Þjóðviljinn - 14.12.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Page 2
2 SIOA — ÞjbÐVÍLJlNN fcriðjudagur Í4. descmbcr 1982 frelsisins Viö borgarhliðið og við arin- eldinn hef ég séð ykkur falla fram og tilbiðja ykkar eigið frelsi. líkt og þræla, sem beygja sig fyrir harðstjóranum og lofa böðul sinn. Já í helgum lundi musterisins iOg í skugga virkismúranna hef ég séð hina frjálsustu ykkar á meðal bera frelsið utan á sér eins ok og handjárn. Og sál mín fylltist hryggð, því að þið getið aðeins verið frjáls, þegar jafnvel löngunin til að leita frelsisins verður ykkur klafi um háls og þegar þið hættið að tala um frelsið sem takmark og leiðarlok. (Spámaðurinn) Gætum tungunnar Heyrst hefur: Vatnið er geymt í stórum kerjurn. Rétt væri: Vatnið er geymt í stór- um kcrum. Vökumenn í vandrœðum: Frjálsa út- varpið var í miklu ólagi , Þcssa sögu um brölt Vöku- manna í Háskólanum lásum við í nýjasta Stúdcntablaðinu. „Ekki tókst Vökumönnum að slá vopnin úr höndum and- stæðinga sinna á vinstri kantinum fyrir 1. des. kosningarnar. Þeir höfðu ætlað sér að „rjúfa ríkis- einokun'" á útvarpsrekstri og „grípa til eigin ráða"'. En hlut- skipti frumherjans er aldrei dans á rósum. frjáls og óháður. Vöku- menn höfðu tryggt sér útvarps- semdi er flytja átti frjálshyggju- boðskapinn á öldum Ijósvak- ans en þeir höfðu keypt köttinn í sekknum. Þegar útsending hófst kom í ljós að ríkiseinokun hafði verið rofin á óvæntan hátt: Vöku- menn höfðu tekið flugumferðar- stjórn í sínar hendur. Og til að afvegaleiða ekki Agnar Kofoed og Omar á frúnni var „útvarpstil- raunum" hætt hið snarasta. - En Vökumenn voru ekki af baki doítnir. Fengin voru að láni ný tæki sem duga áttu. En hvað gerðist? Enn sveik tæknin stór- huga Vökumenn. Hvorki loftum- ferð íslenskra og amerískra flug- véla né sigling rússneskra kafbáta. var nú rofin. f lin nýju tæki voru í ólagi, - útvarp Vaka úr sögunni. Þetta var ljóti dagurinn. Ekki tókst að rjúfa einokun vinstri manna, ríkiseinokun á útvarps- rekstri, aðeins flugumferð yfir Reykjavíkurborg". „Ekki borða“, eru skilaboð frá útivinnandi húsmóður til barnanna og eiginmannsins. Mynd -gel. „ Geymdu nú vel þetta bréf... ” „Við erum mjög ánægðar með bókina og frágang allan. Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta verk og meira að segja melstari Þórberg- ur hefur verið mjög nálægur okkur við þessa vinnu“, sögðu þær Helga Jóna Ásbjarnardóttir (Lilla Hegga) og Birna Torfadóttir (Bidda systir) á fréttamannafundi í gær þar sem kynnt var nýútkomin bók scm inni- heldur bréf Þórbergs Þórðarsonar til þeirra stallsystra. Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri hefur tengt bréfin saman með upp- lýsingum víðs vegar að og skýring- um á ýmsu, sem við sögu kemur. í þessu sambandi hefur hann ekki síst leitað fanga hjá Helgu Jónu og Birnu, svo og hjá Margréti Jóns- dóttur, ekkju Þórbergs, sem hefur verið mjög áhugasöm um útgáfu bréfanna. Reyndar gerði meistari Þórberg- ur einnig ráð fyrir því að þessi sendibréf hans yrðu síðar meir gef- in út, því á einum stað í bréfi stíl- uðu til „Lillu Heggu" segir Þór- bergur á þessa leið: „Geymdu nú vel þetta bréf frá Sobbeggi afa. Þú getur selt það á meira en hundrað krónur, þegar hann er dáinn, og keypt þér fyrir það fín ullabjökk í búðinni hans Silla og hans Valda". Dýrmæt þessi bréf „Meðan við ólumst upp með Þórbergi þá vissum við að allt það sem hann skrifaði var einhvers virði, og því geymdum við þessi bréf vel, enda lagði Mammagagga líka mikla áherslu