Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. desember 1982
bókmenntir
Bergþóra Gísladóttir
skrifar um
bókmenntir
Mömmustrákur
Höfundur: Guðni Kolbeinsson
Myndir: Ragnar Lár
Útgefandi: Vaka, 1982.
Við sem gefum okkur í það um-
deilda hlutverk að skrifa um
bækur, fáum oft orö í eyra, enda
tæpast við öðru að búast, þar sem í
svona skrifum felst gjarnan ein-
hverskonar mat. Það er að sjálf-
sögðu misjafnt hvað lagt er til
grundvallar í slíku mati, en hvað
sem allri bókmenntafræðilegri
þekkingu líður hlýtur alltaf smekk-
ur og gildismat að vega þungt, en
hvort tveggja er umdeilanlegt. Mér
fellur alltaf þungt að lasta skrif ann-
arra og hef því komið mér í svipaða
aðstöðu og Gunnar á Hlíðarenda
gagnvart vígaferlum sínum forð-
um, sem hann lýsir svo í samtali við
Kolskegg bróður sinn: „Hvað ég
veit“ segir Gunnar, „hvort ég mun
því óvaskari maður en aðrir menn,
sem mér þykir meira fyrir en öðr-
um mönnum að vega menn.“ Að
sama skapi og mér er óljúft að
Brennum mömmubarnið æpti Villi.
„vega“ í skrifum mínum, er mér
það lj úf ánægja að lesa og skrifa um
bækur, sem mér þykja góðar, þótt
það sé í reynd oft erfiðara að festa
fingúr á og lýsa kostum bókar held-
ur en-göllum. Þannig er um þessa
bók. Hún er í senn ánægjuleg lesn-
ing og svo sönn, að maður situr
eftir og hugsar um persónur hennar
sem lifandi fólk, sem hljóti að lifa
sínu h'fi einhversstaðar yfir utan
síður bókarinnar.
Gömul saga en þó ný
Sagan segir frá ungum dreng,
sem á fyrst og fremst móður sína að
og virðist öruggur um sinn hag og
sáttur við hlutskipti sitt. Hann veit
ekki hver faðir hans er og elur með
sér draum að kynnast honum. En
ekki geta allir draumar ræst og
eiginlega skiptir það litlu máli sam-
anborið við þá aðsteðjandi hættu
að þurfa e.t.v. að eiga móður sína
með öðrum. Sagan segir frá innri
baráttu, sem mömmustrákur verð-
ur að heyja þegar öryggi hans er
ógnað á þennan hátt. Auðvitað
gerist ótal margt annað í lífi þessa
unga manns. Honum er strítt á því
að vera mömmustrákur og ekki
bætir það úr skák að hann leikur
sér með dúkkur og ekki er alltaf
gott að vita hvað að manni snýr frá
vinum og óvinum. En allt er þetta
lítilræði miðað við þá ógn, sem
honum stafar af keppinautnum um
hylli móðurinnar. Yrkisefnið er
ekki nýtt. Um þetta hefur oft verið
fjallað og m.a. af snillingi íslenskra
barnabókmennta, Stefáni Jóns-
syni. Og hvað sem öllum fyrir-
myndum líður finnur Guðni sér
sinn tón til að lýsa þeim flóknu til-
finningum, sem upp koma við slík-
ar aðstæður. Frásagan er hlý og
laus við væmni. Og ekki má gleyma
hinum glettna undirtón sem gefur
verkinu fyllingu.
Bókin er á góðu og eðlilegu máli
og læsileg þeim sem náð hafa
nokkru valdi á lestri. Og auðvitað
hentar hún einnig vel til upplestrar
fyrir þá sem ekki geta stautað
sjálfir.
Orlitlir
eftirþankar
Ég er stöðugt að reka mig á að
börn meta bækur á sinn hát.t og oft
ólíkt því, sem við fullorðin ætlumst
til og búumst við. Við lítum á verk-
ið sem heild og leggjum mikið upp
úr því hvernig ólíkir þættir tengjast
innbyrðis. Við lesum sögu frá upp-
hafi til enda. Börn (þau sem ég
þekki) gera aðrar kröfur. Þau grípa
einstaka þætti og einstök atvik sög-
unnar og virðast hafa af þeim fullt
gaman, burt séð frá allri heildar-
framvindu mála. Einn mér nákom-
inn 8 ára sagði um þessa bók: Mér
finnst mest gaman að sögunni um
indjánaleikinn. Hún var alveg
æðislega spennandi. Þegar ég síðan
spurði hann hvort hann væri búinn
að lesa bókina, svaraði hann:
Eiginlega, fyrst las ég þær sögur,
sem voru mest spennandi. En það
voru að hans mati „Indjánaleikur
er svaka spennandi“ og „Bílstjór-
inn vildi aldrei stoppa." En svo
heita tveir af 10 köflum bókarinn-
ar. Svona á ekki að lesa bækur, eða
hvað? í bókinni eru myndir eftir
Ragnar Lár. Mér finnst þær nokk-
uð stirðbusalegar og bæta litlu við
það sem höfundurinn segir okkur í
rituðu máli. En þetta er nú bara
stíllinn hans Ragnars Lár og við því
er lítið að segja. í þessu sem öðru
gildir ólíkur smekkur og hver verð-
ur að dæma fyrir sig. Mér finnst
bókinni hefði hæft betur annar og
mýkri og léttari stíll. - bg
Árni Bergmann
skrifar um
bókmenntir
Vistfræði fyrir byrjendur.
