Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 allir aðrír þegja Fyrst Fyrst allir aðrir þegja get ég ómögulega stillt mig um að kvarta yfir sjónvarpsdagskránni Gluggan- um 5. des. s.l. Umsjónarfólk þátt- arins hefur í haust gert mörgum jól- abókum skil, jafnvel gengið svo langt að láta leika atriði úr skáld- sögum, sviðsetja ljóðalestur o.s.frv., og er það vel. Þetta um- rædda kvöld var hluti þáttarins hins vegar um bækur handa börnum og unglingum og þá var mjög kastað höndum til verka. Af tilviljun veit ég að umsjónar- menn þáttarins báðu um nýjar ís- lenskar bækur hjá forlögum og fengu þær að líkindum sendar með skilum þótt ekki sæjust þess merki í þættinum. Engar nýjar bækur lágu frammi meðan umsj ónarmaður var að tala við valda viðmælendur sína, og bókmenntafræðingurinn sem hann ræddi við minntist ekki á neinar stakar bækur f sínu spjalli. Raunar var helst á Hildi Her- móðsdóttur að heyra að varla kæmu nokkrar bækur út eftir íslenska rit- höfunda í ár og virtist hún draga þá ályktun af framleiðslu bókaforlags- ins Iðunnar. En það eru önnur for- Nýlega er komin út hjá bókaút- gáfunni Bjöllunni mjög athyglis- verð barnabók. Tóta og táin á pabba eftir Guðberg Bergsson rit- Silja Aðalsteins- dóttir skrifar: Silja Aðalsteinsdóttir lög til líka, og hefði verið hægur vandinn að telja fyrst upp nokkra „gamla“ höfunda sem eru að senda frá sér nýjar bækur, t.d. Guðjón Sveinsson, Hreiðar Stefánsson, Indriða Úlfsson, Kristján Jóhanns- son, Ragnar Þorsteinsson, Magneu frá Kleifum og Andrés Indriðason. Svo hefði mátt ræða um höfunda höfund. Þetta er fyrsta barnabókin sem Guðbergur skrifar og hann myndskreytir jafnframt bókina. Hið sígilda ævintýri er jafnan á sem þekktir eru fyrir annað en barnabækur en gefa út fyrir börn í ár: Þórarinn Eldjárn, Vésteinn Lúðvíksson, Þorsteinn Marelsson - og viðeigandi í framhaldi af þeim þætti að bjóða sérstaklega velkom- inn í hópinn Guðberg Bergsson með því að lesa upp úr barnabók- inni hans eins og gert var. Ljúka síðan á því að tala um splunkunýja höfunda eins og Iðunni Steinsdótt- ur og Guðna Kolbeinsson. Hér hefði viðtalið við forsvarsmenn Bjöllunnar verið á sínum stað. Loks hefði ekki verið úr vegi að geta um nýstárlegar endurútgáfur löngu horfinna gimsteina meðal barnabóka þar sem ber að sjálf- sögðu hæst Köttinn sem hvarf eftir Nínu Tryggvadóttur, Dimmalimm Muggs og Völu eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Síðast f stuttri úttekt Glugga- manna á barnabókum (sem öll var álíka löng og makalaust til- breytingarlaust lag sem Pálmi Gunnarsson söng síðar í þættinum og var greinilega að sofna yfir) var viðtal við tvo unglinga. Sá hluti þáttarins þótti mér átakanlegastur. mörkum þess að vera raunveru- leiki og draumur. Bestu ævintýrin eru bæði fyrir börn og fullorðna. Tóta og táin á pabba er ósvikið æv- Það er dónalegt gagnvart ungu fólki (og aldrei gert við fullorðna) að hóa í það undirbúningslaust inn í stúdíó eins og greinilega var gert við stúlkurnar tvær sem þarna komu fram. Auðvitað hefði átt að biðja þær að undirbúa sig undir viðtalið, lesa t.d. eitthvað af þeim bókum sem þættinum voru sendar. Þær hefðu