á það, því þau væru dýrmæt þessi bréf“, sögðu þær Helga Jóna og Birna í gær. Þær sögðu að það hefði alltaf verið mikill spenningur á heimilum þeirra þegar bréfin hans Þórbergs komu. „Öll fjölskyldan beið í ofvæni í kringum jól og áramót því þá var alltaf von á bréfi. Þegar það kom var mikil hátíðarstund og lesið upphátt fyrir alla fjölskylduna“, sagði „Bidda systir". í bókinni „Bréfin hans Þór- bergs" eru birt á fjórða tug bréfa frá Þórbergi og Margréti til stall- systranna. Þau fyrstu eru frá 1952 þegar stúlkurnar voru barnungar og það síðasta skrifaði Þórbergur til Birnu árið 1971. Hælir þeim og hirtir á víxl „Bréfin í þessari bók eru í ýms- um tóntegundum", segir Hjörtur Pálsson m.a. í bókinni, „því að sál- arsímaþræðirnir titra svo misjafn- lega, og stundum var Sobbeggi afi glaður og stundum dapur, þegar hann var að tala við vinkonur sínar á pappírnum. Hann hælir þeim og hirtir á víxl, af því að þær eru á dálítið óvissum aldri, og lífið bíður. Hann þykist hafa lært það á langri ævi, að holdið sé veikt og innra hylkið ennþá viðkvæmara og ver- öldin viðsjálsgripur. Þess vegna setur hann sig oft í kennarastell- ingar og talar til þeirra með spá- mannlegri raust. Stundum er hann alveg „a bupp“ af vonbrigðum og kvíða og ætlar að fara að gráta, en þess á milli ískrar í honum hlátur- inn og sýður í honum kátínan, svo að sprellarinn og spaugarinn getur ekki með nokkru móti setið á strák sínum". „Bréfin hans Þórbergs" er prýdd fjölda mynda, og hafa fæstar þeirra komið fyrir almenningssjónir áður. Vaka gefur bókina út. - lg. Dæmisagan: „Þau tog- uöu öll” Hið stórgóða bæjarblað Al- þýðubandalagsmanna á Selfossi hefur tekið upp á því að birta frægar dæmisögur eftir gagn- merka höfunda, almenningi til umhugsunar og nánari útlegginga eftir því sem hver hefur þroska og vit til. Og þannig hljóðar fyrsta dæmi- saga þeirra Selfyssinga. Eitt sinn birtist í einhverju blaði yfirlýsing frá nafngreindum heiðursmönnum sem ekki voru sáttir við framkomnar tillögur um ákveðið efni. En voru þeir þá allir saupsáttir innbyrðis og allsgáðir? „Svanurinn, geddan og krabb- inn bundust einu sinni samtökum um að draga vagnhlass. Þau tog- uðu öll eins og þau áttu lífið að leysa, en samt hreyfðist vagninn ekki vitund. Hvernig vék því við? Vagnhlassið var mjög létt. Það var vegna þess að svanur- inn reyndi að fljúga upp í loftið, geddan reyndi að skreiðast í átt- ina að ánni og krabbinn gekk afturábak". Fákur byggirog skipuleggur Hestamannafélagið Fákur hef- ur heldur betur hug á að taka til höndunum á athafnasvæði sínu,- Víðivöllum, næsta vor. Ætlunin er að reisa myndarlegt hús við litlu kaffístofuna, scm þar er nú. í þessari fyrirhuguðu byggingu verður stór kaffistofa, skrifstofur vegna móthalds, húsnæði fyrir veðbanka og snyrtingar. Fimm manna nefnd vinnur að undir- búningi og er formaður hennar Valdimar Jónsson, formaður Fáks. Þá hefur stjórn Fáks einnig skipað fimm manna nefnd til að gera heildarskipulag af Fáks- svæðinu. Skal hún m.a. gera til- lögur um hvar skuli vera reiðgöt- ur keppnis- og æfingavelli bygg- ingar o.fl. Formaður nefndar- innar er Kristján Guðmundsson, en aðrir nefndarmenn eru: Reynir Vilhjálmsson, Ólafur Örn Pétursson, Arni Vigfússon og Einar E. Sæmundsson. _ mj,g Sendibréf meistara Þórbergs til „Lillu Heggu” og „Biddu systur” gefin út á prenti Lilla Hegga til hægri og Bidda systir til vinstri með Bréfin hans Þórbergs í Ikjöltum sínum. - Mynd - eik ! *»

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.