir rákumst eitt sinn í Bröttu- götu. Þar voru þá aðalbæki- stöðvar hins nýstofnaða Kommún- istaflokks. Þá stóð þannig á að þeir voru að halda fund. Rétt í því að við komum inn var fundur settur. Til máls tók maður sem við að vísu höfðum heyrt getið, en ekki haft nein kynni af. Það var Einar Ol- Ágúst Vigfússon geirsson. Ekki skal því leynt að við urðum stórhrifnir af manninum. Vitanlega var þetta áróðurssam- koma. Þarna var Verkalýðsblaðið boðið og það varð úr að við félagar gerðumst áskrifendur. Var það síð- an borið til okkar vikulega. Þetta hefur kannski vakið einhverjar grunsemdir. Dag nokkurn er ég var að fara út mætti ég vel búnum og virðulegum manni, sem spurði eftir Ingimundi. Vísaði ég honum inn til hans, fór svo mína leið. Skömrnu seinna kom ég aftur. Ég sá að Ingimundi var brugðið. Hann var þungbrýnn, dapur og fámáll eins og hann var nú reyndar venjulega. Ég innti hann eftir hvort nokkuð hefði komið fyrir. Hann varseinn til svars. Loks sagði hann mér hvað skeð hafði. Hjálparmaður hans hefði komið og spurt sig með nokkrum þunga hvort hann væri farinn að leggja lag sitt við kommúnista, sér hefðu bor- ist nokkrar sannanir fyrir að svo væri. Taldi hann að það væri ekki neitt gæfuspor fyrir unga menn að leggja lag sitt við slíkan óþjóðalýð. Hann yrði að segja það hreint út að hann hefði ekki minnstu löngun til að styðja við bakið á honum, ef hann hætti ekki þessari iðju. Skil- yrðislaust yrði hann að hætta öllu samneyti við „kommana". Ingimundur brást við á líkan hátt og flestir skapheitir ungir menn rnundu hafa gert. Hann sagði að það kæmi engunr við hvaða skoð- anir hann hefði. Það yrði svo að ráðast hvað við tæki hjá sér. Skildu þeir svo í styttingi og niunu aldrei liafa talast við síðan. En Ingimundur var þungt hugs- andi og áhyggjufullur vegna fram- tíðarinnar. Hann vissi að ef hann fengi enga aðstoð yrði hann að hætta námi og það gat haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Þá var ekki um nein námslán að ræða. Ekki var heldur hægt að slá víxil í banka. Kvöld eitt segir Ingimundur við mig: „Þetta gengur ekki. Ég get ekki verið svona gjörsamlega aura- laus. Nú veit ég hvað ég geri. Ég fer og tala við Ólaf Thors. Ég ætla að vita hvort ég get ekki fengið lán út á væntanlega sumarvinnu mína á Korpúlfsstöðum. Best væri að segja honunt söguna hreinskilnis- lega og sjá hvernig hann bregst við“. Einhvern tíma áður mun hann hafa átt tal við Ólaf. Ekki fannst mér alveg laust við að hann kviði þessari ferð, enda kannske óvanur að tala við stórmenni og að eðlis- fari hlédrægur og feiminn, en hann taldi að ekki yrði hjá því komist að leita einhverra úrræða. Ég get ekki neitað því að ég var dálítið spenntur að vita hvernig Ingimundi myndi ganga og hvort hann rnyndi fá nokkra úrlausn. Þegar hann korn aftur sá ég strax að hann hafði ekki farið erindisleysu. „Jæja, hvernig gekk erindið?“ „Það gekk sæmilega. Ég er með sjö hundruð krónur i vasanum, það dugar vel fram á vorið. Mér ætti að vera borgið í vetur", sagði Ingi- rnundur glaðlega. „Ólafur hefur tekið þér vel?“. „Já, ekki get ég sagt annað. Ég sagði honum alla söguna hreinskilnislega. Hann hlustaði á mig þegjandi og sagði síðan: „Þetta er eftir honum, hel- vítis fíflinu, þurfti hann endilega að festa þig til eilífðar hjá kommunum og taka þetta svona alvarlega, þó þú værir eitthvað að nudda þér utan í þá. Það er sjálfsagt að greiða eitthvað fyrir þér“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.