Þjóðviljinn - 14.12.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 14.12.1982, Side 15
V ♦ I I f RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Bjarni Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Komm- óðan hennar langömmu“ eftir Birgit Bergkvist. Helga Harðardóttir les þýð- ingu sína (16). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.30 „Áður fyrr á árunum“. Ágústa Björnsdóttir sér urn þáttinn. Lítil samantekt urn Lucíumessu. Flytjendur: Hjálmar Ólafsson og Ingibjörg Haralds- dóttir. 11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.30 Gæðum ellina lífi. Umsjón: Dögg Pálsdóttir. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóníuhljóm- sveitin í Boston leikur Strengjaserenöðu í C-dúr op. 48 eftir Pjotr Tsjaíkovský; Charles Munch stj. / Parísarhljóm- sveitin leikur „Lærisvein galdrameista- rans“, hljómsveitarverk eftir Paul Duk- as; Jean-Pierre Jacquillat stj. 15.40 Tilkynninar. Tónleikar. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ.Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís- indanna. Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn. Umsjónar- maður: Ólafur Torfason (RÚVAK). 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 20.00 Sinfónía nr. 3 í d-moll eftir Gustav Mahler. Jessye Norman, Vínardreng- jakórinn og Kvennakór Tónlistarfélags- ins í Vín syngja með Sinfóníuhljómsveit Vínar; Gary Bertini stj. - Kynnir: Jón. , Örn Marinósson. (Hljóðritun frá tón- 1 listahátíðinni í Vín í sumar). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Flest er til. Þáttur um útivist og fé- lagsmál. Umsjónarmenn: Benjamín Axel Árnason, Jón Halldór Jónasson, Jón K. Arnarson og Erling Jóhann- esson. 23.15 Oní kjölinn. Bókmenntaþáttur í um- sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Þorvalds Kristinssonar. \ RUV - Þriðjudagur 14. desember 1982 19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglvs- ingar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Jólatréssögur Barnamynd frá Tékk- óslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnarsson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 20.50 I forsal vinda Þriðji og síðasti þáttur. Niður Amazontljót Frá tindum Ándes- fjalla liggur leiðin niður með mesta fljóti veraldar og unt regnskógana á bökkunt þess, þar sem dýralíf er afar fjölbreytt og hvergi önnur eins fugíaparádís í heiinin- um. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Lífið er lotterí Lokaþáttur. Sænskur sakamálaflokkur. í síðasta þœtti varð John Hissing arftaki Súkkulaðisvínsins í giæpahéiminum og átti ástarævintýri nteð rússneskri glæpadrottningu. En velgengnin stígur honum til höfuðs í við- skiptum hans viö aðra mafíuforingja. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 23.10 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í untsjón Halldórs Halldórssonar og lngva Hrafns Jónssonar. 00.00 Dagskrárlok Þriðjudagur 14. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 1 r I forsal vinda Síðasti þáttur Niður Amazon- fljót Þriðji og síðasti þátturinn í myndaflokknum í forsal vinda er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld og hefst kl. 20.50. Ber þátturinn heitið Niður Amaz- onfljót. í þættinum verður farið nið- ur eftir mesta fljóti heimsins og myndavélin látin skjóta á það markverðasta í þeirri ferð. Regnskógarnir eru bæði ægifagrir með allt sitt marg- slungna dýralíf og ógnvekjandi í senn. Það sem þeir hafa að geyma þekkir enginn til fulln- Páfagaukar í öllum regnbogans litum heimsækja sjónvarpsáhorfendur í síðasta þætti mynda- flokksins I forsal vinda. ustu. Við rætur Andesfjalla eru páfuglar kvakandi á hverri grein og vatnsföll eru hrika- legri en þekkist annarsstaðar. Það borgar sig í raun að hafa sem fæst orð um það sem Am- azon fljótið og næsta nágrenni hafa uppá að bjóða, þetta er allt saman ókannaður heimur í henni veröld og einungis ör- lítið brot af honum er fest á filmu í þessari rnynd. Sjónvarp kl. 22 Lffið er lotterí