getað gert grein fyrir þeim, talað í framhaldi af því um lestrarvenjur sínar yfirleitt og hvernig íslensku bækurnar hefðu staðist samanburð við annað sem þær læsu. Þá hefðu stúlkurnar sloppið við að koma annaðhvort með rakalausar fullyrðingar eða svara leiðandi spurningum á borð við: Lesið þið frekar erlendar ung- lingabækur vegna þess að þær eru • skemmtilegri en íslensku bækurnar eða vegna þess að hinar eru varla til? Eins og vonlegt er vissu stúlk- urnar ekki hvort þær áttu að svara þessu með já-i eða jú-i. Ég treysti því að þetta verði ekki eina umfjöllunin sem barnabækur og unglingabækur fá í Glugganum í vetur. Það væri hreinlega fyrir neðan allar hellur. intýri. Það er dularfullt, táknrænt og kitlandi, en í senn einfalt og glettið eins og lækur ómengaðs skáldskapar. Forsfðan er af málverki eftir René Magritte. Guðmunda á hljómplötu Iðunn hefur gefið út hljómplöt- una Lífsjátningu, þar sem Guð- munda Elíasdóttir syngur íslensk og erlend lög. Platan kemur í kjöl- far endurminninga Guðmundu sem báru sama nafn, en sú bók kom út í fyrra og varð metsölubók. Lögin á hljómplötunni eru hljóðrituð á árabilinu 1947-56, tuttugu talsins. íslensku lögin eru eftir Jórunni Viðar, Sigfús Einars- son, Karl O. Runólfsson, Skúla Halldórsson, Inga T. Lárusson, Jón Þórarinsson, Björgvin Guð- mundsson, Pál Isólfsson og Jón Leifs. Erlendu lögin eru eftir Handel, úr óratóríunni Messías; - eftir Gri- eg, Rangström og Sibelius, L.Möller og Carl Nielsen. Þá eru atriði úr óperunni II Trovatore eftir Verdi. Loks er svo aría úr óperunni Miðillinn eftir Menotti. Guðbergur skrífar barnabók Er ungafólkinu ekki Ijóst að það sem hefur áunnist verkafólki til hagsbóta hefur kostað mikla baráttu og miklarfórnir YYY hugsjónamanna sem við eigum mikið aðþakka, einnigþeim f/f sem hafa forustuna á hendi í dag... Þankar um þý Allir vita eflaust hvað átt er við, þegar talað er um þanka, en vefst ekki flestum tunga um tönn þegar nefnt er tveggja stafa orð - Þý - ? Ef flett er upp orðabók Menn- ingarsjóðs, þá er að finna á bls. 836 orðið Þý, sem þýðir einnig þræll, ambátt, ófrjáls persóna, - einnig illþýði, pakk, hyski. Ég steig mín fyrstu spor á vinnu- markaðinum í byrjun kreppunn- ar miklu milli þriðja og fjórða ára- tugsins. Ég var unglingur þá og langt um liðið síðan, en mér hefur ekki liðið úr minni lífsafkoma verkafólksins. Fyrir utan mína eigin reynslu sá ég hjá mörgum vinnufélögun- um fátæktina og allsleysið, kvíðann fyrir morgundeginum. Úr augum þeirra skein óttinn við atvinnurekendur, sem framkall- aði þrælslund vinnandi handa, þeirra sem hlutu það lán að fá vinnu í nokkrar klukkustundir, og kannski hafa þá sumir atvinnu- rekendur litið á verkafólk sem pakk eða hyski. Á kreppuárunum var verka- lýðshreyfingunni að vaxa fiskur um hrygg, en þorri vinnandi fólks þorði ekki að láta hug sinn í ljós nema að litlu leyti við nágrann- ann undir fjögur augu, hver vissi nema vinnuveitandanum bærist það til eyrna, það kaus heldur að vera þegjandi þý í sinni þjáningu fátæktar. Til var samthópurhug- aðra og róttækra, sem létu hend- ur skipta ef með þurfti, til að rétt- lætinu yrði náð; allir kannast við