Þjóðviljinn - 14.12.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Side 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN j Þriðjudagur 14. desember 1982 Náttúrufarsrannsóknir á vesturströnd Eyjafjarðar Óvíða meira í húfi ✓ Aður en ákvarðanir eru teknar um landnýtingu eða val nýrra atvinnugreina, svo sem áliðju, verður að gera enn frekari rannsóknir. Eyjafjörður er sérstæður meðal héraða landsins, hvað snertir veðursæld og önnur náttúruskilyrði sem eru hagstæð lífi, enda benda allar rannsóknir til þess að jurta- og dýralíf sé þar auðugra og fjölskrúðugra en í öðrum héruðum af samsvarandi stærð. Könnunarsvæðið milli Akureyrar og Dalvíkur, er á flestan hátt dæmigert fyrir náttúrufar Eyjaf jarðar. Það er óvenjuauðugt af jarðfræðiminjum og fágætum jurtategundum, og þar eru ýmsar sérstæðar lífvistir, er viðhalda f jölbreyttu jurta- og dýralífi. Einnig er þar fjöldi merkra sögulegra minja (þjóðminja). Þær athuganir sem fram hafa farið á sjólífi í Eyjafirði, sýna að þaðeróvenju mikið ogfjölþætt, enda hefurfjörðurinn jafnan verið einstaklega fiskisæll. Könnunarsvæðið nýtur þeirrar sérstöðu að vera betur rannsakað náttúrufræðilega, en flesteðaöll svæði af samsvarandi stærð hérlendis, og hefur því ómetanlegt gildi fyrir rannsóknir og kennslu í náttúrufræði. í Eyjafirði stendur búskapur yf irleitt meö miklum blóma og á þaðeinnig við um könnunarsvæðið. Þareru miklir ræktunarmöguleikar sem enn hafa ekki verið nýttir. Gildi svæðisins til skógræktar og útivistar er einnig verulega mikið. Að ofansögðu er Ijóst, að verndargildi lands og sjávar í Eyjafirði er meira en almennt gerist hér á landi og óvíða er meira í húfi ef illa tekst til varðandi landnýtingu eða val nýrra atvinnugreina. Umfangsmiklar rannsóknir Þetta eru meginniðurstöður könnunar Náttúrugripasafnsins á Akureyri á náttúrufari í Eyjafirði á svæðinu milli Krossaness að Háls- höfða. Staðarvalsnefnd um iðn- rekstur samdi við safnið um þessa könnun í janúarmánuði 1982. í júlímánuði sl. gaf staðarvalsnefnd út áfangaskýrslu um staðarval hugsanlegs álvers í tengslum við hagkvæmniathuganir á vegum iðnaðarráðuneytisins. Skýrsla þessi fjallaði einkum um vinnu- markað og landfræðilegar aðstæð- ur ásamt áhrifum staðarvals á stofn- og rekstrarkostnað áliðju. Niðurstaða áfangaskýrslu þessarar var sú að nefndin mælti með frekari rannsóknum í Helguvík, Vogast- apa, Vatnsleysuvík, Geldinganesi og Dysnesi í Arnarhreppi. Staðar- valdsnefnd vinnur nú að fram- haldsathugunum á ofangreindum fimm stöðum og með hliðsjón af hugsanlegri áliðju og beinast þær rannsóknir einkum að umhverf- ismálum og félagslegum þáttum. Eftirtöldum rannsóknum er nú lokið í Eyjafirði á vegum staðar- valsnefndar og verkefnisstjórnar um áliðjuver.Sjómælingar og botn- rannsóknir frá Hörgárósum út fyrir Hjalteyri, kortagerð 1:5000 í Arn- arneshreppi, könnun á jarðvegs- dýpi við Dysnes og Gilsbakka í Arnarneshreppi, torkönnun á iðnaðarvatni við vestanverðan Eyjafjörð og áðurnefnd náttúru- verndarkönnun. Þá hefur staðar- valsnefnd rekið síritandi vindmæla í grennd við Hjalteyri frá því í októ- ber 1981. Spá um áhrif áliðjuvers í frétt frá staðarvalsnefnd segir að skýrsla Náttúrugripasafns sé veigamikill þáttur í umhverfisrann- sóknum staðarvalsnefndar í Eyja- firði. Áformað