Þjóðviljinn - 14.12.1982, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1982
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjórl: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Augiýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir |
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Biaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Glslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Áugíýsingar': Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavik, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Stöndum á
réttinum!
• P»eir eru væntanlega ekki margir, sem trúa því, að Hjðr-
leifur Guttormsson, iðnaðarráðherra hafi ekki viljað ná
samningum við Alusuisse, væru viðunandi kostir í boði, og
dylgjur í þá átt tæpast svaraverðar.
• En til samninga þarf sem kunnugt er tvo til. Og hvað
veldur því þá, að fulltrúar auðhringsins hafa til þessa neitað
öllum lagfæringum okkur í hag á gildandi samningum um
álverið?
• í fyrsta lagi hafa þeir í höndum samning, sem gildir til
ársins 2014 um nær óbreytt orkuverð. Frá þessum samningi,
svo hagstæður þeim sem hann er, vilja þeir ekki hvika, nema
fá í staðinn a.m.k. jafn mikið og þeir kynnu að láta af hendi.
Þetta viðhorf hafa fulltrúar Alusuisse lagt ríka áherslu á í
öllum viðræðum.
• I öðru lagi er ljóst, að ráðamenn Alusuisse hafa viljað
bíða átekta í þeirri von, að upp kæmi sundrung um málið hér
innanlands, og í stól iðnaðarráðherra settist e.t.v. annar
maður, talhlýðnari og lítilþægari en Hjörleifur Guttorms-
son. Ekki fer milli mála, að fulltrúár Alusuisse hafa jafnan
þóst geta treyst á góða vini hér irinanlands, og atburðir
síðustu daga sanna með átakanlegum hætti að ekki var tih
einskis beðið af þeirra hálfu.
• Menn tala nú sumir hverjir, eins og auðvelt hefði verið að
ná samningum við Alusuisse um meiriháttar hækkun rafork-
uverðs, ef eingöngu hefði verið farið að auðhringnum með
blíðmælum ogkjassi. Þvílíkeinfeldni, þvílíkur barnaskapur!
• Guðmundur G. Þórarinsson segir í sjónvarpsþætti, að
með tilboði sínu um meiriháttar tilhliðranir fyrir Alusuisse
gegn örlítilli hækkun orkuverðs, þá hafi hann viljað „negla“
auðhringinn. Sér er nú hver neglingin. Og menn ættu að taka
vel eftir því, að svo lítilþæg og smátæk sem tveggja aura
tillaga Guðmundar G. Pórarinssonar var, þá fór því fjarri,
að hann vildi setja hana fram sem úrslitakosti til Alusuisse,
heldur átti að bjóða þetta, aðeins til þess að koma af stað
viðræðum!! - Og svo þá væntanlega að mætast á miðri leið?
• Alusuisse hefur sóst eftir stækkun álversins. Alusuisse
hefur lagt mikið kapp á, að fá að taka inn í reksturinn hér
nýjan aðila með a.m.k. 50% eignarhlut í verksmiðjunni.
Pessar kröfur vildi Guðmundur láta okkur samþykkja fyrir-
fram gegn aðeins örlítilli hækkun á orkuverðinu. Hvernig
halda menn, að samningsstaðan hefði þá reynst síðar, þegar
takast átti á um frekari hækkun orkuverðs?
• Sú var tíð, að við börðumst hér fyrir 50 mílna landhelgi
við erlent vald. Hvernig hefði mönnum litist á, ef þá hefðu
risið upp spámenn sem sögðu: Við skulum hætta þessu þófi.
Við skulum láta duga að semja um 15 mílna landhelgi í stað
50, og semja svo við Breta og Þjóðverja um veiðiheimildir
innan 15 mílnanna? Eða áttum við máske, að láta okkur
duga 60 mílna auðlindalögsögu, þegar sýnt var orðið, að 200
mílna reglan myndi sigra á alþjóðavettvangi?
• Orkuverð til álvera í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum er
yfirleitt um og yfir 30 aurar á kílówattstund. Guðmundur G.
Þórarinsson vildi að við færum fram á 12 aura í stað 10, og
gengjum að flestum kröfum Alusuisse um leið. Svo átti að
halda samningum áfram síðar!