Gúttóslaginn, svo oft sem um hann hefur verið ritað. Og í minni heimabyggð voru líka átök, þó þeirra verði ekki getið hér, en við í verkalýðsfélögunum eigum þessum ofurhugum mikið að þakka. En þó fólk væri feimið við að láta sjá sig þar sem átaka var von, þá lét það sig samt ekki vanta á fundi verkalýðsfélag- anna. í minni heimabyggð var ekki til það rúmgóður fundarsalur, að hann gæti rúmað alla sem þar vildu vera. Kannski vissi hver og ein vinnandi hönd hvar hennar þrep var í þjóðfélagsstiganum, hefur unga fólkið í dag gert sér grein fyrir því? Hvar sem það hef- ur skipað sér í hina pólitísku flokka; annars er það mér tor- skilið, hvernig það getur sam- rýmst í huga launþega að vera í pólitískum flokki atvinnurek- enda og peningavalds, og vera svo í stríði við hina sömu um laun og kjör. Það var smá klausa í Velvak- anda morgunblaðsins, sem vakti hjá mér þessa þanka. Einhver sem ekki vildi láta nafns síns getið, - reyndar ber ég litla virð- ingu fyrir þeim sem eru með nafn- leynd og þora ekki að bera ábyrgð á bulli sínu. Þessi huldu- maður skrifaði um Jrað ófrelsi verkafólks að vera neytt til að vera í verkalýðsfélagi, síðan um það ófrelsi sem ríkir, að það skuli ekki leyfast nema eitt verka- lýðsfélag í hverju byggðarlagi, hvernig sem það getur samrýmst að vilja ekkert en þurfa tvö. Þá ræðir hann um þá ósvífni verkalýðsfélaganna að taka fé- lagsgjöld af unglingum að þeim forspurðum. Að lokum endar hann skrif sín með þeirri ill- kvittnislegu tilgátu, að líklega fari sjóðir verkalýðsfélaganna til ferðalaga forystumannanna. Þekkingarleysi veldur oft þunn- um þönkum. Árangurinn er afrakstur baráttu Ég get vel ímyndað mér, að þessi nafnleyndi maður hafi aldrei verið í verkalýðsfélagi, og það er auðfundið að hann er þý frjálshyggjunnar. Hvers vegna vill hann frelsi til að brjóta niður samtakamátt launþega, hvers- vegna frelsi til að hafa í sömu grein mörg verkalýðsfélög í hverju byggðarlagi? Hefur hann í huga að þau gætu boðið kaupið niður hvort fyrir öðru, ef atvinnu- leysi og kreppuástand yrði ríkj- andi? Hver eru annars markmið frjálshyggjunnar? Vill nokkur kannast við óskhyggju þeirra sterku til að troðast áfram á kostnað þeirra sem minnimáttar eru? Hefur þróunarbraut mann- skepnunar ekki orðið til vegna félagshyggjunnar? Maðurinn er í eðli sínu félagsvera, það er hon- um í upphafi áskapað. í öll þau rúm 50 ár, sem ég hef verið í verkalýðsfélagi, hef ég Sofus Berthel sen skrifar aldrei gegnt neinni trúnaðar- stöðu enda tæplega til þess fall- inn, en ég hef fylgst með og er fullljóst hvað fyrir mig hefur ver- ið gert af mínu félagi og þeim mönnum sem til forustunnar hafa verið valdir; þeim vil ég þakka baráttuna í beinni þátttöku í vinnudeilum og óbeinum aðgerðum með þrýstingi á vinnu- veitendavald og ríkisvald að gefnu tilefni hverju sinni; án þess væri kaup mitt og kjör ekki það sem það er í dag. Ég hafði á orði áðan hér að framan, að fundarsalur hafi eng- inn verið nógu stór í minni sveit. í dag sækja ekki fundi nema 20-30 menn af 7-800 manna félagi, og alltaf þeir sömu. Einhverjir munu nú telja að félaginu væri stjórnað af þessari fámennu klíku, en hvað skal gera þegar