sé að halda vind- mælingum áfram um eins árs skeið og verið er að setja upp hitamæla á 3 stöðum í Vaðlaheiði til að kanna svokölluð hitahvörf. Jafnframt hefur verið pantaður sérlega næm- ur hitamælir sem áformað er að setja í eina af flugvélum Flugfélags Norðurlands í sama skyni. Iundir- búningi er að fá hingað erlendan sérfræðing til aðstoðar við að gera dreifingarspá fyrir úrgangsefni frá hugsanlegri verksmiðju þegar full- nægjandi upplýsingar um veðurlag liggja fyrir. Á grundvelli slíkrar dreifingarspár er fyrirhugað að freista þess að segja eins og frekast er unnt fyrir um áhrif af hugsanlegu áliðjuveri við Eyjafjörð á nátt-| úrufar.\Slíkar\rannsóknir eru vel| þekktar erlendis og eru þær gjarnan nefndar afleiðingaspá eða afleiðingagreining. Niðurstöður Náttúrugripa- safnsins Af hálfu Náttúrugripasafnsins á Akureyri unnu að náttúruverndar- könnuninni og skýrslugerð um hana þau Helgi Hallgrímsson for- stöðumaður, Þóroddur F. Þór- oddsson jarðfræðingur, Þórir Har- aldsson líffræðingur, Kristín Aðal- steinsdóttir líffræðingur og Hálf- dán Björnsson, bóndi Kvískerjum. í iokaniðurstöðum þeirra segir m.a.: Fjöldi jarðsögu- legra minja 1) Landslag er víða fjölbreytt á könnunrsvæðinu og náttúrufeg- urð mikil, einkum við ströndina og til fjalla. Þar er að finna fjölda af jarðsögulegum minj- um (um 50 skráðar minjar), sem margar eru dæmigerðar fyrir rof og uppbyggingu nátt- úruaflanna þ.e. jökla, vatns og sjávar. Einkum eru jökulminj- arnar fjölbreyttar, svo fágætt mun vera að hafa jafn mikið safn af þeim á svo litlu svæði. Einnig eru þar framhlaup af ýmsu tagi og ýmsar aðrar mynd- anir. Jarðskjálftarnir koma af og til og valda stundum skaða á mannvirkjum utantil á svæðinu. Hagstætt veðurfar 2) Veðurfar (í Eyjafirði) er hag- stætt miðað við grannhéruðin og landið í heild, sem rekja má til legu fjarðarins í hinum mikla fjallabálki Mið-Norðanlands. Er loftslagið því meginlands- kenndara, þ.e. þurrara og staðviðrasamara en jafnframt með meiri hitabreytingum en víðast hvar á landinu. Vindáttir eru einhæfar, þ.e. yfirgnæfandi suðlæg eða norðlæg átt og of- viðri koma stundum og valda skaða, einkum á Akureyri og ÁrskógsStrönd. Snjóþungt er yst á svæðinu (Árskógsströnd), en snjólétt í Hörgárdal. Hafís kemur oft í fjörðinn í hafísár 1 um, og liggur þar stundum1 langt fram á sumar. Snjóflóð eru fágæt á könnunarsvæðinu. Auðugt lífríki 3) Lífríki svæðisins er auðugt af tegundum og magn þess all- mikið á köflum. Landið er að heita má allt þakið jarðvegi og gróðri, sem nær hér einnig hærra til fjalla en víðast hvar á íslandi. Mólendi er algengasta gróðurlendið og lyngmóar ríkj- andi utantil á svæðinu. Er þar víða gott berjaland. Um þriðjungur af láglendi könnun- arsvæðisins er nú orðið tún. Töluvert votlendi er þó enn á svæðinu og af ýmsum gerðum, s.s. flóar, flæðiengjar, mýrar, fen, og fitjar, ennfremur nokkr- ar tjarnir. Votlendið er helsta undirstaða fuglalífsins, sem telja má fjölbreytt á svæðinu bæði af tegundum og magni. Um 65 tegundir eru skráðar á svæðinu, en þar af eru um 45 tegundir nokkuð öruggir varp- fuglar. Allþétt og fjölbyggð vörp eru á nokkrum stöðum, einkum á óshólmasvæðum og í nokkrum flóamýrum. Smádýra- líf er einnigfjölbreytt. Eru um 150 tegundir skordýra þekktar