Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ✓ Urvalsplata: Sænskir lj óðasöngvar Hákan Hagcgárd (Baryton): Sænskar ballöður og söngvar Undirleikur: Sinfóníuhljómsveitin sænska ríkisútvarpsins. Stjórnandi: Kjcll Ingebertsen Útgefandi: Caprice, CAP 1142, 1981 Dreiling: Fálkinn. Hákan Hagegárd varð heimsfrægur um þrítugt fyrir söng sinn í hlutverki Papagenos, þegar Ingmar Bergman bjó Töfraflautu Mozarts í sjónvarpsundirbúning. Síðan þá, 1975, hefur stjarna hans risið æ hærra og þremur árum eftir leik sinn í Töfraflautunni, söng hann á Metropolitan í New York. Hagegárd nam söng við Tónlist- arskólann í Stokkhólmi, hjá Hans Wihlborg, en síðar hélt hann til Salzborgar þar sem kennarar hans voru þeir Erik Werba og Gerald Moore. Þeir eru Islendingum vel kunnugir. Óperusöng nam hann svo hjá hinum þekkta ítalska barýt- ón, Tito Gobbi. Óhætt er að segja að Hagegárd sé fremsti söngvari Norðurlanda af yngri kynslóðinni, bæði sem ljóða- og óperusöngvari. Hér túlkar hann snilldarlega 9 þekkta söngva eftir nokkur önd- vegistónskáld Svía og hefur sér til fuiltingis Kjell Ingebertsen, norsk- an stjórnanda sent leiðir útvarpsh- ljómsveitina í glæsilegum undir- leik. Pessi plata hlaut strax mikiö lof þegar hún kom út. Einkum þyk- ir undirleikur fylgja söngnum vel án þess að yfirgnæfa hann. Petta er auðheyrt í „Heimi konungi og Ás- laugu'", lagi A. Södermans við ball- öðu F. Hedbergs. Þá eru hin gull- fallegu lög W. Stenhammars „íþ- aka“, við ljóð Levertins og „Við hafið", eftirT. Aulin úr ljóðaflokki Hedbergs „Þrjú ljóð“, hljóðrituð í fyrsta sinn á plötu. Ásamt „Skó- gurinn sefur" eftir H. Alfvén við texta Thiel, eru þau fegurstu lögin á plötunni. En kannski er eitt snill- darverk túlkunarinnar ónefnd, „Lútusöngur Nils jukkæra". Lag Halléns við ljóð Fellströms er hér flutt í óviðjafnanlegum búningi. Til alls er jafn vel vandað, upp- töku, tóngæða, flutnings og upp- lýsinga og verður þessi plata því að teljast til bestu ljóðasöngsplatna á markaðinum í dag. Gideon Kremer: Þrjár ólíkar plötur Gidon Kremer (Fiðla): Milhaud-Chausson-Vieuxtemps Sinfóníuhljómsveit Lundúna, undir stjórn Riccardo Chailly Útgefandi: Phili'ps 9500 930, 1981 Gidon og Glena Kremer (Píanó) Schubert-F.X.W. Mozart- Beethoven Útgefandi: Philips 9500 904, 1981 Gidon og Elena Kramcr Sarasate-Sibelius-Chopin-Strauss- Ravel-Tjsaikovsky og aðrir Útgefandi: Eurodisc 201264-366 Dreifing á öllum þessum plötum: Fálkinn Bach á ungversku Jóhann Sebastían Bach (1685- 1750): Konsertar fyrir tvö píanó: í C-dúr BWV 1061, í c-moll BWV 1060 og í c-moll BWV 1062. Flytjendur: Hljómsveit Ferenc Liszt tónlistarakademíunnar. Einleikarar: Zoltán Kocsis og And- rás Schiff Stjórnandi: Albert Simon Útgefandi: Hungaroton SLPX 11751, 1977 Dreifing: Fálkinn Fyrirtækið Hungaroton í Ung- verjalandi hefur áunnið sér verðugan sess meðal helstu hljóm- plötufyrirtækja heims, fyrir vand- aðar upptökur á sígildri tónlist og afburðaflytjendur. Mörgum unnanda tónlistar er eflaust í fersku minni heildarútgáfa sú, sem fyrirtækið sendi frá sér á 100 ára afmæli Béla Bartóks. Þar var um einhverja metnaðarfyllstu útgáfu að ræða, sem sést hefur á klassísk- um plötumarkaði, öll verk Bartóks og fylgdu hverri plötu upplýsingar á við heila bók. Hingað hafa nú borist aðrar út- gáfur frá Hungaroton, m.a. tónlist eftir J. S. Bach. Af handahófi greip ég eina slíka með konsertum fyrir tvö píanó. Allir eru þeir hver öðr- um þekktari og c-moll konsertarnir eru vel kunnir sem verk útsett fyrir önnur hljóðfæri en píanó. Konsert íc-moll BWV 1060, var upphaflega saminn í.d-moll fyrir fiölu og óbó, en handritið í upprunalegri gerð er glatað og verður því að notast við píanó-útsetninguna til að umsemja hann fyrir upprunaleg hljóðfæri. Þótt fiðlu og óbó-útsetningin sé fylltari formrænt séð, er píanó- útsetningin sterkari og þróttmeiri. Hinn konsertinn í c-moll BWV 1062, er hin þekkti Konsert í d- moll fyrir tvær fiðlur. Menn hafa spurt sig hvernig á þessari umskrift fyrir tvö píanó standi, því erfitt er að segja að hún jafnist á við fiðlu- útsetninguna. Samt gefur Bach henni allan þann pfanístíska blæ sem einkennir bestu klaververk hans. C-dúr konsertinn