Skrifstofumaðurinn sem varð foringi glæpasamtakanna í Svíþjóð, John Hissing. En hvað gerist í flugferðinni sem hann lagði upp ■ í síðasta þætti? Síðasti þátturinn í hinum æsispennandi framhalds- myndaflokki Lífið er lotterí er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld og hefst kl. 22.00 Það fór eins og margan hafði grunað, að þegar síðasti þáttur hófst, en hann var á dagskrá á þriðjudegi 7. des- ember, þá hafði viðskiptum Hissing og Súkkulaðisvínsins lokið með því að Súkkulaði- svínið týndi lífinu þegar hann í þokumekki hrapaði fram af klettasnös í Færeyjum. His- Sögulok sing heldur til Svíþjóðar, niðurbrotinn maður á sál og líkama. Hann er þess albúinn að gefa sig fram við lögrgluna þegar grunsamlegir náungar í svörtum limósín staðnæmast fyrir framan hann á götu og draga inní bifreið- ina, án þess að nokkur hjálp berist frá sænskum góð- borgurum sem eiga leið hjá. Þykist Hissing nú þess fullviss að endalokin séu skammt undan. En viti rnenn. Æðsta ráð sænskra glæpantanna býður hann velkominn á sinn fund, og þakkar honunt fyrir að hafa ráðið niðurlögum Súkkulaði- svínsins, með því að bjóða honum forstjórastöðu í sam- tökunum. Því fylgir eigi alllít- ill auður og btátt fer Hissing að láta mikið á sér bera í sænsku glæpalífi, dyggilega studdur af samverkamönnum | sínum og yfirvaldinu sem hilmir yfir hann. Rosmarie, sent þó hefur lagt líf sitt í hættu fyrir hann, á ekki lengur huga hans, því fram á sjónarsvíðið kemur sovéskt glæpakvendi, og tekst ineð þeirn náið samband með aðstoð túlks. Allt virðist leika í lyndi hjá Hissing þegar hann einn góðan veðurdag leggur í flug- ferð. En sessunautur hans er sjálfur lögreglustjórinn... Útgeislun frá reikistjörnunni Júpíter verður til umfjöllunar í þætti Þórs Jakobssonar veðurfræðings, Spútnik. __________Útvarp kl. 17________ Yfirborð Venus- ar og Júpiters Spútnik, þáttur Þórs Jak- obssonar veðurfræðings um vísindi í nútíð og framtíð er á dagskrá útvarpsins í dag kl. 17. Á þcim 20 mínútum sem Þór hefur til umráða mun hann ræða um yfirborð Júpit- ers, en frá yfirborði þeirrar ágætu stjörnu kemur, ef eitthvað er, meiri útgeislun, heldur en stjarnan tekur frá sólinni. Á þann hátt hagar Júpiter sér líkt og smástirni. „Eg mun í næstu þáttum fá til mín nokkra eðlisfræðinga úr Háskóla Islands. Þannig mun Jón Pétursson tala um ljós- fræði oglasertækni. Eg vonast til þess að fá til mín í þáttinn Þórð Jónsson sem fjallar um svartholin, segulmagn og fis- eindir og þeir Hans Guð- mundson og Þorsteinn Sig- fússon ntunu svo koma til mín í þættina eftir áramótin og ræða unt þau fyrirbæri sem gerast við mjög lágt hitastig, þ.e. hitastig sem við þekkjum ekki af raun. Þá ntun prófess- or Jóhann Axelsson lífeðlis- fræðingur koma til mín í þátt- inn síðar og halda þar erindi,“ sagði Þór. frá lesendum Spurt um friðhelgi þingmanna 6769-6158 hringdi: Kvaðst hann vera staddur í ntiklu þrasi á vinnustað unt friðhelgi þingmanna. Vildi hann varpa þeirri spurningu frarn hvort þingmaður sent æki ölvaður gæti neitað að yfirgefa bifreið sína líkt og diplómatar. Samkvæmt þeint upplýsingum sent Þjóðviljinn hefur aflað sér hafa þingmenn ekki neinn þann rétt untfram venjulega borgara sem þarna er getið unt. Þeir hafa hins vegar nær ótakmarkað málfrelsi, utan þess að þingdeild getur svipt hvern einstakan þingmann þingheldi ef krafa kenrur fram um það. Ekki er hægt að handtaka þingmann í þingsal á meðan þing stendur yfir. Vélmenni Ég var að hlusta á morgun- fréttir og heyrði þar að í Japan væru vélmeni farin að starfa í verksmiðjum. Svo var getið á forvals þingmanna hja krö- tum. Varð þá þetta að vísu svohljóðandi: 'Hafið yfir allan grun að innan þingsins sala var - og er - og verða mun véimenni seni tala Þegar Bandalag jafnaðar- manna flutti sitt fyrsta frum- varp varð þessi vísa til: Ótrúlegt margt er enn á seyði undur gerðist í krata sveit. Fugl sem var enn á fóstur- skeiði fyrsta egginu úr sér dreit. Kolskeggur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.