af svæðinu, en um 360 úr öllum Eyjafirði. Af háplöntum er vit- að um 286 tegundir á könnunar- svæðinu en um 340 úrEyjafirði. Nokkrar þeirra eru afar sjald- gæfar t.d. davíðslykillinn, sem ekki er vitað til að vaxi annars- staðar í Evrópu. Af lágplöntum eru þektkar um 500 tegundir á könnunarsvæðinu og hafa þær flestar fundist í nágrenni við Möðruvelli og Hof, og margar hvergi annarsstaðar á landinu. Fj’ölskrúðugt sjólíf 4) Sjólíf í Eyjafirði er með því fjöl- skrúðugasta og auðugasta sem þekkist í fjörðum á íslandi, og Bjarni Sæmundsson taldi hann „einna merkastan af öllum fjörðum landsins" hvað fisk- veiðar snertir, enda var hann lengst af gullkista byggðanna umhverfis. Árvissar síldar- göngur voru í fjörðinn fyrr á öldum og kringum aldamótin síðustu var síldinni ausið þar upp í ótrúlegu magni. Þess munu fá dæmi að fiskur brygðist í utanverðum firðinum fyrr á tíð, og göngufiskur var veiddur alveg inn í fjarðarbotn. Enn er fjörðurinn fiskisæll þrátt fyrir áratuga rányrkju, og veiðar mikið stundaðar á litlum bátum. Um 40 fiskategundir skráðar í firðinum, og um 500 tegundir smádýra. Botngróður er víða mikill á föstum botni og grunnsævi í firðingum, eins konar skógar af stórvöxnum þarategundum, og fjörur eru víðast vaxnar þangi og lífríkar á köflum. Alls eru þekktar um 130 tegundir botn- og fjöruþör- unga í Eyjafirði, en smásæir þörungar eru þó líklega marg- falt fleiri. Búskapur stendur í blóma 5) Búskapur og önnur landnýting hefur jafnan staðið með mikl- um blóma í Eyjafirði, og á það eins við um könnunarsvæðið, bæði á sviði jarðræktar og bú- fjárræktar, þótt kalskemmdir geri stundum vart við sig í tún- um, einkum utantil á svæðinu. Talið er að mestallt land neðan við 100 m hæðarlínu sé ræktan- legt, og að tvöfalda megi tún- stærðina frá því sem nú er. Kartöflurækt er nokkur og heppnast vel, einkum innantil á svæðinu. Mjólkurkýr hafa verið um 900 á könnunarsvæðinu undanfarinn áratug, um 600 geldneyti, 200 hestar og um 8000 fjár. Svæðið leggur nú til um 3% af allri mjólkurfram- leiðslu landsmanna, en Eyja- fjörður allur um 20%. Fjölmargar mann vistar minj ar 6) Sögulegar minjar (mannvist- arminjar o.fl.) eru fjölmargar á könnunarsvæðinu. Merkastar eru minjar hins forna kaupstað- ar að Gásum, en þær eiga vart sinn líka hér á landi. Þá er vitað um rústir nokkurra fornbýla á svæðinu, sem gætu verið frá fyrstu tímum byggðarinnar, og á nokkrum stöðum eru eldforn- ir vörslugarðar. Á nokkrum bæj- um standa enn leyfar af göml- um torfbæjum og gömul timb- urhús, en alls voru skráðar um 90 gamlar byggingaminjar á könnunarsvæðinu. Forn kuml og dysjar voru skráðar á 13 stöðum og um 50 þjóðtrúar- staðir þ.e. bústaðir álfa, „fornir haugar“, o.fl., en af þeim er margt í Eyjafirði. Hefðbundið rannsókna- og söfnunarsvæði 7) Könnunarsvæðið nýtur þeirrar sérstöðu að vera hefðbundið rannsókna- og söfnunarsvæði og á það einkum við nágrenni Loftmynd af Hámundarstaðahálsi og ytri hluta Árskógsstrandar. Aðal- verndarsvæði eru umlukt feitum línum og verndarsvæði í 2. flokki grönnum línum. Jarðfræðiminjar (J), lífríkisminjar (L) og Söguminjar (S) eru merktar inn á myndina með viðkomandi númerum, einnig álfastað- ir (H) og dysjar (D). (Landm. ísl.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.