Eftir Stephen Cruall
og VVilliam Kankin.
Þýðandi Pétur Reimarsson.
Svart á hvílu, 1982.
Svart á hvítu er eitt af þeim nýju
forlögum sem upp hafa skotið
kolli. Móðurskip útgerðarinnar er
Slangurorðabókin, sem býður
menn að skoða sig um á „ófínum"
málsslóðum og verður sú bók
skemmtileg bæði þeim sem fyrir
aldurs sakir veit ekki nema fátt um
það hvað höfuðsntiðir slangursins,
unglingarnir eru að plotta, og svo
þeim sem hafa áhuga á þenslu-
Móðólfur karlinn í Móðólfsfelli vitjar mcyjarmálanna.
við tímaritið Mad, og mannfólki
jafnt sem ýmsum lífverum öðrum
eru lagðar í munn ýmislegar og ein-
att vel háðskar athugasemdir við
þá hörmungasögu sem viðskipti
mannkyns við náttúru og auðlindir
er.
Það er ljóst að þetta er vinstrim-
annakver: þar er mikil áhersla lögð
á það, að kapítalisminn sé í eðli
sínu andstæð.ur sjónarmiðum
þeirra sem vilja spara orku og hrá-
efni, sem vilja fara varlega með
vatn og loft, sem vilja dreifa valdi
svo að hver og einn beri sem mesta
ábyrgð á sínu umhverfi, þeirra sem
spyrja ekki bara um hagvöxt, held-
ur líka um það hvers eðlis hagvöxt-
ur er og hvaða verði keyptur. Um'
leið vita bókarhöfundar af því, að
marxisminn og byltingarríkin hafa
framið miklar vanrækslusyndir í
Myndasöguaöferðin og
þarfar upplýsingar
möguleikum orða og orðasam- auðkenndur er með því að þar fari
banda yfirleitt. bækur „fyrir byrjendur." Önnur er
Tvær bækur koma út í flokki sem um Freud og kenningar hans og
Styrkur til háskólanáms eða
rannsóknastarfa í Bretlandi
Breska sendiráðið í Reykjavík hefur tjáð íslenskum stjórnvöldum að
The British Council bjóði fram styrk handa íslendingi til náms eða
rannsóknastarfa við háskóla eöa aðra vísindastofnun í Bretlandi
háskólaárið 1983-84. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25-30 ára. Umsóknir um styrk
þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit
prófskírteina og meðmæli.
Tilskilin eyðublöð fást í ráðuneytinu og einnig í breska sendiráðinu,
Laufásvegi 49, Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
15. desember 1982.
afdrif þeirra, hin er um vistfræði.
Báðar bera bækurnar sterkan keim
af einhverju sem kannski mætti
kalla æskumenningu. Það á að
bjóða upp á nýjar og aðgengilegar
og skemmtilegar leiðir til að miðla
fróðleik. Upplýsingarnar eru ekki
reiddar fram í sérlega hátíðlegu
formi. „Slangur" fær að njóta sín í
textanum. Og síðast en ekki síst:
bækurnar eru einskonar svar við
myndasögumenningunni, sem oft-
ast er höfð til að fara með „skrípó"
eða sýna yfirnáttúrlega garpa.
Hver síða er samfléttun texta og
mynda og má hvorugt án annars
vera. Myndakosturinn er reyndar
fjölbreytilegur - þar eru ljósmynd-
ir, gamlar teikningar, myndefni
fræðibóka sem og persónur í ætt
vistfræðilegum efnum og einnig
tekið mikinn þátt í skemmdarverk-
um hagvaxtarhyggjunnar.
Sá sem hefur um nokkurt skeið
fylgst með vistfræðiumræðunni
mun kannast við margt eða flest
það sem í bókinni er sagt. En það
rýrir ekki gildi hennar sem
skemmtilegrar „byrjendabókar"
sem leitast við að koma þýðing-
armiklum upplýsingum á framfæri,
ekki síst við þá kynslóð sem hefur
vanist á ofurvald myndarinnar.