• Hvert barn ætti að geta sagt sér til hvers vinnubrögð af
þessu tagi hlytu að leiða. En þingflokkur Framsóknarflokks-
ins lætur sig hafa það, að Iýsa yfir eindregnum stuðningi við
gerðir Guðmundar!
• Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra hefur reynt
flest sem í mannlegu valdi stendur til að ná frambærilegum
samningum við Alusuisse, - en hann hefur ekki viljað selja
auðhringnum sjálfdæmi.
• Hjörleifur hefur hvað eftir annað boðið upp á, að hækkun
raforkuverðsins ætti sér stað í áföngum og hann hefur boðið
upp á gerðardóm um hin stóru deilumál vegna vangoldinna
skatta af 600 miljón króna duldum hagnaði Alusuisse á
liðnum árum af rekstri sínum hér. -
• En þegar ekkert af þessu dugir, hvað á þá að gera? Þar er
aðeins tvennt til: Annað að gefast upp fyrir auðhringnum,
hitt að beita þeim rétti sem við þó eigum sem fullvalda ríki.
k.
klippt
Svíður undan
orðum
Það er í senn kostur og löstur á
dagblgðum að það sem í þeim
stendur á sér yfirleitt ekki lengra
líf en sem nemur sólarhring eða
svo. Blöðin eru skrifuð í erli
hvunndagsins með þeirri fljóta-
skrift sem einkennir færibanda-
vinnubrögð blaðamanna. Og fyrr
en varir eru skrifin gleymd, nema
stemmningar sem klifað er á dag
eftir dag lifa máske einhvurn tíma
í daufu endurskini minninga.
Þó er nú svo, að sumum tekst
að láta þannig til sín taka á dag-
blaðspappírnum að lengi lifir. Og
það er að sannast þessa dagana
að sviðið getur undan orðum
dálkahöfunda í mörg ár og ára-
tugi. Og þarf ekki „stóru bomb-
una“ til. Og hver veit nema hin
sársaukafullu orð hafi verið sett á
blað til að særa fram viðbrögð frá
hjarta þess sem skrifað er um?
Af illri
nauðsyn“
Matthís Morgunblaðsritstjóri
Johannessen skrifar á sinn hátt
hlýlega grein í tilefni af útkomu
bókar með Austrapistlum Magn-
úsar Kjartanssonar, í laugardags-
hefti Moggans. Þennan dag er
Morgunblaðið 72 síður og er ekk-
ert tiltökumál í sjálfu sér. En séð í
ljósi þessara orða Matthíasar:
„Stundum hef ég ekki verið sam-
mála neinni skoðun, sem birzt
hefur í Morgunblaðinu - nema
forystugreininni(!)“- þá sannast
hið fornkveðna: sitthvað er magn
og gæði. Þetta sagði líka
kaupmaðurinn sem seldi rúsínur í
stykkjatali.
Annars gerir Matthías í þess-
um skrifum grein fyrir afstöðu
sinni til hernámsins og Nató-
aðildar. Þar kveður við eldri tón
heldur en í herpostulum síðíhalds-
ins sem vilja herinn sem stærstan
og herflugvelli í hverju lands-
horni. Hann segist nefnilega vilja
„tryggja öryggi landsins" með
Natóaðild og með „dvöl varnar-
liðs í landinu“ 7 af illri nauðsyn.
✓
I sporum
Adams og Evu
„Fátt skil ég betur en andstöðu
við herstöðvar í landi fámennrar
og vopnlausrar þjóðar. Og helst
vildi ég geta trúað því, að við
lifðum í höggormslausum heimi.
En því miður stöndum við enn í
sporum Adams og Evu. Á voveif-
legum tímum er það öðru fremur
nauðsynlegt að láta raunhyggju
ráða ferðinni". Svona kveður
Matthías um helgina. Og það er
ýmislegt sem gefur til kynna að
einhverjar efasemdir séu að naga
skáldið. „Drengur upplifði ég
hernumið Island í landi sem hafði
lýst yfir „ævarandi hlutleysi.“
Það var ekki uppörvandi."
Hœtta að svara
í austur
Matthías segist því miður ekki
hafa á því trú að róttæklingar láti í
bráð „af skotgrafahernaði og fari
að skiptast á skoðunum við okkur
landvarnarmenn um öryggismál
fslands án brigzlyrða.“ „En von-
andi kemur þó að því fyrr en
síðar. Þá munu áhrif þeirra
aukast. Það er kominn tími til að
menn hætti að svara í austur.“
Það er hægt að taka hjartanlega
undir með Matthíasi um að það
er kominn tími til að áhrif róttæk-
linga aukist í íslensku þjóðfélagi.