BWV1061 er því eini konsertinn af þrenrur sem saminn er fyrir tvö píanó upphaf- lega þótt menn álíti að hann hafi verið saminn í byrjun fyrir ein- leikshljóðfærin án hljómsveitar. Miökatlinn er t.d. án orkesterund- irleiks. Þeir Kocsis og Schiff gera öllum verkunum glæsileg skil, enda pían- istar í 1. flokki. Islendingar fengu að kynnast Kocsis á síðustu Lista- hátíð í Reykjavík og þar duldist engum að meistari var á ferð. Báðir eru þessir efnilegu túlkendur ungir og píanóleik sinn geta þeir rakið allt tii 5 ára aldurs. Þá er hljóm- sveitin kraftmikil og næm í senn undirstjórn Albert Simon, cn hann er rektor List-akademíunnar í Bú- dapest. Upptaka og hljóntburður eru með ágætum. Ég hefði kosiö að kynnast þess- ari útgáfu I lungaroton betur, þvíef heildin er eins og þessi plata, er hér um óvenju vandaða útgáfu að ræða. Mörgum er í fersku minni kons- ert sá sem Gidon Kremer hélt hér ásamt píanistanum Oleg Meisen- berg á síðustu listahátíð. Er það mál manna að sjaldan hafi betri hljómleikar verið haldnir hér. Nú hafa borist nokkrar hljóm- Halldór B. Runólfsson skrlfar um hljómplötur plotur með Kremer og staðfesta þær það sem áheyrendur í Háskól- abíói urðu vitni að síðastliðið sum- ar. A fyrstu plötunni leikur hann einleik með Sinfóníuhljómsveit Lundúna, undir stjórn hinsupp- rennandi og efnilega stjórnanda Riccardo Chailly. Hún hefst á „Nautinu á þakinu", hinni þekktu ballettsvítu Daríusar Milhaud, en hér er um seinni útsetningu verks- ins að ræða, þá sem Milhaud kall- aði kvikmynda-fantasíu. Þessi út- gáfa er styttri og heilsteyptari. Önnur plötuhliðin hefur að geyma „Fantasia appassionata" op. 35, eftir belgíska tónskáldið og fiðlusnillinginn Henri Vieuxtemps. Þetta er nokkuð margslungið verk, enda má finna í því áhrif frá jafn ólíkum tónskáldum og Paganini og Beethoven. Síðasta verkið er hið gullfallega og elegíska „Poeme", eftir Ernest Chausson, op. 25. Þetta er hrífandi plata, enda telur Chailly hana einhverja bestu hljóðritun sem hann hefurstjórnað (Gramophone, des. 1981). Það er ekki hvað síst fyrir hina breiðu og innilegu túlkun Kremers. Ásamt konu sinni, Elenu, hefur Gidon Krcmer leikið inn á nokkrar plötur, þ.á m. aðra Philips-plötu með verkum þriggja klassískra tón- skálda. Fantasía í C-dúr, op. 159 var lengi talin b gallagripur" Schuberts, slæm afbökun á hinum fagra söng tónskáldsins „Sei mir gegrússt". Þetta erhinn mesti mis- skilningur og þarf ekki löng kynni til að nema fegurð þess. Þá er hér „Grande sonate" í E- dúr, op. 19, eftir yngsta son Moz- arts, Franx Xaver Wolfgang, og hin snilldarlegu Tilbrigði Beetho- vens við „Se vuol ballare" Mozarts úr Brúðkaupi Fígarós. A hljómplötu frá Eurodisc leika svo hjónin safn af verkum eftir 10 mismunandi tónskáld og þrjú am- erísk þjóðlög í þokkabót. Líkt og aðrar safnplötur með mörgum smáverkum, er þessari ætlað að kynna flytjendurna fremur en tón- skáldin. En sem slík er hún athyglisverð, einkum vegna þess að hún bregður ljósi á hið breiða túlkunarsvið þeirra Gidons og Elenu Kremer. Líkt og hinar plöturnar, er hún vel úr garði gerð, tóngæði ágæt og upptaka jöfn og hljómmikil Ritgerðasafn Matthíasar Johannessens Félagi orð heitir bók eftir Matt- hías Johannessen sem Þjóðsaga gef- ur út. Þar er safnað saman grein- um, samtalsþáttum og ljóðum frá ýmsum tímum. Alllangur bálkur eru bréf til Gils Guðmundssonar sem spruttu af greinum Gils og er þar komið víða við um stjórnmál og menningar- mál. Mikill hluti bókarinnar er helgaður sovéskum andófs- mönnum og útlögum og er þá rnjög byggt á viðtölum við þá. Ljóðin í tengjast mjog bókinni mikið. Annars koma fjölmargir merkis- menn við sögu í bókinni, erlendir og íslenskir. Til að mynda er í bók- inni allmikill þáttur af bandaríska hugvitsmanninum Buckmister Fuller. REIÐI GUÐS eftír hinn þekkta spennusagnahöfund James Graham! Hverjir eru Emmet Keogh ungi byssumaöurinn og Oliver van Horn, presturinn meö vélbyssuna? Gátu þeir neitaö þegar Bonilla höfuösmaöur sagöi viö þá: „Finnið og drepið Tómas de la Palta eöa þiö verðið leiddir fyrir aftökusveitina“? ✓ BÓKABÚÐ Kleppsvegi 150,104 Reykjavik simi 38350

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.