Texti og mynd, fróðleikur og
skemmtun, vinna oft vel saman í
bók sem þessari og betur en gerist
t.d. í ýmsum flottum fræðsluritum,
sem eru svo glæsilega myndskreytt,
að textinn vill týnast.
Frá konu
til allra
Þórunn Sigurðardóttir
skrifar um
bókmenntir
Lucienne Lanson:
Frá konu til konu.
Skjaldhorg.
í kjölfar aukinnar umræðu um
jafnréttismál hafa heyrst raddir,
sem vilja gera sem minnst úr „sér-
stöðu“ konunnar hvað snertir líf-
fræðilega þætti, - blæðingar, barn-
eignir og allt annað sem að því
lýtur. Af hræðslu við að konur
verði endanlega viðurkenndar sem
hið „veika" kyn vegna óteljandi
„veikindamöguleika“ er tengjast
líffræðilegu hlutverki þeirra vilja
þessar raddir kveða niður allt tal
um einhverja erfiðleika samfara
hinum líffræðilegu staðreyndum.
Ekki veit ég hvort konum er mikill
greiði gerður með því að reyna að
fela þann beiska sannleik, að mikill
hluti kvenna, líklega meirihluti,
þjáist meira eða minna, - skemmri
eða lengri hluta ævinnar af ein-
hverjum fylgikvillum hins líffræði-
lega hlutverks eða óhjákvæmi-
Iegum „hliðarverkunum." Og það
verður hennar einkamál.
Hvaða kona biður t.d. vinnu-
veitanda sinn um frí mánaðarlega,
vegna þess að hún hefur svo miklar
blæðingar, að skrifstofuhúsgögnin
eru í stórhættu? Líklega er nógu
erfitt fyrir hana að fá kaup í barn-
eignarfríinu eða, ef henni er skipað
að liggja í rúminu á meðgöngu
vegna hættu á fósturláti. Um leið
og menn tala með tárin í augunum
um fóstureyðingar, er ekki viður-
kennt að konur fái að halda
kaupinu sínu, þegar þær verða að
liggja í rúminu á meðgöngu til að
missa ekki fóstrið.
Þetta kann að vera undarlegur
formáli, en þó kannski nauðsyn-
legur þegar fjalla á um bók sem
tekur fyrir það sem einkum og sérí-
lagi fylgir því að tilheyra hinu
margfræga kvenkyni. Bókin „Frá
konu til konu“ ætti kannski að
heita „Frá konu til karlmanns", því
svo brýnf sem það er að skýra kon-
um frá ýmsum staðreyndum varð-
andi þessi flóknu mál, er sannar-
lega ekki vanþörf á að fræða karl-
mennina einnig.
Bók þessi er skrifuð af sérfræð-
ingi í kvensjúkdómum, Lucienne
Lanson. Hún er kona og ætti það
að vera kostur þegar um þessi mál
er fjallað. Bókin fjallar af þekk-
ingu og skilningi um efnið, án þess
að vera óþægilega afsakandi eða
hispurslaus. An þess að ástæða sé
til að gera lítið úr starfi þeirra
fjölmörgu karlmanna sem sérhæfa
sig í kvenlækningum, hlýtur sér-
staða kvenna í þessum efnum að
vera ótvíræð. Allt of fáar konur
hafa snúið sér að kvenlækningunr.
Og það er ekki hægt að horfa fram
hjá samhengi á milli fjarveru
kvenna í þessu fagi og ýmissa
„framfara“ á sviði t.d. getnaðar-
varna. Nær allar getnaðarvarnir
sem fram hafa komið síðustu ára -
tugina eru ætlaðar konum og allar
hafa þær einhver áhrif, andleg eða
líkamleg. Á meðan blása karlmenn
í smokkana sína og segja að það sé
eins og að éta karamellu með bréf-
inu að sofa hjá konu og nota
smokk.
Ef til vill er kúgun kvenna al-
mennt á vinnumarkaði og á heimil-
um lang mest þegar kemur að hinni
líkantlegu sérstöðu. Öll þessi atriði
eru vel rakin í bókinni með virð-
ingu og hlýju til kvenna og öllu sem
þeim fylgir. Hér er tekið á vanda-
málununr, en ekki reynt að gera
lítið úr þeim. Kaflinn um grindar-
holsskoðunina er ágætur og sannar
þá kenningu að enginn karlmaður
eigi að fá leyfi til kvenlækninga
nema að hafa sjálfur sest upp í
„gálgann" og dinglað þar fyrir
framan múg og margmenni. Þetta
mega allar konur reyna, fyrr eða
síðar, hvort sem þeim líkar betur
eða verr. þs