Svarað
í vestur
Það er eins með kjarnorku-
vopnin og setuliðið á Miðnes-
heiði, það er hvorttveggja sam-
kvæmt Matthíasi bannsettum
rússanum að kenna:
„Ég á ekki heitari ósk en þá, að
þróun heimsmála verði með þeim
hætti, að við þurfum ekki að hafa
varnarlið í landinu. En hver á
ekki þá ósk? Það er undir Sovét-
ríkjunum komið hvenær hún ræt-
ist, en hvorki okkur né Banda-
ríkjamönnum eða öðrum
NÁTO-þjóðum.“
Meira frá
hjartanu
Þessi nauðhyggja höfundarins,
að allt illt sé ættað að austan,
skyggir óneitanlega á þær leiðir
sem liggja að hjartanu. Her-
stöðvar, Natoaðild og allt það
húmbúkk tilheyrir að hans mati
raunsæislegum viðhorfum, kaldri
skynsemi en tilfinningarnar og
hjartað hrópa á herstöðvalaust
land og hlutlaust. „Starf mitt og'
reynsla hafa eflt með mér nægi-
legt raunsæi til að horfast í augu
við hætturnar, enda þótt skáldi sé
eiginlegt að hugsa með hjart-
anu.“ Nú er það svo að köld skyn-
semisrök þykja einnig vera fyrir
þvf að herinn hverfi úr landi,
Nató verði lagt niður, kjarnorku-
vopn verði eyðilögð, o.s.frv. Og
hvað sem líður stærðfræðilegum
útreikningum, þá verður víst
þankagangur hjartans aldrei of
miklu ráðandi í pólitíkinni. Með
það í huga hljótum við að meta
mikilvægi skáldsins á meðal vor.
Og með það í huga hljótum við að
biðja um meira af skáldinu Matt-
híasi heldur en þeim pragmatista
sern Magnús Kjartansson kvart-
jaði undan. í tilvitnuðum skrifumj
hefur Matthías eftir Shaw, að þó:
að menn gætu stokkið eins ogj
kengúra gætu þeir ekki hlaupið
frá hjarta sínu. - óg
B
Drengilegur
málflutningur
Drengskapur, heilindi og fleiri
orð af þeim aragrúa í bræðralagi
og systurþeli úr orðabók próf-
kjörs Sjálfstæðisflokksins, koma
upp í hugann þegar leiðara Morg-
unblaðsins ber fyrir augun. Þar
sést hver sú endurreisn og mál-
efnalega barátta er, sem Sjálf-
stæðisstefnan hefir í stefni. Á
sunnudaginn er klifað á því að
Hjörleifur Guttormsson sé nán-
ast ekki annað en austur-
evrópskur agent og Alþýðu-
bandalagið sérlegur boðberi
austur-evrópskrarhernaðarvélar.
Dæmi úr sunnudagsleiðara er
svoddan:
„Til dæmis hefur margsinnis
verið bent á það hér, að grund-
vallarstefna Alþýðubandalagsins
í efnahagsmálum minnir aðeins á
stjórnkerfið í Póllandi, sem fólk-
ið þar hefur andmælt og herinn
neyðir það nú til að þola. Við
þurfum því að líta í eigin barm,
þegar við metum hvað við getum
best gert til að hjálpa Pólverjum í
neyð þeirra - við þurfum að
koma í veg fyrir þá íslensku neyð
sem Alþýðubandalagið vill leiða
yfir þjóðina og er nú tekið til við
að boða vafningalaust."
Eins og Neró
líka
Ekki nægir að gera Hjörleif
Guttormsson ábyrgan fyrir
stefnu Sovétríkjanna, austur-
evrópuríkja og ýmislegs sögulegs
óhugnaðar síðustu áratugi, held-
ur þarf að seilast alla leið til Róm-
aríkis hins forna líka. í Mogga-
leiðara segir að firringín og
virðingarleysið í umræðunum um
álmálið í Kastljósi á föstudag
minni á það, þegar Neró lék á
fiðlu á meðan að Róm brann.
-óg