svo fáir láta sig félagsmálin skipta? Ekki er það formanninum að kenna, að flestum virðist sama hverjir stjórna. Unga fólkið í dag vantar á fundina, það er áhuga- laust um félagslega samstöðu, óafvitandi að afkoma þess í fram- tíðinni verður í gegnum verka- lýðsfélögin. Þegar ég var ungur, þá tóku jafnaldrar mínir þátt í verkföllum til að heimta okkar rétt, þeir höfðu engu að tapa en allt að vinna. Ungu fólki í dag hefur ver- ið sköpuð aðstaða til atvinnuör- yggis og aðstaða til að byggja sér heimili, það hefur öllu að tapa, skuldir að greiða og eignir að verja, ætlar það að glopra mann- sæmandi lífi út úr höndum sér, með því að láta sér verkalýðsmál engu skipta? Þetta er uggvænleg þróun, þegar atvinnuleysi er í raun skollið á, en öll þjóðin er í atvinnubótavinnu greiddum af erlendum lántökum. Mér eru í huga verkamannabústaðirnir sem reistir hafa verið, orlofslögin og kauptryggingarlögin, og svo mætti lengi telja sem verkalýðs- samtökin hafa unnið á verkafólki til hagsbóta, kannski unga fólk- inu í dag finnist þetta sjálfsagðir hlutir, sem hafi bara komið af sjálfu sér. Er unga fólkinu ekki ljóst að þetta hefur kostað mikla baráttu og miklar fórnir löngu liðinna hugsjónamanna og kvenna? Vissulega eigum við þeim mikið að þakka, einnig þeim sem hafa forustuna á hendi í dag. Nafnlausi maðurinn í Velvak- anda varpar fram þeirri spurn- ingu, hvað sé gert við ailt það fé, sem verkalýðsfélögin taka af fólki. Ég get svarað honum því til, að jjað félag sem ég greiði mitt gjald til, á sitt eigið húsnæði undir starfsemi sína. Þau eru súr, sagði refurinn... Einnig hefur það fest kaup í sumarbústöðum, sem hver fél- agsmaður getur fengið leigða með vægu og sanngjörnu gjaldi; þá hefur félagið komið upp sterk- um sjúkrasjóði, sem hver og einn félagi getur leitað til í slysa- og veikindatilfellum; margt fleira mætti upp telja, og reyndar er það vel skiljanlegt þegar að er gáð, að atvinnurekendur vildu heldur fá Svartadauða yfir bæinn en samtök verkafólks. Þegar mitt verkalýðsfélag var stofnað, þá var þeim ljóst að þeir áttu ekki lengur vinnuþý. Ég held það skipti engu máli hversu margir verkalýðshatarar eru til á borð við nafnleynda manninn í Velvakanda, þaðan stafar verkalýðshreyfingunni engin hætta, og ekki heldur þó einhver góli - „Ó, það er dýrlegt að drottna". - og skrifi bók til að ófrægja það ágæta fólk sem stendur í fylkingarbrjósti verka- lýðsfélaganna. En mér dettur í hug dæmisagan sem ég las í bama skóla. Það var refur sem kom auga á girnileg vínber hátt uppi í tré, hann gerði ítrekaðar tilraunir að ná í þau, en þegar það tókst ekki, þá gekk hann í burtu og tautaði, - þau eru súr. Ef að verkalýðssamtökunum stafar hætta af einhverju, þá staf- ar hún frá hinum óbreytta félags- manni og -konu, áhugaleysið og þátttökuleysið er hættan. Mér þykir uggvænlegt til þess að hugsa ef það þarf algjört atvinnu- leysi og volæði til þess að hver lægstlaunaði vinnandi manneskja vakni til meðvitundar um þrep sitt í þjóðfélaginu. Reyndar er ég orðinn það gamall, að ég þarf varla að óttast að verða kreppuþý í annað sinn. Sofus Berthelscn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.